Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 28
að eðlilegt sé að fara að sekta strax og reglur um þetta gera ráði fyrir að mat fari fram,“ segir Kristján. „Reglugerðarákvæðið er orðað með þeim hætti að taka verður tillit til veðurfars og akstursskilyrða í hverju umdæmi fyrir sig þegar ákvörðun lögreglu er tekin um beit- ingu sekta.“ Í reglugerð er kveðið á um að ekki megi nota keðjur eða negld dekk frá 15. apríl til 31. októ- ber, nema þess sé þörf vegna aksturs- aðstæðna. „Því fer lögregla á höf- uðborgarsvæðinu að öllu jöfnu ekki að beita sektum fyrr en um mán- aðamót apríl/maí en það fer allt eftir veðri og veðurspám næstu daga,“ segir Kristján. Um þessar mundir er enn vetr- arríki víða á landsbyggðinni og reynslan sýnir að allra veðra getur verið von á þessum árstíma. Kristján segir að lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu sýni skilning á aðstæðum hverju sinni og telur hann að það sama megi segja um lögreglu um allt land. „Þetta eru frekar tilmæli til ökumanna og síðan er það metið í framhaldinu hvenær við förum að sekta. Við höfum látið vita af því hve- nær við förum að sekta,“ segir Kristján og bætir við að það fari eftir aðstæðum hverju sinni. Að hans mati er notkun nagladekkja eftir 15. apríl ekki sérstakt vandamál. FRÉTTASKÝRING Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Bílaeigendur þurfa að hugaað hjólbörðum bíla sinna,en næstkomandi mánudag,hinn 15. apríl, hefur lög- regla heimild til þess að sekta öku- menn um 5.000 kr. fyrir hvert neglt dekk. Notkun nagladekkja í Reykjavík hefur minnkað gríðarlega síðustu tíu ár en notkunin hefur verið skoðuð markvisst á tímabilinu. Árið 2002 sýndu talningar að yfir 67% bifreiða í borginni voru á negldum dekkjum. Talningar í mars síðastliðnum sýndu alger umskipti en þá voru að- eins 35% bifreiða á nagladekkjum. Undanfarin ár hefur Reykjavík- urborg markvisst unnið að því að fá fólk til að íhuga möguleika á að nota ónegld vetrardekk. Gunnar Her- sveinn Sigursteinsson, fræðslufulltrúi á umhverfis- og skipulagssviði borg- arinnar, segir að tölurnar sýni að verulegur árangur hafi náðst. Hann segir að Reykjavíkurborg hafi bæði haldið úti fræðslu og áróðri gegn notkun nagladekkja. Hluti af fræðslu borgarinnar hefur verið að minna á að nagladekk valda svifryki og slíta akbrautum hundraðfalt meira en önnur dekk. Gunnar segir það í raun óþarfa fyrir þá sem aka ekki utan borg- armarkanna að vera á negldum dekkjum, m.a. vegna þess að götur séu oftast auðar, vetrarþjónustan sé góð, götum sé haldið opnum og salti dreift á þær. Í tilkynningu á vef borgarinnar er athygli vakin á reglum um nagla- dekk og þar segir að „enn“ sé leyfi- legt að aka á nagladekkjum yfir vet- urinn. Gunnar segist hafa orðið var við umræðu um bann við notkun nagladekkja innan borgarkerfisins. Hinsvegar hafi sveitarfélög slíkt bann ekki í hendi heldur innanríkisráðu- neytið. „Það er stjórnmálamanna að taka ákvörðun um.“ Taka tillit til aðstæðna Kristján Ólafur Guðnason, að- stoðaryfirlögregluþjónn hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé gripið til sekta strax 15. apríl. „Við höfum heldur hvatt fólk til að skipta um dekk í tíma en aðstæður á sumum stöðum bjóða ekki upp á það Dregið úr notkun naglanna í borginni Morgunblaðið/G.Rúnar Mengun Nagladekk auka slit á akbrautum margfalt á við önnur dekk. Naglarnir spæna upp malbikið sem veldur auknu svifryki í andrúmsloftinu. 