Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 Bíðum ekki með það til „betri“ tíma að segja eitthvað jákvætt og uppörvandi við þau sem við eigum sam- skipti við eða á vegi okkar verða. Ef þér finnst eitthvað til ein- hvers koma segðu honum það þá bara og láttu viðkomandi finna að þú kannt að meta hann og það sem hann hefur fram að færa. Segðu fólkinu þínu, þeim sem þú elskar, það núna, ekki bíða eftir að „rétta“ tækifærið gefist. Með jákvæðri framkomu, uppörvun og elskusemi verður allt svo miklu léttara og auðveldara. Forðumst að vera eins og þeir sem spyrja kumpánlega frétta en er svo alveg sama um svarið, hlusta jafnvel ekki á það. Eru ekki allt of margir sem sýna fólki áhuga og velvild á yfirborðinu en meina síðan ekkert með því og taka það jafnvel í nefið um leið og það snýr sér und- an eða í hópi annarra að því fjar- stöddu? Það kallast að vera und- irförull, falskur og ósannur. Ef við komum öðruvísi fram við fólk en við tölum um það þurfum við að nema staðar, líta í spegil og segja nokkur vel valin orð við þann sem við þar sjáum. Og þótt við séum ekki alltaf sam- mála um allt, vörumst þá að falla í þá gömlu rotnuðu gryfju að halda því fram að viðkom- andi hljóti bara að líða eitthvað illa eða vera veikur. Þakklæti og hrós Gleymum svo ekki að rækta okkur sjálf og uppörva svo við höf- um eitthvað að gefa öðrum. Góður liður í því er að tileinka sér jákvætt hugarfar. Hugarfar þjón- ustulundar og auð- mýktar, virðingar fyrir mönnum, umhverfinu og þeim málefnum sem að okkur snúa eða við tökum þátt í að ræða. Temjum okkur hugarfar gjaf- mildi, fyrirgefningar og þakklætis. Heilsum fólki, og bjóðum þeim góð- an daginn sem á vegi okkar verða. Verum hvetjandi og uppörvandi, hrósum og leitumst við að draga fram styrkleika fólks og forðumst eigingirni og öfund. Hættum að burðast með hið nei- kvæða og hleypum fýlunni út úr pokanum. Tökum síðan gleðina og allt hið jákvæða sem við höfum upplifað, þökkum fyrir það og segj- um frá því. Förum með það út á stræti og torg, sáldrum því yfir alla þá sem á vegi okkar verða. Já alla þá sem þarf að uppörva og herða. Og þú munt sjálfur enn glaðari verða. Sjáðu! Opnaðu augun fyrir lífinu, sjálfum þér og umhverfi þínu. Hlustaðu og sjáðu fólkið í kringum þig með hjartanu. Listin að hlusta og sjá með hjartanu Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Ef við komum öðru vísi fram við fólk en við tölum um það, þurf- um við að nema staðar, líta í spegil og segja nokkur orð við þann sem við þar sjáum. Höfundur er ljóðskáld og rithöf- undur. Frumvarp um breytingar á almanna- tryggingum, sem átti að leggja fram sl. haust, var lagt fram á alþingi fyrir skömmu. Það náði ekki fram að ganga. Frumvarpið átti að taka gildi um síðustu áramót, en mun nú í fyrsta lagi taka gildi 1. jan. 2014. Fyrsta árið sem ný lög hefðu verið í gildi hefði hreinn kostnaður vegna þeirra orðið 1,8 milljarðar kr. Fyrstu tvö árin hefði hann orð- ið 1,5 milljarðar og fyrstu þrjú ár- in 2 milljarðar. Þetta er aðeins brot af því sem aldraðir og ör- yrkjar hafa mátt bera vegna kjara- skerðingar af lögunum frá 1. júlí 2009. Skerðing kjara vegna þeirra verður um 17 milljarðar kr. Þá á eftir að reikna skerðingu vegna þess að aldraðir og öryrkjar fengu ekki sömu hækkanir og láglauna- fólk. Endurskoðun bóta almanna- trygginga kemur m.ö.o. ekki í stað skerðingar kjara 1. júlí 2009. Það verður að afturkalla þá kjaraskerð- ingu eins og lofað var og það verð- ur líka að leiðrétta lífeyrinn miðað við kauphækkanir lág- launafólks. Flokkur heimilanna vill að eft- irfarandi nái fram eins fljótt og auðið er: 1.Kjaraskerðing aldraðra og ör- yrkja sem tók gildi 1. júlí 2009 verði afturkölluð. 2.Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður um 20% vegna hækkana láglaunafólks. 