Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 ✝ Þröstur Þóris-son fæddist á Ísafirði 8. október 1988. Hann lést 24. mars 2013. Foreldrar Þrast- ar eru Ragnheiður Hulda Davíðson f. 4. maí 1960 og Þórir Þrastarson f. 8. október 1960. Systir hans er Hulda Ösp Þóris- dóttir f. 12. nóvember 1982, sambýlismaður hennar er Kristinn Óli Hallsson f. 6. maí 1979. Börn þeirra eru Snædís Birna, Ísak Einar og Jökull kona hans er Halldóra Magn- úsdóttir. Þröstur ólst upp á Ísafirði. Hann lauk námi í stálsmíði frá Menntaskólanum á Ísafirði ár- ið 2008 og starfaði hjá 3X technology. Þröstur fékk snemma áhuga á kajakróðri og keppti til að mynda aðeins 15 ára gamall í Hvammsvíkurmaraþoninu. Hann hóf ungur störf með Björgunarfélagi Ísafjarðar og gegndi þar m.a. formennsku í unglingadeild Hafstjörnunnar í nokkur ár. Hann var virkur félagi í öllu starfi björgunar- félagsins, hvort heldur sem var á landi eða sjó. Útför Þrastar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 6. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 14. Ernir. Foreldrar Ragnheiðar voru Sólveig Ingibjörg Kr. Davíðson frá Ísafirði, f. 15.1. 1928, d. 18.10. 2008, og Olav D. Davíðson frá Stav- anger, f. 11.6. 1920, d. 1.7. 2009. Móðir Þóris er Þórunn Jónsdóttir frá Ísafirði, f. 30.11. 1941. Eiginmaður henn- ar var Sigurður Karl Gunnars- son, hann er látinn. Faðir Þór- is er Þröstur Marzellíusson frá Ísafirði, f. 16.9. 1937. Eigin- … Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brost- ið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. (Tómas Guðmundsson) Engin orð megna að hugga þann sára harm né veita viðhlít- andi svör við þeim ágengu spurningum sem leita á hugann þegar ungur maður kveður þetta líf, einmitt þegar það ætti að vera að byrja. Þröstur Þórisson var glæsi- legur ungur maður. Hann ólst upp á Ísafirði og sleit þar sínum barnsskóm umvafinn stuðningi ástríkra foreldra og frændgarðs. Ungur hóf hann að starfa með Björgunarfélagi Ísafjarðar og varð með tímanum einn af mátt- arstólpum þess. Á þeim vett- vangi naut hann hvað best eig- inleika sinna, því hann var vandvirkur og dugandi í hverju því verki sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það snerti vélar og tæki eða almenn björg- unarstörf. Þröstur var til dæmis í senn góður kafari og einn besti fjallabjörgunarmaður sem sveit- in hefur átt. Við félagarnir í Vestfjarða- deild Björgunarhundasveitar Ís- lands áttum hauk í horni þar sem Þröstur var. Alltaf var hann boð- inn og búinn að liðsinna okkur við æfingar jafnt sumar sem vet- ur. Öll þau viðvik vann hann með sínu kankvísa brosi og yfirveg- aða fasi sem skapaði honum traust og tiltrú félaga sinna í leik og starfi. Þröstur var einstaklega orð- var ungur maður og sagði aldrei styggðaryrði um nokkurn mann. Hann var líka sérstaklega góður hlustandi, hafði áhuga á því sem aðrir voru að gera innan félags- ins og var alltaf boðinn og búinn að aðstoða ef þörf var á. Hann leit ekki á verkefnin sem vanda- mál heldur gekk að hverju verki að vel hugsuðu máli og leysti það farsællega. Á góðum stundum var hann hrókur alls fagnaðar. Síðustu ár hafði Þröstur um- sjón með unglingastarfi Björg- unarfélags Ísafjarðar. Fórst honum það vel úr hendi, enda var hann ungliðunum bæði traustur félagi og góð fyrir- mynd. Fyrir hönd Vestfjarðadeildar BHSÍ viljum við að leiðarlokum þakka með þessum fátæklegu orðum góð kynni og ómetanlega aðstoð sem Þröstur veitti okkur í starfi okkar. Foreldrum hans, systur og frændfólki færum við hugheilar samúðarkveðjur sem og félögum í Björgunarfélagi Ísafjarðar sem misst hafa frá- bæran félaga og vin. … En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast