Morgunblaðið - 26.03.2013, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 26.03.2013, Qupperneq 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Elsa Arney Helgadóttir ætlar að hafa það huggulegt á af-mælisdaginn og slaka á en hyggst hinsvegar slá uppveislu með mági sínum fljótlega eftir páska. Elsa og sam- býlismaður hennar, Gunnlaugur Garðarsson ætla einnig að fagna afmælinu með því að fara til Skotlands í byrjun maí. Elsa sem fagnar þrítugsafmæli sínu í dag býr á Egilsstöðum þar sem hún starfar sem tækniteiknari hjá Verkís. Spurð um áhugamál segist Elsa hafa lítinn tíma til að sinna þeim, hún og Gunnlaugur eigi tvö börn, þau Helga Magnús fjög- urra ára og Sólveigu Ásu tveggja ára sem eigi hug þeirra allan. Fjölskyldan ætlar að finna tíma til ferðalaga í sumar en þau fara ávallt norður á Strandir í sumarhús í eigu fjölskyldu Gunn- laugs á ári hverju. „Þar sleikjum við sólina, förum í sund, smíðum úr rekavið og höfum það gott. Þar er gott að slaka á og vera laus við allt áreiti.“ Elsa er uppalin í Borgarfirði eystri og fjölskyldan mætir á Bræðsluna ár hvert. Hún segir frábært fyrir innfæddan Borgfirðing mæta á Bræðsluna á hverju ári og sjá litla samfélagið lifna við, gaman sé að sjá breytinguna sem verður þegar upp und- ir þrjú þúsund gestir heimsækja rúmlega hundrað manna sam- félag. heimirs@mbl.is Elsa Arney Helgadóttir 30 ára Barnalán Elsa Arney með dóttur sína Sólveigu Ásu. Elsa og Gunn- laugur, sambýlismaður hennar, eiga einnig soninn Helga Magnús. Mun halda tvöfalda veislu eftir páska Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Auðunn Darri fæddist 26. júní kl. 15.45. Hann vó 3.960 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Mar- grét Guðbjörg Ásrúnardóttir og Auð- unn Ólafsson. Nýir borgarar Reykjavík Sólveig fæddist 10. júlí kl. 22.36. Hún vó 4.015 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Brynhild- ur Guðmundsdóttir og Jón Val- geirsson. M ikael Marlies Karls- son, prófessor í heimspeki við HÍ, fæddist í New York í Bandaríkjunum 26.3. 1943. Hann ólst upp í New York 1943-54, í Levittown í New York-ríki 1954-56 og í Leonia í New Jersy 1956-60. Mike lauk BA-prófi í heim- speki frá Johns Hopkins University 1965, MA-prófi í heimspeki frá Bran- deis University 1970 og doktorsprófi (Ph.D.) frá Brandeis 1973. Mike sinnti háskólakennslu 1967- 73 við Simmons College í Boston og við Northeastern University í Bost- on. Hann var lektor í heimspeki við Háskóla Íslands 1973-82, lausráðinn dósent þar 1982-86, fastráðinn dós- ent 1986-95, prófessor í heimspeki við HÍ frá 1995 og vann sem forseti félagsvísinda- og lagadeildar Há- skólinn á Akureyri 2003-2007. Helstu heimspekiskrif Mike Helstu rit Mike eru: „Do We Think With Our Brains?“, Intellec- tica 53-54 (2010), pp.67-94; „Les lap- ins pourraient-ils danser?“, Philo- sophie de la danse, Julia Beauquel and Roger Pouivet, eds. (Rennes: Presses Universaire de Rennes, 2010), pp. 45-63; „Landscape and Art“; Art, Ethics and Environment: A Free Enquiry into the Vulgarly Received Notion of Nature, Æsa Sigurjónsdóttir and Ólafur Páll Jónsson, eds. (Cambridge: Cam- bridge Scholar Press, 2006), pp. 72- 88; „Can History Be a Science?“, Þekking - engin blekking: til heiðurs Arnóri Hannibalssyni, Erlendur Jónsson, Guðmundur Heiðar Frí- mannsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, eds. (Reykjavík: Há- skólaútgáfan, 2006), pp. 89-103; „Reason, Passion and the Influenc- ing Motives of the Will“, The Black- well Guide to Hume’s Treatise, Saul Traiger, ed. (Oxford: Blackwell Pu- blishing, 2005), pp. 235-255; „Action, Causation and Description“, A Explicação da Interpretação Hum- ana, João Sàágua, ed. (Lisbon: Edições Colibri, 2004), pp. 313-325; „Agency and Patiency: Back to Nat- ure?“, Philosophical Explorations 5:1 (2002) pp. 59-81; „Cognition, Desire and Motivation: ’Humean’ and ’Non- Humean’ Considerations“, Sats: Nordic Journal of Philosophy 2:2 (2001), pp. 30-58; „Roots of Legal Normativity“, Analisi e diritto 2000: richerce di giurisprudenza analitica, Paolo Comanducci and Riccardo Gu- astini, eds. (Torino: G. Giappichelli Editore, 2000), pp. 97-112; „Rational Ends: Humean and Non-Humean Considerations“, Sats: Nordic Jo- urnal of Philosophy 1:2 (2000), pp. 15-47; „Criminal Law and Judge- Made Law“, Archiv für Rechts- und Sozialphilosophie, Beiheft 69: „Sour- ces of Law and Legislation“, Elspeth Attwooll and Paolo Comanducci, eds. (Stuttgart: Franz Steiner Verlag, 1998), pp. 142-167; „Defeating the Inference from General to Particular Norms“, Ratio Juris 8:3 (1995), pp. 271-286; „Þungir þankar - um afl- fræði Aristótelesar“, Hugur 1 (1988); „Control of Contractile States: A Re- view of Some Main Ideas in Muscle Physiology in the Period 1880-1980“ Mikael Marlies Karlsson, prófessor í heimspeki við HÍ - 70 ára Ítölsk rómantík Mike og Barbara á röltinu í ítölsku sjávarþorpi nálægt Genóva fyrir þremur árum. Heimspekikennari í 40 ár „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Vandaðir og vottaðir ofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is 10 - 50% LAGERSALA Á THOR MIÐSTÖÐVAROFNUM Allt að afsláttur á völdum ofnum *ATH. Lagersalan gildir út mars 2013 Eura L Eura C

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.