Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Strigar, ótal stærðir frá kr.195 Olíu/Acrýl/ Vatnslitasett 12/18/24x12 ml frá kr.570 Acryllitir 75 ml 499 Vatnslitasett Skissubækur kr.595 Þekjulitir/ Föndurlitir frá kr.795 Gólf- og borðtrönur frá kr.2.100 Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-17, sun. kl. 13-17 kr. Myndlistavörurí miklu úrvali kr.695 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Lifandi goðsögn og blúsmaður af gamla skól- anum. Þannig lýsti Halldór Bragason, list- rænn stjórnandi Blúshátíðar í Reykjavík, bandarísku blúskempunni Guitar Shorty í samtali við Morgunblaðið á dögunum, manni sem leikið hefur með kempum á borð við Wil- lie Dixon, Sam Cooke, Ray Charles, Jimi Hendrix, Muddy Waters og Albert King. Guit- ar Shorty kemur fram á hátíðinni í ár með The Blue Ice Band á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu, á morgun, miðvikudaginn 27. mars. Guitar Shorty, eða Gítar-Stubbur, er einn af virtustu og vinsælustu blúsmönnum heims, sagður risi í blúsheimi og margverðlaunaður fyrir verk sín, kraftmikill gítarleikari og líf- legur mjög á sviði. Og eins og allir góðir blús- menn eldist hann vel, orðinn 73 ára en blúsar enn og rokkar líkt og enginn væri morgundag- urinn. Stubbur heitir réttu nafni David William Kearney, fæddur 8. september árið 1939 í Houston í Texas. Hann ólst upp í Kissimmee á Flórída og fékk ungur áhuga á gítarleik, reyndar svo mikinn að móðir hans var að missa vitið og bað frænda hans, Willie, að kenna stráknum á gítar til að róa hann niður. Þá var David sex ára og fyrirmyndir hans blúshetjur á borð við B.B. King, Guitar Slim, T-Bone Walker og John Lee Hooker. En Wil- lie frændi var þó mesta hetjan. Treystir á almættið En hvaðan skyldi nafnið koma, Guitar Shorty? ,,Það kom frá manni í Tampa í Flór- ída, tónleikahaldaranum Dewey Richardson. Hann gaf mér þetta nafn þegar ég var níu ára. Það var stolið en ég vissi það ekki af því ég var bara barn. Hann sagði við mig: „Væni minn, ég vil að þú berir þetta nafn eins lengi og þú lifir og leikur á gítar. Margir eiga eftir að spyrja þig hvaðan þú hafir fengið það og þá segir þú þeim það bara. Nafnið mun færa þér gæfu og margir hjá plötu- og umboðsfyrir- tækjum munu hvetja þig til að nota þitt rétta nafn en þú skalt halda þig við Guitar Shorty. Það mun færa þér gæfu.“ Og það hefur gert það,“ segir Shorty, greinilegt að þar fer maður sem kann margar sögur. -Og þú hefur notið mikillar velgengni sem tónlistarmaður? ,,Já, ég hef gert það. Það hafa þó komið virkilega slæmar stundir og óvissa um hvað framundan væri. En ég hef haldið fast í nafn- ið, treyst á almættið og er enn að.“ -Ég heyri að þú ert trúaður… „Ójá, ég trúi á Jesú Krist, svo sannarlega. Ég er enginn ofsatrúarmaður, verð ekki óður eins og svo margir en ég trúi af öllu hjarta á Jesú Krist.“ -Hefur trúin hjálpað þér í tónlistinni? „Hún hefur gert það og margir aðdáendur mínir segjast heyra það af flutningi mínum á tónleikum,“ segir Shorty. Spurður að því hvort trúin sé nauðsynleg blúsmönnum segir hann svo vera. ,,Blúsinn og trúin eru skyld.“ -Þá liggur beinast við að spyrja, hvaða eig- inleikum þurfa góðir blúsmenn að búa yfir? ,,Þú verður virkilega að trúa á hann (blús- inn) og í raun upplifa hann, erfiðleikana,“ svarar Shorty. Hann hafi fæðst og alist upp á erfiðum tímum, við fátækt og bág kjör og viti því hvað hann syngi. Hvað ungur nemur … Guitar Shorty tilheyrir þeim hópi blús- manna sem hösluðu sér völl í Chicago um miðjan sjötta áratuginn, eins og segir í afar fróðlegum pistli Péturs Tyrfingssonar um kappann á vefnum blues.is, manna á borð við Freddie King, Otis Rush og Buddy Guy. „Allt voru þetta strákar sem göfguðu rafgítarinn svo að nú eru þetta magískir gripir sem eng- inn snertir nema með fullri lotningu, sungu af miklum