Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Það er skrítin til- finning að hugsa til þess að kveðja einstakling sem hefur ver- ið hluti af tilveru minni frá fæð- ingu. Einstakling sem tók þátt í því að ala mig upp og móta mig og er stór hluti af öllum mínum minningum. Ég fæddist inn í litla þriggja kvenna fjölskyldu þar sem amma, mamma og Dunda frænka voru drottningarnar í lífi mínu, þessar þrjár konur voru minn heimur. Svo þegar Dunda kynntist Sigga og þau giftu sig var Siggi umsvifalaust innvígður í þennan litla hóp, hann gerðist Siggi frændi og var dásamleg við- bót við heiminn minn. Þegar Dunda og Siggi fóru að búa á Lokastíg var hvergi betra að vera. Ég sat í eldhúsinu hjá Dundu frænku og beið meðan hún bjó til eitthvað gott handa mér að narta í og það voru hátíð- legar stundir þegar ég fékk að leika mér að öllum dularfullu og fallegu skartgripunum sem hún átti í kringlótta leðurskartgripa- skríninu sínu. Þegar ég fékk að gista átti ég mína eigin holu í miðjunni í hjónarúminu. Ótelj- Iðunn Lúðvíksdóttir ✝ Iðunn Lúðvíks-dóttir fæddist í Reykjavík 7. júní 1947. Hún andaðist á Landspítalanum 4. mars 2013 síðast- liðinn. Útför Iðunnar fór fram frá Bú- staðakirkju 14. mars 2013. andi ísbíltúrar og skíðaferðir með heitt kakó og nesti, sundferðir í Hvera- gerði, jóla- og ára- mótaveislur og svo seinna ferðir í Svanasel, allt með Dundu frænku og Sigga frænda. Þeg- ar ég byrjaði í Verzlunarskólanum fór Dunda frænka með mér að kaupa nýja ritvél, en slíkan grip þurftu allir nýnemar í skólanum að eiga. Þegar ég var svo orðin fullorðin og stofnaði mitt eigið heimili var Dunda frænka endalaus ráðabanki og oft þurfti ég að hringja í hana til að spyrja um eitthvað. Flestar mínar mataruppskrift- ir eru frá Dundu frænku því eng- inn eldaði eins góðan mat og hún, sveppasósan hennar er alveg ein- staklega góð og það er engin jóla- steik nema sveppasósan sé með. Ef ég hef ætlað að breyta til og prufa einhverjar nýjar sósuupp- skriftir hef ég fengið mjög ein- dregin tilmæli frá fjölskyldumeð- limum um að hætta þessari tilraunastarfsemi og gera bara sveppasósuna hennar Dundu frænku! Dunda frænka mín var hávax- in og glæsileg kona, hún var alltaf fín og vel tilhöfð, tipptopp, og heimilið hennar og Sigga frænda í Tjarnarbólinu var allt í senn; fallegt, þægilegt og heimilislegt, og þangað var alltaf gott og gam- an að koma. Einhvern veginn lít- ur allt öðruvísi út án Dundu frænku. Elsku Siggi minn, þú átt alla mína samúð, guð geymi þig og styrki. Þakka þér fyrir samveruna og allt sem þú hefur gert fyrir mig, elsku frænka mín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín Styrgerður Hanna. HINSTA KVEÐJA Elsku Iðunn. Þegar lífið slokknar, þá sorgin inn skýst. Oft þá andlitið blotnar, því sorginni engin orð fá lýst Sorgin eftir skilur í hjartanu holu, sem ekki er hægt að fylla upp í með vindgolu. Maður getur ekki verið hennar þegn en þó vill hún fylgja manni lífið út í gegn. Loks kemur gleðin, þá birtir til, svo jafnvel við dánarbeðinn, er hægt að kunna á því skil. Gleðin sorginni burt víkur, þannig að henni um tíma lýkur. Bros og hlátur hlutar af gleðinni eru og hún er stór þáttur í okkar tilveru. (Aurora Borealis) Hvíl í Guðs friði. Valgerður (Vala) og Friðrik (Frikki). „Ljós heimsins“ eða „kraftbirtingarhljómur guð- dómsins“ minnir um margt á þig elsku vinkona okkar og trúsyst- ir. Þú varst líkt og Jesús „ljós þíns heims“; lýstir umhverfi þitt