æv- inlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Blessuð sé minning um góðan dreng. Ólína Þorvarðardóttir og Auður Yngvadóttir. Kveðja frá Sportkafara- félagi Íslands Ungur maður er fallinn frá í blóma lífs síns. Við í Sportkaf- arafélagi Íslands kynntust Þresti vel þegar hann tók á móti félögum í SKFÍ fyrir vestan og var okkur þá strax ljóst að Þröstur var fjölhæfur og áreið- anlegur piltur. Hann var meðal annars virkur kajakræðari og björgunarsveitarmaður ásamt því að vera félagi í SKFÍ. Það var um það leyti sem Þröstur lærði að kafa sem Sport- kafarafélag Íslands fór að leggja leið sína reglulega til Ísafjarðar í árlega köfunarferð. Þröstur tók á móti okkur, var okkur innan handar með alla aðstoð, kafaði með okkur, og svo nutum við fé- lagsskapar hans og annarra heimamanna. Þröstur var einstaklega prúð- ur ungur maður, boðinn og búinn til að aðstoða. Það var hægt að stóla á hann og það stóðst alltaf allt sem hann sagði. Hann var ljúfur og góður félagi og mun þroskaðri en búast mátti við af svo ungum manni. Minningin um hann verður geymd í huga okkar og hjörtum. Félagar í Sportkafarafélagi Íslands votta foreldrum, að- standendum og vinum innilega samúð og óska þess að minningin um þennan ljúfa dreng verði sorginni yfirsterkari. F.h. Sportkafarafélags Ís- lands, Haukur Einarsson formaður. Hjá ungu fólki í blóma lífsins eru hugsanir um dauðann oftast mjög fjarri. Lífið er á hraðri ferð með öllu sínu annríki sem ein- kennir nútímann. Harmafregnin kemur því eins og reiðarslag. Læsir ískaldri krumlunni í hjart- að og skilur eftir ótal spurningar sem aldrei finnast svör við. Þakklæti er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við hugsum til Þrastar Þórissonar. Þakklæti fyrir samverustundir í starfi sem leik við góðan og traustan dreng sem nú er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Þröst- ur réðst ungur til náms hjá 3X Technology sem stálsmíðanemi ásamt nokkrum drengjum á svipuðu reki. Vorið 2007 útskrif- aðist hann ásamt fimm öðrum nemum og vann óslitið hjá fyr- irtækinu til hinsta dags. Við starfsmenn 3X Techno- logy eigum margar góðar minn- ingar um Þröst. Hann var hvort tveggja í senn, fyrirmyndar starfsmaður og vinnufélagi. Dug- legur, vandvirkur og traustur. Hann vann sérstaklega óeigin- gjarnt starf í þágu starfsmanna- félagsins, var ávallt boðinn og búinn ef þurfti að skipuleggja eða halda utan um mannamót eða skemmtanir á vegum þess. Þröstur var einnig virkur félagi í Björgunarfélagi Ísafjarðar og Siglingaklúbbnum Sæfara á Ísa- firði þar sem hann lagði m.a. stund á kajakróður. Þröstur var einmitt hrókur alls fagnaðar í ferðum Starfsmannafélagsins á þorrablót eða árshátíðir í Reykjanes við Djúp. Þegar verið var að hita upp mannskapinn í sundlauginni fyrir kvöldið sýndi Þröstur kúnstir sínar í kajak- róðri við mikla aðdáun þeirra er á horfðu. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. (Úr Hávamálum) Með þessum fátæklegu orðum vil ég fyrir hönd stjórnenda og samstarfsmanna 3X Technology þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þessum trausta og heil- steypta dreng. Í dag fylgjum við vinnufélaga og vini okkar í hans hinstu för. Guð blessi minningu Þrastar Þórissonar. Við sendum Þóri, Ragnheiði, Huldu og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Karl Kristján Ásgeirsson. Við í Björgunarfélagi Ísafjarð- ar viljum minnast góðs félaga, Þrastar Þórissonar. Þröstur byrjaði 13 ára í ung- lingadeildinni Hafstjörnunni, síðar fór hann í stjórn unglinga- deildar, var formaður hennar og síðast umsjónamaður í nokkur ár. Þegar hann náði aldri kom hann upp í björgunarsveitina. Í