Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA G.I.JOE:RETALIATION3D KL.5:40-8-10:20 G.I. JOE:RETALIATIONVIP KL.5:40-8-10:20 SIDEEFFECTS KL.8-10:30 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.5:50-8-10:10 JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.8-10:30 THECROODS ÍSLTAL3D KL.5:50 THECROODS ÍSLTAL KL.5:50 DEADMANDOWN KL.8-10:20 OZ:GREATANDPOWERFUL KL.5:20 KRINGLUNNI SIDEEFFECTS KL. 5:40 -8 -10:20 ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50-8-10:10 JACK THEGIANT SLAYER 3D KL. 10:40 OZ:GREATANDPOWERFUL 3D KL. 5:20 - 8 G.I. JOE:RETALIATION3DKL. 5:30 -8 -10:30 SIDEEFFECTS KL. 8 -10:20 ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50-8 JACKTHEGIANTSLAYER KL.3D:82D:10:10 DEADMANDOWN KL.10:30 OZ:GREATANDPOWERFUL 3DKL.5:30 THECROODS ÍSLTAL2D KL.5:50 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK G.I.JOE:RETALIATIONVIP KL.8 SIDEEFFECTS KL.10:20 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.8-10:10 AKUREYRI SIDEEFFECTS KL. 10:10 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL. 8 -10:10 JACKTHEGIANTSLAYER 3D KL.8 NICHOLAS HOULT - EWAN MCGREGOR STANLEY TUCCI - IAN MCSHANE 88/100 CHICAGO SUN-TIMES –R.R. FRÁBÆR ÍSLENSK GAMANMYND  H.S. - MBL FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! EIN FLOTTASTA SPENNUMYND ÁRSINS THE NEW YORK TIMES LOS ANGELES TIME WALL STREET JOURNAL TIME STÓRKOSTLEG ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 2D OG 3D NÝJASTA MYND STEVEN SODERBERGH Gott úrval af brauðum sem höndluð eru af alúð af meisturum okkar, tertur af öllum stærðum og gerðum, konfekt unnið úr frábærum hráefnum sem koma frá öllum heimshornum, kaffi, te, sultur, ostar, álegg, olíur og ýmislegt annað skemmtilegt fyrir alla sælkera. Handverksbak arí fyrir sælkera Fjöldi opnana og viðburða er á veg- um myndlistarhátíðarinnar Sequences nú um helgina. Í dag opnar Emily Wardill sýninguna Game Keepers Without Game í Kunstschlager kl. 15. Tvær sýn- ingar verða opnaðar í Kling & Bang kl. 17. Annars vegar er þar um að ræða sýningu Guido van der Werve er nefnist Nummer Veertien, home og hins vegar Kristleifs Björns- sonar er nefnist I Dońt Want to Know Your Name. Tova Mozard opnar sýninguna The Big Scene í SÍM-salnum kl. 19. Klukkutíma síð- ar, eða kl. 20, opnar Ragnheiður Gestsdóttir sýninguna Loco Motion í húsnæði Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Á sama stað munu Eygló Harðardóttir, Ríkharður H. Friðriksson og Magnús Logi Krist- insson flytja gjörninga sína milli kl. 21-22. Á morgun opnar Tumi Magnús- son sýninguna 4 Times to The Shop í Hverfisgalleríi kl. 15. Fiete Stolte opnar Temporary Scenery í Safni Ásgríms Jónssonar kl. 16. Auk þess sýna fimm listamenn verk sín á Hótel Holti frá kl. 17. Fjöldi viðburða á Sequences um helgina Eldfimt Úr verki Guido van der Werve sem sýnt er í Kling & Bang. tímaritið Ebert einn áhrifamesta hugsuð Bandaríkjanna sökum þess hversu margir landsmenn lásu gagnrýni hans. Dómar hans báru vitni um gott innsæi og mikinn húmor sem stundum jaðraði við kaldhæðni. Ebert hélt úti bloggsíðu með dómum sínum til dauðadags. Einn þekktasti kvikmyndagagnrýn- andi samtímans, Roger Ebert, er látinn, sjötugur að aldri. Banamein hans var krabbamein, en 2002 greindist Ebert með krabbamein í skjaldkirtli og þurfti sökum þessa að fjarlægja kjálka hans. Í desem- ber sl. var ljóst að krabbameinið hafði tekið sig upp aftur, en að þessu sinni í mjöðminni. Ebert hóf feril sinn sem kvik- myndagagnrýnandi hjá Sun-Times árið 1967 og varð fyrstur kvik- myndagagnrýnenda til að vinna hin virtu Pulitzer-verðlaun 1975. Sama ár hóf göngu sína sjón- varpsþáttur þar sem Ebert gagn- rýndi