Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 Það geta allir notað golfkortið Til eru tvær gerðir af golfkortinu, einstaklingskort og fjölskyldukort. Einstaklingskort kostar kr. 9.000 Fjölskyldukort kostar kr. 14.000 og gildir fyrir tvo fullorðna og tvö börn 16 ára og yngri. 30 Golfvellir 1 kort Golfkortið veitir fría spilun á 28 golfvelli víðsvegar um landið. Að auki gildir kortið 2 fyrir 1 á nokkra velli. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar www.golfkortid.is www.golfkortid.is www.golfkortid.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Engum hefur verið gefið nafnið Jón Jónsson hér á landi frá árinu 1982. Síðasti maðurinn til þess að fá nafngiftina fæddist 9. júní árið 1982 og er því á þrítugasta og fyrsta aldursári. Síð- an hafa fjölmargir verið nefndir Jón Jónsson en þeim hefur öllum verið gefið millinafn. Jón er algengasta karlmannsnafn landsmanna. Samkvæmt vef Hagstofunnar báru 5.371 nafnið Jón hinn 1. janúar árið 2012. Þess má geta að á sama tíma báru 4.321 nafnið Gunnar og 4.056 nafnið Guðmundur. Tveir Jónar ekki trúverðugir Þó að Jónsnafnið sé vinsælt eru fáir í sömu stöðu og bræðurnir og nafnarnir Jón og Jón Gísli Jónssynir. „Við höfum fengið að heyra það öðru hverju að þetta sé svolítið skrítið,“ segir Jón Jónsson, sonur Jóns Gústa Jóns- sonar og Ásdísar Jónsdóttur. Hann segir að þeim bræðrum hafi lítið verið strítt á nafngift- inni. ,,Það var helst vesen þegar maður var með ávísun frá pabba í gamla daga. Þá gat tek- ið smátíma að fá ávísuninni skipt í banka. Það þótti kannski ekki mjög trúverðugt að við hét- um báðir Jón,“ segir Jón. Jón er 45 ára og tveimur árum yngri en Jón Gísli. Þegar bræðurnir voru unglingur í skóla í Hrútafirði var hann kallaður „bara“ Jón til að- greiningar við bróður sinn. „Það hefur ekki verið notað síðan þá og fylgir eiginlega bara því tímabili,“ segir Jón. Báðir búa bræðurnir á Hólmavík og sitja í hreppsnefnd. Jónarnir voru í rauninni þrír Að sögn Jóns sækir bróðir hans nafngiftina í ættina en ástæða nafngiftar hans á sér rætur í draumvitjun til foreldra hans. „Vinur foreldra minna, sem lést ári áður en ég fæddist, birtist í draumum móður minnar trekk í trekk. Hann vildi að ég yrði látinn heita Jón eins og hann hét. Pabbi hafði nú ekki mikla trú á þessu, en stuttu síðar dreymdi hann sjálfan þennan vin sinn og eftir það var ákveðið að ég myndi heita Jón. Hann hefur eflaust dreymt hann vegna þess að verið var að ræða um þetta,“ segir Jón og hlær. Þó að hann hafi verið látinn heita eftir manni sem hann er ekki skyldur er Jón Gísli skírður eftir „hálfri ættinni,“ að sögn Jóns. Í fjöl- skylduboðum eru gjarnan átta sem bera nafn- ið. „En ef einhver kallar Jón, þá er það alltaf ég þar sem ég ber ekki millinafn,“ segir Jón. Þriðja og elsta bróðurnum var einnig gefið nafnið Jón og var tveimur árum eldri en Jón Gísli. Hann lést á fyrsta aldursári. „Við vorum því eiginlega þrír Jónarnir. Í gömlu þjóðtrúnni hafði fólk ótrú á að láta barn heita sama nafni og látið barn. En það var samt gert í þessu tilviki vegna draumvitjunar- innar,“ segir Jón. Enginn Jón Jónsson síðustu þrjátíu ár  Síðasti maðurinn sem gefið var nafnið Jón Jónsson án millinafns er þrítugur  Bræður á Hólma- vík heita báðir Jón  „Bara“ Jón fékk nafnið eftir draumvitjun Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Margir Jónar Jón Jónsson þjóðfræðingur og kona hans Ester Sigfúsdóttir bókavörður. Morgunblaðið/Ómar Þjóskrá Þar eru Jónar Jónssynir í röðum. Í kjölfar leiðréttingar á launum hjúkrunarfræðinga og jafnlauna- átaks ríkisstjórnarinnar er felur í sér leiðréttingu á kynbundum launamun hefur SFR farið fram á leiðréttingu á kjörum kvennahópa innan sinna raða sem starfa á Landspítalanum. