Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 ✝ Stefán Guð-mundsson fæddist í Túni, Ár- nessýslu, 14. júní 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 28. mars 2013. Foreldrar hans voru Guðmundur Bjarnason bóndi, f. 1875, d. 1953, og Ragnheiður Jónsdóttir húsfreyja, f. 1878, d. 1931. Systkini: Bjarni, Guð- rún, Guðfinna, Jón, Einar og Unnur sem lifir systkini sín. Stefán kvæntist 1946 Jór- unni Jóhannsdóttur, f. 1920, d. 2000, húsfreyju. Hún var dótt- ir Jóhanns Bjarna Loftssonar og Jónínu Hannesdóttur í Sölkutóft á Eyrarbakka. Börn Stefáns og Jórunnar: 1) Jóhann, f. 1946, Selfossi, kvæntur Þórunni Sigurð- ardóttur. Börn: a) Stefán, sam- býliskona Tinna Rán Æg- isdóttir, b. Hákon Ingi og Jórunn Móna. b) Guðlaug Erla, gift Emil Orra Michel- sen, b. Jóhann Frank og Daní- el Þór. Fyrir á Þórunn c) Sig- urð Óla, kvæntur Unni Guðrúnu Unnarsdóttur, b. Þórunn Björk. Börn Sigurðar Óla með Ingibjörgu Guð- mundsdóttur: Eva Ýr, Eyrún Ösp og Aron Freyr. 2) Ragn- heiður, f. 1947, Garðabæ, gift c) Atli Hilmar, sambýliskona Lára Kristín Björgúlfsdóttir, b. Úlfur og Auður Lilja. d) Einar, sambýliskona Marta Sigurðardóttir, b. Viktor. Fyrrv. sambýliskona Jónína Snorradóttir, b. Ísis Diljá og Aris Björk. 6) Jónína Þrúður, f. 1957, Kópavogi, gift Hall- dóri Sigurðssyni. Börn: a) Berglind Rósa, sambýlismaður Andrés H. Árnason, b) Hugrún Jórunn, c) Bjarni Guðni. 7) Bjarni, f. 1963, Túni, kvæntur Veroniku Narfadóttur. Börn: a) Guðmundur, b) Birgitta Kristín, c) Stefán Narfi, d) Jórunn Fríða. Stefán lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1939 og stundaði síðan búskap í Túni til 1993. Stefán var fimmti ættliður sem bjó í Túni. Stefán var í hreppsnefnd Hraungerðis- hrepps 1950-94 og oddviti 1966-94, formaður Rækt- unarsambands Flóa og Skeiða 1957-83, formaður Flóa- áveitufélagsins 1969-98 og for- maður Búnaðarfélags Hraun- gerðishrepps 1947-80. Hann var í Rótarýklúbbi Selfoss frá 1972. Stefán sat í stjórnum Nautgriparæktarfélags Hraun- gerðishrepps 1946-78, hrossa- ræktarfélagsins 1950-70 og sauðfjárræktarfélagsins um árabil frá 1953. Hann hefur setið í héraðsnefnd Árnessýslu og í Brunavarnanefnd Árnes- sýslu. Þá sat Stefán í stjórn Framsóknarfélags Árnessýslu 1970-78. Útför Stefáns fer fram frá Selfosskirkju í dag, 6. apríl 2013, kl 13.30. Jarðsett verður í Hraungerði. Guðjóni Á. Luther. Börn: a) Arnþór Heimir, kvæntur Önnu Lilju Péturs- dóttur, b. Daníel, Pétur Ágúst og Kári. b) Ragnar Heiðar, börn hans og Sigrúnar Eddu Elíasdóttur: Snæ- dís Sara og Elvar Ágúst. c) Áslaug Þorbjörg, gift Hlyni Sigurðssyni, b. Ragn- heiður Edda, Berglind Freyja og Bryndís Arna. 3) Guð- mundur, f. 1948, Hraungerði, kvæntur Guðrúnu H. Jóns- dóttur. Synir: a) Stefán, sam- býliskona Dagný Kapítóla Sig- urðardóttir, b. Kapítóla Rún, Ásta Sól, Elsa Katrín og Guð- mundur. Fyrir á Dagný Rósu Lilju og Jón. b) Jón Tryggvi, kvæntur Margréti Guðmunds- dóttur, b. Eva Guðrún og Ein- ar. Fyrir á Margrét Sigurð Orra. 4) Hafsteinn, f. 1953, Túni II, kvæntur Guðfinnu S. Kristjánsdóttur. Börn: a) Jór- unn Edda, sambýlismaður Óskar Sigvaldason, b. Sigvaldi Örn, Hafsteinn Ari og Halldór Orri. b) Kristján Helgi, sam- býliskona Anna Kristín Óla- dóttir, b. Guðfinna Rós. c) Ívar Freyr. 