Morgunblaðið - 12.04.2013, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.04.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Humarhúsið 101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303 Þegar njóta á kvöldsins... Ragnar Árnason, prófessor íhagfræði, skrifaði grein um þróun efnahagsmála og skatt- heimtu í Morgunblaðið í gær. Hann benti á að kreppan sem hófst árið 2008 hefði reynst miklu langvinnari en reiknað hefði verið með. Samkvæmt áætlunum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórn- valda hefði henni átt að vera lokið árið 2012, en svo hefði ekki verið og hagvaxtar- horfur á komandi árum væru slakar.    Ástæðurnar fyrir þessum dap-urlega árangri sagði Ragnar öðru fremur röð mistaka í efna- hagsstjórninni sem ekki hefðu verið fyrirsjáanlegar: „Ein þess- ara mistaka eru hinar miklu skattahækkanir. Skattahækk- anirnar hafa dregið úr framtaki, fjárfestingum og einkaneyslu sem eru hefðbundnir aflvakar hag- vaxtar.“    Og hann benti á hvernig þessarskattahækkanir hefðu stuðlað að skuldavanda heimilanna með a.m.k. þrennum hætti: „Í fyrsta lagi lækka þær beinlínis ráðstöf- unartekjur flestra heimila. Í öðru lagi hafa þær framlengt kreppuna og lækkað þannig raunlaun heim- ilanna umfram það sem að öðrum kosti hefði orðið. Í þriðja lagi hef- ur framlenging kreppunnar og hið dauðyflislega ástand í hag- kerfinu haldið fasteignaverði lengur niðri en efni stóðu til.“    Eins og sjá má af skrifumRagnars Árnasonar er lækk- un skatta lykilatriði í að leysa skuldavandann og lyfta lífskjörum almennings. Þess vegna sætir furðu hve lítil áhersla hefur verið lögð á skattamál í kosningabarátt- unni. Ragnar Árnason Röð mistaka í efnahagsstjórninni STAKSTEINAR Veður víða um heim 11.4., kl. 18.00 Reykjavík -2 heiðskírt Bolungarvík -5 skýjað Akureyri -5 skýjað Kirkjubæjarkl. -2 léttskýjað Vestmannaeyjar -2 snjókoma Nuuk 7 heiðskírt Þórshöfn 3 heiðskírt Ósló 3 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 léttskýjað Stokkhólmur 2 léttskýjað Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 5 skýjað Brussel 8 léttskýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 7 léttskýjað London 8 léttskýjað París 10 skýjað Amsterdam 10 heiðskírt Hamborg 7 skýjað Berlín 7 heiðskírt Vín 9 skýjað Moskva 6 heiðskírt Algarve 17 léttskýjað Madríd 15 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 12 skýjað Winnipeg -7 skýjað Montreal 5 alskýjað New York 15 heiðskírt Chicago 15 skýjað Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:06 20:53 ÍSAFJÖRÐUR 6:02 21:05 SIGLUFJÖRÐUR 5:45 20:49 DJÚPIVOGUR 5:33 20:24 Ekki eru taldar miklar líkur á að kuldakastið sem nú gengur yfir landið hafi mikil áhrif á trjávöxt. Hretið hefur hins vegar gefið mönnum tilefni til að rifja upp hið snarpa vorhret sem gekk yfir landið fyrir nákvæmlega hálfri öld og þar er skógræktarfólk ekki undanskilið. Á heimasíðu Skógræktarinnar rifjar Þröstur Eysteinsson upp tjónið sem þá varð í skógum lands- ins, og segir að hluti af vandanum hafi verið að bæði febrúar og mars höfðu verið mjög hlýir, flestar trjá- tegundir verið búnar að missa frostþol og sumar byrjaðar að vaxa. Alaskaaspir í Múlakoti í Fljóts- hlíð, þær elstu á landinu, kól niður í rót, en þær voru þá komnar í ellefu metra hæð. Þá voru einnig hafnar fyrstu tilraunir með skjólbelti í lág- sveitum sunnanlands og þar not- aður þingvíðir. Hann kól einnig nið- ur í rót. Skemmdir urðu einnig miklar á hvítgreni, blágreni, brodd- greni, fjallaþin og síberíulerki á Suðurlandi og Austfjörðum. Harkaleg viðbrögð Þröstur segir meðal annars: „Af- leiðingar aprílhretsins voru mjög miklar fyrir skógrækt á Íslandi, ekki síst af því að viðbrögð manna voru í raun harkalegri en hretið sjálft. Menn hættu alveg að nota þingvíði og mjög dró úr gróðursetn- ingu sitkagrenis. Reyndar dró mjög úr gróðursetningu í heild, þ.e. úr 1,5 milljónum plantna árlega í um 0,5 milljónir, en einnig má þar kenna furulúsinni um sem þá var að ganga af skógarfurunni dauðri. Gróðursetning jókst ekki á ný fyrr en tæpum 30 árum seinna. Álíka langur tími leið þar til farið var að nota alaskaösp í skógrækt, þótt garðeigendur hafi verið mun fljótari að taka hana í sátt. Jákvæð útkoma aprílhretsins var að meiri áhersla var lögð rannsóknir og fjór- um árum seinna var rannsóknastöð Skógræktar ríkisins reist á Mó- gilsá. Nú eru liðin 50 ár og e.t.v. við hæfi að leggja mat á afleiðingar hretsins. Það er ljóst að afleiðing- arnar fyrir trén sjálf voru ekki eins alvarlegar til lengri tíma litið og leit út í fyrstu. Aspirnar endurnýjuðu sig með teinungi og eru þær í Múla- koti nú meðal hæstu trjáa landsins. Sitkagreniskógar sem gengu í gegnum hretið eru nú að skila tug- um milljóna króna árlega í tekjur af sölu grisjunarviðar. Aðrar tegundir náðu sér einnig á strik. Myndar- legir skógar vaxa nú á stöðunum sem urðu verst úti í hretinu, t.d. að Skógum undir Eyjafjöllum. Fólk missti sjálfstraustið Verstu afleiðingar hretsins voru þær að skógræktarfólk missti sjálfstraustið. Í stað þess að halda áfram að gróðursetja af krafti hik- uðu menn við og það í tæp 30 ár. Ný kynslóð skógræktarfólks þurfti í raun að koma til áður en hægt var að hefjast handa á ný. Helsti lærdómur sem draga má af aprílhretinu 1963 er að skógar þola svona áföll betur en fólk. Því á skógræktarfólk ekki að missa móð- inn þó á móti blási,“ skrifar Þröst- ur. aij@mbl.is Ljósmynd/Þröstur Myndarlegur skógur Aspir í Múla- koti endurnýjuðu sig með teinungi og eru meðal hæstu trjáa landsins. „Skógar þola svona áföll betur en fólk“  Vorhretið 1963 hafði mikil áhrif

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.