með trúarinnsæi þínu og þekk- ingu. Þú náðir að ganga í ljósinu og voninni fram á síðustu stundu. Það heitir að þekkja Guð sinn, elska hann og treysta hon- um því hann mun vel fyrir sjá. Því lofar hann. Auðvitað féllu tár en okkar síðasta bænastund með þér breytti angist okkar sjálfra og þreytu í gleði. Gleði með þeim sem vita að þeirra bíður eitthvað miklu betra, miklu stærra og miklu merkilegra en þetta jarð- neska brölt okkar mannanna barna, þrátt fyrir að við höfum í vanmætti okkar viðurkennt Jesú Krist sem leiðtoga lífs okk- ar og reynt eftir bestu getu að elska okkur sjálf eins og náung- ann, náungann eins og okkur sjálf. Guð er nefnilega kærleikur og sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð. En stundum eru orðin óþörf og það voru þau í rökkrinu á líknardeildinni í Kópavogi. Dómharkan engin, illskan víðs fjarri og kærleikurinn holdi klæddur. Þú kunnir að gleðjast með hamingju okkar enda vel gerð manneskja. Berglind var einstök persóna, eitthvað svo guðdómleg. Hún var alltaf svo smart klædd að tekið var eftir því, fallega brosið hennar yljaði okkur sem kynnt- umst henni. Hún talaði ávallt um börnin sín sem hina fullkomnu sköpun þess er öllu ræður og henni tókst að gefa líf sitt til þjónustu við Guð sinn. Það er sorg í sál okkar hjóna að börnin hennar og aðrir ætt- ingjar, sem og við vinir hennar, þurfum að sjá á eftir henni svo ungri í blóma lífsins. Svona kall- ar Guð þá til verka sem kunna til verka. „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himn- inum, þar búa ekki framar nein- ar sorgir og þess vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir feg- Berglind Valdimarsdóttir ✝ Berglind Valdi-marsdóttir fæddist 31. mars 1962. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 8. mars 2013. Útför Berglindar fór fram frá Graf- arvogskirkju 20. mars 2013. urðin ein, ofar hverri kröfu.“ Á þessum orðum hefst bókin „Feg- urð himins“ í Heimsljósi Lax- ness. Þarna ertu elsku Berglind okk- ar, í himnaríki hjá Jesú þínum. Þarna eruð þið og borðið steiktan fisk við fal- legt vatn. Við erum þakklát fyrir að hafa átt gæða- stundir með þér í lok ferðalags- ins hér á jörðunni. Þá, þegar dauðinn læðist að þeim sem maður elskar, erum við neydd til þess að í það minnsta þakka fyr- ir lífið þótt á tímum óbærilegt virðist. „Best er að gleyma heimi sín- um, bæði því sem maður hefur orðið að þola og eins hinu sem maður þráir, því sem maður hef- ur misst og hinu sem maður kann að vinna, gleyma lífi sín sjálfs andspænis þeirri fegurð þar sem mannlegu lífi sleppir og eilífðin tekur við, hið fullkomna, fegurðin sem efsti dómur. Eing- inn dagur þegar skyggni var til jökuls gat orðið að sljóum vana; meðan leiðir himins voru færar var sérhver dagur hátíð, kyrrlát og þó án skyldleika við dauðann, ofar ljóði og mynd.“ (Laxness.) Okkur tókst að segja þér að við elskum þig, það er setning sem heyrist allt of sjaldan en við vitum það að börnin þín og ætt- ingjar, sem öll tóku þátt í bar- áttu þinni, eru allt um blessuð af gæsku þinni, velvild og fegurð. Fegurð og kærleika sem varir að eilífu. Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson. Kær vinkona, Berglind Valdi- mars, er dáin. Berglind var ein- stök kona sem bjó yfir miklu æðruleysi, kærleika og bjartsýni á lífið, hún var svo skemmtileg og hugmyndarík. Enginn bar nafn sitt betur en Berglind. Berglind eignaðist þrjú falleg og vel gerð börn og einn yndislegan dótturson, sorg þeirra og missi fá engin orð lýst, en minningin um kjarnmikla, trausta og góða móður mun fylgja þeim og gefa þeim gott veganesti út í fullorð- inslífið. