Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is „Það er ljóst að dómurinn á ekki ann- an kost en að leysa þessa tvo verj- endur frá starfanum, þrátt fyrir synj- un. Þeir eru leystir frá verjenda- störfum.“ Þetta sagði Pétur Guðgeirsson, dómsformaður í Al- Thani-málinu svonefnda þar sem ákært er fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í starfsemi Kaupþings banka. Aðalmeðferð átti að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorg- un en sökum þess að tveir verjendur af fjórum gengu úr skaftinu hefur málinu verið frestað um ótilgreindan tíma. Hefst aðalmeðferðin því líklega ekki fyrr en næsta haust. Sitt sýnist hverjum um þá ákvörð- un Gests Jónssonar og Ragnar H. Hall, verjenda Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaup- þings, og Ólafs Ólafssonar, sem var stór hluthafi í bankanum, að segja sig frá verjendastörfum. Einnig eru í málinu ákærðir Hreiðar Már Sig- urðsson, fyrrverandi forstjóri Kaup- þings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg. Lögmennirnir báru við að máls- meðferðin færi í bága við lög og sak- borningar nytu því ekki réttlátrar málsmeðferðar. Og þrátt fyrir að dómsformaður hefði hafnað kröfu þeirra um að segja sig frá málinu ákváðu lögmennirnir að mæta ekki við upphaf aðalmeðferðarinnar. Því átti dómurinn ekki annan kost en að leysa þá frá verjendastörfum og skipa þeim Sigurði og Ólafi nýja verj- endur, þá Ólaf Eiríksson og Þórólf Jónsson. Lögmenn og sérfræðingar í réttar- fari vildu fæstir tjá sig um málið í samtali við blaðamann og alls ekki undir nafni. Helst var það þannig að þeir sem gagnrýndu ákvörðun Gests og Ragnars vildu ekki koma fram undir nafni. Meðal annars var sagt að þetta kæmi sakborningum illa, lög- mennirnir færu gegn skyldum sínum og að þetta kæmi illa út fyrir lög- mannastéttina. Einnig að þetta kynni að skapa fordæmi, þó aðrir tækju fram að þeir hefðu ekki trú á því að nokkrir aðrir myndu gera þetta aftur. Einn þeirra sem voru tilbúnir að tjá sig um málið undir nafni var Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti við Há- skóla Íslands. Hann sagðist telja eðli- legt að fram fari málefnaleg umræða um þau atriði sem liggja að baki ákvörðun lögmannanna, enda séu mikilvæg mannréttindasjónarmið þar undir. „Þetta eru reyndir og góð- ir lögmenn og þekkja málið mun bet- ur en þeir lögmenn sem hafa verið að gagnrýna ákvörðun þeirra. Þeir eru það reyndir í faginu að þeir fara ekki út í svona aðgerð nema þeir telji það þjóna hagsmunum umbjóðenda sinna. Hlutverk lögmanna er m.a. að efla rétt og að hrinda órétti en ekki að standa í einhverri vinsældakosningu úti í samfélaginu.“ „Dómurinn á ekki annan kost“  Verjendur tveggja sakborninga í Al-Thani-málinu voru í gær leystir frá störfum og nýir skipaðir  Aðalmeðferðinni var því næst frestað í ótilgreindan tíma svo nýir verjendur geti kynnt sér gögnin Morgunblaðið/Ómar Mættir Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, sem voru æðstu stjórnendur Kaupþings banka, voru mættir við það sem átti að vera upphaf aðalmeðferðar vegna ákæru á hendur þeim um markaðsmisnotkun og umboðssvik. Talar út Ólafur Ólafsson ræddi við fjölmiðla eftir að málinu var frestað og greindi meðal annars frá því að rangur sími var hleraður við rannsóknina. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 „Hann var mjög sjokkeraður að heyra þetta og mun leita réttar síns,“ segir Ólafur Ólafsson, einn ákærðu í Al-Thani-málinu, en hann komst að því þegar hann ætlaði að hlusta á upp- tökur sérstaks saksóknara á símtölum hans, að heimasími hans í Sviss var ekki hleraður heldur farsími karlmanns á Ak- ureyri, sem engin tengsl hefur við málið. Sérstakur saksóknari sendi frá sér yfirlýsingu í gær- kvöldi þar sem fram kom að símafyrirtæki hefði gert mis- tök. Ólafur fékk aðstöðu hjá sér- stökum saksóknara til að hlusta á upptökurnar en fjöldi þeirra kom honum á óvart. Tek- in höfðu verið upp 554 símtöl. „Í ljós kom að á þriðja hundrað símtala voru símtöl manns sem tengdist þessu máli á engan hátt og hann er ekki nafni minn; hvorki Ólafur né Ólafs- son. Við urðum enda rasandi að „hæfasta teymi landsins“ skuli hlera vitlausan síma.“ Sérstakur saksóknari skýrði frá því í tilkynningu að emb- ættið sjái ekki sjálft um fram- kvæmdina heldur tæknideild lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. „Rannsakendur máls- ins hjá sérstökum saksóknara fá upptökur af símtölunum til skoðunar. Upptökur símtala sem ekki snerta málið eru lagðar til hliðar og verða ekki hluti málsgagna.“ Þá segir að mistök símafyrir- tækisins hafi ekki áhrif á máls- meðferð eða málshöfðun í Al- Thani-málinu. Rangur sími var hleraður MISTÖK VORU GERÐ Egill Ólafsson Skúli Hansen Umhverfis- og skipulagsráð Reykja- víkurborgar gerir ekki athugasemd- ir við að unnin verði breyting á deili- skipulagi sem felur í sér stækkun á flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli, í samræmi við drög að samkomulagi um endurbætur á aðstöðu fyrir bæði farþega og þjónustuaðila á flugvell- inum. Þá vill meirihluti ráðsins jafn- framt að vinna verði hafin við deili- skipulag á nýrri íbúðabyggð í Skerjafirðinum. Flugvöllurinn kosningamál Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skipu- lagsráði, og Hildur Sverrisdóttir, varafulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skipulagsráði, bókuðu í ráðinu að það væri fagnaðarefni að ríkið ætlaði loksins að standa við gerða samninga um lokun svokallaðrar norðaustur/ suðvestur-flugbrautar á Reykjavík- urflugvelli. Segja þau Gísli og Hildur að flugbrautin sé einungis notuð í 1% tilvika á ári og að ríkið hafi í þrígang í undirrituðum samningum lofað því að loka flugbrautinni. Þá bókaði Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skipu- lagsráði, að kaup borgarinnar á landi í Skerjafirði hefðu ekki áhrif á fram- tíð flugvallarins í Vatnsmýrinni og því sé mikilvægt, m.a. af flugöryggis- ástæðum, að borgin liðki fyrir endur- nýjun nauðsynlegra mannvirkja á flugvallarsvæðinu. Jafnframt sé sér- staklega aðkallandi að reist verði ný flugstöð þar sem allir flugrekstrar- aðilar í innanlandsflugi geti fengið aðstöðu fyrir starfsemi sína. Í samtali við mbl.is síðdegis í gær sagði Júlíus Vífill að flugvallarmálið yrði kosningamál í borgarstjórnar- kosningunum á næsta ári. Stækkun flug- stöðvar heimiluð  Vilja hefja vinnu við deiliskipulag Morgunblaðið/ÞÖK Flugvöllurinn Skipulagsráð leggst ekki gegn stækkun á flugstöðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.