Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 6. APRÍL 96. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 699 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Það er hreinlega allt reynt 2. Búið að bera kennsl á manninn 3. Fangi fannst látinn ... 4. Flokkurinn heitir Sturla Jónsson  Fjórða þáttaröð bandarísku sjón- varpsþáttanna Game of Thrones verður tekin upp hér á landi í sumar, líkt og þær tvær síðustu. Greint er frá þessu á vefnum News of Iceland og segir þar að framleiðendur þáttanna séu að skoða mögulega tökustaði hér á landi og hafi í huga að koma hingað að sumri til. Game of Thrones í þriðja sinn á Íslandi  Tónlistarmaður- inn síkáti, Eiríkur Fjalar, hefur sent frá sér plötu sem hefur að geyma öll þau lög sem gefin hafa verið út með honum. Plat- an ber titilinn The Very Best Off og hefur að geyma eitt áður óútgefið lag, túlkun Eiríks á hinu sígilda lagi Eyjólfs Kristjánssonar „Draumur um Nínu“ sem var framlag Íslands í Evr- óvisjón árið 1991. Öll lög Eiríks Fjalars komin út á plötu  Á sýningunni HönnunarHlemmur sem umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hélt á Hlemmi í mars sl. gátu gestir komið með til- lögur að framtíð biðstöðvarinnar. Miðstöð Strætós flyst á næstu árum frá Hlemmi yfir á Umferðar- miðstöðina við Hringbraut. Meðal hugmynda var að opnað yrði kaffihús eða markaður í húsinu og að sett yrðu fiskabúr í glerrými við innganga. Kaffihús, markaður eða fiskabúr? FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Heldur hægari og úrkomulítið á morgun. Frost 0 til 8 stig á N- og A-landi, annars hiti 0 til 5 stig SV-lands. Á sunnudag og mánudag Hæg breytileg átt og bjartviðri, en skýjað NV-til og stöku él. Frost 0 til 6 stig en hiti 0 til 4 stig með SV-ströndinni yfir daginn. Á þriðjudag Suðvestan 3-10 m/s og bjartviðri, vaxandi norðaustanátt á Vestfjörðum síð- degis og þykknar upp með snjókomu N- og NV-lands. Hiti um frostmark, 0 til 5 stig S-til. Stjarnan jafnaði metin gegn Snæfelli í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í gærkvöld með því að vinna annan leik liðanna, 90:86, í Ás- garði. Staðan er því 1:1 og þriðji leik- urinn fer fram í Stykkishólmi á mánu- dagskvöld. Justin Shouse var frábær í fyrri hálfleiknum með Stjörnunni og hann skoraði samtals 31 stig í leikn- um. »3 Stjarnan jafnaði metin gegn Snæfelli FH-ingar hyggjast tefla Ásdísi Sigurðardóttur fram gegn ÍBV í átta liða úrslitum Íslands- móts kvenna í hand- knattleik í dag, þrátt fyrir að hún hafi í gær verið úrskurðuð í eins leiks bann. FH-ingar telja að reglugerð HSÍ hafi verið brotin í mál- inu og una ekki niður- stöðunni. »2 FH hundsar úr- skurð aganefndar Ísland getur á morgun tryggt sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla. Íslendingar taka á móti Slóvenum í Laugardalshöllinni og sigur gulltryggir liðinu EM-sætið, enda þótt þá verði enn tveir leikir eft- ir í undankeppninni. Aron Krist- jánsson landsliðsþjálfari segir að laga þurfi varnar- leik liðsins frá fyrri leiknum í Slóveníu. »1 Ísland getur tryggt sér sæti á EM í handbolta Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Það er ekkert meira viðeigandi en að spila lagið „When I’m Sixty four“ með Bítlunum á Obladí Bítlabar með meiru á afmælisdaginn,“ segir Andr- ea Jónsdóttir, plötusnúður og rokk- ari, sem fagnar sextíu og fjögurra ára afmæli sínu á morgun. Hún hefur víst beðið lengi eftir þessum merkis- degi en lagið góða hefur lifað lengi með bítlakynslóðinni sem nálgast nú óðfluga sextíu og fjögur árin. „Þetta er eina afmælislagið sem ég veit um sem nefnir einhvern tiltekinn aldur, að minnsta kosti lag sem hefur orðið jafnfrægt og raun ber vitni,“ segir Andrea og hlakkar til að eyða afmælisdeginum í vinnunni þar sem lagið fær að hljóma. Besta vinnan um fimmtugt „Ég segi oft: Maður getur dottið niður á bestu vinnu í heimi um fimm- tugt,“ segir Andrea og kveðst vera lukkunnar pamfíll að vinna við áhugamálið. Hún starfar sem dag- skrárgerðarmaður á RÚV og þeytir skífum um helgar, m.a. á Dillon og Obladí, auk þess sem hún spilar í stöku veislum. Andrea vann lengi á Þjóðviljanum sem prófarkalesari og byrjaði þar að skrifa um tónlist. Fyr- ir tíu árum hafði hún atvinnu af því að starfa sem DJ, þó svo að hún hafi snemma mætt með plötuspilara í partí. „Ég er ekkert með eitthvert ákveðið „sett“ eins og þar stendur. Ég er bara hallærislegur DJ og spila lög sem fólkið í salnum vill heyra. Maður verður að gleyma nördinum í sér. Ég lít á það sem mitt hlutverk að skemmta fólki en ég spila þó aldrei neitt sem mér þykir leiðinlegt,“ segir Andrea og bætir við að oft vilji fólk heyra tiltekin lög þegar það er við skál og bresti þá gjarnan í söng. Henni þykir gaman að verða við því; sá ræður sem dans- ar eða að minnsta kosti sá sem er í stuði. „Ég er mjög heppin að hafa aldrei þjáðst af nostalgíu. Ég segi það ekki að ef ég set ákveðnar plötur á fóninn þá kalla þær fram skemmtilegar minningar en mig hefur aldrei langað neitt til baka. Mér finnst lífið alltaf mjög áhugavert og er spennt hvað gerist næst. Svo er ég ákveðin í því að ganga aftur ef það er hægt,“ segir Andrea og hlær, þá hyggst hún fylgj- ast með vinum og fjölskyldu. Sér þyki þó verst að henni hafi verið sagt að ekki sé hægt að grípa í taumana en hver veit? Spilar „When I’m Sixty four“  Andrea þeytir skífum á Bítla- barnum á 64 ára afmælisdaginn Morgunblaðið/Golli Afmælisbarnið „Ekkert eins viðeigandi og að spila lagið „When I’m Sixty four“ með Bítlunum á Obladí Bítlabar með meiru á afmælisdaginn,“ segir Andrea Jónsdóttir plötusnúður, sem verður sextíu og fjögurra ára á morgun. Lagið „When I’m Sixty-Four“ var samið árið 1967 af Bítlunum og kom fyrst á plötunni Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band. Paul McCartney og John Lennon eru skrifaðir fyrir laginu, þó er sá fyrr- nefndi sagður aðalsmiður þess og syngur það einnig. „Þetta er lag sem mikið var gert grín að á sínum tíma. Mörgum þótti lag- ið hallærislegt því hann samdi það fyrir pabba sinn,“ segir Andrea, en faðir McCartneys varð 64 ára árið sem þeir tóku upp plötuna. Lagið fjallar um ungan mann sem syngur til kærustu sinnar um hvernig þau eldast saman. Lagið er eitt af þeim fyrstu sem McCartney samdi en hann var einungis sextán ára gamall. Lag um föður McCartneys „WHEN I’M SIXTY-FOUR“ MEÐ BÍTLUNUM Paul McCartney
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.