Morgunblaðið - 12.04.2013, Síða 14

Morgunblaðið - 12.04.2013, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Trjáklippingar Trjáfellingar Stubbatæting Vandvirk og snögg þjónusta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Verði niðurstaða alþingiskosning- anna 27. apríl næstkomandi í sam- ræmi við skoðanakönnun sem Fé- lagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir Morgunblaðið 2.-8. apríl sl. munu 30 nýir þingmenn taka sæti á Alþingi í vor eða 47,6% þingmanna. Það yrði mesta endurnýjun á þingi sem sögur fara af. Eftir alþingiskosningarnar 25. apríl 2009 tóku 27 nýir þingmenn sæti á Alþingi. Á þingi sitja 63 þing- menn og því voru nýliðar 42,9% þing- heims fyrir fjórum árum. Þá var end- urnýjunin sú mesta sem orðið hafði í þingsögunni. Fara þurfti aftur til kosninganna 1991 til að finna næst- mestu endurnýjunina en þá settust 25 nýir þingmenn á þing eða 39,7%. Eftir þingkosningarnar 12. maí 2007 settust 24 nýir þingmenn á Alþingi. Fari sem horfir nú, samkvæmt skoð- anakönnunum, er ljóst að þorri þing- manna á næsta þingi mun eiga til- tölulega skamma þingreynslu að baki. Minnsta endurnýjunin á Alþingi á síðari tímum varð fyrir réttri hálfri öld, árið 1963, þegar níu nýliðar sett- ust á þing að loknum kosningum. Þingmenn voru þá 60 talsins og end- urnýjunin því 15% það árið. Endur- nýjun þingmanna á árunum 1934- 2009 var að meðaltali 28,2%, sam- kvæmt Handbók Alþingis 2009. Þrjár konur viku af þingi Í kosningunum 2009 voru kjörnir 36 karlar og 27 konur til setu á Al- þingi. Konur höfðu aldrei verið fleiri á þingi en þá eða 42,9% þingmanna. Þær Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir hurfu af þingi á kjörtímabilinu og karlar tóku sæti í þeirra stað. Samkvæmt niður- stöðu fyrrgreindrar skoðanakönnun- ar myndu 37 karlar og 26 konur taka sæti á þingi yrðu úrslit kosninga samkvæmt könnuninni. Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forsætisráðherra, var fæddur 29. desember 1910. Hann var fyrst kjör- inn á þing árið 1934, þá 23 ára og 177 daga gamall og er hann yngstur kjörinna alþingismanna. Hann var síðast kosinn í alþingiskosningunum 2.-3. desember 1979, og vantaði þá 26 daga upp á að vera orðinn 69 ára. Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, leiðir lista Regnbogans í NV- kjördæmi. Hann er fæddur 26. des- ember 1943 og verður því 69 ára og 121 dags gamall á kjördegi. Nái hann kjöri verður hann því elstur þeirra sem kjörnir verða nú. Næst honum að aldri í hópi frambjóðenda er Sig- rún Magnúsdóttir, sem skipar 2. sæti framsóknarmanna í Reykjavík- urkjördæmi norður. Hún er fædd 15. júní 1944. Níu dögum yngri er Pétur H. Blöndal, sem skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkur- kjördæmi suður. Mesta endurnýjun í sögu Alþingis?  Nýliðar voru 42,9% þingheims fyrir fjórum árum Morgunblaðið/Ómar Setning Alþingis 1. október 2009 Kannanir benda til þess að margir muni hverfa af þingi og nýir koma í staðinn. Aldraðir þingmenn » Á 20. öld voru þrír þing- menn kjörnir á þing eftir að þeir voru orðnir sjötugir. » Þeir voru Ingvar Pálmason, kosinn 1946, Páll Zóphónías- son, kosinn 1959 og Ólafur Thors sem var kosinn 1963. » Pétur Ottesen á að baki lengstu setu á Alþingi, 42 ár og tæpa 8 mánuði. Hann var síð- ast kjörinn 1956 og var þá tæp- lega 68 ára gamall. „Maður getur aldrei sagt til um úrslit kosninga fyrirfram. Það er eitt af því sem gerir þetta svo spennandi,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún skipar 2. sætið á lista Fram- sóknarflokksins í Reykjavík- urkjördæmi norður. Samkvæmt skoðanakönnun Félagsvís- indastofnunar HÍ fyrir Morg- unblaðið fengi flokkurinn þrjá menn í kjördæminu. En átti Sigrún von á þeim mikla meðbyr sem Framsóknarflokk- urinn nýtur nú í skoðanakönnunum þegar hún gaf kost á sér í 2. sætið? Hún sagðist hafa boðið sig fram af tveimur ástæðum. Ekki