Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 „Forsenda þess að unnt sé að afnema gjaldeyrishöftin er að vandamál tengd svo- kallaðri snjóhengju verði leyst. Sú lausn þarf að taka mið af hagsmunum heimila, fyrirtækja og þjóð- aröryggi. Með henni þarf að lækka kröfur í krónum þannig að at- vinnulífið geti ráðið við þær með góðu móti og hægt verði að aflétta gjaldeyrishöftum í kjölfarið. Jafn- framt verði reynt að semja við kröfuhafa föllnu bankanna um lækkun á kröfum þeirra á grund- velli þess að hagsmunir þeirra og íslensks atvinnulífs fari saman.“ Þetta er kafli úr vandaðri álykt- un 41. landsfundar Sjálfstæð- isflokksins í efnahags- og viðskipta- málum. Mikið hefur verið rætt um lausnir Framsóknarflokksins varð- andi skuldamál heimilanna. Það er ljóst að tillögur Framsóknarflokks- ins í þeim málum eru að skila flokknum miklum stuðningi í skoð- anakönnunum. Það þarf engan að undra enda er þetta það mál sem brennur mest á almenningi og ný- leg rannsókn sýnir að kjósendur telja þetta þýðingarmesta kosn- ingamálið. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsókn- arflokksins, bendir á að samningar við kröfuhafa í þrotabúi gömlu bankanna og afnám gjaldeyrishafta annars vegar og lausn á skulda- málum heimilanna hins vegar séu tvær hliðar á sama peningi, ef þannig mætti að orði komast. En ef við höldum áfram að birta kafla úr ályktun landsfundar Sjálf- stæðisflokksins í þessum efnum þá stendur þar einnig: „Það er nauðsynlegt að forræði nauðasamninga sé á hendi Alþingis, ríkisstjórnar og sérfræðinga á þeirra vegum, en ekki hjá Seðlabanka Ís- lands. Það samrýmist ekki starfsemi seðla- banka að standa í nauðasamningum. Gæta þarf hagsmuna þjóðarinnar og ná fram ýtrustu kröfum í þeim efnum. Forréttindi erlendra kröfuhafa, með und- anþágum frá gjaldeyr- islögum sem veittar voru þrotabúum föllnu bankanna, þar með talið þrotabúi Landsbanka Íslands og kröfuhöfum fyrirtækja í eigu sveitarfélaga, þarf að afnema. Slík forréttindi eru á kostnað almennings á Íslandi.“ Af hverju er ég að vitna í álykt- un síðasta landsfundar Sjálfstæð- isflokksins og ræða um stefnu Framsóknarflokksins í skulda- málum heimilanna? Jú, vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti mjög harðorða ályktun sem er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að í nauðasamningum við kröfuhafa skulu ganga hart fram til að gæta hagsmuna þjóðarinnar og taka þar mið af hagsmunum heimila. Sjálf- stæðisflokkurinn ætlar að afnema forréttindi erlendra kröfuhafa, sem eru með í dag undanþágu frá gjald- eyrislögum, því slík forréttindi eru á kostnað almennings á Íslandi. Þetta verður ekki skilið öðruvísi en svo að Sjálfstæðisflokkurinn sé al- gjörlega sammála Framsókn- arflokknum í að nýta það svigrúm sem skapast með nauðasamningum við kröfuhafa í þágu heimilanna. Þetta ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera með almennum aðgerðum, þ.e.a.s. með því að hækka ráðstöf- unartekjur landsmanna (skila ávinningnum í gegnum skattalækk- un), en síðast en ekki síst „… að bregðast við greiðslu- og skulda- vanda heimilanna með almennum aðgerðum. Þessi aðgerð er mik- ilvæg forsenda fyrir auknum hag- vexti og framtíðaruppbyggingu ís- lensks þjóðfélags.