Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Ergo býður 100% afslátt af lántökugjöldum í apríl Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is Það er gaman að fá sér grænan bíl sem eyðir litlu. Í tilefni af grænum apríl býður Ergo 100% afslátt á lántökugjöldum af umhverfishæfum bílum. Gott fyrir þig, fyrir umhverfið og okkur öll. Við aðstoðum þig með ánægju! VIÐTAL Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Gestur Jónsson og Ragnar Hall, verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar, tveggja sakborn- inga í Al Thani-málinu svokallaða, mættu ekki við upphaf aðalmeðferð- ar málsins í gærmorgun. Pétur Guðgeirsson, dómari í mál- inu, þurfti af þeim sökum að fresta aðalmeðferð málsins. Hann hafði áð- ur synjað Gesti og Ragnari um að segja sig frá verjendastörfunum, en sá sér ekki annan kost en að fallast á þá kröfu þeirra í gærmorgun þegar þeir mættu ekki við réttarhöldin. Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson mættu með nýja verjendur til aðalmeðferðarinnar, þá Ólaf Ei- ríksson og Þórólf Jónsson. Sigurður Líndal lagaprófessor tel- ur ástæður þess að Gestur og Ragnar sögðu sig frá málinu undarlegar. „Þegar maður fær leyfi til að flytja mál fyrir dómstólum þá tekur maður á sig ákveðnar skyldur í staðinn, það er að taka að sér verjendastörf,“ seg- ir Sigurður Líndal. Hindrar framgang réttvísinnar „Það eru engin fordæmi fyrir að menn segi sig frá máli með þessum hætti. Þetta getur skapað slæmt for- dæmi ef menn fara að tefja mál á þennan hátt með því að segja sig frá málum. Gefum okkur svo að nýju verjendurnir segðu sig frá málinu eftir einhverja mánuði, þá yrði Lög- mannafélagið hreinlega að grípa í taumana. Lögmenn eru opinberir sýslunarmenn og á þeim hvíla ákveðnar skyldur. Það gengur ekki ef menn ætla að leika svona leiki og hindra með því framgang réttvísinn- ar,“ segir Sigurður. „Lögmenn geta neitað að taka við skipun sem verjandi eða vikið sér undan því af gildum ástæðum, vegna veikinda eða vanhæfis vegna fjöl- skyldutengsla. Ég hef ekki séð að verjendurnir hafi borið við neitt slíkt. Gestur og Ragnar báru því við þegar þeir kröfuðust lausnar að rannsókn málsins og meðferð þess fyrir dómstólum hefði verið svo ábótavant að þeir teldu sér ekki leng- ur fært að reka málið. „Væri ekki rétt að taka það upp við dómarann og krefjast ómerkingar?“ segir Sigurð- ur um lausnarástæður verjendanna. „Ég hef heyrt þessi rök en mér finn- ast þau ekki skiljanleg. Það sem ég segi, lögmenn taka á sig þær skyldur að taka við skipun verjanda, og þeim ber að rækja þær skyldur sínar.“ Vankantar á rannsókn og máls- meðferð varnarástæður Sigurður segir ennfremur að þær ástæður sem verjendurnir bera við séu þess eðlis að þeim ætti frekar að tefla fram við málsvörnina. „Ef mál eru svo flókin og langdreg- in eða að það vantar eitthvað í rann- sóknina þá eru það varnarástæður. Ef ég væri lögmaður þá segði ég að ég teldi rannsóknni svo ábótavant að ég krefðist ómerkingar eða frávísun- ar eða jafnvel sýknu. Mér finnst skrýtið að þeir skuli segja að þeim finnist málið svo illa upplýst að þeir treysti sér ekki til að verja skjólstæð- inga sína. Ákæruvaldið ber sönnun- arbyrðina í sakamálum. Ef mál er illa eða mjög illa upplýst, þá á það að vera sakborningi í hag. Eða bara hvaða vafi sem er, hann á að vinna með sakborningi,“ segir Sigurður. „Mér finnst það liggja í augum uppi, ef málið er illa unnið þá hlýtur það að vera varnarástæða.