Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 22
VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það leynir sér ekki að Sjálfstæðis- flokkurinn er í kosningaham þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir, varafor- maður flokksins, tekur á móti blaða- manni í Valhöll. Nokkrir þingmanna flokksins ráða ráðum sínum og starfs- fólk gengur milli herbergja. Áætlanir vegna kosningabaráttunnar eru list- aðar upp á töflu. Samtalið hefst með spurningu um nýja könnun sem MMR gerði fyrir Viðskiptablaðið en hún bendir til þess að 44% þeirra sem ætla sér að kjósa Framsókn í kosningunum myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Hanna Birna væri formaður í stað Bjarna Benediktssonar. „Ég er auðvitað þakklát fyrir traustið sem fólk sýnir mér. Þessi könnun sýnir hins vegar mjög svipaða hluti og slíkar mælingar hafa sýnt áð- ur. Það sem hefur breyst frá síðustu mælingum er að ég er nú í framboði til Alþingis, er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og tilheyri því forystu flokksins. Ég vona þess vegna að sá stuðningur við mig sem birtist í þessari könnun muni endurspeglast í fylgi Sjálfstæðisflokksins.“ Sýnir styrkleika hópsins – Veikir það flokkinn í kosninga- baráttunni að svona könnun skuli birtast svo skömmu fyrir kosningar? „Nei. Hún sýnir að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur á að skipa mörgum öflugum einstaklingum og það skiptir mestu.“ – Hvernig meturðu möguleika flokksins í kosningunum? „Ef þörfin fyrir jákvæðar breyt- ingar, uppbyggingu og raunhæfar lausnir ræður för í þessum kosn- ingum á flokkurinn að ná góðri niður- stöðu.“ – Hefur staða Bjarna Benedikts- sonar sem formanns veikst eftir fylgishrunið í könnunum? „Bjarni Benediktsson hefur fjórum sinnum verið kjörinn formaður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og var kjörinn með 80% stuðningi á síð- asta landsfundi. Kannanir eru ekki kosningar en þá mun almenningur vonandi ekki aðeins kjósa um til- tekna frambjóðendur, heldur fram- tíðina og farsælar lausnir.“ – Morgunblaðið birti í vikunni könnun sem Félagsvísindadeild Há- skóla Íslands vann fyrir blaðið en hún bendir til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi 18,9% fylgi. Þetta er langt undir ykkar markmiðum. Kall- ar þessi niðurstaða og sambærilegar kannanir að undanförnu á plan b hjá Sjálfstæðisflokknum í kosninga- baráttunni? „Þessar kannanir kalla á það að Sjálfstæðisflokkurinn og þjóðin öll hafi áhyggjur af framhaldinu. Þessar tölur eru auðvitað algjörlega óvið- unandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og ekki niðurstaða sem við gætum verið sátt við eða nýtt til að byggja hér upp betra samfélag. En það er auðvitað þjóðarinnar að velja og ákveða. Við sem í stjórnmálum störfum verðum að kunna að taka slíkri niður- stöðu, ef hún yrði. Hún væri hins vegar í engu sam- ræmi við það mikla erindi sem hug- sjónir flokksins eiga við þjóðina núna eða hversu raunhæfar, mikilvægar og farsælar þær lausnir sem við nú berum fram eru. Þess vegna yrði slík niðurstaða mikil vonbrigði.“ Fara til Framsóknarflokksins – Hverjar eru skýringarnar? „Kjósendur virðast vera að fara frá Sjálfstæðisflokknum til Framsókn- arflokksins. Könnun ykkar sýnir það. Einhver getur sagt að þeir séu ein- faldlega að bjóða betur en við, að þeir séu að bjóða eitthvað sem er í huga almennings stærra og meira en við getum boðið. Ég er þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki farið í slík yfirboð. Það segi ég bæði vegna þess að viðfangsefnið er flóknara en svo að ein lausn leysi það, en einnig vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn og aðr- ir flokkar eiga að hafa lært það af hruninu að lofa ekki meiru en við telj- um okkur geta staðið við. Við eigum að segja hvernig staðan er og við eig- um ekki, eins og kom fram í rann- sóknarskýrslu Alþingis, að bjóða eitt- hvað sem við vitum innst inni að við getum ekki 100% staðið við.