síst þeirri að henni þótti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður leiða flokkinn með svo skemmti- legum hætti að hana langaði að vera með. En hver var hin ástæðan? „Í fyrra voru allir aldraðir hvatt- ir til að vera virkir. Er það ekki að vera virkur að taka þátt í sam- félagsumræðunni og nöldra ekki bara heima í eldhúsi,“ spurði Sig- rún. Hún verður 69 ára hinn 15. júní næstkomandi. Sigrún byrjaði sín stjórn- málaafskipti vestur á Bíldudal árið 1970 þegar hún bauð sig fram í sveitarstjórn Suðurfjarðahrepps. Hún var síðar í borgarstjórn Reykjavíkur í 20 ár og vann því lengi að sveitarstjórnarmálum. Sigrún bauð sig fyrst fram til Al- þingis 1978 og aftur 1979 og varð þá varaþingmaður. Hún settist á þing sem varaþingmaður Ólafs heitins Jóhannessonar bæði 1980 og 1982. „Það er kannski merkilegt að láta líða rúm 30 ár á milli þess sem maður fer í framboð til Alþing- is,“ sagði Sigrún. Eftir að hún hætti í borgarmálunum lærði hún þjóð- fræði við Háskóla Íslands. Þar lærði hún ýmislegt um þjóðtrúna. „Kjördagurinn er sá 27. og þver- summan af því er níu. Nían er mögnuð tala og á slíkum kjördegi getur allt gerst,“ sagði Sigrún. „Á slíkum kjördegi getur allt gerst“ Sigrún Magnúsdóttir „Ég bjóst alltaf við því að okkur myndi ganga töluvert vel ef okkur tækist að ná skilaboðunum um skuldaleið- réttinguna og verðtrygginguna í gegn,“ sagði Sigurjón Nor- berg Kjærnested vélaverkfræðingur. Hann skipar 4. sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fé- lagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið er það ávísun á þing- sæti. Hann var formaður Sambands ungra framsóknarmanna 2010- 2011 og gat sem slíkur verið áheyrnarfulltrúi með tillögurétt á þingflokksfundum framsóknar- manna. Sigurjón benti á að fylgi sveifl- aðist og enginn vissi hvernig kosn- ingabaráttan endaði. Hann kvaðst hafa verið ákveðinn í að gefa allan sinn frítíma í kosningabaráttuna. Í gær var hann að tala við kjósendur í Firðinum í Hafnarfirði. „Það er aðkallandi fyrir fólk á mínum aldri að verðtryggingin verði afnumin,“ sagði Sigurjón sem er 28 ára gamall. En hvað hefur hann fram að færa? „Ég er vélaverkfræðingur og starfa mikið í orku- og iðnaðar- málum. Ég tel að ég hafi ýmislegt fram að færa í atvinnu- og orku- málum,“ sagði Sigurjón. „Ég hef einnig barist lengi fyrir málefnum ungs fólks, til dæmis varðandi af- nám verðtryggingar. Ég vona að við fáum nógu mikið fylgi til þess að koma í gegn þessum aðgerðum, að afnema verðtrygginguna og leiðrétta skuldir heimilanna. Það er það sem skiptir máli.“ Sigurjón taldi niðurstöður skoðanakannana benda til þess að kjósendur teldu mikilvægt að gripið yrði til þessara aðgerða. „Ein skoðanakönnun sýndi að 20% ungs fólks hugsuðu sér að kjósa Framsóknarflokkinn, sem er mikill viðsnúningur. Við höfum oft átt erfitt uppdráttar meðal unga fólksins. Ég tel að þetta sýni að unga fólkið sé að pæla í afnámi verðtryggingarinnar,“ sagði Sig- urjón. gudni@mbl.is Allur frítíminn fer í kosningabaráttuna Sigurjón Norberg Kjærnested Átján stjórn- málasamtök hafa fengið úthlut- aðan listabók- staf. Frestur til að skila inn framboðum til alþingiskosninga 27. apríl nk. rennur út fyrir hádegi í dag. Stjórnmálasamtök gátu sent ósk til innanríkisráðu- neytisins um að fá úthlutaðan sér- stakan listabókstaf fyrir 9. apríl sl. Ráðuneytið birti í gær skrá yfir listabókstafi stjórnmálasamtak- anna sem buðu fram lista í síðustu alþingiskosningum ásamt bók- stöfum þeirra sem bjóða nú fram. Listarnir sem um ræðir eru: A- listi, B-listi, C-listi, D-listi, F-listi, G-listi, H-listi, I-listi, J-listi, K-listi, L-listi, M-listi, P-listi, R-listi, S- listi, T-listi, V-listi, Þ-listi. Lands- byggðarflokkurinn fékk úthlut- aðan listabókstafinn M, af innan- ríkisráðuneytinu í gær. Frestur framboða rennur út í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.