Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Humarhúsið 101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303 Þegar njóta á kvöldsins... Ragnar Árnason, prófessor íhagfræði, skrifaði grein um þróun efnahagsmála og skatt- heimtu í Morgunblaðið í gær. Hann benti á að kreppan sem hófst árið 2008 hefði reynst miklu langvinnari en reiknað hefði verið með. Samkvæmt áætlunum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórn- valda hefði henni átt að vera lokið árið 2012, en svo hefði ekki verið og hagvaxtar- horfur á komandi árum væru slakar.    Ástæðurnar fyrir þessum dap-urlega árangri sagði Ragnar öðru fremur röð mistaka í efna- hagsstjórninni sem ekki hefðu verið fyrirsjáanlegar: „Ein þess- ara mistaka eru hinar miklu skattahækkanir. Skattahækk- anirnar hafa dregið úr framtaki, fjárfestingum og einkaneyslu sem eru hefðbundnir aflvakar hag- vaxtar.“    Og hann benti á hvernig þessarskattahækkanir hefðu stuðlað að skuldavanda heimilanna með a.m.k. þrennum hætti: „Í fyrsta lagi lækka þær beinlínis ráðstöf- unartekjur flestra heimila. Í öðru lagi hafa þær framlengt kreppuna og lækkað þannig raunlaun heim- ilanna umfram það sem að öðrum kosti hefði orðið. Í þriðja lagi hef- ur framlenging kreppunnar og hið dauðyflislega ástand í hag- kerfinu haldið fasteignaverði lengur niðri en efni stóðu til.“    Eins og sjá má af skrifumRagnars Árnasonar er lækk- un skatta lykilatriði í að leysa skuldavandann og lyfta lífskjörum almennings. Þess vegna sætir furðu hve lítil áhersla hefur verið lögð á skattamál í kosningabarátt- unni. Ragnar Árnason Röð mistaka í efnahagsstjórninni STAKSTEINAR Veður víða um heim 11.4., kl. 18.00 Reykjavík -2 heiðskírt Bolungarvík -5 skýjað Akureyri -5 skýjað Kirkjubæjarkl. -2 léttskýjað Vestmannaeyjar -2 snjókoma Nuuk 7 heiðskírt Þórshöfn 3 heiðskírt Ósló 3 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 léttskýjað Stokkhólmur 2 léttskýjað Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 5 skýjað Brussel 8 léttskýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 7 léttskýjað London 8 léttskýjað París 10 skýjað Amsterdam 10 heiðskírt Hamborg 7 skýjað Berlín 7 heiðskírt Vín 9 skýjað Moskva 6 heiðskírt Algarve 17 léttskýjað Madríd 15 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 12 skýjað Winnipeg -7 skýjað Montreal 5 alskýjað New York 15 heiðskírt Chicago 15 skýjað Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:06 20:53 ÍSAFJÖRÐUR 6:02 21:05 SIGLUFJÖRÐUR 5:45 20:49 DJÚPIVOGUR 5:33 20:24 Ekki eru taldar miklar líkur á að kuldakastið sem nú gengur yfir landið hafi mikil áhrif á trjávöxt. Hretið hefur hins vegar gefið mönnum tilefni til að rifja upp hið snarpa vorhret sem gekk yfir landið fyrir nákvæmlega hálfri öld og þar er skógræktarfólk ekki undanskilið. Á heimasíðu Skógræktarinnar rifjar Þröstur Eysteinsson upp tjónið sem þá varð í skógum lands- ins, og segir að hluti af vandanum hafi verið að bæði febrúar og mars höfðu verið mjög hlýir, flestar trjá- tegundir verið búnar að missa frostþol og sumar byrjaðar að vaxa. Alaskaaspir í Múlakoti í Fljóts- hlíð, þær elstu á landinu, kól niður í rót, en þær voru þá komnar í ellefu metra hæð. Þá voru einnig hafnar fyrstu tilraunir með skjólbelti í lág- sveitum sunnanlands og þar not- aður þingvíðir. Hann kól einnig nið- ur í rót. Skemmdir urðu einnig miklar á hvítgreni, blágreni, brodd- greni, fjallaþin og síberíulerki á Suðurlandi og Austfjörðum. Harkaleg viðbrögð Þröstur segir meðal annars: „Af- leiðingar aprílhretsins voru mjög miklar fyrir skógrækt á Íslandi, ekki síst af því að viðbrögð manna voru í raun harkalegri en hretið sjálft. Menn hættu alveg að nota þingvíði og mjög dró úr gróðursetn- ingu sitkagrenis. Reyndar dró mjög úr gróðursetningu í heild, þ.e. úr 1,5 milljónum plantna árlega í um 0,5 milljónir, en einnig má þar kenna furulúsinni um sem þá var að ganga af skógarfurunni dauðri. Gróðursetning jókst ekki á ný fyrr en tæpum 30 árum seinna. Álíka langur tími leið þar til farið var að nota alaskaösp í skógrækt, þótt garðeigendur hafi verið mun fljótari að taka hana í sátt. Jákvæð útkoma aprílhretsins var að meiri áhersla var lögð rannsóknir og fjór- um árum seinna var rannsóknastöð Skógræktar ríkisins reist á Mó- gilsá. Nú eru liðin 50 ár og e.t.v. við hæfi að leggja mat á afleiðingar hretsins. Það er ljóst að afleiðing- arnar fyrir trén sjálf voru ekki eins alvarlegar til lengri tíma litið og leit út í fyrstu. Aspirnar endurnýjuðu sig með teinungi og eru þær í Múla- koti nú meðal hæstu trjáa landsins. Sitkagreniskógar sem gengu í gegnum hretið eru nú að skila tug- um milljóna króna árlega í tekjur af sölu grisjunarviðar. Aðrar tegundir náðu sér einnig á strik. Myndar- legir skógar vaxa nú á stöðunum sem urðu verst úti í hretinu, t.d. að Skógum undir Eyjafjöllum. Fólk missti sjálfstraustið Verstu afleiðingar hretsins voru þær að skógræktarfólk missti sjálfstraustið. Í stað þess að halda áfram að gróðursetja af krafti hik- uðu menn við og það í tæp 30 ár. Ný kynslóð skógræktarfólks þurfti í raun að koma til áður en hægt var að hefjast handa á ný. Helsti lærdómur sem draga má af aprílhretinu 1963 er að skógar þola svona áföll betur en fólk. Því á skógræktarfólk ekki að missa móð- inn þó á móti blási,“ skrifar Þröst- ur. aij@mbl.is Ljósmynd/Þröstur Myndarlegur skógur Aspir í Múla- koti endurnýjuðu sig með teinungi og eru meðal hæstu trjáa landsins. „Skógar þola svona áföll betur en fólk“  Vorhretið 1963 hafði mikil áhrif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.