Morgunblaðið - 12.04.2013, Page 21

Morgunblaðið - 12.04.2013, Page 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Í brjósti okkar Skagamanna býr sú von að í þessu geti falist viss tæki- færi, ef rétt verður á haldið. Þarna eru tæplega sex hektarar lands nán- ast inni í miðjum bæ,“ segir Guð- mundur Páll Jónsson, formaður bæjarráðs Akraness, um athafna- svæði Sementsverksmiðjunnar hf. Fulltrúar eigenda verksmiðjunnar hafa átt í óformlegum viðræðum við stjórnendur bæjarins um framtíð- arnot verksmiðjulóðarinnar. Framleiðslu á sementi var hætt fyrir rúmu ári og áður var hætt framleiðslu á gjalli. Sementsverk- smiðjan hf. flytur inn og dreifir sementi frá Noregi og nýtir til þess sementstankana og hluta annarar aðstöðu. Gunnlaugur Kristjánsson, stjórnarformaður Sementsverk- smiðjunnar hf., segir nokkuð ljóst að sementsframleiðsla hefjist ekki aftur en tekur fram að það hafi ekki verið ákveðið formlega. Því losni einhverjar fasteignir og lóðir. Eig- endur Sementsverksmiðjunnar hafa tekið þátt í þróun byggingarlands annars staðar. Gunnlaugur segir koma til greina að taka þátt í þróun svæðisins en bendir á að bærinn fari með skipulagsvaldið. Bærinn á landið Akraneskaupstaður gaf á sínum tíma ríkinu land til að byggja sem- entsverksmiðju. Þegar einkavæðing verksmiðjunnar var undirbúin ósk- uðu bæjarfulltrúar eftir að fá landið til baka og að ríkið ábyrgðist nið- urrif húsa. Guðmundur Páll segir að bærinn hafi fengið landið en ekki hafi verið hægt að ábyrgjast kostn- að við niðurrif vegna ákvæða EES- samningsins um ríkisstyrki. Talið er að kostnaður við að rífa byggingar verði ekki undir 200 milljónum og segir Guðmundur að sú tala sé var- lega áætluð. Guðmundur Páll reiknar með að formlegar viðræður um framtíð verksmiðjulóðanna hefjist í þessum mánuði. Hann tekur fram að málið sé viðamikið og flókið og muni taka langan tíma. Búast megi við að upp- bygging taki áratugi. „Aðalatriðið er að standa vel að málum.“ Nefnir hann að haft verði náið samráð við íbúana og efnt til hugmyndasam- keppni. „Þetta gæti orðið eitt besta byggingarsvæðið við Faxaflóa,“ seg- ir Guðmundur Páll um mögu- leikana. Viss tækifæri fyrir Skagamenn  Viðræður að hefjast um nýtingu lóðar Sementsverksmiðjunnar á Akranesi  Framleiðslu var hætt  Formaður bæjarráðs segir að verksmiðjulóðin sé eitt besta byggingarlandið við Faxaflóa www.mats.is Akranes Ef sementið verður áfram flutt inn munu aðeins verða not fyrir sementstankana sem eru fyrir miðri mynd. Sementsverksmiðja ríkisins tók til starfa á Akranesi 1958. Fyr- irtækinu var breytt í hlutafélag og selt einkaaðilum 2003. Verk- smiðjan er nú í meirihlutaeigu norska sementsframleiðandans Norcem AS og Björgunar ehf. Framleiðslugeta verksmiðj- unnar er um 110 þúsund tonn af sementsgjalli og tæp 200 þúsund tonn af sementi á ári. Þegar umsvifin voru mest, 1975, var salan tæp 160 þúsund tonn en þá var verið að byggja virkjanir á Þjórsársvæðinu. Framleiðsla og sala hefur minnkað mikið síðustu árin og voru einungis framleidd 32 þús- und tonn 2011. Framleiðslu var hætt árið eftir. Starfsmenn voru um 190 upp úr 1980 en eru nú 10. Strompur verksmiðjunnar er eitt af táknum Akraness og á meðan gjall var framleitt og reykur kom úr strompinum var hann einnig eins konar veð- urviti bæjarbúa. Þá er stromp- urinn mið fyrir sjómenn á Faxa- flóa. Strompurinn var veðurviti FRAMLEIÐSLA Í 50 ÁR Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER SKÁPATILBOÐ 58.900 kr . m vsk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.