“ Að mínu áliti þýðir þetta að Sjálfstæðisflokkurinn getur ráðist í að bæta heimilum landsins þann forsendubrest sem hér varð. Þessu eiga frambjóðendur Sjálfstæð- isflokksins að halda á lofti af fullum krafti. Ég get ekki séð, þegar vel er að gáð, mikinn mun á þessum tillögum og tillögum Framsókn- arflokksins í skuldamálum heim- ilanna! Sömuleiðis er það alveg skýrt í mínum huga að stefna Sjálf- stæðisflokksins er sú að bjóða hér upp á húsnæðislán með föstum vöxtum til langs tíma án verðtrygg- ingar. Ef eitthvað skilur þessar stefnur að þá er það hve vandaðar, róttækar og ítarlegar tillögur Sjálf- stæðisflokksins eru. Það eru hins vegar ákveðnir frambjóðendur flokksins sem hafa afvegaleitt og rangtúlkað stefnu Sjálfstæðisflokksins af óskiljan- legum ástæðum. Það er þeirra rétt- ur að vera ekki sammála nið- urstöðu landsfundar, en það er skylda þeirra að kynna stefnu Sjálfstæðisflokksins eins og hún var samþykkt á landsfundinum í febrúar. Landsfundur hefur síðasta orðið í stefnu flokksins. Ef hin öfl- uga sveit frambjóðenda kynnti kjósendum stefnuna í efnahags- og viðskiptamálum, sem 41. lands- fundur Sjálfstæðisflokksins sam- þykkti, þá trúi ég því að sjálfstæð- ismenn nái að snúa vörn í sókn. Lausn á skuldavanda for- senda fyrir framtíðarupp- byggingu íslensks þjóðfélags Eftir Jón Baldur Lorange »Ég get ekki séð, þeg- ar vel er að gáð, mik- inn mun á þessum til- lögum og tillögum Framsóknarflokksins í skuldamálum heim- ilanna! Jón Baldur Lorange Höfundur er stjórnmálafræðingur. Mikill fjöldi lausna barst við vor- jafndægragátunni og voru flestir með rétta lausn á henni. Lausnin er: Óttalaus nú áfram veginn endalausa halda skalt. Hendir öllum fölskva feginn færð að launum þúsundfalt hlýju þess, sem harmi sleginn, hokinn reynslu missti allt. Frægðarljóminn þrátt er þeginn þótt á hátindi sé kalt. Vinningarnir eru bækur frá For- laginu. Kristín Friðbertsdóttir Torfufelli 42 111 Reykjavík fær bókina Sumar án karlmanna eftir Siri Hustvedt. Þóra Björg Kristinsdóttir Espigrund 4 300 Akranesi fær bókina Hvítfeld, fjöl- skyldusaga eftir Kristínu Eiríks- dóttur og Kristín Hannesdóttir Selnesi 36 760 Breiðdalsvík fær bókina Húsið eftir Stefán Mána. Vinningshafar geta vitjað vinning- anna í móttöku ritstjórnar Morg- unblaðsins eða hringt í 569-1100 og fengið bækurnar sendar heim. Morgunblaðið þakkar þeim, sem sendu lausnir. Lausn vorjafndægragátu Meistaralok á Suðurnesjum Arnór Ragnarsson, Karl G. Karls- son og Gunnlaugur Sævarsson unnu meistaramót bridsfélaganna á Suð- urnesjum en mótið stóð í fjögur kvöld og lauk sl. miðvikudagskvöld. Þríeykið fékk 56% skor. Feðgarnir úr Grindavík, Guðjón Einarsson og Ingvar Guðjónsson, voru í öðru sæti með 53,2%, Pétur Júlíusson og Skafti Þórisson með 52,4% í þriðja sæti og bræðurnir Oddur og Árni Hannessynir fjórðu með 52,1%. Efstu pör síðasta spilakvöldið (prósentskor): Dagur Ingimarsson – Bjarki Dagss. 61,9 Ævar Jónasson – Jón Gíslason 55,8 Kolbr. Guðveigsd. – Karl Einarsson 55,6 Mæsta miðvikudagskvöld verður spilað fyrra kvöldið í árlegum Landsbankatvímenningi. Spilað er í félagsheimilinu á Mánagrund kl. 19. Lögfræðistofan vann Aðalsveitakeppni Bridsfélags Reykjavíkur er lokið. Öruggur sig- urvegari var sveit Lögfræðistofu Ís- lands. Í sveitinni spiluðu Jón Bald- ursson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármannsson, Steinar Jónsson, Bjarni Einarsson og Aðalsteinn Jörgensen.Lokastaðan: Lögfræðistofa Íslands 248 stig Málning 233 stig Garðsapótek 212 stig Karl Sigurhjartarson 209 stig Chile 209 stig BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Frá því að Garðlist ehf var stofnað fyrir 23 árum síðan, höfum við haft það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu fyrir garðinn á einum stað. Við þökkum þeim þúsundum einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja sem við höfum átt í viðskiptum við undanfarin ár, á sama tíma og við bjóðum nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna. ALHLIÐA GARÐÞJÓNUSTATUNGUHÁLSI 7 » 110 REYKJAVÍK » SÍMI 554 1989 » GARDLIST.IS ALLT FYRIR GARÐINN Á EINUM STAÐ » Trjáklippingar » Trjáfellingar » Garðsláttur » Beðahreinsun » Þökulagnir » Stubbatæting » Gróðursetning » Garðaúðun o.fl. Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.