Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 551 1200 midasala@leikhusid.is leikhusid.is SÍÐASTA SÝNING 7. APRÍL Stærsta málið segir Jóhanna að koma upp stærra Barnahúsi til að bregðast við vandanum. Nú bíður 41 barn eftir þjónustu í Barnahúsi. Um 270-300 börn hafa leitað árlega til Barnahúss en um 470 tilkynningar berast til barnaverndarnefnda vegna gruns um kynferðislegt of- beldi á ári um allt land. Kynferðisbrotamenn skráðir Gert er ráð fyrir 11 nýjum stöðu- gildum til að mæta brýnni þörf nú þegar á vettvangi Barnahúss, lög- reglu, ríkissaksóknara og Fangels- ismálastofnunar. Auk þess verður meðal annars komið á fót landssam- ráði og svæðissamráði fagaðila sem bregðast við kynferðisofbeldi. Þá verður stuðningur gagnvart að- standendum brotaþola efldur. Gert verður fræðsluefni um kynferðisof- beldi og unnið að vitundarvakningu gegn því. Komið verður upp sálgæslu fyrir lögreglumenn og ákærendur í kyn- ferðisbrotamálum gegn börnum sem og áhættumati á dæmdum kyn- ferðisbrotamönnum og skrá yfir þá útbúin. Fram kom að brotaþolar leita síður inn í opinbera kerfið með mál sín en til úrræða á vegum fé- lagasamtaka á borð við Stígamót og Kvennaathvarf. Ætlunin er að auka fjárveiting- ar til þeirra samtaka sem sinna mála- flokknum. 11 ný störf vegna kynferðisbrotamála  189 milljónum varið í 15 úrræði  Nýtt Barnahús keypt Helgi Bjarnason Egill Ólafsson „Fullyrt var að engar samningavið- ræður væru í gangi og ekki yrði gengið frá málum fyrir kosningar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, al- þingismaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, um niðurstöðu fundar nefndarinnar um sölu á hlut ríkisins í bönkunum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir fundi í efnahags- og við- skiptanefnd vegna frétta um viðræð- ur um sölu á eignarhlut ríkisins í við- skiptabönkunum. Telja þeir málið lið í heildarlausn á gjaldeyrisvandan- um. Á fund nefndarinnar komu fjár- málaráðherra, seðlabankastjóri og fulltrúar lífeyrissjóðanna og slita- stjórna bankanna. Guðlaugur Þór segir að fundurinn hafi verið upplýs- andi. „Það eru engar formlegar samn- ingaviðræður í gangi um kaup ein- hverra aðila á bönkunum,“ segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Risavaxinn vandi „Ekki var hægt að greina annað en að allir sem eiga að gæta hags- muna okkar séu samstiga um þetta og meðvitaðir um þá miklu áhættu sem er í stöðunni,“ segir Guðlaugur Þór. Hann tekur fram að mikilvægt sé að finna lausn á þeim mikla vanda sem felist í snjóhengjunni svokölluðu án þess að upp komi staða sem erfitt verði að leysa úr. Hann segir að ým- islegt þurfi að ganga upp til þess að ásættanleg niðurstaða fáist. „Úrlausn á þessum stóru þrotabú- um bankanna er svo risavaxin í okk- ar litla efnahagslífi að það er alger- lega nauðsynlegt að fá heildarlausn á því hvernig farið er með krónueignir búanna og eignarhald á bönkunum. Við erum ekki í neinum færum til að afhenda mönnum gjaldeyri fyrir öll- um krónueignunum sem þarna eru inni og það er alveg ljóst að það mun ekki takast að leysa úr þessum mál- um fyrr en það eru orðnar eitthvað raunhæfar væntingar manna um endurheimtur,“ segir Helgi Hjörvar. Helgi segir að þótt skammt sé til kosninga og ósennilegt að mikið ger- ist í þessum málum þangað til telji hann mikilvægt að vinna áfram í málinu. „Það hefur verið gott hvað það hefur tekist góð þverpólitísk samstaða um það í nefndinni hjá okkur. Þarna eru svo miklir þjóð- hagslegir hagsmunir í húfi að þetta verður að vera hafið yfir flokka- drætti,“ segir hann. Skilanefndir gömlu bankanna eru stærstu eigendur Íslandsbanka og Arion banka en ríkið á einnig hlut. Ríkið er hins vegar meirihlutaeig- andi Landsbankans. Stjórnvöld hafa markað þá stefnu að selja hlut sinn í Íslandsbanka og Arion banka en í fjárlögum ársins er ekki að finna formlega heimild til þess. Bankar ekki seldir fyrir kosningar  Eignarhald banka rætt í þingnefnd Morgunblaðið/Kristinn Alþingi Þótt Alþingi hafi verið frestað fram að kosningum geta nefndir þess starfað. Eignarhlutir ríkisins » Arion banki var í eigu ríkis- ins fram í nóvember 