Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 52
 Norræna húsið stendur ásamt Græna ljósinu og Norrænu sendi- ráðunum að nor- rænni kvik- myndahátíð sem fer fram dagana 11. til 21. apríl. Áhersla verður lögð á gæðamyndir frá Norður- löndunum. Opnunarmyndin verður dönsk, Kapringen, með leikaranum Pilou Asbæk í aðalhlutverki. Norrænar gæða- myndir á nýrri hátíð ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 85. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Orsök banaslyssins óljós 2. Örvar var með myndavél 3. Tíu ára drengur hengdist í trefli 4. Banaslys á Skeiðavegi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Í næstu viku verður mögulegt að fá lánaða listamenn gegnum lánskerfi Borgarbókasafns Reykjavíkur. Dans- höfundurinn Ásrún Magnúsdóttir og myndlistarmennirnir Örn Alexander Ámundason og Unnar Örn verða til útláns ásamt ákveðnum listaverkum og munu þau rannsaka og vinna úr hversdagslífi lántakenda. Morgunblaðið/Ómar Listamenn lánaðir af Borgarbókasafninu  Söngkonan Jana María kemur fram ásamt hljómsveit á Rósenberg í kvöld. Mun hún taka upp þráðinn frá tónleikaröðinni Söngfuglum, sem var í Salnum í fyrra og flytur uppáhalds- lög sín og margra annarra. Við sögu koma Elly Vil- hjálms, Ingibjörg Þorbergs, Helena Eyjólfs, Haukur Morthens og fleiri. Jana María flytur kunnar söngperlur Á miðvikudag Austan 3-10 m/s. Skúrir eða él við suður- og vesturströndina og stöku él fyrir norðan og austan. Hiti 0-5 stig að deginum á Suður- og Vesturlandi, annars 0 til 8 stiga frost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, 3-10 m/s. Skýjað með köflum norðvestantil, lítilsháttar él á Norðaustur- og Austurlandi, en skúrir eða slydduél sunnanlands er líður á daginn. Hiti víða 0-7 stig. VEÐUR Björninn vann SA Víkinga 4:3 þegar liðin áttust við í fjórða úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratit- ilinn í íshokkíi karla í Egils- höllinni í gærkvöld. Þar með jafnaði Björninn metin í rimmunni 2:2 og þurfa lið- in því að mætast í hreinum úrslitaleik í Skautahöllinni á Akureyri annað kvöld. Þetta var í níunda sinn í tíu leikj- um í vetur sem eitt mark skilur liðin að. »1 Hreinn úrslita- leikur á Akureyri Njarðvíkingar unnu glæsilegan sigur á Snæfelli í gærkvöld, 105:90, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik og þar með mætast liðin í odda- leik í Stykkishólmi á skírdag. Grind- víkingar eru hins- vegar komnir í undanúrslit eft- ir öruggan sigur gegn Skallagrími í Borgarnesi og þeir mæta KR- ingum. »4 Njarðvíkingar náðu í oddaleik í Hólminum ÍR-ingar tryggðu sér í gærkvöld fjórða og síðasta sætið í undan- úrslitum Íslandsmóts karla í hand- knattleik en ljóst er að HK ver ekki Íslandsmeistaratitilinn. Þó ð HK hafi unnið Akureyri er liðið úr leik en ÍR mætir Haukum og Fram leikur við FH. Afturelding er fallin úr N1-deildinni eftir tap gegn Valsmönnum sem fara í umspil um sæti í deildinni. »2-3 ÍR-ingar komust áfram en Afturelding féll ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Af því að það er þarna,“ segir Guð- mundur St. Maríusson, hlær við og vísar í fræg ummæli George Mallory fjallagarps, sem kleif Mount