sálarkrafti og stóðu stoltir á sviðinu, höfðu í frammi sprell og jafnvel akróbatík,“ segir Pétur m.a. í pistli sínum. Shorty tekur undir þetta og segir að þegar litið sé til ungra blúsara í dag sé áberandi að þeir leiti fyrirmynda í þessari kynslóð blús- manna, spili það sama og gömlu kempurnar hafi gert um áratugaskeið. ,,Við upplifðum þetta, þú verður að gera það til að vita al- mennilega hvað er að gerast þegar þú spilar blús. Þá geturðu leikið hann betur,“ segir Shorty og bætir því við að hann sé kallaður blúsrokk-meistarinn, leiki blús með rokkívafi. Unga kynslóðin í dag sé í raun að feta í fótspor hans og það sé honum mikið gleðiefni. Spurður að því hvort hann sé iðinn við tón- leikahald utan Bandaríkjanna segir Shorty svo vera og telur upp fjölda landa og land- svæða, m.a. Tékkland, Suður-Ameríku, Sviss, Grikkland, Pólland, Noreg, Danmörku og Rússland. ,,Ég nýt þess að ferðast,“ segir hann og bætir því við að hann finni ekkert fyr- ir aldrinum. Og svarið við spurningu þess efn- is hvort hann ætli að setjast í helgan stein á næstu árum er stutt og laggott: ,,Ég mun aldrei gera það.“ Hendrix í Reykjavík Ekki er hægt að sleppa Shorty án þess að spyrja út í Jimi Hendrix heitinn, gítar- goðsögnina miklu sem var mágur hans. „Hon- um líkaði það sem ég var að gera og sagðist hafa lært mikið af mér. Það gleður mig því hann náði að nýta sér það með góðum ár- angri,“ segir Shorty, spurður að því hvort þeir Hendrix hafi spilað mikið saman. En lærðu þeir ekki hvor af öðrum? ,,Nei, ég þurfti þess ekki,“ svarar Shorty og endurtekur að Hend- rix hafi lært af honum en ekki öfugt. Og hann segir ekki útilokað að hann taki nokkur Hend- rix-lög á Blúshátíð í Reykjavík, í bland við lög af plötum sínum sem orðnar eru fjölmargar. Blús- og rokkunnendur eiga von á góðu. Stubburinn sem varð risi Eldhress Guitar Shorty á tónleikum. Blúsrokkarinn fer víða um heim og heldur tónleika og nú er komið að Íslandi. Hann heldur tónleika á Blúshátíð á miðvikudagskvöld.  Blúsrokk-meistarinn Guitar Shorty kemur fram á Blúshátíð í Reykjavík  Segir nafn- ið hafa fært sér gæfu  Mágur hans fyrrver- andi, Jimi Hendrix, lærði mikið af honum Blues.is guitarshorty.com Ævintýramyndin Jack the Giant Slayer er sú tekjuhæsta að liðinni helgi í íslenskum kvikmyndahúsum en myndin byggist lauslega á æv- intýrinu um Jóa og baunagrasið. Önnur ævintýramynd, Oz the Great and Powerful, vermir annað sæti listans þessa vikuna en tæplega níu þúsund manns hafa séð myndina hérlendis frá því hún var frumsýnd fyrir þremur vikum. Litlu fleiri áhorfendur hafa séð dönsku verðlaunamyndina Jagten þar sem Mads Mikkelsen þykir fara á kostum í hlutverki leikskólakenn- ara sem ranglega er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn ungu stúlkubarni. Leikstjóri mynd- arinnar er Thomas Vinterberg. Bíóaðsókn helgarinnar Bíólistinn 22.-24. mars 2013 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Jack The Giant Slayer Oz the Great and Powerful Identity Thief Safe Haven Dead Man Down Snitch 21 and Over Escape from Planet Earth (Flóttinn frá jörðu) Broken City Jagten (The Hunt) Ný 1 2 Ný 3 Ný 7 4 6 5 1 3 3 1 2 1 4 4 2 5 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Ævintýrin vinsælust Ástfangin Jói og prinsessan á nota- legri stundu í Jack the Giant Slayer. Blússveiflan ræður ríkjum á Hótel Hilton Reykjavík Nordica næstu þrjú kvöld, tregafull og kersknisleg í bland. Í kvöld, þriðjudag, koma fram blús- hjónin Lucky og Tamara Peterson. Með þeim leikur The Blue Ice Band og einnig koma fram Skúli mennski og Þung byrði. Goðsögnin Guitar Shorty leikur á mið- vikudagskvöldið en á fimmtudagskvöld er boðið upp á það besta í íslenskum blús, á 10 ára afmælishátíð Blúshátíðar. Blústónleikar næstu þrjú kvöld BLÚSHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.