Morgunblaðið - 12.04.2013, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 12.04.2013, Qupperneq 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 ✝ Lovísa Ein-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 18. ágúst 1943. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 31. mars 2013. Foreldrar henn- ar voru Einar Jó- hannsson, f. 27.3. 1921, d. 10.7. 1984 og Áslaug Ein- arsdóttir, f. 3.2. 1920, d. 16.3. 1984. Samfeðra systkini Lovísu eru: Elísabeth, f. 14.11. 1949, Einar, f. 20.8. 1951, Margrét, f. 26.4. 1953, Konráð, f. 7.2. 1955 og Kristinn, f. 15.2. 1956. Lovísa giftist árið 1964 Ósk- ari Hafsteini Karlssyni fram- kvæmdastjóra, f. 15.2. 1935. Þau skildu árið 1987. Börn þeirra eru: 1. Áslaug, f. 22.12. 1965, tannlæknir, maki Ingólfur Einarsson læknir, f. 28.10. 1968. Synir þeirra: Óskar, f. 3. 9. 1997 og Davíð Einar, f. 2.5. 1999. 2. Dóra Sif, f. 12.10. 1969, sjúkra- þjálfari, maki Helge Lavergren fjármálastjóri, f. 3.12. 1970. unarheimili Hrafnistu við Boða- þing. Lovísa var formaður Fim- leikasambands Íslands árin 1981-1985. Hún átti sæti í stjórn Íþróttasambands Íslands 1986- 1996 og starfaði í mörgum nefndum á vegum þess. Hún var einn helsti frumkvöðull Kvenna- hlaups ÍSÍ árið 1990 og sat í undirbúningsnefnd þess í mörg ár. Hún átti sæti í bæjarstjórn Garðabæjar árin 1998-2002 (varabæjarfulltrúi 2002-2006) og starfaði í mörgum nefndum á vegum bæjarins, m.a. í menn- ingarmálanefnd og stjórn Hjúkrunarheimilisins Holtsbúð í Garðabæ. Hún var virk í starfi Kvenfélags Garðabæjar og Nor- ræna félagsins í Garðabæ. Lovísa ritaði margar greinar um íþróttir og málefni aldraðra í dagblöð og tímarit. Hún hlaut margar viðurkenn- ingar fyrir störf að félags-og íþróttamálum. Hún var sæmd fálkaorðunni árið 2008 og árið 2004 veitti Alþjóðaólymp- íunefndin henni sérstaka við- urkenningu. Hún hlaut gull- merki ÍSÍ árið 1996 og Samhjálpar kvenna árið 2009. Árið 2009 var hún kjörin heið- ursfélagi ÍSÍ. Útför Lovísu fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 12. apríl 2013, kl. 15. Synir þeirra: Karl Ívar, f. 25. 4. 2004 og Magnús Örn, f. 10.1. 2007. 3. Ívar Helgi, f. 17.9. 1971, d. 17.8. 1991. Eftirlifandi eig- inmaður Lovísu er Ingimar Jónsson, f. 19.12. 1937. Lovísa var íþróttakennari og sjúkraliði að mennt. Hún kenndi kvenna- leikfimi í Garðabæ í mörg ár, m.a. á vegum UMF Stjörn- unnar. Hún stjórnaði leikfimi- hópum kvenna um langt skeið og fór með þá á mörg al- þjóðamót. Um árabil var hún leiðbeinandi í heilsurækt aldr- aðra á Hrafnistu í Hafnarfirði. Árið 1989 stofnaði hún til heilsuræktar kvenna sem geng- ist höfðu undir aðgerð vegna brjóstakrabbameins. Var hún brautryðjandi á því sviði hér- lendis. Síðustu árin starfaði hún sem leiðbeinandi í heilsurækt og samskiptafulltrúi á Hrafn- istu í Hafnarfirði og á hjúkr- Dagarnir voru taldir niður þegar von var á ömmu í heim- sókn til okkar í Noregi. Til- hlökkunin var mikil og gagn- kvæm. Endurfundirnir voru hlýir og innilegir þegar amma kom með töskuna fulla af kræs- ingum og glaðningi. Tímanum var vel varið í leik, barnakross- gátur, berjatínslu, lummubakst- ur og útiveru. Á kvöldin var svo borðað vel og spjallað og orku safnað fyrir næsta fjördag. Þennan tíma metum við öll mik- ils. Elsku mamma/amma Lovísa, við kveðjum þig með söknuði en erum þakklát fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Þú lifir áfram með okkur í minn- ingunni og við höldum áfram í Pollýönnuleiknum sem þú kenndir okkur. Dóra, Helge, Karl Ívar og Magnús