3.Skerðing tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum verði afnumin. Leiðréttinga er krafist Þegar kjör aldraðra og öryrkja voru skert 1. júlí 2009 var lýst yfir að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða. Því er rökrétt að kjara- skerðingin verði nú afturkölluð. Skerðingin fólst í eftirfarandi: 1.Frítekjumark vegna atvinnu- tekna aldraðra var lækkað úr 110 þús. kr. í 40 þús. kr. á mánuði. 2.Skerðing tekjutryggingar var aukin úr 38,35% í 45%. Um 19.000 eldri borgarar urðu fyr- ir þessu. 3.Ákveðið var að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum við útreikning á grunn- lífeyri. Við þetta missti stór hópur líf- eyri sinn. Alls urðu yfir 5.000 eldri borgarar fyrir kjaraskerðingu. Samkvæmt lögum um almanna- tryggingar skal taka mið af þróun launa og verðlags við ákvörðun líf- eyris, en hann á þó aldrei að hækka minna en nemur hækkun vísitölu neysluverðs. Við gerð al- mennra kjarasamninga á miðju ári 2011 lýsti ríkisstjórnin yfir að bæt- ur aldraðra og öryrkja yrðu hækk- aðar hliðstætt launum. Árin 2009 og 2010 hækkaði kaup láglauna- fólks um 16%, en lífeyrir aldraðra hækkaði ekki. Síðan hafa laun hækkað meira en lífeyrir. Þarf hann nú að hækka um 20% til að ná hækkun láglaunafólks 2009 til 2012. Á kjörtímatímabili vinstri- stjórnarinnar frá 2009 hafa lág- markslaun hækkað um 48 þús. kr. á mánuði eða um 33%. Á sama tíma hefur lífeyrir aldraðra, þeirra sem verst eru staddir, hækkað um 23 þús. kr. á mánuði eða um 12,8%. Nýjar tölur leiða í ljós að lágmarkslaun á vinnumarkaði hafa hækkað um 40%, en lífeyrir ein- hleypra ellilífeyrisþega aðeins um 17% á sama tíma. Stór hópur fær ekkert Grunnlífeyrir almannatrygginga á að vera ósnertanlegur. Allir eiga að fá hann. Það var mikið áfall þegar útreikningi grunnlífeyris var breytt og farið að reikna greiðslur úr lífeyrissjóðum með tekjum. Eft- ir þessa breytingu er staðan sú að stór hópur fær ekkert frá al- mannatryggingum, þó að sá sami hópur hafi greitt til almannatrygg- inga alla sína starfsævi. Þegar líf- eyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir að þeir yrðu viðbót við bætur almannatrygginga. Það var m.ö.o. ekki reiknað með því að greiðslur úr lífeyrissjóði mundu skerða tryggingabætur. Sú er þó raunin í dag: Greiðslur úr lífeyr- issjóði skerða tryggingabætur aldraðra harkalega. Það verður að stöðva. Það er stefna Flokks heim- ilanna að þessi skerðing verði af- numin með öllu. Ekkert annað er ásættanlegt Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja verði afturkölluð Eftir Halldór Gunnarsson » Grunnlífeyrir á að vera ósnertanlegur. Það var mikið áfall þeg- ar farið var að reikna greiðslur úr lífeyris- sjóðum með tekjum. Því verður að breyta. Halldór Gunnarsson Höfundur er frambjóðandi Flokks heimilanna í fyrsta sæti í Reykjavík- urkjördæmi suður. Rannsóknarsjóður Umsóknarfrestur er til 30. apríl Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Laugavegi 13, 101 Reykjavík, Dunhaga 5, 107 Reykjavík, sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Hlutverk Rannís er að veita stuðning við rannsóknir og nýsköpun, menntun og menningu. Rannís veitir faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís stuðlar að þróun þekkingarsamfélagsins með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum auk þess að greina og kynna áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag. Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknarsjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni. Hámarksstyrkur er 1 milljón króna. Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á www.rannis.is/sjodir Umsóknum skal skila á rafrænu formi. Nánari upplýsingar veitir Guðlaug Þóra Kristjánsdóttir, gudlaug.kristjansdottir@rannis.is, sími 515 5818. Við sérhæfum okkur í vatnskössum og bensíntönkum. Gerum við og eigum nýja til á lager. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgun- blaðsins og höfunda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.