“ Réttarfarssektir eða svipting lögmannsréttinda Sigurður veltir fyrir sér til hvaða ráða sé hægt að grípa í aðstæðum sem þeim sem nú eru upp komnar. „Það er ekki hægt að neyða menn til að flytja málið, en sakamálalögin gera ráð fyrir þeim möguleika að leggja á menn réttarfarssektir. Svo væri hægt að svipta lögmennina mál- flutningsréttindum, þó svo að ég telji að það síðarnefnda væri ansi langt gengið og afar ólíklegt. Mér þykir líka skrýtið hvað þeir gera þetta stuttu fyrir aðalmeðferð og af þeim ástæðum sem þeir tilgreina. Ég sé ekki alveg hvernig þessar ástæður sem þeir tilgreina leiða til þessarar niðurstöðu sem þeir komast að,“ seg- ir Sigurður. Hann efast jafnframt um að túlkun verjendanna á lögum um lögmenn sé rétt. Í 1. málsgrein 20. greinar er lögð sú skylda á lögmenn að taka að sér verjendastörf. Í 6. málsgrein 21. greinar sé lögmanni gert kleift að segja sig frá verki ef umbjóðandi hans verður ekki fyrir réttarspjöllum af þeim sökum. „Krafan um að lögmenn taki að sér verjendastörf yrði merkingarlaus ef menn gætu sagt sig frá málinu á hvaða tíma sem væri. Það gengur bara ekki upp. Mér virðist því sem reglan í 6. málsgrein 21. grein eigi bara við um einkamál en taki ekki til sakamála. Annað myndi ekki stand- ast þar sem í því fælist mótsögn og 1. málsgrein 20. greinar yrði merking- arlaus,“ segir Sigurður. Afsögn hindr- ar framgang réttvísinnar  Lagaprófessor telur afsögn verjenda í Al Thani-máli setja slæmt fordæmi Al Thani-málið » Aðalmeðferð í Al Thani- málinu var frestað þar sem Gestur Jónsson og Ragnar Hall, verjendur Sigurðar Ein- arssonar og Ólafs Ólafssonar, mættu ekki við upphaf hennar í gærmorgun » Lagaprófessor telur var- hugavert að verjendur geti sagt sig frá málum með þess- um hætti með tilheyrandi töf- um » Óljóst hvort og þá til hvaða viðurlaga er hægt að grípa þegar verjendur segja sig frá máli með þessum hætti Morgunblaðið/Árni Sæberg Lagaprófessor Sigurður Líndal hef- ur miklar áhyggjur af réttarfarinu. „Það er verið að undirbúa það að fara með þetta í opinbera nauða- samninga,“ segir Sigurður Rúnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Eirar, spurð- ur út í stöðu heimilisins. Að sögn Sigurðar Rúnars verður unnið við þetta í næstu viku en hann bendir á að það taki smá tíma að taka þetta saman og ganga frá málum. „Það er verið að undirbúa þetta, ganga frá frumvarpi og svo er það héraðsdómur sem skipar að- ila í verkið þannig að þetta er þá nánast komið úr okkar höndum þegar við erum búin að skila af okk- ur upplýsingunum,“ segir Sigurður Rúnar og bætir við að ef samskonar samningur verður boðinn í þessu ferli og kröfuhafar Eirar höfnuðu nýlega, þ.e. samningur án allra af- skrifta af höfuðstól, þá þurfi sam- tals 60% kröfuhafa og 60% af kröfu- fjárhæð að samþykkja nauðasamninginn til að hann nái í gegn. Samkvæmt tilkynningu frá stjórn Eirar voru haldnir þrír kynningar- fundir um málið með íbúum Eirar í gær. skulih@mbl.is Undirbúa nauðasamning Morgunblaðið/Ómar Nauðasamningar Hjúkrunar- heimilið Eir að Fróðengi 1 til 11.  Þurfa samþykki 60% kröfuhafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.