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl í friði, kæra vinkona. Ég votta fjölskyldu Berg- lindar mína innilegustu samúð. Vala Ágústsdóttir. Mig langar í örfáum orðum að minnast Berglindar Valdimars- dóttur. Við hjónin kynntumst Berglindi í bæna- og biblíules- hóp sem við vorum í og sem hitt- ist vikulega í Kríunesi við Elliða- vatn. Þrátt fyrir sín veikindi þá bar hún sig vel og hafði greini- lega yndi af því að lesa Guðs orð og biðja. Hún setti allt sitt traust á Jesú Krist sem hún trúði á. Það var gott að hafa hana með okkur í þessum hópi. Mig langar að þakka fyrir allar góðar samver- ur á liðnum árum og ég veit að núna er hún hjá Guði sem hún trúði og treysti á. Sjá, Guð er hjálp mín, ég er öruggur og óttast ekki. Því að Drottinn er vörn mín og lofsöngur, hann kom mér til hjálpar. Þér munuð með fögnuði vatni ausa úr lindum hjálpræðisins. (Jes.12:2) Ég votta ættingjum og vinum Berglindar innilega samúð mína. Pétur Ásgeirsson, Hafnarfirði. Mikið á ég eftir að sakna þín, Berglind mín. Ég minnist allra skemmtilegu samverustundanna sem við átt- um, uppvaxtarins í Hraunbæn- um, skemmtilegu ferðanna okk- ar og stundanna sem við áttum nú síðastliðin ár, fyrir þær vil ég þakka. Stundum leið langur tími á milli samverustunda en það var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Þú alltaf jafn falleg, bros- andi og kát. Ég kveð þig í dag, Berglind, með þeim orðum sem þú færðir mér þegar þú komst í heimsókn til mín vestur á Ísafjörð í októ- ber 2009 en þau eiga vel við. „Því að þín vegna býður hann út engl- um sínum til að varðveita þig á öllum vegum þínum“ (Sálmur 92. ) Vertu sæl, mín elskulega vin- kona. Brynja Pála Helgadóttir. Í dag þegar ég rita þessar fáu línur um hana Nönnu föðursyst- ur mína er sólskin. Og þannig er minningin um þessa brosmildu, blíðu frænku mína. Nanna, Gunnar og börnin þeirra voru hluti af föstum póstum í æsku okkar systkinanna. Alltaf var Nanna frænka með opinn faðm- inn og tók manni af svo mikilli hlýju og einlægri gleði. Þau Gunnar komu upp frábærum Svandís Nanna Pétursdóttir ✝ Svandís NannaPétursdóttir fæddist í Rauðs- eyjum á Breiðafirði 10. desember 1925. Hún lést á LSH í Fossvogi 13. mars 2013. Útför hennar var gerð frá Bústaða- kirkju 25. mars 2013. hópi barna og af- komendur þeirra eru fleiri en ég hef nokkra tölu á. Hún var mikil fjölskyldu- kona og mikill vinur barna sinna. Það lýsti frænku minni hvað best að í mörg, mörg ár hafði hún þann sið að hafa heimili sitt opið um hádegi á sunnudög- um og var nánast ætlast til að stórfjölskyldan kæmi saman og deildi áhugamálum sínum, sorg- um og gleði. Við Herdís áttum því láni að fagna að koma í slíka sunnudagssamveru. Þar var frænka í essinu sínu. Glöð og hamingjusöm með fólkinu sínu umvafin látleysi og væntum- þykju. Þetta var nokkuð sem við hin gætum tekið okkur til fyrir- myndar. Lífið var ekki alltaf dans á rós- um hjá frænku minni. Þessi netta og fíngerða kona þurfti að berjast við ýmiss konar heilsuleysi, m.a. langvarandi sykursýki og endur- teknar hjartakveisur en hristi þær allar af sér með bros á vör. Hún lenti í alvarlegu bílslysi og kom enn fallegri út úr því en hún var áður. Það var eins og ekkert biti á hana. Elsku Nanna. Hún var yndis- leg stundin sem við áttum á 100 ára