Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 ✝ Knútur Bjarna-son fæddist á Kirkjubóli í Dýra- firði 23. maí 1917. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vestfjarða á Ísa- firði 23. mars 2013. Foreldrar hans voru Bjarni Magnús Guðmundsson frá Arnarnúpi í Keldu- dal, f. 27.9. 1878, d. 29.1. 1951, og Kristín Margrét Guðmundsdóttir frá Hrauni í Keldudal, f. 4.6. 1890, d. 18.10. 1986. Knútur ólst upp hjá föður sínum og eiginkonu hans, Guð- mundu Maríu Guðmundsdóttur frá Kirkjubóli, f. 2.9. 1874, d. 6.6. 1943, með eldri hálfsystk- inum sínum þeim Magnúsi Jóni, f. 16.6. 1906, d. 24.7. 1928, Mar- gréti, f. 24.8. 1908, d. 26.11. 1991, Aðalbjörgu, f. 27.5. 1910, d. 21.11. 1985, Vésteini, f. 4.5.1 913, d. 17.3. 1982, og Ásdísi, f. 30.1. 1916, d. 3.7. 2003. mjög, ekki síst þess að rækta og bæta landið, bæði tún og út- haga. Knútur hafði líka næmt auga fyrir ræktun búfjár og átti alltaf afurðasaman fjárstofn. Knútur tók mikinn þátt í fé- lagsstarfi ungs fólks og bænda í sveitinni, var þar forð- agæslumaður, formaður bún- aðarfélags sveitarinnar um langt árabil og heiðursfélagi þess. Þá sat hann í stjórnum Kaupfélags Dýrfirðinga og Sparisjóðs Þingeyrarhrepps um hríð. Kjötmatsmaður var hann í um það bil 40 ár. Árin 1954-1958 var hann oddviti Þingeyr- arhrepps. Knútur var ókvæntur og barnlaus en systkinabörn hans og fjölskyldur þeirra voru hon- um gleðigjafar sem hann fylgd- ist vel með. Hann var fé- lagslyndur maður. Hann hafði gaman af því að fá gesti og að ferðast; fylgdist vel með þjóð- málum allt til efstu ára, stál- minnugur og afar glöggur fróð- leiksmaður. Jarðarför Knúts fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag, 6. apríl 2013, kl. 14. Knútur ólst upp við bústörf á Kirkjubóli og tók snemma virkan þátt í búskapnum þar. Hann stundaði nám við Héraðs- skólann á Núpi í tvo vetur, 1936- 1938. Hann sótti á vorvertíð frá Sval- vogum og frá Hrafnabjörgum, en vetrarvertíðir um nokkurt ára- bil á Akranesi og síðar frá Þing- eyri. Búskapurinn á Kirkjubóli var þó aðalstarf hans og helsta áhugamál. Hann var bóndi þar alla ævi sína, í félagsbúi með systur sinni, Ásdísi og eig- inmanni hennar, Guðmundi Jónssyni, f. 28.2. 1915, d. 1.11. 1978, frá vorinu 1943, en síðan með börnum þeirra hjóna, Guð- mundi Grétari, f. 2.12. 1952, og Sigrúnu, f. 23.12. 1956, er þau tóku við af foreldrum sínum árið 1978. Búskaparins naut Knútur Knútur móðurbróðir okkar hefur kvatt þennan heim. Við fæddumst öll undir sömu bað- stofuþekju og hann. Hann varð stór hluti þeirrar veraldar er mótaði okkur. Nærveru hans fengum við að njóta lengi. Hún hverfist nú yfir í minningar, margar og bjartar. Foreldrar okkar og Knútur áttu saman félagsbú. Tóku við búi úr höndum ömmu og afa. Saman var gengið til verka. Þröngu bað- stofuloftinu var deilt til starfa, leiks og hvíldar. Umburðarlynd- ur var frændi. Lét ekki ærsl eða fyrirgang okkar raska ró sinni. Glaðlyndur, sanngjarn og dug- mikill gaf hann okkur með dag- fari sínu fordæmi sem hollt hefur reynst að fylgja. Ekki var til það búverk sem honum leiddist. Sum urðu að spennandi ævintýrum, jafnvel skemmtun. Við orfið gekk undan. Víkingssláttumaður eins og faðir hans. Á góðum hirðing- ardegi máttum við hafa okkur við að troða í kerrunum. Svo hratt bar frændi ilmgræn föngin að. Við túnræktina naut hann sín: Tína grjót, stinga í sundur torfus- nepla, fylla í lautir og fara vel yfir brúnir nýræktarinnar svo greri heil saman við