björgunarsveitinni var hann mjög virkur, duglegur að sækja námskeið á vegum Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Hann tilheyrði áhöfn Gunnars Friðrikssonar, fjallabjörgun, köfunar-, bíla- og vélsleðahópum. Í starfi Björgunarfélagsins var hann duglegur að miðla kunnáttu og reynslu sinni. Þetta gerði hann meðal annars með því að standa fyrir stuttum fyrir- lestrum og verklegum æfingum sem hann var duglegur að skipu- leggja. Einn af stærstu kostum Þrastar var hvað það var stutt í húmorinn. Þar er nauðsynlegt að nefna að helst vildi hann ekki fara í fjallaútköll öðruvísi en í sínum Crocs-skóm en þeir voru hans bestu vinir í fjallgöngu og ekki má gleyma fjallastillingunni á Crocs-skónum þegar hann teygði hælbandið aftur fyrir hæl- inn. Annað dæmi var þegar tveir fjallamenn frá Bjögunarfélaginu voru á leið á Bíldudal í útkall, þá voru þeir spurðir um nöfn þeirra sem væru í undanfarahópnum, kom skjótt svar frá Þresti, Þröstur og Guðjón, löng bið í tal- stöðinni, síðan svar: Eruð þið bara tveir? þá svarar hann: Já, það dugar. Að lokum viljum við í Björg- unarfélagi Ísafjarðar þakka Þresti fyrir samfylgdina um leið og við sendum fjölskyldu hans og ættingjum innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Björgunarfélags Ísafjarðar, Jóhann Ólafson. Elsku Þröstur. Það er sárara en tárum taki að þú skulir horf- inn þessum heimi. Ég er þakklát að hafa orðið þeirrar gæfu að- njótandi sem vinur fjölskyldu þinnar að fylgjast með þér vaxa úr grasi, dafna og þroskast í þann unga myndarlega, ábyrga og úrræðagóða mann sem þú hafðir að geyma. Ísafjörður var þinn staður, þú sagðist ekki þurfa að fara neitt því að hér fyrir vestan væri allt sem þú þyrftir. Þú gekkst þína beinu braut, laukst námi, fékkst góða vinnu þar sem þér voru fal- in ábyrgðarstörf þó ungur værir að árum og gerðir allt af ná- kvæmni og natni, – svo eftir var tekið, ungur varstu þegar þú byrjaðir að róa á kajak og það var einhvern veginn eins og þú hefðir ekki gert neitt annað, slík var leikni þín. Þú varst ötull í starfi Hjálp- arsveitarinnar, fyrst sem með- limur í unglingastarfi hennar sem þú svo veittir forstöðu um tíma og síðar í framvarðarsveit hjálparstarfsins á öllum stigum, þú varst alltaf að undirbúa þig og byggja þig upp til að verða betri fyrir sveitina þína. Alls staðar var tekið eftir þér fyrir áræði og ósérhlífni, hjálparsveit- in var þinn vettvangur. En þeir voru eflaust færri sem vissu hversu einstakt samband þú áttir við foreldra þína. Mamma þín sagði mér oft frá því að þið hefðuð setið saman eftir matinn þegar pabbi þinn var far- inn að vinna kvöld- og nætur- vinnuna sína og spjallað um alla heima og geima, þessar stundir voru henni mikilvægar, þetta gerðir þú líka eftir að þú fluttir að heiman og naust þá nærveru hennar og umhyggju, hún bar þig ávallt á örmum sér, slík var ást hennar og þeirra beggja á stráknum sínum, þú varst líka heppinn að eiga yndislega systur hana Huldu Ösp, ég veit að hún, mágur þinn Kristinn og strák- arnir þeirra munu sakna þín sárt. Kæri vinur, ég mun ávallt geyma þig í huga mér og þakka þau ár sem ég fékk að fylgja þér eftir. Elsku Ragnheiður, Þórir, Hulda Ösp, Kristinn, Ísak Einar og Jökull Ernir og aðrir aðstand- endur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð í þessari þungu raun. Ykkar Valdís. Ég sé hann fyrir mér brosandi með útrétta hjálparhönd, þannig var vinur minn Þröstur Þórisson. Við Þröstur áttum ýmis sam- eiginleg áhugamál sem varð til þess að góður vinskapur tókst á milli okkar. Það var auðvelt að láta sér líka vel við Þröst, bros- mildur, rólegur og alltaf stutt í húmorinn. Flestar stundir okkar saman voru í starfi