5) Vernharður, f. 1956, Selfossi, kvæntur Auði Atla- dóttur. Börn: a) Markús Árni b) Harpa Lilja. Fyrir á Auður: Nú þegar vorið er á næsta leiti og sólin hækkar á lofti hef- ur tengdafaðir minn, Stefán í Túni, kvatt þetta jarðlíf á 94. aldursári eftir stutt veikindi. Hann var mikill öðlingur og ljúfmenni. Var svo léttur og lífs- glaður, fróður og víðlesinn. Mikil félagsvera, hafði gaman af að hitta fólk til að spjalla og ræða um málefni sem voru í umræðunni hverju sinni. Í þau nær 40 ár sem ég hef búið í Túni hafa samskipti okkar Stef- áns verið mjög góð. Hann var duglegur að koma til okkar í heimsókn. Og hin síðari ár kom hann alltaf í morgunkaffi til okkar um helgar og á rauðum dögum. Þá fræddi hann okkur um bækur sem hann hafði lesið eða um ættfræði sem hann var mjög fróður um. Sagði okkur frá svo mörgu frá fyrri tíð, líf- inu þegar hann var að alast upp, ýmsar sögur af ættmenn- um sínum. Sagði okkur nýlega frá orðum föður síns þegar þau systkinin voru ung að ekki skipti máli hvaða störf þau veldu sér í lífinu, öll störf í þjóð- félaginu væru jafn mikilvæg, það sem skipti máli væri að gert væri vel það sem gert væri. Þá morgna sem hann kom ekki vorum við hjónin að spá hvort eitthvað hefði komið uppá. Hann hafði mjög gaman af að fara á hestbak og að taka barnabörnin með ríðandi í rétt- irnar fannst honum tilheyra og alltaf var kaffi þegar áð var uppi í Merkurlaut. En þeir æskuvinrnir Guðjón í Uppsölum voru duglegir að fara saman á hestbak, hvort það var bæjarleið eða í réttirnar. Þeir stunduðu útreiðar saman fram til 90 ára aldurs. Hann bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni. Óskaði þess að öllum farnaðist vel og fylgdist vel með okkur öllum fram til síðasta dags. Það voru mikil forréttindi fyrir börnin okkar að fá að alast upp með afa og ömmu á sama hlaðinu. Enda sóttu þau stíft að fara yfir til þeirra. Hvort sem það var að hjálpa ömmu í garðinum eða afa við bústörfin. Nú að leiðarlokum vil ég þakka Stefáni tengdaföður mín- um samfylgdina. Blessuð sé minning hans. Þín tengdadóttir, Guðfinna í Túni. Nú hefur yndislegur tengda- faðir minn kvatt þetta líf eftir langt og farsælt ævistarf. Síð- astliðið ár reyndist honum erfitt heilsufarslega en hann reyndi að njóta lífsins eins og hann gat svo sem að vera í starfi með eldri borgurum, vera í leshring og fara í ferðir tengdar þeim bókum sem lesnar voru hverju sinni. Þá spilaði hann félagsvist með þeim og fór í ferðir bæði styttri og lengri sem í boði voru. Hann hafði mikið dálæti á hestum og fór á hestbak þar til á síðasta ári þó hann væri kom- inn yfir nírætt og alltaf jafn gaman að sjá hann á hestbaki, beinn í baki og tígulegur á fal- legum hestum. Minnugur var hann fram á síðasta dag og fróður með ein- dæmum, ef eitthvað þurfti að vita um ættir og skyldleika var næsta víst að hægt var að fá upplýsingar hjá honum. Þá var mjög skemmtilegt að fara með honum í ferðalög þar sem hann var líka fróður um marga staði sem farið var um. Mikla umhyggju bar hann fyrir öllum í fjölskyldunni og fylgdist vel með þegar von var á fjölgun. Eftir að tengdamamma féll frá bjó hann áfram í Túni hjá yngsta syni sínum og tengda- dóttur sem hafa verið honum einstaklega góð og hugsað vel um hann. Hann skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni og verður sárt saknað bæði af stórum og smáum. Megi góður Guð styrkja alla í fjölskyldunni á sorgarstundu og friður veri með honum og okkur öllum. Þín tengdadóttir, Þórunn. Afi í Túni var fyrir okkur alltaf boðberi mikillar lífsgleði. Þegar einhver náinn fellur frá lifir minning hans með manni og sú minning, sú mynd sem við systkinin geymum af afa er af honum með bros á vör að njóta hvers dags til hins ýtrasta. Það er falleg minning og góð að eiga í brjósti sínu. Minning sem við geymum alla tíð og erum þakk- lát fyrir að eiga. Sú besta gjöf er gafst þú