Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 AFP Býflugnabændur og vísindamenn vestanhafs leita enn svara við því hvers vegna þúsundir hunangsflugna, í hunangsræktarbúum víðsvegar í Bandaríkjunum, hafa drepist síðastliðin ár. Talið er að um einhvers konar veiki sé að ræða en rannsóknir benda til þess að allt að 30% bústofna býflugnabænda hafi drepist frá 2007. Eitthvað herjar á hunangsflugurnar Öllum fyrrverandi forsetum Banda- ríkjanna hefur verið boðið að vera viðstaddir útför Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bret- lands, sem fram fer í næstu viku. Gestalistinn fyrir útförina var gerð- ur opinber í gær en á honum eru nöfn yfir 2.000 einstaklinga. Hvorki Nancy Reagan, ekkja Ronalds Reagans, Mikhail Gorbac- hev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkj- anna, né Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, verða viðstödd sökum slæmrar heilsu. Í samtali við breska dagblaðið The Times sagði Kohl andstöðu Thatcher við aukinn samruna innan Evrópu meginorsök spennu milli Breta og Evrópusambandsins. „Hún vildi Evrópu en aðra Evrópu en þá sem ég og flestir evrópskir kollegar hennar vildum. Frá okkar sjónar- horni einkennir þessi óvild breska Evrópustefnu enn þann dag í dag.“ Á gestalistanum eru einnig meðal annarra Hillary Clinton, fyrrver- andi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmda- stjórnar ESB, og Mahathir Moha- mad, fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu. Talsmenn breska forsætisráðu- neytisins staðfestu hins vegar við fréttaveitu AFP að Cristinu Kirchn- er, forseta Argentínu, yrði ekki boð- ið en samskipti ríkjanna hafa verið stirð vegna deilunnar um yfirráð yf- ir Falklandseyjum. Gestalistinn opinberaður  Yfir 2.000 manns boðið í útför Margaret Thatcher AFP Kveðjur Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ritar samúðarkveðjur vegna fráfalls Thatcher í þar til gerða bók í breska sendiráðinu í Berlín í gær. Utanríkisráðherrar G8-ríkjanna samþykktu í gær að grípa til að- gerða til að berjast gegn nauðg- unum og kynferðisofbeldi í hernaði. Ráðherrarnir hétu m.a. að veita 27 milljónum evra til baráttunnar en utanríkisráðherra Breta, William Hague, sagði um eitt mesta og þrá- látasta óréttlæti veraldar að ræða og líkti ofbeldinu við þrælahald. „Það er mér mikil ánægja að til- kynna að í dag höfum við, sem utan- ríkisráðherrar G8-ríkjanna, náð sögulegu samkomulagi: heitið því að vinna saman að því að binda enda á kynferðisofbeldi í átökum,“ sagði Hague. Hann sagði ráð- herrana hafa skuldbundið viðkom- andi ríki til að hafa uppi á ger- endum og rétta yfir þeim. Samkomulagið var unnið í sam- starfi við leikkonuna Angelinu Jol- ie, sérlegan sendiherra Sameinuðu þjóðanna um málefni flóttamanna. Hún sagði yfirlýsingu ráðherranna löngu tímabæra og lofaði Hague fyrir forystu sína. „Nauðganir eru ekki kvennamál eða mannúðarmál, þær eru alheimsmál og eiga heima hér á borði alþjóðlegrar ákvarð- anatöku, þar sem hann hefur sett þær,“ sagði leikkonan. Hún sagði að fórnarlömb nauðg- ana hefðu löngum verið gleymd fórnarlömb átaka en að raddir þeirra hefðu heyrst í gær. AFP Heimsókn Angelina Jolie og William Hague ræddu við flóttamenn í Nzolo- flóttamannabúðunum í Austur-Kongó í mars síðastliðnum. Aðgerðir gegn kyn- ferðisofbeldi í átökum www.gilbert.is FYRIR ERFIÐUSTU AÐSTÆÐUR SIF BJÖRGUNARÚRIÐ ÍSLENSKT 1000 METRA VATNSHELT OFURÚR Lækjargötu og Vesturgötu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.