Morgunblaðið - 12.04.2013, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 12.04.2013, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Ómar Sprell Daníel Kristinn uppsker hlátrasköll þegar hann rekur augun í fyndna mynd í tískutímaritinu Vogue. Nemendur vinna nú hörðum höndum að útskriftarverkefni sínu sem samanstendur af myndatökum og tískusýningu. Öll skipulagning sýningarinnar er í höndum nem- enda, allt frá því að fá lánaðan fatn- að yfir í að kaupa veitingar. Eru nemendur þakklátir verslunum Gyllta Kettinum, Noland, Jack & Jones og skor.is sem hafa verið þeim hliðhollar og lánað bæði fatnað og skó. Þema sýningarinnar er „street style“ í bland við skæra liti sem verða vinsælir í sumar og hefur óvenjuleg litagleði sýningarinnar vakið lukku innan skólans. Út fyrir þægindasviðið En skyldi vera eins að stílisera stelpur og stráka? „Finnst fannst mér aðeins meiri áskorun að stílisera stráka. Ég var snögg að sjá stelpufötin fyrir mér en þurfti að íhuga aðeins betur í hvaða verslun ég ætti að fara fyrir strákana,“ Anna Dóra. „Mér finnst ekki vera neinn munur á því að stílisera stráka eða stelpur,“ segir Daníel Kristinn og þau sammælast öll um að nemendur verði að vera meðvitaðir um að fara út fyrir eigið þægindasvið. Mik- ilvægt sé að velja fatnað sem hæfi hverjum og einum og því verði að breyta út af eigin stíl. Þau sækja helst innblástur í bækur og blöð og eru hrifin af því hvernig tískan er að þróast hér- lendis. Fjölbreytnin sé smám saman að aukast og sé fólk farið að kaupa meira notað og blanda saman við annað. „Margir eru líka farnir að hanna sitt eigið og sauma heima, ég geri það t.d. og sauma mér oft föt sjálfur,“ segir Daníel Kristinn. Tískusýningin fer fram í húsa- kynnum skólans í Ármúla á morgun, laugardaginn 13. apríl, og verður húsið opnað klukkan 17. Mátun Föt og skartgripir þurfa að sitja rétt þannig að allt líti vel út. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Vorinu verður fagnað með Freyjudegi fyrir konur á öllum aldri á Eyr- arbakka á morgun, laugardaginn 13. apríl. Lögð verður áhersla á að ná í kven- kraftana hið innra og í boði verður hugleiðsla, jóga, trancendans, gönguferð og hugleiðsla á strönd- inni, listsköpun, hollur hádegisverður og eftirmiðdagskaffi/te og með því. Freyjudagurinn hefst kl. 10 og stendur til kl. 17 og gefst hér tilvalið tækifæri fyrir mæðgur að eiga nota- legan og endurnærandi dag saman. Það eru mæðgurnar Unnur og Arn- dís sem standa að deginum en Unnur er m.a. jógakennari, blómadropa- þerapisti og spákona en Arndís Sveina listakona, nuddari, heilari og trancendanskennari. Skráning og nánari upplýsingar í síma 696-5867 eða á uni@uni.is. Freyjudagur við hafið Mæðgur Arndís og Unnur. Hugleiðsla og listsköpun  Anna Dóra Valsdóttir hefur ætíð haft áhuga á tísku og öllu því sem henni tengist. Hún lærði gullsmíði í Danmörku og hyggur á frekara nám sem stílisti erlendis í framtíðinni.  Sigurbjörg Auðunsdóttir er mikil áhugakona um tísku. Henni fannst spennandi við námið að kynnast samspilinu á mili stílista, ljósmyndara og förðunarfræðinga auk þess að kynnast fólki með sömu áhugamál.  Anna Kvaran hefur alltaf mikinn áhuga á tísku og alltaf langað í svona nám en ekki gefist tækifæri sem þetta. Sá kjörið tækifæri til að kynnast ljósmyndurum og förðunarfræðingum sem starfa saman.  