minningarafmæli pabba nú í haust. Þegar þið Gunnar deilduð með okkur systkinunum minn- ingum ykkar úr Breiðafjarð- areyjunum forðum daga. Í sögum ykkar og þeirri útgeislun þeim fylgdi sannaðist að hin tæra æskuást ykkar hafði í engu dofn- að. Þið voruð eins og nýtrúlofuð og virtust yngri en við hin. En nú ertu farin og einn falleg- asti sólargeislinn slokknaður. Ég þakka þér, Nanna frænka, fyrir að hafa verið til. Okkur Herdísi þykir leitt að geta ekki verið við útförina þína í dag en hugurinn verður hjá ykkur öllum. Friðrik Rúnar Guðmundsson. Elsku tengdapabbi minn, hann Sigurður, er nú látinn og viljum við trúa að hann sé farinn á betri stað til hennar Dóru sinnar. Ég kynntist Sigurði fyrir rúmlega 17 árum og fann maður strax að ég var mjög velkomin í fjölskylduna. Hann Siggi minn var mjög ljúfur Sigurður Arthúr Gestsson ✝ Sigurður Art-húr Gestsson fæddist á Ísafirði 19. maí 1932. Hann lést á deild 3 B Hrafnistu í Hafn- arfirði 10. mars 2013. Sigurður Arthúr var jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 18. mars 2013. og með mikinn húm- or. Hann átti það til að segja eitthvað við mann og blikka síð- an til manns um leið og var þetta svona húmor á milli okkar tveggja. Ég fann strax til mikillar væntumþykju til hans og Dóru enda voru þarna á ferð- inni ein ljúfustu hjón sem ég hef kynnst. Sigurður var af þeirri kynslóð sem sagði sínar skoðanir og var maður oft ekki viss hvort hann væri að grínast eða segja manni til en um leið og hann blikkaði mann þá vissi ég að þarna var stríðn- ispúkinn í honum að tala. Ég man alltaf eftir því þegar við vorum að skíra alnafna hans, hann Sigurð Arthúr, en þegar nafnið var sagt þá heyrðist í Sigga gamla: Aum- ingja barnið að heita þessu nafni en um leið brosti hann allan hring- inn. Sigurði þótti best að vera á Ísafirði hjá Salbjörgu dóttur sinni, þar leið honum vel og voru dætur hans duglegar að fara með hann þangað. Sigurður var umkringdur börnum sínum þegar hann veikt- ist og alveg til loka. Það var vel hugsað um hann eftir að Dóra fór og er krafturinn og dugnaðurinn sem dætur hans sýndu alveg ótrú- legur. Nú eru erfiðir tímar hjá börn- um og ættingjum en um leið hugs- um við til þess að nú er Sigurður kominn til hennar Dóru sinnar þar sem honum leið alltaf best. Hann horfir til okkar með stórt bros, glaður og sáttur. Ég þakka fyrir að hafa kynnst þér, Siggi minn, ég er betri manneskja eftir að hafa fengið að þekkja þig í þessi 17 ár. Þín tengdadóttir, Íris Huld. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Lengd | Hámarkslengd minning- argreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefn- um. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fædd- ist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Minningargreinar Smáauglýsingar Garðar Trjáklippingar trjáfellingar og grisjun sumarhúsa- lóða. Hellulagnir og almenn garðvinna. Tilboð eða tímavinna. Jónas F. Harðarson, garðyrkjumaður, sími 697 8588. Til sölu Ódýr blekhylki og tónerar verslun í Hagkaup Smáralind og Fjarðargötu 11, Hafnarfirði. Blekhylki.is, sími 517-0150. Skattframtöl Skattframtal 2013 Framtalsþjónusta fyrir einstaklinga og rekstraraðila. Mikil reynsla - hag- stætt verð. Uppl. í síma 517 3977. www.fob.is. Netfang: fob@fob.is. Viðgerðir DÆLUVIÐGERÐIR Tek að mér viðgerðir á öllum tegundum af dælum. K. Tómasson ehf., Héðinsgötu 1-3. Sími 898 5199 og 557 5199. fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.