umhverfið. Ævig- leði hans á efstu árum var ekki síst tengd túninu og rækt þess. Jú, og holtunum í kringum túnið. Hann með föður okkar átti snemma draum um að græða þau. Hvert vor farið með heyrusl eftir veturinn; það borið sam- viskusamlega á holtin. Sem hægt og sígandi létu undan. Kæmi sár í tún eða götu skyldi það þegar lag- fært. Löngu seinna skynjum við hvers virði orðafá kennsla gegn- heillar fyrirmyndar er. Hann lifði tímana tvenna: Stóð ungur yfir beitarfé, reri frá Sval- vogahamri og bjó torfhús undir vetur. Tók þó nútímanum fagn- andi. Var maður framfara. Og tímana mundi hann; stálminnug- ur og glöggur, ekki síst á hinar kátlegu hliðar. Ófáar urðu sögu- stundirnar við eldhúsborðið með heimafólki og gestum. Knútur var ræktunarmaður í þess orðs bestu merkingu – ekki síst fjárræktarmaður. Naut þess ríkulega að velja líffé. Hafði skýr viðmið; var enda um langt árabil kjötmatsmaður við sauðfjárslátr- un á Þingeyri. Frændi var einlægur sam- vinnumaður; trúði á mátt sam- vinnu til að koma framfaramálum í verk – ekki síst í nærsamfélag- inu. Honum lét ekki að skara eld að eigin köku. Var kvaddur til að gegna trúnaðarstörfum á vett- vangi tveggja genginna máttar- stoða Dýrafjarðar: Kaupfélags Dýrfirðinga og Sparisjóðs Þing- eyrarhrepps. Þeim störfum sinnti hann af auðmýkt og alúð; naut þess að sjá verkin ganga og var óragur við að tala fyrir framför- um. Ævikvöldsins naut Knútur í skjóli Guðmundar Grétars og Sigrúnar. Fylgdist áhugasamur með búskapnum sem blómgast hefur. Hafði nokkrar kindur sér til ánægju: Setti á sl. haust, færði ærbókina um fengitíð og fylgdist með fósturtalningu á dögunum. Þótt fótur þyngdist var hugurinn enn sá sami: Gladdist yfir öllu sem óx og greri. Naut þess að fá góða gesti, spyrja frétta, fræða og skemmta með frásögnum. Við einstaka umönnun Sigrúnar naut hann daganna og mat hana mik- ils. Við systkinin þökkum langa og þroskandi samfylgd og biðjum guð að blessa og geyma minningu góðs frænda. Bjarni, Gunnar, Guðmundur Grétar og Sigrún. Elsku Knútur frændi, við kveðjum þig með söknuði. Við systur dvöldum sumarlangt í sveitinni fyrir vestan þegar við vorum litlar, fyrst sú elsta og svo koll af kolli. Ýmsar minningar lifna við á svona stundum: Þegar heyi var troðið í poka inni í hlöðu til að bera í kýrnar. Alltaf var pokinn vel þéttur og jafn eða hvað sáturnar hans báru af á túninu – hærurnar féllu þétt og vel að þeim, ekki heyvisk fyrir ut- an hana. Þetta var mikil list. Það var alltaf gaman að fara með Knúti niður í fjárhús. Hann sagði frá hverri kind og hvar þær héldu sig eða hvaðan þær komu í leit- irnar. Alltaf var passað að þær hefðu nóg að eta og sérstaklega Mórurnar sem voru í miklu uppá- haldi. Kisu var klórað bak við eyr- að og hænurnar fengu sitt. Knútur var lengi mjólkurpóst- ur á Þingeyri og urðum við systur þess aðnjótandi að fá að vera sér- stakir aðstoðarmenn hans við að hella mjólkinni í brúsana, skilja rjómann frá eða fara í ferðir með honum. Alls staðar var tekið vel á móti mjólkurpóstinum. Heima í stofu eða við eldhús- borðið hafði hann frá mörgu að segja; frá lífinu í sveitinni, for- feðrum okkar, þegar hann vann sem kjötmatsmaður og hitti fjölda bænda, þegar hann fór í Rauða kross ferðirnar víða um land, til Grikklands og hringinn í kringum landið. Það var með ólík- indum hvað hann mundi úr þess- um ferðum. Rakti nánast bæina stóra og smáa eftir landsvæðum og gat tengt íbúana við einhverja þá atburði sem hann hafði upp- lifað