Emilía Alexandersdóttir á tískuáhugann sameiginlegan með félögum sínum. Hún lærði áður fatahönnun og segist með náminu aðallega hafa viljað kynnast fólki með sömu áhugmál. Hún segir í léttum dúr að gott sé að umgangast fólk sem nenni að tala stanslaust um föt og skó.  Daníel Kristinn Pétursson er eini strákurinn í hópnum og jafnframt yngsti nemandinn en hann er enn í grunnskóla. Auk þess að hafa áhuga á tísku teiknar Daníel Kristinn líka mikið og saumar eigin föt. Brennandi áhugi á tísku VIÐMÆLENDUR Sumir segja að tvær þjóðirbúi í þessu landi, lands-byggðapakkið og miðbæj-arrotturnar. Í einni af ótal „rök“ræðum sem ég las um yfirburði sveitar yfir borg eða öfugt sá ég um- mæli sem stungu mig svolítið og sátu í mér. Þar var á ferð kona ein sem sagði með öllu óskiljanlegt að fólk vildi búa í miðborg Reykjavíkur því þar væri ekkert nema mengun og skrílslæti og því óábyrgt eða beinlínis skaðlegt að búa þar með börn. Sjálf fyllti hún hóp þeirra sem gætu alls ekki hugsað sér að búa neins staðar annars staðar en ein- mitt þar sem þau fæddust. Ég hef sjálf ekki búið svo mjög víða, en þó í einum af nágrannabæj- um Reykjavíkur, í litlu þorpi á Norð- urlandi sem og í 3,6 milljóna borg í annarri heimsálfu, auk þess sem for- eldrar mínir búa í sveit á Suðurlandi þar sem ég dvel gjarnan. Núna bý ég í hjarta miðborgarinnar, á hinu sögulega Skólavörðuholti. Á öllum þessum stöðum hefur mér liðið vel og fannst ég á réttum stað á réttum tíma í lífi mínu hverju sinni. En þar sem þessari ágætu konu finnst óskiljanlegt að heilbrigð manneskja vilji búa þar sem ég bý, þá finnst mér ekki nema sjálfsagt að útskýra það í örfáum orðum. Þannig er nefnilega að eins mikið og ég kann að meta einveru, sem ég sæki m.a. uppi á hálendinu á hverju sumri, þá elska ég líka mannlífið. Fólk er skemmti- legt og þegar ég fer t.d. á veit- ingastað vil ég hafa það í kringum mig og virða það fyrir mér. Það geri ég líka oft því í götunni minni og næstu götum er fjöldi veitingastaða. Við götuna mína eru líka tvö lista- söfn og einstakur höggmyndagarður sem er opinn allan sólarhringinn. Þar sit ég stundum á heitum sum- ardögum, les í bók og fylgist með leikskólabörnum í vettvangsferð og ferðamönnum í skoðunarferð. Í göt- unni minni er nefnilega bæði gisti- heimili og dagheimili og tveir leik- skólar í næstu götum. Í götunni minni er líka fiskbúð, þar sem oft er mikið kjaftað, við enda hennar er bakarí og tvær kjörbúðir í næstu götum. Alla þessa þjónustu get ég sótt gangandi á innan við 5 mín- útum. Gatan mín er friðsæl og örugg, þar er einstefna með 30 km hraða þannig að bílaumferð er bæði lítil og hæg. Helstu umhverf- ishljóðin í götunni minni stafa frá kirkjuklukkum og börnum að leik. Gatan mín er líka gróin, þar eru allt að 100 ára gömul hús og jafnvel enn eldri tré með laufblöðum á stærð við barnshöfuð. Gat- an mín í miðborg Reykjavíkur er yndisleg og þar, eins og svo víða, er frábært að búa. »Eins mikið og ég kannað meta einveru, sem ég sæki m.a. uppi á hálend- inu á hverju sumri, þá elska ég líka mannlífið. Fólk er skemmtilegt. HeimurUnu Una Sig- hvatsdóttir una@mbl.is Gróttuviti Tilvalinn útsýnisstaður í góðu veðri. Meirapróf Næsta námskeið hefst 17. apríl 2013 Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737 PRO•STAMINUS P R E N T U N .IS Fæst í apótekum, heilsubúðum og Fjarðarkaup Þarftu að pissa oft á nóttunni? Öflugt efni fyrir karlmenn 50+ Einfalt - 2 töflur á dag www.gengurvel.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.