Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 Stuttar fréttir ... ● Rekstrarhagn- aður samstæðu sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2012 nam 176 milljónum og hand- bært fé frá rekstri var 196,3 milljónir. Þá var þróun skulda jákvæð milli ára og í hlutfalli við heildar- tekjur skuldar sveit- arfélagið nú um 64%, en viðmið nýrra sveitarstjórnarlaga er 150%. Í tilkynningu frá Hornafirði kemur fram að framlegð rekstrar hafi verið góð, eða um 17,3% og að eiginfjárhlutfall sveitarfélagsins sé 70,2%. Hagnaður Hornafjarðar 2012 nam 176 milljónum Hornafjörður stendur vel. „Lömun í hagkerfinu“  Afskriftir meiri en fjármunamyndun Hörður Ægisson hordur@mbl.is Mikið hefur gengið á fjármagnsstofn íslenska hagkerfisins á undanförnum fjórum árum. Sökum þess að fjárfest- ing hefur verið í sögulegri lægð allt frá hruni bankakerfisins 2008 þá hafa afskriftir fastafjármuna verið um- talsvert meiri á ári hverju heldur en fjármunamyndun – og nemur upp- hæðin samtals tugum milljarða króna. Fari fjárfesting ekki að aukast að ráði á næstu árum þá er ljóst að framleiðslugeta fyrirtækja mun dragast enn frekar saman og um leið minnka tækifæri til hagvaxtar á Ís- landi. Þetta kemur fram í nýju frétta- bréfi Júpiters rekstrarfélags. Þar er bent á að ef það var talið „hyggilegt að efla fjárfestingu á síðustu árum er það beinlínis lífsnauðsynlegt á næstu árum.“ Allir fastafjármunir sem nýtt- ir eru til framleiðslu afskrifast yfir tíma – að meðaltali um 250 milljarðar króna á síðustu árum – og því er fjár- festing nauðsynleg svo fjármunaeign haldist stöðug að raunvirði. Að öðr- um kosti gengur hagkerfið á höfuð- stól fastafjármuna. Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að þetta sýni fyrst og fremst hversu hægt hefur gengið að auka fjárfestingu á umliðnum ár- um. „Við erum því að fórna framtíð- arvexti,“ útskýrir Ásgeir, þar sem geta fyrirtækja til að auka verð- mætasköpun mun rýrna verulega að óbreyttu. „Ef þú ert ekki að gróður- setja þá vex aldrei neitt tré.“ Að sögn Ásgeirs er þessi staða „ótrúleg miðað við að aðstæður til að fjárfesta á Íslandi hafa í raun aldrei verið betri“. Hann bendir á í því sam- hengi að bæði raunvextir og raun- gengi íslensku krónunnar hafi ekki verið lægri í áratugi, auk þess sem ís- lenskt vinnuafl sé ódýrt í alþjóðlegu samhengi í kjölfar gengishruns krón- unnar. „Það ætti því að öllu eðlilegu að vera mjög hagkvæmt að ráðast í fjárfestingar á Íslandi um þessar mundir,“ segir Ásgeir. Sú staðreynd að fjárfesting hafi hins vegar ekki enn tekið við sér fimm árum eftir bankahrun – nýjasta hagspá Seðla- bankans gerir ráð fyrir að fjárfesting dragist saman um 1% á þessu ári – sé því merki um „lömun í hagkerfinu“. Greinendur Júpiters telja að sá litli hagvöxtur sem mælst hefur frá bankahruni hafi meira og minna ver- ið borinn uppi af þremur stoðum: aukinni einkaneyslu í krafti úttekta á séreignarsparnaði og lánaleiðrétting- um; uppgripum í makrílveiðum; og talsverðum hallarekstri sem hefur haldið samneyslu í hagkerfinu meiri en ella. Ljóst sé þó að ekki verður hægt að reiða sig á sömu stoðir til að standa undir auknum efnahagsums- vifum – og því verði fjárfesting að taka við sér. Fram kemur í fréttabréfinu að frá árinu 1990 hafi fjárfesting að með- altali verið ríflega 20% að landsfram- leiðslu. Á þessu ári er gert ráð fyrir að fjárfestingastigið verði aðeins 14,3%. Til að setja það í samhengi þá nemur hver prósentuaukning í fjár- festingu um 18 milljörðum miðað við áætlaða landsframleiðslu á þessu ári. Gengið á höfuðstól fastafjármuna Fjármunamyndun og afskriftir (í milljörðum króna að raunvirði) Heimild: Júpiter og Hagstofa Íslands. 300 250 200 150 100 50 0 2009 2010 2011 2012 ● Samkvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofunnar, sem birtar voru á heimasíðu hennar í gær fyrir marsmánuð 2013, var útflutningur fob 50,9 milljarðar króna og innflutningur fob tæpir 42 milljarðar króna. Vöruskiptin í mars, reiknuð á fob- verðmæti, voru því hagstæð um 8,9 milljarða króna samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofu Íslands. Sjávarafurðir voru fluttar út í mars- mánuði fyrir 23,7 milljarða króna og iðnaðarvörur voru fluttar út fyrir 25,2 milljarða króna. Landbúnaðarafurðir voru fluttar út fyrir tæpan milljarð. Vöruskipti hagstæð um 8,9 milljarða í mars Mars Vöruskipti við útlönd voru hagstæð um 8,9 milljarða í marsmánuði. Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Dreymir þig nýtt eldhús! Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús og allar innréttingar sem hugurinn girnist. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili. VORHREINSUN avegur 40, 101 Reykjavík olcano@volcanodesign.is www.volcanodesign.is S: 5880100 Laug v40% ● MP banki hefur aukið hlutafé sitt í Fjarskiptum hf., móðurfélagi Vodafone, um tæplega 1,4 prósentustig. Þetta kemur fram í flöggun til Kauphall- arinnar. Bankinn keypti rúmlega 4,6 milljónir hluta og á í dag um 21,3 millj- ónir hluta sem eru 6,26% af bréfum í Vodafone. Sigurður Atli Jónsson, for- stjóri MP banka, vildi í samtali við mbl.is ekki staðfesta hvort bankinn sjálfur væri að kaupa bréfin, en sagði að stærstur hluti svona viðskipta væri vegna viðskipta sem bankinn ætti fyrir hönd viðskiptavina. MP banki eykur hlut sinn í Vodafone ● Nýtt 100 her- bergja hótel verður opnað í miðbæ Ak- ureyrar eftir 2 ár ef áætlanir bygging- araðila og fjárfesta ganga eftir, en fé- lagið Norðurbrú ehf. hefur fengið úthlut- aða lóð fyrir hótelið við Hafnarstræti. Í frétt á vef Vikudags kemur fram að áætlaður byggingarkostnaður sé á bilinu 1,6 til 1,7 milljarðar. Björn Friðþjófsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Tréverks á Dalvík, sagði í samtali við mbl.is að stefnt væri að því opna hótelið árið 2015. Nánar á mbl.is. Ætla að byggja 100 her- bergja hótel á Akureyri Fengu lóð við Hafnarstræti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.