mér, var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, skært í mínu hjarta. (BH) Markús Árni og Harpa Lilja. Nú er langafi farinn frá okk- ur. Alltaf var gaman að sjá hann. Hann kom oft í morg- unkaffi til ömmu og afa þegar við vorum þar. Stundum fylgd- umst við með í stofuglugganum hvort þú værir á leiðinni, gang- andi, hjólandi eða á bílnum. Afi var oftast með hatt og stafinn sinn. Það er gaman að fara á hest- bak í sveitinni og langafi fylgd- ist vel með þegar einhver fór á bak. Þegar við heimsóttum hann í síðasta skipti á spítalann bað hann mig að vera duglegan að fara með afa á hestbak, það ætla ég að gera. Langafi var orðinn grár og gamall og nú er hann kominn til Guðs. Við söknum hans. Sigvaldi Örn, Hafsteinn Ari og Halldór Orri Óskarssynir. Afi í Túni. Hvað þessi litlu orð geta yljað um hjartarætur. Elsku fallegi yndislegi stórkost- legi afi í Túni. Afi í Túni, alltaf svo innilegur og léttur í lundu. Afi í Túni, alltaf svo glæsilegur, hress og hláturinn svo smitandi. Afi í Túni sem á tíræðisaldri kíkir í útilegu og skellir sér á hestbak til að viðra borgar- barnabörnin. Afi í Túni sem hefur svo einlægan áhuga á öllu því sem börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin taka sér fyrir hendur og man það betur en nokkur í fjölskyldunni. Afi í Túni sem enginn talar um án stjörnuglampa í augunum. Afi í Túni sem við erum öll svo stolt af að eiga. Að þú eigir ekki eftir að taka á móti okkur í Túni næst með þínu innilega faðmlagi og fal- lega brosinu er svo ofboðslega sárt. En á sama tíma erum við svo ofboðslega þakklát fyrir allt það sem þú hefur gefið okkur. Yndislegri fjölskyldu er ekki hægt að óska sér og minning- arnar úr Túni, sveitinni, fjósinu, Þingborg, fjölskylduferðalögun- um, allar stundirnar með ykkur ömmu í Túni eru það dýrmæt- asta sem við eigum. Yndislegri afa og betri fyr- irmynd er ekki hægt að hugsa sér. Þín barnabörn, Berglind Rósa, Hugrún Jórunn og Bjarni Guðni. Þakklæti og söknuður er okk- ur efst í huga þegar við hugsum til afa, Stefáns í Túni. Hann var einn af stólpunum í lífi okkar og góð fyrirmynd. Við nutum þeirrar gæfu að alast upp í ná- lægð við hann og ömmu. Til þeirra var gott að koma og hjá þeim var enginn asi þó verkefni dagsins væru mörg. Flest var í föstum skorðum eins og það að eftir hádegismatinn fór afi alltaf upp og lagði sig. Þannig var það flesta daga nema kannski yfir hásláttinn. Margar góðar stundir koma upp í hugann. Til dæmis í hænsnahúsinu við það að tína egg, þvo þau og raða í bakka. Við það verk þurfti mjúk hand- tök og stundum kom það fyrir að þau urðu aðeins of hörð. Skurnin brotnaði, barnsaugun litu hálfskömmustuleg á afa, sem oftar en ekki brosti út að eyrum, greip eggið og saug allt innan úr því. Ógleymanlegar eru réttarferðirnar á haustin, tilhlökkunin hófst strax á sumr- in. Þegar sást hreyfing á Upp- salaveginum var haldið af stað frá Túni. Upp við veg mættust æskuvinirnir hann og Guðjón. Þar voru höfðingjar á ferð ásamt fylgdarliði. Á leiðinni var haldið í hefðirnar, áð á sömu stöðunum ár eftir ár og gleðin var allsráðandi. Afi var kominn á tíræðisaldur þegar hann fór síðasta spölinn ríðandi í rétt- irnar. Afi var virkur í félagsmálum í sveitinni. Það var því oft erill á heimili þeirra ömmu, margir sem komu við í erindagjörðum. Skrifstofa afa var ólík öðrum herbergjum, þar voru margar hillur af möppum og oft staflar af pappír á borðinu. Stundum fengum við að taka þar til, þurrka af og raða. Alltaf þakk- aði afi vel unnin störf með bros á vör þó víst sé að ekki hafi til- tektin