eða heyrt sögur af. Aðdáun- arvert fyrir okkur sem munum vart hvað gerðist í gær, hvað þá í síðustu Reykjavíkurferð. Ef við áttum leið í verslun kom gjarna – „þið megið gjarnan kaupa smjörköku“, því það var hans uppáhald. Eitthvað nógu sætt og gott. SS-pylsur voru líka í miklum metum hjá honum sem kom sér ágætlega fyrir yngstu kynslóðina, en kom eldri kynslóð- unum mjög á óvart. Knútur var yndislegur, hugul- samur og gjafmildur frændi. Tók ávallt vel á móti okkur, fræddi okkur og hafði gaman að því að spjalla við fólk á öllum aldri, stóra sem smáa. Ein af síðustu minn- ingunum var spjall hans við yngstu frænku sína, þá sjöundu af dætrum systkinanna frá Kirkjubóli. Aldursmunurinn níu- tíu og fimm ár. Við kveðjum með ljóðlínum Guðmundar Inga Kristjánssonar þar sem við sjáum þig spjalla við hrútana; … Í hóp yðar stöðvast ég stundum og stend yður dálítið hjá. Ég hallast við bálkinn og horfi í hrútsaugun skynug og blá. Ég bökin og bringurnar spanna og blíðlega strýk yfir kinn. Þér heilsið með hornum og vörum. Hver hrútur er félagi minn. … Blessuð sé minning þín. Ásdís Helga, Þórunn Edda og Sólrún Halla. Knútur Bjarnason á Kirkju- bóli var einn af þeim mönnum sem eru trúir yfir litlu en honum voru einnig falin ábyrgðarmikil trúnaðarstörf í heimahéraði á lífsleiðinni. Hann var bóndi og átti allt sitt undir sól og regni og sjómennsku stundaði hann á yngri árum. Hann setti sinn glað- lega og fasta svip á heimilið á Kirkjubóli sem hefur brugðið birtu á mannlífið hér vestra svo lengi sem elstu menn muna. „Glaður og reifur skyli gumna hver unz sinn bíður bana.“ Þessi orð Hávamála áttu vel við Knút Bjarnason. Hann var hrókur alls fagnaðar allt fram á síðustu daga sína hér í heimi, félagslyndur maður, glaður og reifur, fylgdist gjörla með náunganum og kunni vel að segja frá. Húmor og létt- leiki einkenndu hann alla tíð. Og ekki hentaði það honum að tala öðruvísi en vel um náungann og er slíkt hygginna manna háttur. Það er merkilegt með þessa karla, gamla bændur og sjómenn. Það kemur þeim yfirleitt fátt á óvart. Þeir eru samgrónir landinu og sjónum á sinn hátt og vita ein- hvern veginn alltaf hvernig á að bregðast við ýmsum uppákom- um. Þess vegna eru þeir salt jarð- ar. En ef saltið dofnar, með hverju á þá að selta það? Álftamýri á norðurströnd Arn- arfjarðar var eitt mesta menning- arheimili á Vesturlandi á tímum höfðingjans Gísla Ásgeirssonar, sem þar bjó á fyrri helmingi 20. aldar. Jafnan kom blik í augu Knúts Bjarnasonar þegar minnst var á þann stað og samskiptin við Gísla, eiginkonu hans, Guðnýju Kristjánsdóttur, og annað heima- fólk. Þar var tekið á móti öllum sem stórhöfðingjum í mat og drykk. Í efnismiklu viðtali í Mannlífi og sögu fyrir vestan sagði Knútur m.a. svo: „Á Álftamýri var gömul kona sem Helga hét, Dagóbertsdóttir. Venjulega var manni boðið inn bakdyramegin eða stofumegin, sem kallað var. Eitt sinn fór ég þó eldhúsmegin. Þá sat þar á kistli fullorðin kona og heilsaði ég henni auðvitað og hún tók þétt og fast í höndina á mér, að mér fannst. Hafði sérstakan takt við það. Mér fannst einhvern veginn eins og hún myndi vera sú sem héldi eldinum lifandi og sæi um eldsneytið og þá jafnframt að bera út öskuna.“ Því er á þetta minnst hér, að það lýsir Knúti á Kirkjubóli vel. Honum var það ljóst að á einu heimili eru það margir þættir sem fylla út í myndina. Knúti varð stundum að orði þegar hann horfði yfir sviðið að lokum: „Það er mikið sem gengur á.