28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Björn ValurGíslasonalþing- ismaður hefur í tvö ár verið í leið- angri í fjár- laganefnd Alþing- is við að gera þrjá fyrrverandi seðlabankastjóra tor- tryggilega með ótrúlegum dylgjum og ósannindum. Eng- inn þessara þriggja manna var nokkru sinni beðinn að koma fyrir nefndina og svara spurningum þar. Nefndin studdist við dylgjurnar einar. Ríkisútvarpið, sem hefur sérstökum skyldum við hlut- læga fréttamennsku að gegna, hefur viljugt mjög og gagn- rýnislaust tekið þátt í hinum ljóta leik. Var þessi símisnot- aða ríkisstofnun enn að fyrir aðeins fáeinum dögum. Sjálf- sagt hefur engum á hinni ein- lituðu „fréttastofu“ þessarar ríkisstofnunar, sem starfs- menn hafa fyrirmæli um að uppnefna „RÚV“, tekið nærri sér að lesa meðfylgjandi texta, sem Kristinn Vigfús- son, forstöðumaður MBA- náms við Háskólann í Reykja- vík, skrifaði í pistli á Press- unni: „Ef einhvern lærdóm má draga af alþjóðlegu fjár- málakreppunni sem ríkt hefur í heiminum á undanförnum ár- um er það fyrst og fremst sú staðreynd að þegar á reynir hugsa þjóðir heimsins fyrst og fremst um sína eigin hags- muni. Dæmin sem hafa birst Ís- landi eru mýmörg, t.d. setning hryðjuverkalaga af hendi Breta, óbilgirni Hollendinga við lausn Icesave-deilunnar og framganga Norðurlandanna fyrst eftir hrun þegar þau komu í veg fyrir fyrirgreiðslu til handa Íslandi. En eru dæmin e.t.v. fleiri? Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi í byrjun október 2008 fimm hundruð milljónir evra eins og mikið hefur verið fjallað um. Sem tryggingu fyr- ir endurgreiðslu tók Seðla- bankinn veð í öllum hlutabréf- um í FIH sem var með eigið fé upp á tæplega 1.100 milljónir evra samkvæmt uppgjöri bankans 30. september 2008. Á síðastliðnu ári var FIH seldur og fullyrt er að endur- heimtur Seðlabankans verði einungis u.þ.b. 250 milljónir evra, þrátt fyrir að bankinn hafi eigið fé yfir 735 milljónir evra samkvæmt ársuppgjöri fyrir árið 2012 og gert sé ráð fyrir góðri afkomu FIH á þessu ári samkvæmt stjórn- endum bankans. Hvað réði því að Seðlabankinn samþykkti sölu á FIH á bruna- útsölu og tapaði með sölunni 250 milljónum evra af gjaldeyrisforða þjóðarinnar? Hvað réði því að Seðlabank- inn ákvað að selja FIH og taka við sem andvirði söl- unnar hlutabréfi í skart- gripasala í stað reiðufjár? Getur verið að danska ríkið hafi sett Seðlabanka Íslands afarkosti og þvingað fram sölu? Kaupendur bankans voru danskir lífeyrissjóðir sem virðast hafa þrefaldað virði eignar sinnar við kaupin. Íslenska þjóðin sem eigandi Seðlabanka Íslands á heimt- ingu á að fá að vita hver er ástæða þess að stjórnendur Seðlabankans ákváðu að selja FIH á brunaútsölu. Það er ennfremur athyglis- vert að setja þetta mál í sam- hengi við stöðu íslenska rík- isins gagnvart kröfuhöfum í þrotabú gömlu íslensku bank- anna sem eru þvert á fyrri spár rík að eignum. Heild- arverðmæti eigna Glitnis og Kaupþings samkvæmt nýj- ustu uppgjörum þeirra eru 1.795 milljarðar íslenskra króna. Ef íslenska ríkið hagaði sér með sambærilegum hætti og dönsk stjórnvöld gerðu í FIH- málinu þá myndi það þýða að íslenska ríkið bæri úr býtum um 1.200 milljarða íslenskra króna en kröfuhafar um 600 milljarða. Þessi niðurstaða þýddi að íslenska ríkið gæti greitt upp skuldir ríkissjóðs, snjóhengjan væri úr sögunni og einfalt mál yrði að aflétta gjaldeyrishöftunum.“ Ef Björn Valur Gíslason og viðhengi hans á „fréttastofu“ Ríkisútvarpsins hefðu ekki verið alvarlega upptekin af því að reyna að gera tortryggilegt lán sem veitt var með öruggu allsherjarveði í dönskum banka með ríkisábyrgð sem metinn var á meira en tvöfalt virði lánsins og koma glæp- astimpli á embættismenn sem í hlut áttu hefðu þeir ein- hverntíma spurt um þau atriði sem skiptu máli. Það þarf mjög annarlega afstöðu til að láta slíkt vera í tvö ár samfellt sem rógurinn og rangfærsl- urnar stóðu. Látum Björn Val eiga sig. En misnotkun og hat- ursherferð Ríkisútvarpsins gegn meintum andstæðingum í hópi þeirra sem neyddir eru til að greiða „afnotagjöldin“ er önnur saga. Ríkisfréttastofa í persónulegum elt- ingarleik er