Morgunblaðið - 12.04.2013, Page 33

Morgunblaðið - 12.04.2013, Page 33
UMRÆÐAN 33Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Árið 2000 tilkynntu Bill Clinton og Tony Blair sameiginlega að fyrsta erfðamengi mannsins hefði verið raðgreint. Meira en áratug tók að ljúka þessu gríðarlega stóra verkefni og kostnaður við það er nú talinn hafa numið um þremur millj- örðum dollara (375 milljörðum króna). Þessu er rétti- lega lýst sem einhverju mikilvæg- asta vísindaafreki mannkyns sem markaði tímamót í lífvísindum. Margar góðar ástæður voru fyr- ir því að ráðast í þetta stóra verk- efni á sínum tíma. Með erfða- mengi mannsins í hendi var hægt að öðlast dýpri skilning á líffræði og ennfremur erfðum algengra sjúkdóma og þannig þróa nýjar meðferðir og lyf gegn sjúkdómum. Annar stór ávinningur var mögu- leikinn á einstaklingsbundnum lyfjum og læknismeðferðum þar sem erfðir eru hafðar að leið- arljósi við meðhöndlun sjúkdóms- ins. Brátt kom þó í ljós að erfðir algengra sjúkdóma voru flóknari en flestir höfðu spáð. Nýju lyfin og persónulegu læknismeðferð- irnar hafa því ekki orðið eins fljótt að veruleika og sumir vís- indamenn gerðu upphaflega ráð fyrir. Nú eru þó teikn á lofti um að það muni brátt breytast. Á undanförnum árum hefur orð- ið önnur, en þó hljóðlátari, bylting í erfðafræði. Þessi bylting hefur verið knúin áfram af gríðarlegum tækniframförum í raðgreiningu erfðamengja. Kostnaður við að raðgreina einstök erfðamengi ein- staklings er nú u.þ.b. 5.000 doll- arar (625 þús. kr.) og það tekur innan við viku að ljúka greining- unni. Með því aðeins að greina breytilega hluta erfðaefnis ein- staklinga er hægt að fá mjög heildstæða mynd af erfðamenginu fyrir mun minni upphæð, eða 99 dollara (12.500 kr.), sem er það verð sem líftæknifyrirtækið 23andme (https:// www.23andme.com/) tekur fyrir að erfðagreina einstakling. Þetta er ótrúlegt í ljósi kostnaðarins fyrir 13 árum þegar Bill Clinton og Tony Blair tilkynntu hið mikla vís- indaafrek. Þessi bylting hefur leitt til ástands sem líkist kannski mest upphafi internetsins í byrjun tí- unda áratugar seinustu aldar, þeg- ar allir þeir möguleikar sem int- ernetið bauð upp á voru enn ókannaðir. Hvað þýðir þetta fyrir læknisfræði framtíðarinnar? Nú er loksins hægt að öðlast nokkuð heildstæða mynd af erfðum al- gengra sjúkdóma með því að raðgreina tugi þúsunda einstaklinga. Þetta hefur opnað fyr- ir lyfjaþróun fyrir skilvirkari og ná- kvæmari lyfja- meðferðir sem taka mið af erfðaefni ein- staklinga. Bættur skilningur á erfðum sjúkdóma gerir okkur einnig kleift að bæta núverandi spálíkön fyrir sjúkdóma, en nú er nánast einungis tekið mið af þekktum áhættuþáttum og sjúk- dómstíðni meðal náinna fjöl- skyldumeðlima. Að geta einnig tekið mið af bæði ætterni og erfðaefni einstaklinga getur því haft víðtæk áhrif á lífslíkur og lífs- gæði einstaklinga. Þetta á t.d. við um hjartaáföll, offitu, alzheimer, sykursýki, gláku og marga aðra arfgenga sjúkdóma þar sem ingrip í tæka tíð geta skipt miklu máli. Af hverju er þetta ekki gert? Aðalástæðan er líklega sú að tæknin er of ung og hefur enn ekki áunnið sér traust. Ísland er reyndar sérstaklega vel í stakk búið til þess að koma þessari tækni í notkun innan núverandi heilbrigðiskerfis. Samtök og fyr- irtæki á borð við t.d. Hjartavernd og Íslenska erfðagreiningu, sem og aðrir sérfræðingar á Íslandi, eru með framúrskarandi kunnáttu á þessu sviði sem er vel þekkt í hinu alþjóðlega vísindaumhverfi. Í mínum huga er þetta aðeins spurning um hvort