Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 6
Ástand friðlýstra svæða 2012 Loftmyndir ehf. Rauð svæði: Appelsínugul svæði: Rauðlituð svæði eru í verulegri hættu að tapa verndargildi sínu eða hafa tapað því að hluta til. Appelsínugul svæði eru í hættu á að tapa verndargildi sínu og þarfnast aðgerða til að snúa þeirri þróun við Dyrhólaey Friðland að Fjallabaki Geysir Grábrókargígar Helgustaða- náma Reykjanes- fólkvangur Laugarás Verndarsvæði Mývatns og Laxár Gullfoss Hveravellir Surtarbrandsgil Teigarhorn Eldborg í Bláfjölum Fossvogsbakkar Háubakkar Rauðhólar Geitland Kringilsárrani Skútustaðagígar Skógafoss BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „Vistkerfi Mývatns og Laxár er und- ir miklu álagi og sífellt eru fleiri álagsþættir að bætast við,“ segir Árni Einarsson, líffræðingur og for- stöðumaður Náttúrurannsókna- stöðvarinnar við Mývatn. Vistkerfið sé stórt og í sjálfu sér sé lítið hægt að grípa inn í það. „En við höfum lagt mesta áherslu á í okkar ráðgjöf að menn raski ekki undirstöðum líf- ríkins með því að menga grunn- vatnið – sem er stórmál – og raski ekki botni vatnsins heldur. En það er náttúrlega búið að raska botn- inum og við sitjum uppi með þann skaða,“ segir hann. Hér vísar Árni í kísilgúrvinnslu á botninum sem var hætt árið 2004 en hann segir að sýnt hafi verið fram á að sveiflur í lífríkinu hafi dýpkað af hennar völdum. Meðal þeirra breytinga sem hafa orðið á lífríki vatnsins á undan- förnum árum er að kúluskítur, sem er eitt vaxtarform grænþörungs og afar fágætt á heimsvísu, er á hröðu undanhaldi. Þar sem áður voru millj- ónir af kúlum eru nú nokkur þúsund. Teppi grænþörunga sem var einnig á botninum er sömuleiðis að hverfa. Þá hefur silungsveiði snarminnkað. Mælanleg og talsverð mengun Umhverfisstofnun nefnir fjórar ástæður fyrir því að Mývatn og Laxá eru færð á rauðan lista; virkjana- áform, röskun á vatnsgæðum, und- anhald kúluskíts og mikinn fjölda ferðamanna. Árni segir að grunnvatn við norðanvert Mývatn sé talsvert mengað af næringarefnum sem komi fyrst og fremst frá byggðinni. Frárennslið fari í rotþrær en frá þeim berist næringarefni út í vatnið. „Þetta er mælanleg mengun og hún er talsverð,“ segir hann. Erfitt sé að segja til um áhrif aukins styrks næringarefna. Þó sé ljóst að veltan í lífríkinu aukist, hjólin fari að snúast hraðar og það hafi yfirleitt neikvæð áhrif á vötn sem séu næringarrík fyrir. „Það er þó erfitt og nánast ómögulegt að spá um áhrifin. Einfaldara er að gera ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir mengunina.“ Árni segir að Bjarnarflagsvirkjun sé áhyggjuefni vegna þess að vinnslan muni leiða til þess að jarðhitasvæðið kólni sem leiði til minna kísilstreymis til Mý- vatns. Nú berist um 10 tonn af kísli í vatnið á dag frá jarðhitasvæðinu í Bjarnarflagi. Líkt og með styrk næringarefna sé ekki hægt að segja til um áhrif minni kísils á lífríkið. „En við vitum að kísillinn er einn af undirstöðuþáttunum í lífríki Mý- vatns og ræður miklu um hvernig líf- ríkið birtist okkur og hvernig fram- leiðsluferlarnir eru,“ segir hann. Meta þurfi áhrif virkjunarinnar á kísilstreymi til vatnsins en það hafi ekki verið gert í umhverfismati Bjarnarflagsvirkjunar fyrir tíu ár- um. Ástæða sé til að endurskoða um- hverfismatið. „Við eigum ekki að gera neitt sem breytir efnasamsetningu vatnsins sem rennur í Mývatn,“ segir hann. Stórmál að menga grunnvatnið  Sífellt meira álag á vistkerfi Mývatns og Laxár  Sitja uppi með skaða af kísilgúrvinnslu  Meta þarf áhrif Bjarnarflagsvirkjunar á kísilstraum  Næringarefni berast úr rotþróm út í vatnið 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Stefán Ingvi Her- mannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Austurhafnar, lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. apríl síðast- liðinn, 77 ára að aldri. Stefán fæddist á Ak- ureyri 28. desember 1935, sonur hjónanna Þórhildar Steingríms- dóttur og Hermanns Stefánssonar. Hann var stúdent frá MA 1955, lauk fyrrihluta- prófi í verkfræði frá HÍ 1958 og lauk síðan prófi í verkfræði frá Danmarks Tekniske Højskole 1961. Að loknu námi starfaði Stefán sem verkfræðingur hjá Chr. Östenfeld og Jönsson í Kaupmannahöfn 1961-63, hjá sjóher Bandaríkjanna á Kefla- víkurflugvelli 1963-64 og hjá gatna- og holræsadeild Reykjavíkurborgar 1964-66. Hann var deildarverkfræð- ingur við malbikunarstöð, grjótnám og pípugerð Reykjavíkurborgar á árunum 1966-77 og forstöðumaður árin 1977-91. Kennari við Tækniskóla Íslands á árunum 1969-78, for- stöðumaður bygg- ingadeildar borgar- verkfræðings árin 1981-84, aðstoðarborg- arverkfræðingur 1984- 92, borgarverkfræð- ingur 1992-2003 og framkvæmdastjóri Austurhafnar 2003- 2012. Hann sat auk þess í ýmsum starfs- hópum og verk- efnastjórnum, s.s. um byggingu Ráðhúss Reykjavíkur 1987-92. Stefán var sæmdur gullmerki Verkfræðingafélags Íslands 2002 og riddarakrossi hinnar íslensku fálka- orðu árið 2012. Eftirlifandi kona hans er Sigríður Jónsdóttir. Börn þeirra eru Jón Hallur Stefánsson (f. 1959), Þórhild- ur Stefánsdóttir (f. 1965, d. 1975) og Hermann Stefánsson (f. 1968). Útför Stefáns verður gerð frá Bú- staðakirkju föstudaginn 19. apríl. Andlát Stefán Hermannsson Nokkrir samverkandi þættir hafa valdið því að ferðamönnum að Mývatni hefur fjölgað mjög í vetur, að mati Stefáns Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Jarðbaðanna í Mývatnssveit. Meðal skýringa á fjölguninni er að Icelandair-hótel hefur verið opnað á Akureyri og gestum í dagsferðum út frá Akureyri fjölgað mjög í kjölfarið, m.a. í Norðurljósaferðir á vegum Saga Travel. Þá hafi Jarðböðin spurst afar vel út, t.d. á hinum vinsæla vef Trip ad- visor en þar gefa gestir ferðamannastöðum, hótelum og fleiru einkunn og umsögn. Um 93.000 manns fóru ofan í Jarðböðin í fyrra og gert er ráð fyrir að fjöldinn verði meiri en 100.000 á þessu ári. Í janúar voru gestir 36% fleiri en á sama tíma í fyrra, 46% fleiri komu í febrúar og 67% í mars. Eingöngu er um að ræða fjölgun erlendra gesta. Stefán samsinnir því að e.t.v. sé fullhógvært að gera aðeins ráð fyrir að gestum fjölgi upp fyrir 100.000. Markaðurinn sé þó viðkvæmur og lítið þurfi til að setja hann úr skorðum.. „Við teljum bara upp úr kötlunum þegar árið er búið,“ segir Stefán. Talið upp úr kötlunum í árslok NOKKRIR SAMVERKANDI ÞÆTTIR JUKU STRAUMINN Árni Einarsson Umhverfisstofnun gaf í gær út lista yfir ástand friðlýstra svæða en þau voru alls 109 í lok árs 2012. Á rauða listanum eru svæði sem eru undir miklu álagi sem bregðast þarf við strax. Á appelsínugulum lista eru svæði sem voru undir töluverðu álagi og fylgjast þarf vel með og bregðast við eftir atvikum. Í skýrslu Umhverfisstofnunar kemur fram að nokkur þeirra svæða sem voru á rauðum lista