Everest á þriðja áratug síðustu aldar, þegar hann er spurður: af hverju Evrest? Guðmundur og Ingólfur Geir Gissurarson setja stefnuna á hæsta fjall heims; Mount Everest sem er 8.848 metrar yfir sjávarmáli. Leið- angurinn hefst á laugardaginn og er áætlað að þeir komist á toppinn tveimur mánuðum síðar, í lok maí. Leiðin sem þeir fara nefnist Hillary- leiðin og er upp suðurhlíð fjallsins. Félagarnir eru báðir reyndir fjallagarpar og hafa klifið m.a. Ki- limanjaro sem er 5.985 metra hátt og næsthæsta fjall heims, Ancon- cagu sem er 6.962 metra hátt. „Fjallamennska er áhugamál sem maður sogast inn í. Fjöllin draga mann til sín aftur og aftur. Þau eru alltaf ný áskorun,“ segir Guð- mundur. Besti aldurinn um fimmtugt „Við erum á mjög góðum aldri, því það þarf ákveðinn þroska til að tak- ast á við þetta. Í háfjallamennsku skiptir miklu máli að vera nógu ró- legur því þetta er þolinmæðisvinna og þarf að spara orkuna. Það eru t.d. engin verðlaun fyrir að vera fyrstur í fyrstu búðir. Þeir sem yngri eru búa oft yfir ungæðishætti og geta tekið rangar ákvarðanir,“ segir Guðmundur. Þeir eru báðir fimmtugir og í fantaformi. „Besti undirbúning- urinn er að vera á fjöll- um,“ segir Guðmundur spurður um lykilinn að undirbúningnum. Auk þess hafa þeir stundað ræktina og synt mikið, en með sund- æfingunum þjálfast lungun og súrefnisupptakan eykst. „Nú er það hvíldin sem tekur við og að hnýta lausa enda sem lúta að vinnunni, við erum báðir í krefjandi vinnu og ekki auðvelt að fara frá í tvo mánuði,“ segir Ingólfur. Leiðir þeirra lágu saman fyrir nokkrum ár- um og fundu þeir fljótt að þeir áttu sameiginlegan draum um að klífa fjall sem væri yfir 8.000 metra hátt. Ingólfur bendir á hversu mikið af- rek það sé að þrír Íslendingar munu, ef að líkum lætur, klífa hæsta tind heimsins á sama tíma, en ekki frá sömu hlið. „Ísland á toppinn á ný eft- ir hrunið, það er gott fyrir stjórn- málamenn að hafa það í huga,“ segir Ingólfur glaðbeittur. Hægt verður að fylgjast með ferðinni á www.eve- rest2013.is „Af því að það er þarna“  Þrír Íslendingar klífa Mount Eve- rest á sama tíma Morgunblaðið/Styrmir Kári Fjallagarpar Ingólfur Geir Gissurarson og Guðmundur St. Maríusson ætla að klífa Mount Everest, hæsta tind heims. „Það eru margar ástæður fyrir því að þessi leið er síður farin. Hún er brattari og þar eru erf- iðari farartálmar eins og hryggir sem þarf að komast yfir. Lengi vel var Nepal lokað fyrir Evr- ópumenn og gátu þeir því ekki komist þessa leið. Þetta hefur heillað mig alveg frá því ég fór að lesa um fjallið. Þangað langar mig að fara og þangað stefni ég,“ segir Leifur Örn Svavarsson sem klífur norðurhlíð Everest, frá Tíbet sem er nú hluti af Kína. Hann segir enga tölfræði liggja á lausu, hversu margir hafi farið þessa leið á toppinn. Leifur leggur af stað í apríl og mun ná toppnum á svip- uðum tíma og Guðmundur og Ing- ólfur klífa suðurhlíð Evrest, þegar veður leyfir. Ef til tekst verður Leifur fyrstur Íslendinga til að klífa norðurhlíðina. Erfiðari og brattari leið LEIFUR ÖRN SVAVARSSON KLÍFUR NORÐURHLÍÐ EVEREST Leifur Örn Svavarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.