Morgunblaðið - 12.04.2013, Síða 31

Morgunblaðið - 12.04.2013, Síða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 „Forsenda þess að unnt sé að afnema gjaldeyrishöftin er að vandamál tengd svo- kallaðri snjóhengju verði leyst. Sú lausn þarf að taka mið af hagsmunum heimila, fyrirtækja og þjóð- aröryggi. Með henni þarf að lækka kröfur í krónum þannig að at- vinnulífið geti ráðið við þær með góðu móti og hægt verði að aflétta gjaldeyrishöftum í kjölfarið. Jafn- framt verði reynt að semja við kröfuhafa föllnu bankanna um lækkun á kröfum þeirra á grund- velli þess að hagsmunir þeirra og íslensks atvinnulífs fari saman.“ Þetta er kafli úr vandaðri álykt- un 41. landsfundar Sjálfstæð- isflokksins í efnahags- og viðskipta- málum. Mikið hefur verið rætt um lausnir Framsóknarflokksins varð- andi skuldamál heimilanna. Það er ljóst að tillögur Framsóknarflokks- ins í þeim málum eru að skila flokknum miklum stuðningi í skoð- anakönnunum. Það þarf engan að undra enda er þetta það mál sem brennur mest á almenningi og ný- leg rannsókn sýnir að kjósendur telja þetta þýðingarmesta kosn- ingamálið. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsókn- arflokksins, bendir á að samningar við kröfuhafa í þrotabúi gömlu bankanna og afnám gjaldeyrishafta annars vegar og lausn á skulda- málum heimilanna hins vegar séu tvær hliðar á sama peningi, ef þannig mætti að orði komast. En ef við höldum áfram að birta kafla úr ályktun landsfundar Sjálf- stæðisflokksins í þessum efnum þá stendur þar einnig: „Það er nauðsynlegt að forræði nauðasamninga sé á hendi Alþingis, ríkisstjórnar og sérfræðinga á þeirra vegum, en ekki hjá Seðlabanka Ís- lands. Það samrýmist ekki starfsemi seðla- banka að standa í nauðasamningum. Gæta þarf hagsmuna þjóðarinnar og ná fram ýtrustu kröfum í þeim efnum. Forréttindi erlendra kröfuhafa, með und- anþágum frá gjaldeyr- islögum sem veittar voru þrotabúum föllnu bankanna, þar með talið þrotabúi Landsbanka Íslands og kröfuhöfum fyrirtækja í eigu sveitarfélaga, þarf að afnema. Slík forréttindi eru á kostnað almennings á Íslandi.“ Af hverju er ég að vitna í álykt- un síðasta landsfundar Sjálfstæð- isflokksins og ræða um stefnu Framsóknarflokksins í skulda- málum heimilanna? Jú, vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti mjög harðorða ályktun sem er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að í nauðasamningum við kröfuhafa skulu ganga hart fram til að gæta hagsmuna þjóðarinnar og taka þar mið af hagsmunum heimila. Sjálf- stæðisflokkurinn ætlar að afnema forréttindi erlendra kröfuhafa, sem eru með í dag undanþágu frá gjald- eyrislögum, því slík forréttindi eru á kostnað almennings á Íslandi. Þetta verður ekki skilið öðruvísi en svo að Sjálfstæðisflokkurinn sé al- gjörlega sammála Framsókn- arflokknum í að nýta það svigrúm sem skapast með nauðasamningum við kröfuhafa í þágu heimilanna. Þetta ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera með almennum aðgerðum, þ.e.a.s. með því að hækka ráðstöf- unartekjur landsmanna (skila ávinningnum í gegnum skattalækk- un), en síðast en ekki síst „… að bregðast við greiðslu- og skulda- vanda heimilanna með almennum aðgerðum. Þessi aðgerð er mik- ilvæg forsenda fyrir auknum hag- vexti og framtíðaruppbyggingu ís- lensks þjóðfélags.