Björgunar- félags Ísafjarðar (BFÍ) enda var Þröstur einn öflugasti björgun- arsveitarmaður sem Ísfirðingar ef ekki Vestfirðingar hafa átt frá upphafi. Það var alveg sama hvort verkefnið var á sjó eða landi þá var hann tilbúinn til að takast á við það. Þar til fyrir nokkrum árum var ég umsjónarmaður fjalla- björgunarhóps BFÍ. Strax og Þröstur byrjaði að æfa með mér kom í ljós að hann hafði mikinn áhuga, fumlaus og vönduð vinnu- brögð voru honum eðlislæg þannig að hægt var að treysta honum fyrir lífi sínu. Það var mikill fengur að fá hann í þennan hóp og eftir skamman tíma gat ég með góðri samvisku dregið mig út úr starfinu því ég vissi að hópurinn var í góðum höndum með hann sem umsjónarmann. Undir forystu Þrastar fór hóp- urinn í nokkrar bjarganir, sú erf- iðasta þegar Ísraelsmanni var bjargað úr lóðréttum klettum fyrir ofan Engidal fyrir nokkrum árum. Ég var og er mjög stoltur af strákunum fyrir að hafa klár- að það erfiða verkefni eins vel og þeir gerðu. Þröstur var ein hjálpsamasta manneskja sem ég hef kynnst. Ef einhver þurfti aðstoð þá var alltaf hægt að treysta á hann. Það skipti ekki máli hver aðstoð- arbeiðnin var eða stærðargráð- an. Í mörg ár þjálfaði ég leitar- hund og við slíka þjálfun er nauðsynlegt að hafa gott bak- land, mannskap sem er tilbúinn til að aðstoða við ýmsa þætti. Þröstur var einn þeirra sem tóku mikinn þátt í þjálfun leitar- hundsins míns og annarra á svæðinu. Hann aðstoðaði okkur með því að fela sig fyrir hund- unum og meira að segja kafaði hann nokkrum sinnum í smá- bátahöfninni til þess að hundarn- ir gætu fundið hann í sjónum. Þar kom ein sérþekking Þrastar til góða. Það skipti engu máli hvað hann var beðinn um að gera fyrir okkur, alltaf sagði hann: „Já, ekkert mál.“ Þannig aðstoð- aði hann okkur við erfiðan mokstur á snjóholum fyrir snjó- flóðaleitaræfingar og skipulagði útkallsæfingar. Einu sinni þurft- um við að láta smíða sérstaka skóflu til að nota við æfingar, það var lítið mál fyrir Þröst að smíða eina fyrir okkur, bara spurning hvað við vildum hafa hana stóra. Það er ekki sjálfgefið að menn séu tilbúnir til að leggja svona mikla vinnu í að hjálpa öðrum. Á kveðjustund er oft erfitt um orð, bærinn hans Þrastar grætur fallegan dreng sem gaf allt sitt í samfélagið sem hann unni svo heitt, við horfum á eftir honum með söknuði en gleðjumst í leið- inni yfir því að hafa átt hlutdeild í honum. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir að hafa kynnst Þresti Þór- issyni. Ég bið Guð að vera með fjöl- skyldu, ættingjum og vinum Þrastar og styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Hörður Harðarson. Þröstur Þórisson erfidrykkjur Sigtúni 38, sími: 514 8000 erfidrykkjur@grand.is / grand.is Hlýlegt og gott viðmót Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum Næg bílastæði og gott aðgengi ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is útfararstjóri útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson útfararþjónusta G Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ INGIGERÐUR KARLSDÓTTIR verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 8. apríl kl. 15.00. Börn, tengdabörn og ömmubörn. ✝ Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁGÚSTU JÓHANNSDÓTTUR, Melabraut 7, Seltjarnarnesi, sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund að morgni páskadags 31. mars, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 12. apríl kl. 15.00. Jóhann Ísleifsson, Ólafur Ísleifsson, Örn Ísleifsson, Guðrún Þóra Magnúsdóttir, Páll Ágúst Ólafsson, Karen Lind Ólafsdóttir, Ólafur Örn Arnarson, Magnús Gísli Arnarson og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.