Örn. Kveðja frá systkinum Mikið sem við systkinin á Ísa- firði vorum stolt af henni Lovísu systur okkar. Líklega spilaði þar inn í að við eignuðumst hana svona seint þó að hún væri eldri en við öll. Við vorum orðin nokk- uð stálpuð þegar við fréttum fyrst af henni en pabbi hafði eignast hana áður en hann kynntist mömmu. Eins og al- gengt var á þessum árum voru slík systkini ekki á allra vitorði. Þegar við loksins fréttum af henni og kynntumst var okkur alveg sama um allt slíkt leyni- makk. Við höfðum í alvörunni eignast systur suður í Reykjavík og það enga venjulega systur. Samband mömmu og Lovísu varð síðan yndislegt og fallegt. Mamma var orðin „mamma“ Bettý hjá Lovísu. Strax kom í ljós hvað Lovísa var hjartahlý og opin í okkar garð. Setti sig inn í öll mál og spurði spurninga. Vildi eiga hlutdeild, hafði áhuga, gaf af sér. Lovísa hafði sérstakan áhuga á að fylgjast með. Hvað við vorum að læra eða vinna og ekki síður um íþrótta- og tómstundastarfið. Hún fylgdist grannt með þessu öllu og var ótrúlega vel inni í öll- um okkar málum. Seinna beindust þessar sömu spurningar að börnum okkar og barnabörnum. Með þeim vildi Lovísa fylgjast. Slík kona hlaut að vera góð systir og það var okkar happ að eiga hana að, smitast af henni og læra. Lífsviðhorf Lovísu og líferni var okkur líka til eftirbreytni. Heilbrigðið, víðsýnin, þekking- arleitin, réttsýnin. Allt voru þetta eiginleikar í fari Lovísu sem smituðu allt hennar líf og umhverfi. Hún var alltaf að fara eitthvert, skoða nýja staði, ferðast, leggja á sig og kanna. Gönguferðir, skoðunarferðir, veiðiferðir, íþróttaferðir, fræðsluferðir. Lovísa var alltaf að. Kátínan er líklega sá hluti persónuleika Lovísu sem lýsir henni best. Hláturinn og fallega, heiðarlega brosið sem fyllti allt andlitið af hluttekningu og hlýju. Þetta jákvæða og glaðlega fas sem gerði návistina við Lovísu svo eftirminnilega og eftirsókn- arverða. Þarna var hún svo lík pabba. Lovísa skaraði fram úr á mörgum sviðum og var braut- ryðjandi í svo mörgu sem hún tók sér fyrir hendur. Þetta sáum við og fundum mjög sterkt og stolt vorum við púkarnir að vest- an þegar stóra systir stóð á Bessastöðum og tók á móti fálkaorðunni úr hendi forseta Ís- lands. Aldrei stærði Lovísa sig af afrekum sínum, öðru nær. Líf Lovísu var ekki alltaf auð- velt og á henni dundu áföll og erfiðleikar sem hefðu beygt mörg okkar. En ekki hana. Hún tókst á við erfiðleikana af æðru- leysi og með þeirri manngæsku og næmi sem einkenndu hana alla tíð. Vissulega merktum við sárin sem hún bar og þótt þau vörpuðu stöku skugga urðu þau ekki að óyfirstíganlegri hindrun eða fjötrum. Veikindi Lovísu treystu enn systkinaböndin og við kynnt- umst henni með nýjum hætti. Söknuðurinn verður sár en styrkur hennar og staðfesta mun lifa með okkur sem og minningin um yndislega mann- eskju. Hvíl í friði, elsku systir. Elízabeth, Einar, Margrét, Konráð og Kristinn, Einars- og Bettýarbörn. Elsku Lovísa, mágkona mín og vinkona, er farin alltof alltof fljótt. Þó að við höfum brallað ótrúlega mikið í gegnum árin þá áttum við eftir að gera svo margt og segja svo margt. Mér stendur það skýrt fyrir hugskotssjónum þegar ég sá hana fyrst. Við María heitin systir mín vorum staddar á Hót- el Esju þegar við sáum Ingimar bróður okkar koma ásamt fleira fólki. Með í för var glæsileg kona, brosandi og geislandi, Lovísa, sagði hún og heilsaði okkur. Þetta fólk var þarna sam- an á ráðstefnu og staldraði ekki lengi við. Við Maja litum hvor á aðra og vorum sammála um að þetta