Morgunblaðið - 12.04.2013, Page 2

Morgunblaðið - 12.04.2013, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Ég er ánægð með hvernig þær hafa tekið á þess- um málum. Það var gott hversu fljótt var brugð- ist við og í raun- inni er gott að þetta mál kom í umræðuna því þetta er gríðar- lega mikilvæg áminning um hversu mikið sam- félagið hefur breyst í umfjöllun um þessi mál,“ segir sr. Guðbjörg Jó- hannesdóttir, formaður Prestafélags Íslands, um viðbrögð biskups og vígslubiskupsins á Hólum í máli séra Sighvats Karlssonar, sóknarprests á Húsavík, en Guðný Jóna Kristjáns- dóttir sagði í Kastljósi í vikunni að Sighvatur hefði „ýjað“ að því að hún ætti að draga nauðgunarkæru til baka. Guðbjörg sagði að það hefði komið skýrt fram í máli Solveigar Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskups á Hólum, að séra Sighvati hefði orðið á mistök og engu væri við það að bæta. Í næstu viku verður haldin árleg prestastefna sem er fundur biskups með prestum. Þar verður skerpt á verkferlum við sálgæslu. „Hjá fag- stéttum sem vinna við sálgæslu þarf alltaf að skerpa á og minna á fagleg vinnubrögð og hvar fagleg mörk liggja,“ segir Guðbjörg. thorunn@mbl.is Brugðist hratt og vel við  Þörf áminning um breytt samfélag Guðbjörg Jóhannesdóttir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gert er ráð fyrir að beinagrind af steypireyði, sem rak á land á Skaga sumarið 2010, verði hluti af nátt- úruminjasýningu í Perlunni, vilji hönnuðir sýningarinnar fá grindina. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, sagði að beinagrindin væri nú geymd á Keflavíkurflugvelli þar sem húsnæði var leigt til þriggja ára. Hann sagði það vera gríð- arlega mikið verk að setja beina- grindina saman og að það yrði ekki gert nema til langs tíma. Hægt væri að koma flestum beinunum inn í Perluna nema hauskúpunni. Gera verður sérstakar ráðstafanir til að koma henni þar inn. Ýmsir hafa lýst áhuga á að fá beinagrindina, m.a. Hvalasafnið á Húsavík, en þar þyrfti að byggja yf- ir beinagrindina. Þorvaldur Þór Björnsson, starfs- maður Náttúrufræðistofnunar, hef- ur unnið að hreinsun beinanna og viðgerð. Það er mikið verk. Mikil fita var í beinunum og hún getur lengi smitað út úr þeim. Einn hryggjarliður getur vegið 50-60 kg og rifbeinin eru allt að þriggja metra löng. Hann sagði beinagrindina vera 25 metra langa og verði bægslin látin standa út verði mesta breidd grindarinnar um átta metrar. Eigi að vera hægt að ganga í kringum beinagrindina mun hún þurfa um 200 fermetra gólfpláss. Annar möguleiki er að hengja beina- grindina upp. Auk þess þarf að gera ráð fyrir upplýsingaskiltum o.fl. í kringum beinagrindina. Risahvalur á leiðinni í Perluna?  25 metra beinagrind af steypireyði gæti orðið hluti af náttúruminjasýningu Morgunblaðið/Ómar Steypireyður Þorvaldur Þór Björnsson hefur hreinsað beinin og lagfært. Það er gríðarmikil vinna enda voru beinin mettuð af fitu sem soðin var úr. Jens Hjartarson var í gær dæmdur til átta ára fangelsisvistar af Hér- aðsdómi Reykjaness fyrir nauðgun, grófar líkamsárásir auk nokkurra fíkniefna- og umferðarlagabrota. Þá var honum gert að greiða rúmar þrjár milljónir í miskabætur sem og allan málskostnað. Jafnframt var Jens sviptur ökuréttindum ævilangt en hann er 33 ára gamall. Í janúar var gefin út ákæra á hendur Jens fyrir