Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Listinn yfir skyldur þínar koma þér úr jafnvægi og, það sem verra er, búa til algeran glundroða. Þolinmæðin skiptir miklu máli og þú færð hana endurgoldna þegar þér hentar. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu að átta þig á því hversu vel þú elur önn fyrir fólki sem þú umgengst dag- lega. Trúnaðarmál þarf að geyma á öruggum stað. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Aldur er afstæður. Að minnsta kosti þrír vina þinna eru til í að slást í för með þér og að minnsta kosti einn þeirra þekkir leiðina og væri til í að taka að sér leiðsögn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Sýn þín á lífið er góð og gild, en ekki sú eina. Já, já, kannski sjá ekki allir breyting- arnar, en þú veist betur og sérð að allt hefur snúist á betri veg. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er ekkert eðlilegra en að skipta um skoðun þegar sannindi úreldast og önnur koma í staðinn. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Suma daga vaknarðu einfaldlega í al- veg glimrandi skapi. Að setja saman sögur og ljóð er góð dægrastytting. 23. sept. - 22. okt.  Vog Skapandi og frumleg viðfangsefni fela í sér spennu því verið er að kanna ókunnar slóðir. Veldu þér góða samstarfsmenn ef þú vilt ná einhverjum árangri. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Reyndu að gefa þér tíma til að vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér í dag. Ef þú ert ekki viss, skaltu ekki komast að sam- komulagi um eitthvað. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dagurinn í dag er tilvalinn til sköpunar og afþreyingar. Hvettu ástvini til þess að styðja þig með því að veita þér svigrúm. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef þú þarft að taka ákvörðun fyrir annað fólk skaltu gæta þess að hugsa um hag þess en ekki þinn. Verið ekki of dómhörð. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft á öllum þínum sálarstyrk að halda til að fást við viðkvæmt persónulegt mál. Láttu ekki hugfallast, þetta óveðursský leysist upp á sólarhring. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fiskurinn þarf vissulega á friði og ró að halda en öllu má nú ofgera. En hvort þú átt að tala um það sem þú sérð eða ekki, er önnur saga. Sigrún Haraldsdóttir segir vertað gleðjast á vorjafndægrum og yrkja væmna vísu: Bráðum litka grösin grund, grænkar birkihlíðin. Loks er dagsins ljósa stund lengri en myrkratíðin. Bjarni Hafþór Helgason veltir fyrir sér höfundi að vísu og brag- arhætti: „Þegar ég var í HÍ um og upp úr 1980 var farið með vísu fyrir mig sem ég get ekki gleymt. Venjulega get ég þó ekki vel mun- að vísur. Ég veit ekki hver orti, en eitthvað við formið, orðanotk- unina eða innihaldið/húmorinn gerir það að verkum að ég man þennan merkilega kveðskap sem er svona: Glugga í gular blakta gardínur. Skugga í skáldið étur sardínur.