Morgunblaðið - 26.03.2013, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 26.03.2013, Qupperneq 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Ekki var á aðsókn s.l. föstu-dags að sjá að veik-indaafboðun DeboruhVoigt hefði leitt til miða- skila, enda stútfullt hús og eft- irvæntingin næsta áþreifanleg. Rís- andi orðspor þýzku staðgenglu amerísku einsöngsstjörnunnar sýndi því hve fljótt slíkt breiðist út á okkar netvæddu tímum hjá því sem áður var, í ljósi þess að Nadja Mich- ael (f. 1969) sló fyrst alþjóðlega í gegn rétt fyrir kreppu. Af því mætti halda að sólisti sin- fóníutónleika þyki veigamesti þáttur eftirspurnar. Gæti vönduð hlust- endakönnun e.t.v. staðfest það, komi ekki einnig til frægð stjórnandans. Á móti mætti eflaust væna suma á við undirritaðan um að leggja full- mikla áherzlu á verkaval. Hvað það varðar kann hugsanlegur Íslands- frumflutningur 1. Serenöðu Johs. Brahms (a.m.k. hafði SÍ ekki leikið hana áður) að hafa lagt nokkra lóð á vogarskál aðstreymis; alltjent gat ég varla fullyrt að hafa heyrt hana fyrr. Gilti sennilega eins um fleiri, enda kvað sexþætt kvöldlokkan eftir hálfþrítugt Hamborgaratónskáldið enn í dag örsjaldan flutt á heims- vísu. Við fyrstu heyrn mátti svosum gera sér hugmynd um ástæðuna. Verkið bar með sér að vera samið sem e.k. tilhlaup að sinfóníu; upp- haflega fyrir 8-9 strengi, en þessi seinni útgáfa útfærð fyrir vínar- klassíska sinfóníuhljómsveit. Það var eins og stæði í höfundi hvort hefði betur, fislétt skemmtistykki eða alvarleg sinfóník – einkum í fyrstu þrem þáttum er sliguðust sumpart af óhóflegri lengd og ofauk- inni úrvinnslu, þrátt fyrir auðheyr- anlegt dálæti á pastoralli rómantík og sveitadönsum. Dreifbýlisþokkinn hafði þó yfirhöndina í feykjandi hrunadansi lokaþáttar, og undir fág- aðri stjórn Gaffigans hlaut margt að gleðja eyrun. Orkestrunarflugeldar Richards Strauss í Sjöslæðudansi Salóme mynduðu að mínu viti hápunkt kvöldsins. Fremur stutt atriði en leiftrandi snarpt og frábærlega vel flutt. Túlkun hinnar tággrönnu Nödju Michael á niðurlagi óp- erunnar var stálslegið öryggið upp- málað og auðséð að félli í kramið á þeim hlustendum er sækjast einkum eftir dramatískum krafti. Fyrir sögumeðvitaða var og for- vitnilegt að endurmeta andburgeisa- legan hneykslunarmátt verksins á fagurskeiðinu, þótt trufli færri nú þegar óperusöngvarar koma allt að því kviknaktir fram. En þrátt fyrir að söngkonan hafði í undraverðu tré við risahljómsveitina með aflmiklu raddfæri sínu, þá sagði stundum of- hlaðin síðrómantík Strauss manni samt minna en söngverk sem bjóða einnig upp á neðri stig styrkskalans – og heyranlegan texta. Michael „… söngkonan hafði í undraverðu tré við risahljómsveitina með aflmiklu raddfæri sínu,“ segir rýnir um frammistöðu íhlaupasöngkonunnar. Eldfim orkestrunarsnilld Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbmn Brahms: Serenaða í D Op. 11 (1859). Richard Strauss: Sjöslæðudansinn; Lokaþáttur úr Salóme (1905). Nadja Michael sópran; Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Stjórnandi: James Gaffigan. Föstudaginn 22. marz kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Gestir á samtímalistasafninu MoMA í New York komu á laugardag að glerkassa þar sem leikkonan Tilda Swinton lá og virtist sofa. Lá hún þar fyrir allra augum meðan safnið var opið, í sex og hálfan tíma, og bylti sér af og til. Í texta á veggnum kom fram að þetta væri verkið The Maybe, skap- að á árunum 1995-2013, úr „lifandi listamanni, gleri, stáli, dýnu, kodda, líni, vatni