“ Stjórnmálin eru ekki slagorð – Er ekki málið það að afskriftar- leið Framsóknarflokksins til handa heimilum í skuldavanda nær í gegn og kemst til skila – hún virkar mjög einföld – en að það sem þið leggið til í sömu efnum nær ekki jafn vel í gegn, sýnist of flókið? „Stjórnmál eru ekki slagorð. Það er ekki hægt að bjóða upp á eina setningu eða einfalda leið við flóknu vandamáli. Nú ætla ég ekki að fella neina dóma um leiðir Framsóknar. Ef sá flokkur treystir sér í þær að- gerðir sem hann boðar þá er það hans að útfæra það. Við höfum lagt mikla vinnu í að skoða hver er helsti vandinn í íslensku samfélagi og við erum þeirrar skoðunar að sá vandi kristallist í því að heimilin ná ekki endum saman um hver mánaðamót. Helmingur heimila er í þeirri stöðu. Þannig að helsti vandinn er ráð- stöfunartekjur íslenskra heimila. Og í því sambandi nægir ekki að hugsa um skuldahliðina. Það þarf líka að hugsa um tekjuhliðina og horfa á verkefnið heildstætt,“ segir Hanna Birna og tekur dæmi af því hvernig lækkun skatta og tolla muni lækka verð á vörum og þjónustu og þannig auka kaupmátt heimilanna. Afneita ekki forsendubresti „Við afneitum því ekki að hér varð ákveðinn forsendubrestur við banka- hrunið þannig að lánin okkar ruku upp úr öllu valdi. Við viljum vinna að því í gegnum skattaafslátt og sér- eignasparnað að höfuðstóll lána lækki um 20% á næsta kjörtímabili. Við teljum okkur geta staðið við það miðað við þá hagsæld sem hér getur orðið í gegnum aukinn vöxt í atvinnu- lífinu,“ segir Hanna Birna og ítrekar að Sjálfstæðisflokkurinn muni gæta hagsmuna Íslands til hins ýtrasta í samningum við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna og nýta ávinninginn í þágu Íslands. „Framsóknarflokkurinn er ekki eini flokkurinn sem mun taka harðan slag við kröfuhafa. Það munu allir gera það. Við munum verja hagsmuni Íslands alla leið við það borð. Það er algerlega hægt að treysta því. Við verðum hins vegar að hafa það fjár- magn í hendi áður en við förum að ráðstafa því. Því fjármagni verður að ráðstafa til að greiða niður skuldir hins opinbera og heimilanna. Það er forgangsverkefni og um það þarf að ná breiðri pólitískri sátt. Ég er sannfærð um að það er hægt og sannfærð um að við getum skapað hér samfélag þar sem fólk þarf ekki að kvíða mánaðamótum, framtíðinni og hvað bíður fjölskyldna þeirra.“ Draga andstæðinga fyrir dóm Hanna Birna segir ríkisstjórnina hafa alið á sundrungu. „Ríkisstjórnin hefur notað tæki- færið til þess að draga skarpari línur milli sín og pólitískra andstæðinga sinna og hefur jafnvel gengið svo langt að draga þá fyrir dóm. Þetta hefur skaðað stjórnmálin og það sem skiptir miklu meira máli er að þetta hefur skaðað almenning. Þetta er ekki tíminn, eins og ég hef margoft sagt, fyrir draumaríki sósíalismans. Og þetta er ekki heldur tíminn fyrir draumaríki frjálshyggjunnar. Þetta er tíminn þar sem við reynum að vinna okkur út úr þessum erfið- leikum í sameiningu, lærum af eigin reynslu og annarra og geymum risa- stór átakamál stjórnmálanna þar til betur árar. Ég held að skattheimtan á undanförnum fjórum árum hafi lamað samfélagið, ekki bara fjöl- skyldurnar í landinu heldur líka fyr- irtækin, einstaklingana og allt sam- félagið. Það hefur engin þjóð skattlagt sig út úr kreppu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hef- ur sjálf sagt að það komi ekki nægir peningar inn í ríkiskassann. Það skortir hins vegar þann skilning að ástæðan er of mikil skattheimta og sú ranga leið að skrúfa alla skatta í botn.“ Stóðu ekki á hliðarlínunni – Því er haldið fram að lands- fundur og óánægja með framkvæmd hans skýri að einhverju leyti minnk- andi fylgi við Sjálfstæðisflokkinn? „Ég held að menn ofmeti þátt landsfundar í þessum breytingum. Það er í eðli landsfundar, sem er stærsta stjórnmálasamkoma lands- ins, að þar takast menn á og ræða af Sjálfstæðis- menn snúi aftur heim  Hanna Birna telur meiri líkur en minni á vinstristjórn eftir kosningar 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Við léttum þér lífið F A S TU S _H _0 5. 01 .1 3 Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 | Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 WWW.FASTUS.IS Stuðningshandföng Göngugrindur Griptangir Salernis- og sturtustólar Fastus ehf. býður upp á heildarlausnir innan endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja. Í verslun Fastus að Síðumúla 16, 2. hæð er að finna gott úrval af heilbrigðisvörum. Sérhæft fagfólk á sviði endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við val á vörum fyrir einstaklinga og stofnanir. Komdu og skoðaðu úrvalið - við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.