að hafa nauðgað konu á heimili hennar, en hann neyddi konuna með ofbeldi til samræðis og endaþarms- maka. Þá var hann einnig ákærður fyrir þrjár grófar líkamsárásir og fyrir fíkniefnalagabrot, umferðar- lagabrot, húsbrot og gripdeild. Átta ára fangelsisvist Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Gallinn í öryggisloftpúðum er litinn alvarlegum augum. Tilkynningar verða sendar til fólks með ábyrgðar- pósti,“ segir Loftur Ágústsson, mark- aðsstjóri bílaumboðsins BL. Umboðið þarf að innkalla 154 Nissan-bíla, ár- gerð 2000-2003, sem reyndust með gallaða öryggisloftpúða. Innkalla þarf um allan heim um 3,4 milljónir japanskra bíla sem fram- leiddir voru á árunum 2000-2004. Ástæðan er galli í öryggisloftpúðum frá framleiðandanum Takata. Gallinn reyndist vera gas, sem gæti lekið þeg- ar öryggispúðinn springur og valdið brunahættu. Hér á landi þarf að innkalla nærri 1.000 bíla. Verður bíleigendum gert viðvart þegar verksmiðjunúmer bílanna hafa borist hingað til lands. Toyota þarf að innkalla um 700 bíla af gerðinni Avensis, Yaris og Corolla sem framleiddir voru á árunum 2000- 2004. „Það er ekki þar með sagt að allar Corollur séu með gallaða öryggis- púða. Við erum að finna út úr því hvaða bíla við köllum inn og það ætti að liggja fyrir á næstu dögum. Við hvetjum fólk til að hafa samband ef spurningar vakna,“ segir Páll Þor- steinsson, upplýsingafulltrúi Toyota. Brimborg þarf að kalla inn bíla af teg- undinni Mazda, en ekki lá fyrir hve marga bíla. Honda innkallar 73 bíla af tegund- unum CRV, Civic, Stream og Jazz, ár- gerð 2001-2004. Þúsund bílar innkallaðir  Gallaðir öryggisloftpúðar í 3,4 milljónum japanskra bíla  Gas lekur þegar þeir springa og veldur bruna  Litið alvarlegum augum  Toyota innkallar 700 bíla Morgunblaðið/Ómar Bílar Um þúsund bílar innkallaðir. Innkallaðar tegundir » 154 Nissan-bílar, árgerð 2000-2003; Almera, Navara, Pathfinder, X-Trail, Patrol, Terr- ano og Double Cap. » Um 700 Toyotur, árgerð 2000-2004; Avensis, Yaris og Corolla. » 73 Hondur, árg. 2001-2004; CRV, Civic, Stream og Jazz. Þegar vel viðrar er fátt heilsusamlegra en göngutúr um hverfið sitt. Reyndar hefur hitastigið ekki verið hátt á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga og því betra að klæða sig vel, eins og þessi hjón gerðu sem voru á göngu eftir Nönnugötu þegar ljósmyndari átti leið um Þingholtin í gær. Ekki fylgir hins vegar sögunni hvað varð um eiganda göngugrindarinnar fyrir aftan þau, og ekki að sjá að þau þurfi á slíku stoðtæki að halda. Morgunblaðið/Kristinn Á heilsubótargöngu um Þingholtin Samkvæmt nýrri könnun Capa- cent Gallup fyrir RÚV mælist Framsóknar- flokkurinn með 29% fylgi og Sjálfstæðisflokkur fengi 22% at- kvæða ef kosið yrði nú. Samfylk- ingin fengi 12%, sem er minnsta fylgi flokksins í 15 ár. Björt framtíð fengi 10%, VG 7,3% og Píratar tæp 7%. Aðrir flokkar næðu ekki inn þingmönnum. Könnun Gallup var gerð dagana 2.-10. apríl sl., eða á svipuðum tíma og könnun Fé- lagsvísindastofnunar fyrir Morg- unblaðið, sem sýndi Framsókn með rétt um 31% fylgi og Sjálfstæðis- flokkinn með tæp 19%. Miðað við fyrri kannanir beggja aðila er fylgi Framsóknar á uppleið en á niður- leið hjá Sjálfstæðisflokknum. Framsókn með 29% og Sjálfstæðisflokk- ur 22% hjá Gallup

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.