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir að á fundi með Katrínu Júlíusdóttur fjármálaráðherra í febr- úar hafi komið skýrt fram að leiðrétt- ing á kynbundnum launamun myndi einnig ganga til félaga innan BSRB. Þessi skilaboð hafa þó ekki skilað sér inn á borð stjórnenda Landspítalans. Í gær fundaði samstarfsnefnd SFR og Landspítala, Árni segir fundinn hafa verið góðan. Hann gerir sér vonir um að hægt verði að semja á næstu 2-3 vikum. Þó nefnir Árni að hinir 900 félagsmenn innan LSH myndi ólíka hópa og enn eigi eftir að útfæra hve stór hópur félagsmanna uppfylli skilyrði sem felast í jafn- launaátakinu. Jákvæður fundur Erna Einarsdóttir, starfsmanna- stjóri á Landspítalanum, segir að spítalinn hafi ekki fengið sömu skila- boð og fulltrúar SFR. Samkvæmt því sem fram hafi komið á fundi sam- starfsnefndarinnar í gær megi þó eiga von á slíkum skilaboðum. Hún ítrekar að Landspítalinn hafi ekki bolmagn til að hækka laun umfram samninga nema til komi viðbótar- framlag frá ríkinu. Hún segir fundinn hafa verið jákvæðan og ákveðið hafi verið að hittast aftur fljótlega. Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra segir málið í ákveðnum far- vegi milli fjármálaráðherra og full- trúa SFR. Hann segir að á fundi með fulltrúum BSRB í gær hafi komið fram að áðurnefndir aðilar ætluðu að skilgreina sín í milli hvaða hópar SFR innan spítalans féllu undir jafn- launaátakið. Ekki náðist í Katrínu Júlíusdóttur fjármálaráðherra í gær- kvöldi. heimirs@mbl.is Vilja launaleiðréttingu  Ekki bolmagn til hækkana hjá LSH án aðkomu ríkis „Ég vil þakka strákunum í liðinu og einnig Hrímni frá Ósi því ég tók inn þrjátíu stig á honum,“ sagði Guð- mundur Björgvinsson sem sigraði í Meistaradeild í hestaíþróttum og var liðsstjóri Top Reiter / Ármóta sem sigraði í liðakeppninni. Áhorfendur völdu Guð- mund fagmannlegasta knapann. Guðmundur var með forystu fyrir lokamótið sem var í Ölfushöllinni í gær- kvöldi og hélt stöðu sinni með því að ná stigum á Hrímni í slaktaumatölti og á Gjálp frá Ytra-Dalsgerði í flugskeiði. Viðar Ingólfsson varð í öðru sæti í einstakl- ingskeppninni og Eyjólfur Þorsteinsson í þriðja. Jakob Svavar Sigurðsson sigraði slaktaumatölti á Al frá Lundum. Ragnar Tómsson var fljótastur í flugskeiði á Ísabel frá Forsæti. Guðmundur Björgvinsson margfaldur sigurvegari í Meistaradeild í hestaíþróttum Ljósmynd/Hestafréttir Tók inn 30 stig á Hrímni frá Ósi Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Eintak af Guðbrandsbiblíu verður boðið upp hjá danska uppboðshús- inu Bruun Rasmussen 16. apríl næstkomandi. Uppboðið fer fram í gegnum netið og hefst 15. apríl. Uppgefið matsverð á heimasíðu Bruun Rasmussen er 80.000-100- 000 danskar krónur eða 1,7-2,1 milljón íslenskra króna. 30 eintök Guðbrandsbiblía var upphaflega prentuð í 500 eintökum en einungis er talið að eftir standi 30 eintök, þar af eru tvö þeirra á þjóðdeild Þjóðarbókhlöðunnar. Guðbrandur Þorláksson biskup lét fyrstur Ís- lendinga prenta biblíu á Hólum 1584. Biblían var endurprentuð í sama prentverki 1644 og 1728. Um er að ræða fyrstu íslensku þýðinguna á biblíunni. Prent- un hennar þykir einkar mikilvæg fyrir útbreiðslu kristni á Íslandi auk þess sem al- mennt er viðurkennt að þýðing hennar hafi verið mikilvæg fyrir ís- lenska tungu. Hverri einustu kirkju á Íslandi var gert að festa kaup á eintaki af bókinni auk þess að leggja einn rík- isdal til verksins. Guðbrandsbiblía var því víða til í kirkjum landsins, jafnvel fram eftir 19. öld. Guðbrandsbiblía boðin upp hjá Bruun  Matsverðið 1,7-2,1 milljón króna Frá Hólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.