alltaf hjálpað til við skipulagið á borðinu. Módel af nýja félagsheimilinu í Þingborg stóð lengi á borðstofuborðinu í Túni og fannst manni það ótrú- legt að svo stórt hús myndi rísa í sveitinni. Afi var oddviti á þeim tíma og vissi að það yrði framfaraskref fyrir sveitina að fá slíkt hús. Afi var fallegur maður, hár og tignarlegur. Hann var ljúf- menni, með hlýjan faðm og þétt handtak. Hann var léttur í lund, sá skoplegu hliðarnar á lífinu og hafði gaman af að segja sögur sem oftar en ekki enduðu í hlátri. Afi ræktaði garðinn sinn vel. Tún var hans ríki, þar fæddist hann, þar leið honum best og þar bjó hann allt sitt líf. Bjó þar myndarbúskap og ræktaði jörðina. Fyrir fáum ár- um gekk hann um jörðina og tók myndir af helstu kennileit- um. Skrásetti í bók nöfn og sögu þeirra. Hann tók saman sagnasafn með helstu ritum sín- um og sögu fjölskyldunnar. Það var honum mikilvægt að koma vitneskju sinni til okkar sem eftir erum. Afi var stoltur af af- komendum sínum og því hve hópurinn er orðinn stór. Hann fylgdist vel með öllum fram á síðasta dag, vissi hvar við vor- um stödd í lífinu. Afi var tilbúinn í ferðina Stefán Guðmundsson ✝ Elsku mamma, tengdamamma og amma, UNNUR MARÍA HJÁLMARSDÓTTIR, Klettaborg 12, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 1. apríl. Útförin verður frá Akureyrarkirkju föstudaginn 12. apríl kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Sjúkrahússins á Akureyri. Tryggvi Jóhannsson, Hafdís Jóhannsdóttir, Jósef G. Kristjánsson, Heiðrún Jóhannsdóttir, Skarphéðinn Leifsson, Helgi Jóhannsson, Daníel Jóhannsson, Kristín Hjálmarsdóttir, Sólveig Eyfeld og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR JÓHANNESSON, Hömrum, Grímsnesi, síðast Fosstúni 21, Selfossi, lést á páskadag. Útförin fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 10. apríl kl. 13.30. Kristín Carol Chadwick, Gunnar Kr. Gunnarsson, Auður Gunnarsdóttir, Sigurður Halldórsson, Hlynur Ch. Guðmundsson, Hafdís Óskarsdóttir, Hilmir Ch. Guðmundsson, Íris Harðardóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GRÉTAR MAGNI GUÐBERGSSON jarðfræðingur, Hvammskoti í Skagafirði, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 31. mars. Útför hans fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 10. apríl kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Guðný Þórðardóttir, Sigfús Grétarsson, Margrét Sigríður Sigbjörnsdóttir, Þórður Grétarsson, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, María Huld Markan Sigfúsdóttir, Kjartan Sveinsson, Hildur Þóra Sigfúsdóttir, Anton Svanur Guðmundsson, Friðrik Atli Sigfússon, Snorri Grétar Sigfússon, Brynhildur Þórðardóttir og langafabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HEIÐAR JÓHANNSSON frá Valbjarnarvöllum, Borgarvík 11, Borgarnesi, lést í Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalarheimili, Borgarnesi miðvikudaginn 3. apríl. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 13. apríl kl. 14.00. Fanney Hannesdóttir, Hannes Heiðarsson, Guðmunda G. Jónsdóttir, Jón Heiðarsson, Sædís B. Þórðardóttir, Guðrún Heiðarsdóttir, Hafþór H. Einarsson, Stefán J. Heiðarsson, Soffía Jóhannsdóttir Hauth, Rannveig Heiðarsdóttir, Sveinn I. Hjálmarsson, afa- og langafabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR HALLDÓRSSON, Dr. Phil, lést að kvöldi fimmtudagsins 4. apríl. Jarðarför verður auglýst síðar. Lilja Ólafsdóttir, Guðmundur Jónsson, Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, Karl Ólafsson, Helga Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.