Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 11
Hugmyndaauðgi Draumafangarar hanga í gluggunum hjá Kristínu. Hún býr þá til úr ýmsu sem fellur til. áhuga á henni en fullorðið fólk sýnir töskunum líka mikinn áhuga þetta eru náttúrlega umbúðir sem allir þekkja.“ Kristín hefur stefnt að því í einhvern tíma að koma sér upp Facebook-síðu en segir það varla borga sig. „Ég er svo lengi að safna í eina tösku þannig að ég er alltaf að gera bara eina og eina tösku og þær seljast yfirleitt strax. En ég fór upp í SS sem flytur inn M&M og talaði við starfsfólkið þar og það ætlar að safna fyrir mig pokum.“ Stíft og óþjált efni Kristín hefur aðeins verið að selja þessar töskur en mestmegnis hefur hún saumað til gjafa. „Tengdamamma notar þetta sem sundtösku en það er hentugt því pokinn verður ekki blautur. Það er bara svo mikið vesen að safna þess- um Capri Sonne-umbúðum, bæði tekur það langan tíma og svo er svo leiðinlegt að þvo þær að innan og hreinsa af þeim límið sem rörið er á. Núna er samt fullt af fólki að safna fyrir mig þannig að ég get farið að sauma þegar það verður minna að gera í náminu.“ Það er Kristínu mikilvægt að kaupa ekkert nema tvinnann í saumaskapinn og því endurnýtir hún líka hálsbönd fyrir vinnu- skírteini frá hinum ýmsu fyr- irtækjum í handföng á töskurnar. Kristín vill ekki meina að það fari illa með saumavélina að nota þetta ein- kennilega efni og segist sjaldan brjóta nál. „Það er samt svolítið mál að sauma úr þessu. Þetta er svo stíft og óþjált og maður getur auðvitað ekkert fest neitt saman með títu- prjónum.“ Sköpunarferlið jafnmikil- vægt og verkferlið Kristín hefur miklar skoðanir á textílkennslu og þykir hún allt of formföst í flestum grunnskólum í dag. „Textílkennsla er ekki bara verkþáttur heldur líka sköpun og mig langar svo að leggja áherslu á hvernig við fáum hugmynd og hvað við gerum við hugmyndina. Ferillinn er nefnilega alveg jafn mikilvægur og afurðin þó að afurðin sé þessi hvatning sem maður þarf til að halda áfram. Mér finnst of mikil áhersla lögð á verkfærni í skólum í dag og að allir geri eins. Maður fær sömu verkefni heim frá börnunum sínum ár eftir ár. Það væri kannski allt í lagi ef það væri einstaklingsmunur á verkefnunum en ekki bara sami kaktusinn og sami púðinn sem kem- ur heim. Þetta er svolítið mikil færi- bandavinna.“ Saumar með systur sinni Heimili Kristínar ein- kennist af sköpunarkrafti hennar en í einum glugga hangir draumafangari sem hún gerði og í öðrum órói úr hnífapörum. Í sóf- anum er púði sem hún saumaði upp úr gamalli lopapeysu af manni sín- um. Hún á líka hálsmen sem hún gerði úr pappaperlum og svo hannar hún kjóla úr gömlum skyrtum í sam- vinnu við systur sína Jennýju. „Ég prófaði bara að taka tvær hvítar skyrtur sem ég setti saman og svo litaði ég þær. Ég og systir mín sem er kjólameistari erum að byrja að sauma svona skyrtukjóla og selja þá. Þetta krefst þess svolítið að taka hverja skyrtu fyrir sig og skoða hana og þetta er mikið púsluspil. Ég hef reyndar mjög gaman af því að púsla og mér finnst líka bara svo gaman að sjá hlutina verða til eins og þegar ég saumaði þennan kjól var ég ekki með neitt snið eða neitt ákveðið í huga í upphafi. Ég bara prófaði mig áfram og fór í hann og klippti hann í sundur aftur og saumaði saman.“ Kristín segir samstarfið við systur sína ganga vel þar sem önn- ur er lærð kjólameistari og kann tæknina og býr yfir verkþekking- unni á meðan hin er óhrædd við að prófa ýmislegt óhefðbundið. Við er- um nú samt bara rétt á byrj- unarstigi en við erum búnar að fara í Rauða krossinn og fá fullt af skyrt- um svo nú förum við að geta fram- leitt.“ Nýtni Hálsmen úr pappaperl- um, annað úr sníðapappír og hitt úr B.ed. ritgerð Kristínar. Órói Kristín fékk verkefni í skól- anum að skila silfurlitu og svörtu verki, þessi órói var útkoman. Endurvinnsla M&M- buddurnar end- ast vel. Litagleði Töskurnar hennar Kristínar vekja kátínu margra. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 Landsvirkjun hefur um áratugaskeið starfrækt sumarvinnuflokka ungs fólks. Hóparnir sinna viðhaldi, uppbyggingu og fegrun starfsstöðva Landsvirkjunar og vinna jafnframt að ýmsum samstarfsverkefnum víða um land. Samvinna sumarvinnuflokka Landsvirkjunar og félagasamtaka, sveitarfélaga og stofnana hefur skilað sér í auknum umhverfisgæðum og betri aðstöðu til útivistar og ferðamennsku. Í boði er vinnuframlag sumarvinnu- flokka og flokksstjórn yfir þeim. Verkefnin lúta að ræktun, hreinsun, viðhaldi og öðrum umhverfisbótum ásamt ýmsum samfélagsverkefnum. Óskað er eftir að samstarfsaðilar leggi fram vel skilgreind verkefni. Umsóknareyðublað með nánari upplýsingum er að finna á vef Landsvirkjunar, www.landsvirkjun.is. Nánari upplýsingar í síma 515 9000, og hjá thora.maria.gudjonsdottir@ landsvirkjun.is Umsóknarfrestur rennur út 30. apríl. Umsóknareyðublöð er að finna á landsvirkjun.is Landsvirkjun auglýsir eftir samstarfs- aðilum að verkefninu Margar hendur vinna létt verk sumarið 2013. Á hóteli einu í Las Vegas hefur verið bryddað upp á þeirri nýjung að hundar megi koma með eigendum sínum á barinn. Heimsóknartími hundanna er þó einskorðaður við svo- kallað „yappy hour“ einu sinni í mán- uði. Tvífætlingar kaupa miða sem kostar um 1.300 krónur íslenskar en með honum fær eigandinn drykk og voffi gjafapoka með hundakexi. Þessi óvenjulega hamingjustund er haldin í ákveðnum hluta hótelgarðs- ins og þar geta hundarnir hlaupið um að vild og leikið sér á meðan eigend- urnir fá sér hressingu. Um leið er þó hver eigandi beðinn að hafa auga með sínum hundi og sjá til þess að hann hegði sér skikkanlega. Hefur viðburðurinn verið vel sóttur en 175 manns mættu í síðasta mánuði. Hundar sem eru verr staddir en þeir sem geta skemmt sér í fínum hótel- garði njóta einnig góðs af en hluti að- göngueyrisins rennur til starfsemi hundaskýlis í borginni. Kannski ekki svo ýkja galin hug- mynd en um þetta má lesa nánar í frétt á vefsíðu Los Angeles Times. Nýjung í Las Vegas Morgunblaðið/Sigurgeir S. Leikur Flestir hundar væru örugglega til í að hlaupa um í fínum hótelgarði. Hundapartí í hótelgarðinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.