“ Annar nafnkunnur Dýrfirð- ingur, ekki síður merkur á sinn hátt, sagði þegar ótrúlegt óhapp átti sér stað í flumbrugangi við sjávarsíðuna hér vestra: „Þeim væri nær að láta minna.“ Ætli þessi hógværu ummæli þeirra fé- laganna lýsi ekki í hnotskurn ansi stórum þætti í hinum heimatil- búna vanda íslensku þjóðarinn- ar? Hallgrímur Sveinsson. Horfinn er heims úr stóli höldur frá Kirkjubóli: vinfastur velsjáandi vandfundinn slíkur landi. Uppskar með auðnu snilli öðlingur þess á milli. Trúði á bændabýlin best færði orð í stílinn. Jörðin var ást hans og yndi örlög í sól og vindi. Allt sem að augað festi ók honum veganesti. Athöfn var öll til bóta allt sem hægt var að njóta. Samtök var sjálfs hans agi sigur og enginn bagi. Víst er nú skarð fyrir skildi skörungur heyja vildi, átök og allt til bóta aðrir svo fengju að njóta. Táknrænn er tímans straumur tálvon oft margra draumur víðsýni var hans saga vilji að bæta og laga. Nú er hann fallinn að foldu farinn og hulinn moldu. Minningar margar vakna mannvinar flestir sakna. Ský vekur skugga mörgum skín þó sól yfir hörgum. Lífið allt enda tekur örlögin lífið skekur. Hjartanlegar samúðarkveðjur sendi ég öllum ættingjum og vin- um. Ingólfur Þórarinsson. Knútur Bjarnason HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ást- kærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU GUÐFRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Lóu, áður Hvassaleiti 58, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar í Borgarnesi fyrir góða umönnun og hlýju. Guðmundur Haukur Sigursteinsson, Sigursteinn Sigursteinsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Guðfríður Sigursteinsdóttir, Brynhildur Sigursteinsdóttir, Snorri Hjaltason, ömmu-, langömmubörn og langalangömmubarn. ✝ Innilegt þakklæti til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu, móður, ömmu og langömmu, SVANDÍSAR NÖNNU PÉTURSDÓTTUR. Júlíus Gunnar Þorgeirsson, Þorbjörg Júlíusdóttir, Sigurfinnur Sigurfinnsson, Guðrún Júlíusdóttir, Valdimar Tómasson, Hafsteinn Júlíusson, Sigríður Jörundsdóttir, Pétur Júlíusson, Anna Ágústa Karlsdóttir, Ástríður Júlíusdóttir, Magnús Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MÁLFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Lækjarsmára 6, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir einstaka umönnun, aðhlynningu og hlýtt viðmót. Haukur Bjarnason, Róbert Jörgensen, Erla D. Lárusdóttir, Guðrún Hauksdóttir, Guðmundur Kristberg Helgason, Jón G. Hauksson, Helga Brynleifsdóttir, Guðríður Hauksdóttir, Kristjón L. Kristjánsson, Anna Rós Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur hluttekningu og samúð vegna fráfalls eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu, AUÐAR GARÐARSDÓTTUR, Bárugötu 35, Reykjavík, og heiðruðu minningu hennar. Sérstakar þakkir sendum við öllu starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir hlýlegt viðmót, umönnun og hjúkrun, sem sannlega var til fyrirmyndar. Jóhannes Bergsveinsson, börn og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra SVERRIS SIGURÐSSONAR fv. bónda á Ásmundarstöðum á Sléttu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á dvalarheimilinu Hlíf og öldrunardeild FSÍ, fyrir frábæra umönnun og hlýhug í hans garð. Sigurður Mar Óskarsson, Guðný Hólmgeirsdóttir, Gunnhildur Sigurðardóttir, Jakobína Sigurðardóttir, Eiríkur Eiríksson, Vilborg G. Sigurðardóttir, Óskar Árni Mar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.