Morgunblaðið - 12.04.2013, Side 20

Morgunblaðið - 12.04.2013, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í gær Gunnar Þ. Andersen, fyrrver- andi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, fyrir brot gegn þagnarskyldu og dæmdi hann til að greiða tvær millj- ónir króna í sekt. Þá var Þórarinn Már Þorbjörns- son, fyrrverandi starfsmaður Lands- bankans, sakfelldur fyrir brot í opin- beru starfi og dæmdur til að greiða eina milljón króna í sekt. Undir miklu álagi Gunnar var ákærður fyrir brot á þagnarskyldu þegar hann hafði frumkvæði að því að gögnum um kaup Landsbankans á Bogmannin- um, félagi Guðlaugs Þórs Þórðarson- ar alþingismanns, var komið til blaðsins DV í febrúar 2012. Frétt um viðskipti Landsbankans og Guðlaugs Þórs, sem byggðist á þessum gögn- um, birtist í blaðinu í kjölfarið. Bar Gunnar fyrir dómi, að hann hefði verið undir miklu álagi í kjölfar umfjöllunar um störf hans í frétta- skýringaþættinum Kastljósi 17. nóv- ember 2011. Sagðist Gunnar telja, að sú umfjöllun hefði byggst á gögnum sem hefði verið lekið úr Landsbank- anum og að Guðlaugur Þór Þórðar- son hefði komið þeim gögnum til stjórnenda Kastljóss. Í kjölfar umfjöllunar Kastljóssins hefði stjórn Fjármálaeftirlitsins afl- að tveggja lögfræðiálita um hæfi hans til að gegna forstjórastarfinu. Niðurstaða síðari álitsgerðarinnar hefði verið sú að það gæti verið óheppilegt að Gunnar gegndi starf- inu áfram. Við þessar aðstæður hefði hann leitað til Þórarins og beðið hann að afla upplýsinga um viðskipti Guðlaugs Þórs og Landsbankans. Þórarinn bar fyrir dómi, að hann hefði talið að Fjármálaeftirlitið væri að hefja rannsókn á málinu. Hann hefði aflað gagna og hringt í Gunnar, sem bað hann að koma gögnunum til Ársæls Valfells. Ársæll kom gögn- unum síðan til DV að beiðni Gunn- ars. Alvarlegt trúnaðarbrot Í niðurstöðu dómsins segir, að Gunnar sé sakfelldur fyrir alvarlegt trúnaðarbrot þegar hann gegndi stöðu forstjóra Fjármálaeftirlitsins sem hafi það hlutverk að sjá til þess að fjármálastarfsemi í landinu sé í samræmi við lög og reglur. Hann hafi þrátt fyrir það fengið Þórarin til þess að rjúfa þagnarskyldu, sem á honum hvíldi. Eðlileg viðbrögð af hálfu Gunnars hefðu verið að beina kæru til viðeigandi stjórnvalds ef hann taldi að viðskiptin hefðu falið í sér refsiverða háttsemi. Slíkur grun- ur hefði ekki réttlætt að hann kæmi trúnaðarupplýsingum um viðskiptin á framfæri við fjölmiðil. Þórarinn er dæmdur fyrir að miðla trúnaðarupplýsingum í starfi sínu hjá fjármálafyrirtæki en tekið fram að ekki hafi komið fram í mál- inu að hann hafi vitað að þeim yrði komið til fjölmiðils. Honum var sagt upp starfi sínu vegna málsins. Sakfelldur fyrir brot gegn þagnarskyldu  Fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins og fyrrverandi starfsmaður Landsbankans dæmdir til að greiða sekt Braut þagnarskyldu Gunnar Þ. Andersen í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar málið gegn honum var þingfest á síðasta ári. Dómur féll í málinu í gær. Morgunblaðið/Styrmir Kári Stjórn Fjármálaeftirlitsins rak Gunnar Þ. Andersen úr starfi forstjóra í mars 2012. Var meg- inástæðan sögð vera sú, að Gunnar gæti ekki gegnt stöðu sinni lengur vegna upplýsinga um aðkomu hans að stofnun aflandsfélaga á vegum Lands- bankans þegar hann starfaði hjá bankanum. Stjórnin kærði einnig Gunnar til lögreglu vegna ábendinga um að hann kynni að hafa aflað sér trún- aðarupplýsinga úr bankakerf- inu með ólögmætum hætti. Ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur Gunnari og Þórarni í ágúst á síðasta ári. Uppsögn og kæra FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ Geymslur Þjóðminjasafns Íslands í Vesturvör í Kópavogi verða opnar almenningi næstkomandi þriðjudag og fimmtudag klukkan 12-14. Þar eru um 350.000 gripir geymdir en aðeins brot af gripum í vörslu Þjóðminjasafns er til sýnis í safnhúsinu við Suðurgötu. Fram kemur í tilkynningu frá Þjóðminjasafninu að munirnir í geymslunum séu af ýmsu tagi. Þar séu munir sem hafi fundist í jörðu við fornleifauppgröft, kirkjugripir, textílar, skart, handverk, leikföng, umbúðir og ílát, verkfæri og hús- gögn svo nokkuð sé nefnt. Ljós- myndasafn Íslands er einnig með aðstöðu sína í Vesturvör en tæplega 5 milljónir mynda eru til á safninu. Þess er minnst í ár að 150 ár eru liðin frá stofnun Þjóðminjasafnsins. Geymsla Starfsfólk Þjóðminjasafnsins mun sýna almenningi geymslur safnsins. Geymslur Þjóðminja- safnsins opnaðar Öryrkjabandalag Íslands hefur boð- að til opins bar- áttufundar um kjör öryrkja á laugardaginn kl. 14-16:30 á Hilton Reykjavík Nor- dica-hótelinu. Guðmundur Magnússon, for- maður ÖBÍ, mun hafa framsögu um þróun bóta örorkulífeyrisþega. Segir ÖBÍ að meðaltekjur öryrkja fyrir skatta hafi hækkað um 4,7% sl. fjögur ár en launavísitala hafi á sama tíma hækkað um 23,5%. Fulltrúar flokka sem bjóða fram til Alþingis sitja fundinn og svara spurningum um hvernig þeir ætla að bæta kjör öryrkja. Baráttufundur Ör- yrkjabandalagsins Guðmundur Magnússon Alþjóðamálastofnun Háskóla Ís- lands heldur í dag fund um smáríki á evrusvæðinu í kreppu. Peadar Kirby, prófessor em- eritus í alþjóðastjórnmálum og op- inberri stjórnsýslu og gestaprófess- or við stjórnmálafræðideild HÍ, heldur þar fyrirlestur um þróun mála á Írlandi undanfarið. Fundurinn stendur yfir milli klukkan 12 og 13 í fyrirlestrasal 132 í Öskju. Ræða um smáríki í kreppu á evrusvæði STUTT Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is tilbúnar í pottinn heima Fiskisúpur í Fylgifiskum Verð 1.790 kr/ltr Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér. Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram. Hvað þarftu mikið? Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann Nýttu svalirnar allt árið um kring idex.is - sími: 412 1700 - merkt framleiðsla Skjól Lumon svalagler veitir skjól gegn rigningu og roki. Mjög einfalt er að opna svalaglerið og renna því til og frá. Hljóð- og hitaeinangrun Svalaglerin veita hljóð- og hita- einangrun sem leiðir til minni hljóðmengunar innan íbúðar og lægri hitakostnaðar. Óbreytt útsýni Engir póstar eða rammar hindra útsýnið sem helst nánast óbreytt sem og ytra útlit hússins. Auðveld þrif Með því að opna svalaglerið er auðvelt að þrífa glerið að utan sem að innan. Stækkaðu fasteignina Með Lumon svalaglerjum má segja að þú stækkir fasteignina þína þar sem þú getur nýtt svalirnar allan ársins hring. hefur svalaglerin fyrir þig!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.