“ Þórarinn M. Baldursson yrkir í tilefni af angist frænda sinna „við tilhugsun um tilfærslu á flugvelli“: Reykjavík er ljót og leið, lengst á suðurhjara. Þangað aðeins út úr neyð ættu menn að fara. Ef að norðan góðan gest gáttir himins senda á Laugavegi væri best að vélin myndi lenda. Þingeyinga þung er sorg, og það af efni gildu. Húsavík sem höfuðborg held ég flestir vildu. Ingólfur Ómar Ármannsson spreytir sig á sléttuböndum: Vísnaglingur hæfir hér, hali óðar gleður býsna slyngur vísnaver, vísur góðar kveður. Og svo er það hringhenda: Dansa boðar, drynur sær, dembir froðutárum, dátt í voðum vindur hlær veltist gnoð á bárum. Kötturinn Jósefína Dietrich málmar kvæðin sín á fésbókinni og hefur fundið leiðarljós þjóð- arinnar – í sjálfri sér: Minnsta flokksins meginstefnu mun ég tjá í næstu línu: Undur gerast að því gefnu að allir fylgi Jósefínu. Hún er okkar helsta von og hefur lofað snjöllum rómi að vinna Júró-vísí-on og vera lands- og þjóðarsómi. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af sardínum, ketti, ljósi og myrkratíð Í klípu LESENDUR VORU ENN MÓÐGAÐRI EFTIR AÐ SAMA TEIKNIMYNDASAGAN BIRTIST TVISVAR. „ANSANS,“ HUGSAÐI HANN. „ÉG VERÐ KALLAÐUR RAÐMÓÐGARI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ ÁTTIR AÐ HALDA HENNI BEINNI!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hugsa um fjölskylduna með öllu hjarta. HÆ, GRETTIR! FYRST ÉG ER HÉRNA ... HVAÐ SEGIRÐU UM ORMAHREINSUN? HVER HLEYPTI DÝRALÆKNINUM INN? LAUNIN SEM ÞÚ BÝÐUR ERU MJÖG LÁG ... ERU EINHVER SKATT- FRJÁLS FRÍÐINDI? JÁ JÁ, SKRIFAÐU UNDIR HÉR. PSSSST ... HVAÐA SKATT- FRJÁLSU FRÍÐ- INDI ERU ÞAÐ? AÐ FÁ AÐ VERA ÚTI Í FERSKU SJÁVAR- LOFTINU OG VERÐA SÓLBRÚNN MEÐAN HANN RÆR BÁTNUM. Víkverji opnaði milli tveggja her-bergja á heimili sínu um helgina. Fór í gegnum trévegg sem var þannig lagað séð ekki mikið verk. Betri helmingur Víkverja hefur ríkt ímyndunarafl og kvöldið áður en ráðist var í framkvæmdirnar fór hann allt í einu að velta fyrir sér hvort eitthvað leyndist inni í veggn- um sem átti að víkja; nefndi í því sambandi reiðufé, jafnvel heilu búntin, og jarðneskar leifar. x x x Í fyrstu hristi Víkverji bara höfuðiðyfir þessu en fljótlega fór hann þó að láta hugann reika líka. Hvað ef eitthvað væri í veggnum? Fannst honum þetta með reiðuféð meira spennandi enda hægt að gera meira við það en jarðneskar leifar ein- hvers ógæfumanns. Þó var það heillandi tilhugsun að mögulega myndi eitt af umtöluðustu mannshvörfum á Íslandi undan- farna áratugi upplýsast – og það á heimili Víkverja. Af þessum ástæðum er ekki laust við að umtalsverð spenna hafi verið í loftinu þegar smiðurinn sagaði gegnum vegginn daginn eftir. Og vonbrigðin voru nokkur þegar í ljós kom að þar var hvorki mannabein né handbæra peninga að finna. x x x Þegar betur var að gáð fundust aðvísu jarðneskar leifar, líklega af mús eða einhverju skyldu kvikindi. Það hefur þó ekki verið staðfest. Rifjaðist þá upp fyrir Víkverja að hann heyrði stundum fótatak í téð- um vegg fyrir um áratug, eða taldi sig alltént heyra það. Betri helm- ingurinn kannaðist á hinn bóginn ekkert við það. En fékk hroll við til- hugsunina. Ef til vill var þetta fóta- tak bara í höfðinu á Víkverja. Annað eins hefur nú gerst þar. x x x Í veggnum, eða þeim litla hluta semvar fjarlægður, leyndist fleira; lítil og hugguleg jólabjalla og ljós- blátt eyðublað úr Útvegsbanka Ís- lands. Bjallan var í góðu formi og eyðublaðið eins og það hefði verið prentað deginum áður. Merkilegt. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn er hlutdeild mín, segir sál mín, þess vegna vona ég á hann. (Harmljóðin 3:24) Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fataframleiðandi fagfólksins BRAGARD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.