kvikmyndir í félagi við vin sinn Gene Siskel. Í þáttunum not- aðist Ebert við þumla sína til að tjá sjónrænt hrifningu eða vanþóknun sína á kvikmyndum. Þetta uppá- tæki varð helsta vörumerki Ebert. Árið 2007 útnefndi Forbes- Kvikmyndarýnirinn Roger Ebert látinn Rýnirinn Roger Ebert á kvik- myndahátíð í Toronto árið 2001. AFP Teiknimyndin The Croods ermikið augnayndi, persónurlitríkar og hraðinn mikill,jafnvel of mikill á köflum. Í myndinni segir af Croods-fjölskyld- unni, frummönnum sem búa í helli einum á forsögulegum tímum. Lík- lega eiga þeir að vera Neanderdals- menn, í það minnsta eru þeir heldur ófríðir á nútímamælikvarða. Fjöl- skyldufaðirinn leggur sig allan fram við að vernda fjölskylduna, eigin- konu og börn en er heldur í nöp við tengdamömmu sína, vildi helst að eitthvert forsögulegt skrímsli æti hana. Faðirinn brýnir fyrir fjöl- skyldunni að hættulegt sé að yfir- gefa hellinn, í honum eigi helst að dvelja öllum stundum, nema þegar afla þarf matar. Dóttir hans á tán- ingsaldri er ekki sátt við þessa reglu, gelgja mikil og uppreisnargjörn. Nótt eina berst ljós inn í hellinn og stúlkan laumast út, eltir ljósið og finnur táningspilt með logandi kynd- il. Pilturinn virðist öllu lengra kom- inn á þróunarbrautinni (Homo sapi- ens?), kann að kveikja eld, dulbúa sig og gengur í skinnskóm. Faðirinn eltir stúlkuna uppi og húðskammar hana fyrir að yfirgefa hellinn. Skömmu síðar verður mikill jarð- skjálfti, hellirinn lokast og þarf Croods-fjölskyldan þá að leggja land undir fót og halda á vit óvissunnar. Táningspilturinn fylgir nauðugur með og lærir fjölskyldan margt gagnlegt af honum á ævintýralegu en jafnframt lífshættulegu ferðalagi sínu. Höfundar The Croods virðast hafa stefnt að því að hafa sem mest- an hasar og hamagang í myndinni, það er nóg að gerast allan tímann. En skemmtilegust er myndin þó þegar hægir aðeins á og grín er gert að sýn frummannanna á heiminn. Má þar nefna ótta þeirra við eldinn og uppgötvun á skótaui sem frum- konurnar heillast að sjálfsögðu strax af. Slíkir brandarar höfða líklega meira til fullorðinna en barna og til að mæta þörfum barnanna eru bún- ar til hinar ýmsu furðuskepnur sem margar hverjar eru býsna skondnar. Einhverra hluta vegna er heimurinn á forsögulegum tímum svo litskrúð- ugur að halda mætti að kvikararnir hafi verið á einhvers konar ofskynj- unarlyfjum við litavalið. Þetta er lík- lega gert til að höfða enn frekar til barnanna, forðast allt sem talist get- ur raunsætt. En hvers vegna er frummannafjölskylda með ættar- nafn, Crood? Tóku Neanderdals- menn kannski fyrstir upp ættar- nöfn? Geta starfsmenn Vísinda- vefjarins svarað því? The Croods er vel unnin teikni- mynd, tæknilega séð, á heildina litið fín afþreying og skemmtileg. En sagan er heldur þunn og fyllt upp í götin með hasar og svo meiri hasar. Einu sinni, í gamla daga, var meira lagt í söguna og samtölin í teikni- myndum, reynt að bjóða börnunum upp á eitthvað fallegt og hugvekj- andi, jafnvel lærdómsríkt. Er sá tími liðinn? Reyndar leggur The Croods áherslu á mikilvægi þess að fólk standi saman. Það er eitthvað. Frummenn Það vantar ekki hasarinn og litagleðina í teiknimyndina The Croods. Hér sést fjölskyldan forsögulega. Hellisbúar hamast Sambíóin, Laugarásbíó, Há- skólabíó og Smárabíó The Croods bbbmn Leikstjórar: Kirk De Micco og Chris Sanders. Leikarar í íslenskri talsetn- ingu: Ingvar E. Sigurðsson, Þórunn Erna Clausen, Sigurður Þór Óskarsson, Mar- grét Vilhjálmsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Lísa Pálsdóttir, Birgitta Björk Baldvinsdóttir og Víðir Guðmundsson. Bandaríkin, 2013. 98 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.