Morgunblaðið - 12.04.2013, Side 5

Morgunblaðið - 12.04.2013, Side 5
Verðbil og útboðsgengi Allir hlutir í útboðinu verða seldir á sama útboðsgengi sem liggja mun á verðbilinu 17,75-20,10 krónur á hvern hlut í TM. Að áskriftartímabilinu loknu mun stjórn Stoða hf. ákveða útboðsgengi sem verður það sama til allra sem taka þátt í útboðinu. Stjórn seljandamun ákvarða útboðsgengi út frá eftirspurn í útboðinu. Söluandvirði útboðsins getur numið á bilinu 3,9-4,4 milljarðar króna. Markaðs- virði alls hlutafjár í TMmiðað við fyrrgreint verðbil er á bilinu 13,5-15,3 milljarðar króna. Fyrirkomulag útboðs Útboðið er tvískipt og skiptist í tilboðsbók og áskriftarhluta. Í tilboðsbók eru til sölu 145.700.000 hlutir eða sem nemur 19,2% af útgefnum hlutum í TM. Í áskriftarhluta eru til sölu 72.850.000 hlutir eða sem nemur 9,6% af útgefnum hlutum í TM. Þátttaka í útboðinu er skuldbindandi fyrir fjárfesta. 1. Tilboðsbók – áskriftir að lágmarki 50.000.000 króna að kaupverði Í tilboðsbók skila fjárfestar áskrift sinni til umsjónar- og söluaðila á áskriftar- tímabilinu á sérstöku áskriftarformi sem nálgast má hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans eða Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. Fjárfestum er heimilt að skipta heildaráskrift sinni í minni undirtilboð ámismunandi verði. Fyrir- tækjaráðgjöf Landsbankans tekur við áskriftareyðublöðum fyrir hönd um- sjónar- og söluaðila. 2. Áskriftahluti – áskriftir á bilinu 100.000-49.999.999 krónur að kaupverði Fjárfestar skrá áskriftir sínar á áskriftarvef Landsbankans, sem opinn verður á áskriftartímabilinu, www.landsbankinn.is/tmutbod. Til að skrá áskriftir sínar verða fjárfestar að hafa aðgang að netbanka, sem getur verið hvaða íslenski viðskiptabanki sem er sem býður upp á netbanka. Fjárfestar geta skilyrt áskrift sína við það að útboðsgengi fari ekki umfram ákveðið hámarksverð á hlut. Ef fjárfestir tilgreinir ekkert hámarksverð í áskrift sinni skoðast áskriftin sem gerð á útboðsgengi. Úthlutun og skerðing áskrifta Áskriftir undir útboðsgengi verða ekki samþykktar og aðilar sem bjóða verð undir útboðsgengi eða tilgreina hámarksverð sem er undir útboðsgengi fá ekki úthlutað hlutum í útboðinu. Áskriftir í tilboðsbók sem eru á og yfir útboðsgengi verða samþykktar. Ef um- frameftirspurn verður í þessum hluta útboðsins verða áskriftir í tilboðsbók skertar hlutfallslega, með tilliti til heildartilboðsfjárhæðar tilboðsgjafa sem buðu á og yfir útboðsgengi að teknu tilliti til tilboðsgengis þeirra. Áskriftir í áskriftarhluta sem eru á útboðsgengi og hámarksgengi yfir útboðs- gengi verða samþykktar. Verði umframáskrift í þessum hluta útboðsins verða áskriftir ekki skertar niður fyrir 100.000 krónur að kaupverði. Leitast verður við að skerða ekki áskriftir sem eru allt að 500.000 krónur að kaupverði. Að öðru leyti verður skerðing hlutfallsleg. Seljandi áskilur sér rétt til þess að breyta þeim fjölda hluta sem eru boðnir til sölu í hvorum hluta útboðsins fyrir sig og til þess að hafna áskriftum að heild eða í hluta án frekari rökstuðnings. Gjalddagi og afhending Greiðsluseðlar verða sendir í netbanka áskrifenda. Gjalddagi og eindagi greiðsluseðla er 3. maí 2013. Afhending hluta fer eingöngu fram gegn greiðslu áskriftarloforða og fer hún fram 7. maí 2013. Afhendingmun auk þess aðeins fara fram hafi Kauphöllin samþykkt að taka hluti í TM til viðskipta. Fyrsti dagur viðskipta í Kauphöll Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadagmeð hluti í TMmeð eins við- skiptadags fyrirvara. Fyrsti dagur viðskipta getur í fyrsta lagi orðið 8. maí 2013. Umsjónar- og söluaðilar útboðs og töku hlutabréfanna til viðskipta Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík, sími 410 4000, tmutbod@landsbankinn.is Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík, sími 440 4000. Ráðgjafar Landsbankans veita upplýsingar um áskriftarhluta útboðs- ins í síma 410 4040, tölvupóstur: fjarmalaradgjof@landsbankinn.is, frá kl. 9:00-20:00 þann 22. og 23. apríl og fram til loka útboðsins kl. 16:00 þann 24. apríl 2013. Birting lýsingar Tryggingamiðstöðin hf. Í tengslum við hlutafjárútboð í Tryggingamiðstöðinni hf. (TM) og umsókn um töku allra hlutabréfa í TM til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQOMX Iceland hf. (Kauphöllin), hefur TM birt lýsingu sem dagsett er 11. apríl 2013. Lýsingunamá nálgast rafrænt á vefsíðu TM, www.tm.is/tm/fjarfestar næstu 12 mánuði og útprentuð eintök má nálgast í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24 í Reykjavík. Áður en fjár- festar taka ákvörðun um fjárfestingu í hlutum í TM eru þeir hvattir til þess að kynna sér allar upplýsingar sem lýsingin hefur að geyma, þ.á m. skilmála útboðsins og umfjöllun um áhættu sem þar kemur fram. Hlutafjárútboð 22., 23. og 24. apríl 2013 Hlutafjárútboð í TM hefst kl. 10:00 þann 22. apríl 2013 og lýkur kl. 16:00 þann 24. apríl 2013. Í útboðinu hyggjast Stoðir hf. selja 218.550.000 áður útgefna hluti í TM, sem samsvarar 28,7% af útgefnum hlutum í TM. Útboðið er markaðssett á Íslandi. Skilyrði fyrir þátttöku í útboðinu eru að þátttakendur hafi íslenska kennitölu og séu fjárráða. Markmið seljandameð útboðinu er m.a. að TM uppfylli skráningarskilyrði Aðalmarkaðar Kauphallarinnar m.t.t. dreifingar hlutafjár. Reykjavík, 12. apríl 2013

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.