og gleraugum“. Swinton og myndlistarkonan Cornelia Parker sýndu innsetn- inguna fyrst í Serpentine-galleríinu í London árið 1995 og ári síðar var hún sett upp í Frakklandi. Síðan hefur Swinton ekki sést op- inberlega í glerbúrinu. Talsmaður MoMA segir að verkið muni verða sýnt af og til á næstu vikum en ekki verður tilkynnt fyrirfram hvenær gestir geti séð leikkonuna þar. Skoska leikkonan Tilda Swinton hvíldi daglangt í glerkassa í MoMA Ljósmynd/Ming Chen Liao Svaf Gestir þyrptust að glerkassanum þar sem Swinton lá og minnti á Mjallhvíti. Spennusagan [geim] er fyrstabókin í þríleik Svíans And-ers de la Motte. Spilað ermeð veiku hliðar mannanna með snjallsíma og tekst það ágæt- lega, sagan er spennandi og endirinn óvæntur. Tölvutæknin er eitt af undrum veraldar og höfundur leikur sér með nýja veröld sem hefur skapast með snjallsímum. Leiknum er „plantað“ á ein- staklinga og þeir bíta á agnið, láta glepjast af vænt- anlegum gróða. Aðalsöguhetj- an, Henrik Pet- tersson eða HP, er ístöðulaus Svíi sem virðist vera tilbúinn að gera hvað sem er fyrir peninga, ekki síst að fá borgað fyrir að spila leiki. Kunnugur ein- staklingur hvar sem er. Lífvörð- urinn Rebekka Normén lögreglu- fulltrúi hugsar öðruvísi en hún hefur samt líka sinn djöful að draga og þó hún sé fyrsta flokks starfsmaður slitnar taugin ekki svo auðveldlega á milli þeirra. Sagan snýst í raun um að fremja glæpi með því að draga menn á asnaeyr- unum. Sú hugsun höfundar er vel útfærð og hann nær að byggja upp spennu sem nær hámarki í lokin. [geim] er ágætis afþreying. Text- inn er lipur og þýðingin rennur vel. Hins vegar virkar erlenda slangið svolítið þreytandi á rýni. Það þykir sjálfsagt töff í tölvuheimi að slá um sig á ensku og höfundur endur- speglar þann veruleika með ágætum en af öllu má ofgera. En það er ef- laust ætlun höfundar og honum tekst vel upp í því efni. Leikið með veiku hliðarnar Spennusaga [geim] bbbnn Eftir Anders de la Motte. Íslensk þýðing: Jón Daníelsson. Kilja. 387 bls. Vaka-Helgafell 2013. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Anders de la Motte ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.5:30-8-10:30 JACKTHEGIANTSLAYERVIP KL.5:30-8-10:30 THECROODS ÍSLTAL3D KL.5:50 THECROODS ÍSLTAL KL.5:50 DEADMANDOWN KL.8-10:10-10:40 OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL.8 OZ:THEGREATANDPOWERFUL2DKL. 5:20 ÞETTAREDDAST KL. 8 BEAUTIFULCREATURES KL. 10:30 FLIGHT KL. 8 WARMBODIES KL. 10:50 WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 3:40 - 5:50 KRINGLUNNI JACKTHEGIANTSLAYER 3D KL.5:30-8-10:30 DEAD MAN DOWN KL. 5:40 - 8 - 10:20 OZ:GREATANDPOWERFUL3D KL.5:20-8-10:40 JACKTHEGIANTSLAYERKL.2D:33D:3-5:30-8-10:30 THECROODS ÍSLTAL3D KL.5:50 DEADMANDOWN KL.8-10:30 OZ:GREATANDPOWERFUL 3DKL.3-5:20-8 OZ:THEGREATANDPOWERFUL KL.10:30 IDENTITY THIEF KL.8-10:40 FLIGHT KL.5:20 WRECK-ITRALPHÍSLTAL KL.3 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.8 DEADMANDOWN KL.8-10:20 SNITCH KL.10:20 FLÓTTINNFRÁJÖRÐU ÍSLTAL KL.6 ÖSKUBUSKAÍVILLTAVESTRINU ÍSLTAL KL.6 AKUREYRI JACKTHEGIANTSLAYER 3D KL.5:40-8-10:30 DEADMANDOWN KL.8 -10:20 ÖSKUBUSKA Í VILLTAVESTRINU ÍSLTALKL. 6 VIP TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA  R.EBERT STÓRKOSTLEG ÆVINTÝRAMYND BYGGÐ LAUSLEGA ÁÆVINTÝRINU UM JÓA OGBAUNAGRASIÐ NICHOLAS HOULT - EWAN MCGREGOR STANLEY TUCCI - IAN MCSHANE 88/100 CHICAGO SUN-TIMES –R.R. FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO ÐÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.