Morgunblaðið - 12.04.2013, Síða 1

Morgunblaðið - 12.04.2013, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 1 2. A P R Í L 2 0 1 3  Stofnað 1913  84. tölublað  101. árgangur  FJÖLBREYTT EFNI UM STÓRA DAGINN Í 40 SÍÐNA BLAÐAUKA BRÚÐKAUP NÝ LEIKSKÁLD FÁ TÆKIFÆRI TIL AÐ BLÓMSTRA STUTTVERK FRUMSÝND 55 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Eins og þetta lítur út núna er það allt eins líklegt og í raun líklegra vegna þess að Sjálfstæðisflokk- urinn mælist með aðeins um 20% fylgi. Slíka niðurstöðu verður erfitt að túlka sem augljóst ákall um það sem þarf nákvæmlega núna sem er fleiri tækifæri, meiri ráðstöfunartekjur, lægri skattar og sátt um uppbyggingu á sem flestum sviðum,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurð hvort hún telji meiri líkur eða minni á að vinstristjórn verði mynduð eftir komandi alþingiskosningar 27. apríl. Spurð hvort meint óánægja með landsfund skýri fylgistap í könnunum rifjar Hanna Birna upp að sú þróun hafi hafist eftir Icesave-dóminn. Ofmat að landsfundur hafi breytt miklu „Ég held að menn ofmeti þátt landsfundar í þessum breytingum … Ég held að það sé ofmat að telja að það hafi breytt miklu, enda sjáum við ef við skoðum skoðanakannanir að stærsta fylgis- breytingin verður í kringum Icesave-dóminn í janúar. Þá hefst sú þróun að fylgið hefur verið að fara frá Sjálfstæðisflokknum yfir á Framsóknar- flokkinn,“ segir Hanna Birna sem kveðst aðspurð vilja vinna að því í gegnum skattaafslátt og sér- eignarsparnað að höfuðstóll lána lækki um 20% á næsta kjörtímabili. »22-23 Meiri líkur á vinstristjórn  Varaformaður Sjálfstæðisflokksins ræðir fylgistap í könnunum að undanförnu Morgunblaðið/Kristinn Varaformaður Hanna Birna Kristjánsdóttir.  Fjölmennt lið slökkviliðsmanna barðist við elda sem loguðu á þrem- ur stöðum í miðborg Björgvinjar í Noregi í gærkvöldi. Kona gaf sig fram við lögreglu en hún sagðist bera ábyrgð á eldsvoðanum. Eldurinn náði að breiða vel úr sér á tveimur stöðum; í kirkju sem til- heyrir safni og í gömlu timburhúsi. Þriðji eldurinn varð minniháttar. Stutt var á milli bygginganna þar sem eldarnir loguðu. Slökkviliðið hefur slökkt eldinn. Ekki er ljóst hversu mikið tjón hefur orðið. Mikil mildi þykir að enginn slasaðist. Slökkvistarf reyndist erfitt þar sem götur borgarinnar í þessum gamla hluta eru mjóar. Ljósmynd/Bergensavisen Björgvin Slökkviliðið að berjast við eldinn í gærkvöldi. Mikil hætta skapaðist. Brennuvargur gaf sig fram í Björgvin  Sigurður Lín- dal lagaprófess- or segir að ef verjendur geti sagt sig frá saka- málum með þeim afleiðingum að meðferð mál- anna frestist geti það auðveldlega hindrað fram- gang réttvísinnar. „Krafan um að lögmenn taki að sér verjendastörf yrði merkingarlaus ef menn gætu sagt sig frá málinu á hvaða tíma sem er. Það gengur bara ekki upp,“ segir Sigurður. Gestur Jónsson og Ragnar Hall, verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar, mættu ekki við upphaf aðal- meðferðar Al Thani-málsins í Hér- aðsdóm Reykjavíkur í gær og var aðalmeðferðinni því frestað. »19 Getur hindrað fram- gang réttvísinnar Sigurður Líndal  Þorsteinn Kári Bjarnason, yfir- maður Bókasafns Vestmannaeyja, telur mjög lík- legt að hægt sé að finna merki- leg gögn um sögu Íslands í skjalasafni Páfa- garðs. „Í skjala- safninu gætu verið leynileg gögn frá Íslandi sem send voru beint til páfa,“ segir Þorsteinn Kári. Hann er viss um að fengist fé til að senda íslenskan fræðimann til dvalar í Róm til að rannsaka málið myndi kaþólska kirkjan á Íslandi reyna að greiða götu hans. »4 Óþekkt gögn um Ísland í Páfagarði? Úr safni Páfagarðs. Kvenfélagskonur í Eyjafjarðarsveit eru þegar farnar að undirbúa árlega handverkshátíð, sem verður á Hrafnagili í ágúst. Í fyrra skreyttu þær traktor með prjónlesi en prjóna nú flíkur á þrjár kýr á bænum Hvassafelli; Kotasælu, Önnubellu og Kollu. Kýrnar munu spígspora á hátíðinni í sumar og voru látnar máta klæðin í fjósinu í gær. Konurnar voru stoltar af verkinu og unga fólk- inu fannst bæði klæðin og kýrnar spennandi. Konur í Eyjafjarðarsveit byrjaðar að undirbúa handverkshátíðina í ágúst Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kýrnar á Hvassafelli í sparifötin Skúli Hansen Rúnar Pálmason „Við eigum örugglega eftir að skoða þetta og hvað liggur þarna að baki. Við lítum það auðvitað alvarlegum augum að færast úr appelsínugulum yfir í rauðan,“ segir Dagbjört S. Bjarnadóttir, oddviti sveitarstjórnar Skútustaðahrepps, spurð út í skýrslu Umhverfisstofnunar þar sem Mý- vatn er flokkað undir rauð svæði, þ.e. svæði sem eiga á hættu að tapa verndargildi sínu eða hafa tapað því að hluta til. Að sögn Dagbjartar hefur sveitar- stjórnin ekki haft aðstöðu til þess að skoða málið. Hún bendir á að sveitarstjórnin hafi fundað í fyrra- dag og að málið hefði eflaust verið rætt þar ef menn hefðu vitað af því. Hins vegar hafi skýrslan ekki verið birt á netinu fyrr en eftir að Morgun- blaðið greindi frá henni í gær. Erfitt að spá um áhrif Grunnvatn við norðanvert Mývatn er talsvert mengað af næringarefn- um sem koma fyrst og fremst frá byggðinni, að sögn Árna Einarsson- ar, lífrræðings og forstöðumanns Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn. Þá segir hann erfitt að segja til um áhrif aukins styrks nær- ingarefna. „Það er þó erfitt og nán- ast ómögulegt að spá um áhrifin. Þetta er bara eitthvað sem menn gera ekki lengur,“ segir Árni. Litið alvarlegum augum  Grunnvatn við norðanvert Mývatn talsvert mengað af næringarefnum að sögn líffræðings  Sveitarstjórnin frétti af skýrslu Umhverfisstofnunar í fjölmiðlum MMikið álag á Mývatn og Laxá »6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.