árið 2010 hafa færst yfir á app- elsínugulan lista vegna aðgerða sem gripið var til á svæðinu. Það á við um Dyrhólaey, Grábrók- argíga, Gullfoss og Surtarbrands- gíg. Tvö svæði sem voru á appels- ínugulum lista færðust yfir á rauðan lista en það eru vernd- arsvæði Mývatns og Laxár og Laugarás. Fjögur ný svæði hafa bæst við appelsínugula listann; Skútu- staðagígar, Skógafoss, Háubakk- ar og Rauðhólar. Dynjandi og Hraunfoss duttu út af listanum. Önnur svæði eru óbreytt á milli ára. Sex svæði á rauðu, 14 á appelsínugulu Fjögur svæði í Reykjavík lenda á listum Umhverfisstofnunar. Laug- arás fer á rauðan lista og Rauðhól- ar, Fossvogsbakkar og Háubakkar eru á appelsínugulum lista. Í Laugarási er jökulrispað berg og er svæðið dæmi um ísaldar- minjar. Í umsögn um svæðið segir að lúpína og annar garðagróður hafi að mestu leyti kæft þær jökul- myndanir sem er að finna. Uppræta þurfi framandi gróður. Fjögur svæði í Reykjavík á lista Rauðhólar Eru á appelsínugulum lista. Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að ástand frárennslismála við Mývatn sé í mun betra horfi en áður. Margt hafi verið gert og alls ekki megi skilja umfjöllun um Mývatn í nýrri skýrslu stofnunarinnar um ástand friðlýstra svæða sem svo að þar sé allt í ólestri. Í lögum um verndun Mývatns og Laxár séu gerð- ar stífari kröfur um meðhöndlun á frárennsli frá íbúðarhúsum og fyr- irtækjum heldur en víðast annars staðar. Nú þurfi að fylgja þeim kvöð- um eftir. Ein af ástæðunum sem nefndar eru fyrir því að verndarsvæði Mý- vatns og Laxár er sett á rauðan lista er að mikill ferða- mannastraumur setji aukið álag á svæði, bæði vegna frá- veitu – ferðamenn þurfa víst líka að fara á salernið – og vegna ágangs á náttúruverndarsvæði. Árið 2011 komu 42% erlendra ferðamanna að Mývatni, 238.000 manns, skv. könnun Ferðamálaráðs. Skútustaðagígar við Mývatn eru í fyrsta sinn settir á appelsínugulan lista vegna mikillar og sívaxandi umferð- ar ferðamanna sem heimsæki nú gígana allt árið um kring. Þar skorti á skipulag. Dimmuborgir og Hverfjall hafa líka látið á sjá þótt ekki séu þau á listanum. - Mývatn, Dimmuborgir og Skútustaðagígar njóta verndar og Umhverfisstofnun er ábyrgðaraðilinn. Hefur stofnunin sofið á verðinum? Ólafur segir að til standi að ráðast í úrbætur. Í sumar verði m.a. reist salerni við Hverfjall og stígar betr- umbættir. Við Skútustaðagíga hafi verið reynt að halda í horfinu en nú þurfi að grípa til róttækari aðgerða. Vissu- lega megi segja að þetta hefði átt að gerast fyrr. „En það er sama gamla sagan, fjármagnið var ekki til,“ segir Ólafur. Ferðamannastraumurinn hafi aukist hratt og umferð að vetri aldrei verið eins mikil og nú. Skemmdir geti myndast hratt við slíkar aðstæður. En við höfum mestar áhyggjur af lífríki Mývatns og mun meiri áhyggj- ur en af aukinni umferð ferðamanna,“ segir hann. Ekki útilokað að loka þurfi svæðum Í frétt Morgunblaðsins í gær sagði ranglega í undir- fyrisögn að svæðum yrði líklega lokað. Hið rétta er að það er ekki útilokað, eins og kom fram í fréttinni. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ólafur segir að það gæti tímabundið þurft að loka ein- staka göngustígum, líkt og víðar sé gert á vorin. Mun meiri áhyggjur af lífríki Mývatns en ágangi ferðafólks  Straumurinn eykst hratt  Stífari reglur en víðast Ólafur A. Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.