Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Eyðimerkurmaraþonið Marathon des Sables, eða sand-maraþonið, er af mörgum talið erf- iðasta maraþon í heimi. Það stendur yfir í sjö daga en hlaupaleiðin telur 223,8 km og liggur um Sahara-eyðimörkina í Marokkó. Maraþonið er nú haldið í tuttugasta og áttunda sinn og eru keppendur alls 1.024, á aldrinum 20-76 ára og frá 45 þjóðlöndum. Þeir bera sjálfir allan búnað og matföng fyrir dagana sjö á bakinu. Sand-maraþonið erfiðasta maraþon í heimi AFP Hlaupa 223,8 kílómetra í eyðimörkinni Í yfirlýsingu sem send var út í gær, að loknum tveggja daga fundahöld- um utanríkisráðherra G8-ríkjanna í Lundúnum, fordæma ráðherrarnir stjórnvöld í Norður-Kóreu harðlega fyrir að halda kjarnorku- og flug- skeytaáætlunum sínum til streitu. William Hague, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði ráðherrana hafa verið sammála um að grípa til frekari aðgerða ef stjórnvöld í Pyongyang gerðu fleiri kjarnorku- eða flugskeytatilraunir. Þá yrði lík- lega gripið til nýrra refsiaðgerða en þær yrðu háðar samþykki örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna. Hague viðurkenndi að ráðherr- unum hefði ekki orðið ágengt hvað varðaði átökin í Sýrlandi en sagði nauðsynlegt að halda áfram viðræð- um. „Heimsbyggðin hefur brugðist í ábyrgðarhlutverki sínu og heldur því áfram,“ sagði Hague. Hann sagði ástandið í Sýrlandi á góðri leið með að verða stærstu mann- úðar-hamfarir það sem af væri 21. öldinni. Í yfirlýsingu ráðherranna var hvergi minnst á vopn til handa upp- reisnarmönnum, líkt og leiðtogar þeirra höfðu farið fram á, en ráð- herrarnir hvöttu hins vegar ríki heims til að hámarka framlög sín til mannúðaraðstoðar í landinu. Hague sagði sterk rök fyrir því að Evrópusambandið annaðhvort léti vopnasölubann gagnvart Sýr- landi ganga úr gildi í júní eða gerði undanþágur vegna vopna til handa uppreisnarmönnum en margir eru uggandi yfir því hvar vopnin myndi daga uppi, ekki síst í ljósi þess að einn af öflugustu uppreisnarhópum landsins, Al-Nusra, lýsti yfir stuðn- ingi við al-Kaída-hryðjuverkasam- tökin á miðvikudag. holmfridur@mbl.is Hóta frekari aðgerðum  Utanríkisráðherrar G8-ríkjanna fordæma stjórnvöld í Norður-Kóreu harðlega  Varð ekki ágengt varðandi átökin í Sýrlandi  „Mannúðar-hamfarir,“ segir Hague Stjórnvöld í Bandaríkjunum verða að sýna fram á það, svo hafið sé yfir allan vafa, að Bradley Manning hafi vitandi vits hjálpað al-Kaída með því að leka leyniskjölum til Wiki- Leaks, til að fá hann dæmdan fyrir að hafa „aðstoðað óvininn.“ Um þetta úrskurðaði dómarinn Denise Lind á miðvikudag en hún komst einnig að þeirri niðurstöðu að saksóknari í málinu gegn Mann- ing mætti kalla til meðlim sér- sveitar bandaríska sjóhersins, til að bera vitni um að skjöl sem Manning lak til WikiLeaks hefðu fundist í bækistöð Osama bin Laden, þegar al-Kaída leiðtoginn var ráðinn af dögum í maí 2011. Manning á yfir höfði sér 20 ára fangelsi fyrir þá glæpi sem hann hefur játað, þ.á m. að hafa lekið skjölunum, en verði hann fundinn sekur um að hafa „aðstoðað óvin- inn“ bíður hans lífstíðarfangelsi. AFP Leki „Óbreyttur“ Bradley Manning. Hafi vitandi vits hjálpað al-Kaída BANDARÍKIN Tveir ferjuskip- stjórar, Chow Chi-wai, 56 ára, og Lai Sai-ming, 55 ára, hafa ver- ið ákærðir fyrir manndráp í Hong Kong en 39 létu lífið þegar ferjurnar sem þeir stjórnuðu rákust saman fyrir utan borgina í október í fyrra. Yfirvöld telja að slysið megi mögulega rekja til mannlegra mistaka en það var versta sjóslys í sögu borgarinnar í fjörutíu ár. Mennirnir eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Skipstjórar ákærðir fyrir 39 dauðsföll Chow Chi-wai HONG KONG Meirihluti öldungadeildar banda- ríska þingsins samþykkti í gær að hefja umræður um nýja og herta byssulöggjöf en meðal þeirra sem greiddu atkvæði með tillögunni voru sextán repúblikanar. Samþykktin markar tímamót þar sem repúblik- anar hafa í mörg ár barist ötullega gegn því að löggjöfin væri endur- skoðuð. Atkvæðagreiðslan fór fram í kjöl- far þess að Joe Manchin, þingmaður demókrata frá Vestur-Virginíu, og Pat Toomey, þingmaður repúblikana frá Pennsylvaníu, lögðu fram breyt- ingatillögu sem m.a. felur í sér að öll- um sem kaupa byssu á byssusýning- um eða í gegnum netið verður gert að undirgangast svokallaða bak- grunnsathugun. Tillagan er þó ekki eins róttæk og fyrirliggjandi frumvarp forsetans, Baracks Obama, þar sem hún gerir jafnframt ráð fyrir því að einstak- lingar muni áfram geta selt byssur sín á milli án eftirlits. Samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, NRA, sendu frá sér tilkynningu á miðvikudag þar sem þau sögðu m.a. að reglur um bak- grunnsathuganir á byssusýningum myndu ekki koma í veg fyrir næstu skotárás, væru ekki lausn gegn of- beldisfullum glæpum né myndu þær auka öryggi barna í skólum. Strangari reglur um bakgrunnsat- huganir njóta hins vegar sívaxandi stuðnings meðal almennings og kannanir sýna að níu af hverjum tíu Bandaríkjamönnum eru þeim fylgj- andi. Þær þykja líklegri til að ná fram að ganga en bann við árásar- vopnum og fjölskota magasínum. holmfridur@mbl.is Ný byssulöggjöf tekin til umræðu  16 repúblikanar greiddu atkvæði með tillögunni AFP Vopn Setja á strangari reglur um bakgrunnsathuganir. Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Úrval - gæði - þjónusta Allt fyrir gluggana á einum stað Mælum, sérsmíðum og setjum upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.