“ Að mínu áliti þýðir þetta að Sjálfstæðisflokkurinn getur ráðist í að bæta heimilum landsins þann forsendubrest sem hér varð. Þessu eiga frambjóðendur Sjálfstæð- isflokksins að halda á lofti af fullum krafti. Ég get ekki séð, þegar vel er að gáð, mikinn mun á þessum tillögum og tillögum Framsókn- arflokksins í skuldamálum heim- ilanna! Sömuleiðis er það alveg skýrt í mínum huga að stefna Sjálf- stæðisflokksins er sú að bjóða hér upp á húsnæðislán með föstum vöxtum til langs tíma án verðtrygg- ingar. Ef eitthvað skilur þessar stefnur að þá er það hve vandaðar, róttækar og ítarlegar tillögur Sjálf- stæðisflokksins eru. Það eru hins vegar ákveðnir frambjóðendur flokksins sem hafa afvegaleitt og rangtúlkað stefnu Sjálfstæðisflokksins af óskiljan- legum ástæðum. Það er þeirra rétt- ur að vera ekki sammála nið- urstöðu landsfundar, en það er skylda þeirra að kynna stefnu Sjálfstæðisflokksins eins og hún var samþykkt á landsfundinum í febrúar. Landsfundur hefur síðasta orðið í stefnu flokksins. Ef hin öfl- uga sveit frambjóðenda kynnti kjósendum stefnuna í efnahags- og viðskiptamálum, sem 41. lands- fundur Sjálfstæðisflokksins sam- þykkti, þá trúi ég því að sjálfstæð- ismenn nái að snúa vörn í sókn. Lausn á skuldavanda for- senda fyrir framtíðarupp- byggingu íslensks þjóðfélags Eftir Jón Baldur Lorange »Ég get ekki séð, þeg- ar vel er að gáð, mik- inn mun á þessum til- lögum og tillögum Framsóknarflokksins í skuldamálum heim- ilanna! Jón Baldur Lorange Höfundur er stjórnmálafræðingur. Mikill fjöldi lausna barst við vor- jafndægragátunni og voru flestir með rétta lausn á henni. Lausnin er: Óttalaus nú áfram veginn endalausa halda skalt. Hendir öllum fölskva feginn færð að launum þúsundfalt hlýju þess, sem harmi sleginn, hokinn reynslu missti allt. Frægðarljóminn þrátt er þeginn þótt á hátindi sé kalt. Vinningarnir eru bækur frá For- laginu. Kristín Friðbertsdóttir Torfufelli 42 111 Reykjavík fær bókina Sumar án karlmanna eftir Siri Hustvedt. Þóra Björg Kristinsdóttir Espigrund 4 300 Akranesi fær bókina Hvítfeld, fjöl- skyldusaga eftir Kristínu Eiríks- dóttur og Kristín Hannesdóttir Selnesi 36 760 Breiðdalsvík fær bókina Húsið eftir Stefán Mána. Vinningshafar geta vitjað vinning- anna í móttöku ritstjórnar Morg- unblaðsins eða hringt í 569-1100 og fengið bækurnar sendar heim. Morgunblaðið þakkar þeim, sem sendu lausnir. Lausn vorjafndægragátu Meistaralok á Suðurnesjum Arnór Ragnarsson, Karl G. Karls- son og Gunnlaugur Sævarsson unnu meistaramót bridsfélaganna á Suð- urnesjum en mótið stóð í fjögur kvöld og lauk sl. miðvikudagskvöld. Þríeykið fékk 56% skor. Feðgarnir úr Grindavík, Guðjón Einarsson og Ingvar Guðjónsson, voru í öðru sæti með 53,2%, Pétur Júlíusson og Skafti Þórisson með 52,4% í þriðja sæti og bræðurnir Oddur og Árni Hannessynir fjórðu með 52,1%. Efstu pör síðasta spilakvöldið (prósentskor): Dagur Ingimarsson – Bjarki Dagss. 61,9 Ævar Jónasson – Jón Gíslason 55,8 Kolbr. Guðveigsd. – Karl Einarsson 55,6 Mæsta miðvikudagskvöld verður spilað fyrra kvöldið í árlegum Landsbankatvímenningi. Spilað er í félagsheimilinu á Mánagrund kl. 19. Lögfræðistofan vann Aðalsveitakeppni Bridsfélags Reykjavíkur er lokið. Öruggur sig- urvegari var sveit Lögfræðistofu Ís- lands. Í sveitinni spiluðu Jón Bald- ursson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármannsson, Steinar Jónsson, Bjarni Einarsson og Aðalsteinn Jörgensen.Lokastaðan: Lögfræðistofa Íslands 248 stig Málning 233 stig Garðsapótek 212 stig Karl Sigurhjartarson 209 stig Chile 209 stig BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Frá því að Garðlist ehf var stofnað fyrir 23 árum síðan, höfum við haft það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu fyrir garðinn á einum stað. Við þökkum þeim þúsundum einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja sem við höfum átt í viðskiptum við undanfarin ár, á sama tíma og við bjóðum nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna. ALHLIÐA GARÐÞJÓNUSTATUNGUHÁLSI 7 » 110 REYKJAVÍK » SÍMI 554 1989 » GARDLIST.IS ALLT FYRIR GARÐINN Á EINUM STAÐ » Trjáklippingar » Trjáfellingar » Garðsláttur » Beðahreinsun » Þökulagnir » Stubbatæting » Gróðursetning » Garðaúðun o.fl. Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.