sér- kennilegt fyrirbæri} Hinar raunverulegu spurningar Þ ó að það væri augljóst að Banda- ríkjamenn hefðu ekki hugsað það til hlítar, þá talaði John Kerry með þeim hætti að þetta yrði ekki einskorðað við ríki Evrópu- sambandsins og önnur ríki ættu möguleika á að koma að þessu í fyllingu tímans. Þannig að ég túlka það svo að þarna sé ákveðin opnun fyrir EFTA-ríkin …“ Svo mælti Össur Skarphéðinsson, utanrík- isráðherra, í samtali við Ríkisútvarpið 28. febrúar síðastliðinn en daginn áður hafði hann setið fund utanríkisráðherra aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) þar sem hann ræddi meðal annars við John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um mögulega aðkomu Íslands og annarra aðild- arríkja Fríverzlunarsamtaka Evrópu (EFTA) að fyrirhuguðum fríverzlunarviðræðum á milli Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins með ein- hverjum hætti. Kerry brást líkt og áður segir með já- kvæðum hætti við þessari hugmynd, að sögn Össurar. Síðastliðinn þriðjudag fundaði Össur hins vegar með Karel De Gucht, viðskiptaráðherra Evrópusambands- ins, sem viðraði allt aðra sýn á málið. Fríverzlunar- viðræðurnar yrðu alfarið einskorðaðar á milli Banda- ríkjanna og Evrópusambandsins og öðrum ríkjum yrði ekki hleypt þar að. Þó væri í boði að hafa samráð við Ís- land í tengslum við umsóknina um inngöngu í sam- bandið. Munurinn á viðbrögðum ráðamanna í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu er vitanlega athyglis- verður. En eins og ég benti á í pistli hér í Morgunblaðinu á dögunum er hagsmunum Íslands í þessu sambandi bezt borgið með því að gera sérstakan fríverzlunarsamning við Bandaríkin. Bæði til þess að hægt verði að halda viðræðum við Bandaríkin áfram þó upp úr slitni á milli Bandaríkjanna og sam- bandsins og sömuleiðis svo möguleg fríverzl- un Íslands við Bandaríkin verði ekki háð því að góð samskipti verði í framtíðinni á milli Washington og Brussel. Þess utan má bæta því við að það er lík- lega nóg að eiga fríverzlun á milli Íslands og Evrópusambandsins undir sambandinu þó það eigi ekki líka við um mögulega frí- verzlun við Bandaríkin. Þann lærdóm má meðal annars draga bæði af Icesave- deilunni og makríldeilunni. Það er þess utan einfaldlega skynsamlegt í þessu eins og öðru að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni og eiga ekki of mikið undir einum mark- aði. Dreifa þarf áhættunni í þeim efnum og sækja ekki sízt inn á þá markaði sem eiga framtíðina fyrir sér. Jákvæð viðbrögð Kerrys við hugmyndum um frí- verzlun við fleiri Evrópuríki en einungis þau sem eru í Evrópusambandinu eru annars vitanlega af hinu góða hvað sem líður sjónarmiðum ráðamanna í Brussel. Kanna þarf til hlítar í framhaldinu með mögulegar við- ræður um fríverzlun á milli Íslands og Bandaríkjanna óháð fyrirhuguðum viðræðum þeirra við Evrópusam- bandið. Það er verkefnið framundan. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Bandaríkin jákvæð – ESB segir nei STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Sigfús Bjarni Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Hertz bílaleigu, segir að lesið sé í aðstæður hverju sinni við ákvörðun um hvenær nagladekk eru tekin undan bílaleigubílunum. Hann segir að nagladekk séu undir öllum bílum fyrirtækisins yfir vetrartímann að allra minnstu bílunum undanskildum. „Þessir bílar sem eru mikið úti á landi eru ekki teknir af nagladekkj- um strax,“ segir Sigfús. Hann bætir við að það sé engin spurning um að meira ör- yggi fylgi því að vera með negld dekk í stað vetr- ardekkja í tilfelli bíla sem eru mikið úti á landi. Það skipti mun minna máli varð- andi bíla sem eru innan bæj- ar. Meta að- stæður hverju sinni FLESTIR Á NÖGLUM Sigfús B. Sigfússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.