við viljum vera meðal þeirra fyrstu til þess að nýta okkur þessa nýju tækni inn- an heilbrigðisþjónustunar eða ekki. Ég tel að við eigum að grípa þetta einstaka tækifæri strax og vera í fararbroddi í erfðafræði- byltingu innan heilbrigðisþjónust- unnar þar sem skynsemi og eðli- leg siðferðisleg sjónarmið eru höfð í heiðri. Erfðafræðibylt- ingin er tækifæri fyrir Ísland Eftir Bjarna Jó- hann Vilhjálmsson Bjarni Jóhann Vilhjálmsson »Með því að taka mið af erfðaefni ein- staklinga er hægt að bæta áhættumat á mörgum sjúkdómum og þannig auka lífslíkur og lífsgæði einstaklinga. Höfundur er nýdoktor við Harvardháskóla. Við ættum að veita ESB-sinnuðum og vinstrimönnum að minnsta kosti 30 ára orlof vegna frábærrar frammistöðu og nota tímann til að byggja upp veg- ina og tengja saman litlu skemmtilegu byggðarlögin á landsbyggðinni eins og til dæmis á Austfjörðum og Vestfjörðum til að skapa byggðakjarna sem gætu létt andlegum kvöðum af Reykvík- ingum. Eftir svona 10 ár ættum við að geta verið búin að átta okkur á því hvernig við ætlum að haga flutn- ingum um Ísland til framtíðar. Eins og nú háttar þá er allt flutt til Reykjavíkur og svo dreift þaðan. Þetta er auðvita alger óhæfa því álag er langt um of á hafnir og vegakerfi út frá og til Reykvíkinga sem þurfa þó endilega að hafa óspillta vegi til að komast í sum- arbústaði sína og fá næði til að rækta glaumhallir sínar, okurbúll- ur og tjarnartrúða leikhús í friði. En ef Reykvíkinga langar til að vera með okkur landsbyggð- armönnum við að þróa upp sam- félag sem byggist á skynsemi er það allt í lagi, ef þeir þá sætta sig við að vera gamaldags sveitamenn líka, eins og við og forfeður þeirra og mæður sem byggðu upp Reykjavík. Olía kostar, og kemur til með að kosta meira, og gildir einu hvar hún finnst, en rafmagn framleitt með hringrás vatns verður með hverri virkjuninni sífellt ódýrara. Það liggur því beint við að raf- magn er hentugt til flutninga á Ís- landi. Það þarf bara að finna upp kapla og framlengingar til að drífa flugvélar skip og flutningabíla með fossaafli. Nú ef það eru einhver vandræði með þessa kapla, þá er líka til önnur gamaldags og lang- reynd aðferð sem getur flutt allt sem flytja þarf hringinn um byggð- ir á Íslandi og gæti vel keppt við innanlandsflugið líka. Auðvitað hafa Reykvíkingar enga þörf fyrir svona gamaldags tækni, en þorp- ararnir og sveitamennirnir sem á eftir mér koma ætla að fá hana. Það verður margt flutt í Hörpu til yndis og þroska fyrir Stór- Reykvíkinga, en það verður ekkert flutt með Hörpu til eða frá lands- byggðinni. En á gamaldags raf- mögnuðum brautum gæti sá tími komið að landsbyggðarfólk hefði efni og nægju til að líta inn í Hörpu, og ef svo gerðist væri svo sem allt í lagi að lofa vinstrimönn- um að rústa hér í svo sem eitt til tvö ár á sextán ára fresti til minn- ingar um Jóhönnu en meira má það nú ekki vera. HRÓLFUR HRAUNDAL vélvirki. Veljum við ESB-skrjóðinn eða raunsæislestina? Frá Hrólfi Þorsteinssyni Hraundal Hrólfur Hraundal Aukablað alla þriðjudaga Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is Ertu að taka til í … …garðinum … geymslunni Komdu spilliefnunum og raftækjunum á söfnunarstöðina næst þér … … við sjáum um framhaldið! Esjubrauð Hollustubrauð sem inniheldur m.a. íslenska repjuolíu, repjuhrat sem og íslenskt bygg - enginn sykur Ríkt af Omega 3 Góð brauð – betri heilsa Opið: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 Lengri opnunartími á Dalveginum Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.