2009. Þá náðist samkomulag um að kröfuhafar gamla bankans eignuðust 87% hlutafjár. Ríkið á 13% hlut. » Íslandsbanki var í eigu ríkis- ins fram til október 2009 er samkomulag náðist um að kröfuhafar eignuðust 95%. Ríkið heldur á 5% hlut. » Íslenska ríkið er eigandi 81,33% hlutafjár Landsbank- ans og 18,67% eru í eigu skila- nefndar gamla Landsbankans. Sauðfjárbændur þurfa að ganga vel um býli sín til að njóta álags- greiðslna samkvæmt ákvæðum um gæðastýringu. Aðalfundur Lands- samtaka sauðfjárbænda samþykkti tillögur að breytingum á reglugerð um gæðastýringu í sauðfjárrækt á aðalfundi sem lauk í gær. Nefnd á vegum Landssamtaka sauðfjárbænda fór yfir reglur um gæðastýringu til að sníða af þeim ákveðna vankanta. Tillögur nefnd- arinnar voru lagðar fyrir aðalfund- inn og segir Þórarinn Ingi Péturs- son, formaður samtakanna, að þær hafi hlotið samþykki. Hann tekur fram að breyting- arnar séu ekki stórvægilegar. Þó sé tekið fastar á um- hverfismálum. Menn þurfi að ganga vel um og halda býlum sín- um snyrtilegum til að fullnægja skilyrðum gæða- stýringar. „Við viljum að menn gangi vel um og yfirleitt er það í góðu lagi. Sum- staðar þurfa menn þó að gera úr- bætur,“ segir hann. Miðað er við að búfjáreftirlitið annist eftirlit með þessum þætti. Þá er hnykkt á ákvæðum um land- nýtingu, meðal annars með aukinni vöktun á landi í samvinnu við Land- græðsluna og aukinni fræðslu fyrir bændur. Tillögurnar verða lagðar fyrir stjórnvöld. helgi@mbl.is Gert að skilyrði að bændabýlin séu snyrtileg  Hert á ákvæðum um gæðastýringu Stjórn kjörin » Tveir nýir fulltrúar voru kosnir í stjórn sauðfjárbænda á aðalfundi. Það eru Þórhildur Þorsteinsdóttir úr Borgarfirði og Atli Már Traustason úr Skagafirði. Þórarinn Ingi Pét- ursson, Helgi Haukur Hauks- son og Oddný Steina Valsdóttir voru endurkjörin. Þórarinn Ingi Pétursson „Frá áramótum hafa helmingi fleiri börn leitað í Barnahús en á jafn lögnu tímabili í fyrra. Það koma núna, sorgleg staðreynd, um tvö börn á hverjum einasta degi í Barnahús, en þangað leita börn sem orðið hafa fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi eða grunur er um slíkt,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður nefndar- innar, á blaðamannafundinum í gær. „Í fyrsta skipti í sögu Barna- húss hafa myndast biðlistar. Barnahús er um 15 ára gamalt og þar hafa aldrei myndast bið- listar áður. Þess vegna er mjög ánægjulegt að ríkis- stjórnin sé tilbúin að bregðast svona skjótt við með þeim hætti sem hún gerði í morg- un,“ sagði Ágúst Ólaf- ur. Ein tillagan gengur út á að koma upp skrá yfir kynferðis- brotamenn. Biðlistar í fyrsta sinn NEFNDARFORMAÐUR Ágúst Ólafur Ágústsson Morgunblaðið/Golli Kynferðisofbeldi Ráðherrarnir Jóhanna Sigurðardóttir, Ögmundur Jónasson og Guðbjartur Hannesson voru á blaðamannafundinum í Þjóðmenningarhúsinu í gær þar sem skýrslan var kynnt. SVIÐSLJÓS Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Yfir 100 kynferðisbrot gegn börnum hafa verið tilkynnt lögreglu frá ára- mótum en til samanburðar barst 141 mál til lögreglu allt síðasta ár. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Þjóð- menningahúsinu í gær á vegum for- sætisráðuneytisins þar sem nefnd á vegum fjögurra ráðuneyta kynnti til- lögur sínar um aðgerðir til að bregð- ast við neyðarástandi vegna kynferð- isbrota gegn börnum. Alls var um að ræða 27 tillögur en ríkisstjórnin ákvað í gær að í 15 þeirra yrði ráðist í strax, þar á með- an kaup á nýju Barnahúsi en það fyrra er nú of lítið. Til þess verður varið 110 milljónum nettó, en núver- andi hús verður selt. Það er þó með fyrirvara um samþykki Alþingis. Í hin 14 atriðin verður varið strax 79 milljónum og verða þær teknar af fjárlögum yfirstandandi árs. Kostar nálægt 300 milljónum Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði að við stæðum frammi fyrir neyðarástandi í þessum málum sem þyldi enga bið og nauð- synlegt væri að grípa strax til að- gerða. Hún sagði kostnaðinn við framkvæmd tillagnanna 27 alls um þrjú hundruð milljónir króna, en 12 af tillögunum munu bíða næstu rík- isstjórnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.