Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Danski leikstjórinn Niels Ar-den Oplev leikstýrði hinniágætu Män som hatarkvinnor, eða Karlar sem hata konur, fyrstu kvikmyndinni af þremur sænskum sem byggðar voru á Millennium-þríleik rithöfundarins Stiegs Larssons. Í þeirri mynd sló leikkonan Noomi Rapace eftir- minnilega í gegn í hlutverki Lisbeth Salander. Nú hafa Oplev og Rapace snúið bökum saman á ný, að þessu sinni í Hollywood-spennumyndinni Dead Man Down. Útkoman er væg- ast sagt slök og mikil vonbrigði. Ekki byrjar það vel hjá Oplev í drauma- borginni. Skrifast það fyrst og fremst á arfaslakt handrit, handrit sem míg- lekur eins og gatasigti. Í myndinni segir frá Victori nokkr- um sem starfar fyrir glæpaforingjann Alphonse Hoyt og er ekki allur þar sem hann er séður. Victor er heltek- inn af hefndarþrá og það sama á við um nágrannakonu hans, Beatrice, sem setur honum afarkosti. Hann verði að myrða karl einn sem ók á hana drukkinn og olli því að hún skaddaðist mjög á andliti. Geri hann það ekki muni hún koma upp um hann, að hann sé morðingi og hefur hún í fórum sínum myndband því til sönnunar. Victor er hins vegar önn- um kafinn við að framfylgja flókinni hefndaráætlun og dregur á langinn að kála karlinum. Þrátt fyrir þessar einkennilegu aðstæður laðast Beat- rice og Victor hvort að öðru. Glæpa- foringinn Hoyt er einnig í leit að hefnd, vill ganga milli bols og höfuðs á óþekktum óvini sem virðist ætla að drepa alla kóna hans og hann sjálfan á endanum. Af þessari lýsingu að dæma mætti halda að myndin væri spennandi en svo er hins vegar ekki og hasarinn er af skornum skammti. Samband Beat- rice (Rapace) og Victors (Farrell) er afar ótrúverðugt og persónusköpunin í myndinni ekki upp á marga fiska. Erfitt er að nefna gallana í handritinu án þess að segja of mikið um sögu- þráðinn en þó má nefna dæmi. Móðir Beatrice, leikin af engri annarri en Isabelle Huppert, á að vera nánast heyrnarlaus og í einu atriði mynd- arinnar fullvissar Beatrice Victor um að móðir hennar heyri ekki samræð- ur þeirra. Móðirin heyrir samt sem áður ágætlega í dóttur sinni þó hún snúi vanganum að henni og geti því ómögulega lesið af vörum. Að sama skapi á Victor að vera eldklár og þaul- skipulagður en mistökin sem hann gerir í myndinni eru engan veginn í takt við það. Hann á líka að vera mikil tilfinningavera, bugaður af sorg en vílar ekki fyrir sér að pynta menn og myrða. Götin eru svo mörg að manni verður nóg um. Það er óþægilegt að horfa upp á jafnhæfileikaríka leikara og Rapace og Huppert verða lélegu handriti að bráð. En eitthvað er þó vel gert, þó ekki sé það margt. Hasaratriðin eru t.d. ágæt, þó fá og stutt séu og myndatak- an er fín. Armand Assante er líka flottur sem glæpakóngur í stuttu atriði. Slakt Colin Farrell og Noomi Rapace í Dead Man Down, kvikmynd sem mun seint teljast til hápunkta á ferli þeirra. Sambíóin Dead Man Down bmnnn Leikstjóri: Niels Arden Oplev. Aðalleik- arar: Colin Farrell, Noomi Rapace, Dom- inic Cooper, Terrence Howard og Isabelle Huppert. Bandaríkin, 2013. 110 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Götótt sem gatasigti ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga Hörku spennumynd 16 -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Páskamyndin 2013 Stórkostleg ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna Sýnd með íslensku og ensku tali Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Forsýningar LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 12 L L L L L 10 HHHH - K.N. Empire 12 SNITCH Sýnd kl. 8 - 10:10 THE CROODS 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 THE CROODS ÍSL TAL Sýnd kl. 2 THE CROODS 3D ENSKT TAL ÓTEXTUÐ Sýnd kl. 8 BROKEN CITY Sýnd kl. 10:10 IDENTITY THIEF Sýnd kl. 10:20 OZ THE GREAT AND POWERFUL 3D Sýnd kl. 2 - 5 FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D Sýnd kl. 6 FLÓTTIN FRÁ JÖRÐU Sýnd kl. 2 - 4 - 6 ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is 1 Reykjavík odesign.is odesign.is S: 5880100 VORHREINSUN Laugavegur 40, 10 volcano@volcan www.volcan 40% SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ BROKEN CITY KL. 5.50 16 SAFE HAVEN KL. 5.50 - 8 12 SNITCH KL. 8 - 10.10 16 IDENTITY THIEF KL. 10.10 12 SAFE HAVEN KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 SNITCH KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 ANNAKARENINA KL. 6 - 9 12 JAGTEN (THE HUNT) KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 STÓRSKEMMTILEG ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 3-D OG 2-D. SAFE HAVEN KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 SAFE HAVEN LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 THE CROODS 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 L THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L THE CROODS 3D ENSKT TAL, ÁN TEXTA KL. 5.45 L BROKEN CITY KL. 8 - 10.30 16 IDENTITY THIEF KL. 5.30 - 8 12 21 AND OVER KL. 8 - 10.10 14 FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D KL. 5.50 L DIE HARD 5 KL. 10.30 16 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.