væri kona sem við vildum að Ingimar myndi ná góðu sam- bandi við. Löngu seinna varð það raunin og urðum við Maja harla glaðar, enda duldist eng- um að þau áttu vel saman. Lovísa þessi glaða og hressa kona var ótrúlega lagin við að búa til stemningu, gera hlutina skemmtilega. Það var alltaf jafn- gaman að tala við hana og fá upphringingu frá henni. Jæja, nú er alltof langt síðan við höf- um sést, átti hún til að segja, viltu ekki koma í Garðabæinn, við getum farið í göngutúr, síðan í sund og svo borðum við góðan mat. Viltu ekki bara koma núna? Þegar Ingimar var kennari á Laugavatni var ég alltaf meira en velkomin að fara með um helgar ef þannig stóð á. Aldrei var setið auðum höndum, farið í skoðunarferðir, göngutúra, við tvær fórum kannski í gufubaðið og heima var Ingimar að búa til fínan mat handa okkur. Síðan voru málin rædd, allt milli him- ins og jarðar, síðustu tónleikar, leiksýningar eða bækur sem ver- ið var að lesa. Margar ferðir voru farnar norður á Akureyri. Ingimar keyrði og við sátum aft- ur í, kjöftuðum og sungum fyrir hann. Hann fór með drápur fyrir okkur sem hann var að læra ut- an að. Alltaf var stansað á sama stað, við Hreðavatnsskálann, Lovísa dró upp dúk og lagði kræsingar á hann, svo sátum við, snæddum og skemmtum okkur vel. Það var eitthvað svo sérstakt og gaman að endurtaka þetta alltaf, helst alveg eins. All- ar okkar samverustundir voru yndislegar hvort sem þær voru í Odense, Garðabæ, Riga eða í Koti í Svarfaðardal. Það verður erfitt að venjast því að fá ekki upphringingu frá Lovísu og heyra: Hvað eigum við að koma að gera? Eða: Ætlarðu ekki að fara að koma? Hvíl í friði, mín frábæra vin- kona. Saga Jónsdóttir Í dag kveðjum við okkar ynd- islegu frænku, Lovísu Einars- dóttur. Hver hefði trúað því að Lovísa, þessi heilbrigða kona, fengi þennan hræðilega sjúk- dóm, heilbrigð sál í hraustum líkama átti vel við Lovísu að öllu leyti. Að mínu mati var Lovísa eins og sólargeisli, það ljómaði alltaf allt í kringum hana þegar hún birtist, viðmót hennar ein- kenndist af jákvæðni, gleði og hlýju. Lovísa og systkini hennar eiga stórt pláss í hjörtum okkur systkinanna frá Neðri-Brunna- stöðum og var oft glatt á hjalla, mikið hlegið og haft gaman þeg- ar allir voru samankomnir. Lovísa var mikil íþróttakona og var m.a. frumkvöðull að Kvennahlaupi ÍSÍ. Hún var með leikfimi í mörg ár fyrir konur sem höfðu greinst með brjósta- krabbamein, svo fátt eitt sé nefnt. Lovísa naut þess að gefa af sér og gat rætt málin við fólk á öllum aldri. Hún gaf sig alltaf að okkur krökkunum og spjall- aði, þá um allt milli himins og jarðar. Hún vann við félagsstörf með eldri borgurum, m.a. á Hrafnistu, þar sem hún naut sín í því að ræða við fólk og rifja upp gamla daga með því. Lovísa kunni að meta það sem lífið og náttúran gaf og kunni einnig að miðla og deila með öðrum. Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. … Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson) Elsku frændsystkini mín og Ingimar, guð styrki ykkur á erf- iðum stundum. Sigrún Símonardóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Nú er komið að síðustu kveðjustund elsku frænka mín, ég kveð þig með trega og sökn- uði um leið og ég vil þakka fyrir að hafa fengið að verða þér sam- ferða á þessu tilverustigi sem við dveljum á. Það er gott að skoða í minningabankann og minnast glaðværðar þinnar, tilbúin að taka þátt í leikjum og söng þeg- ar tækifæri gafst og stundum voru á árum áður gerð pínulítil prakkarastrik, sem þér leiddist nú ekki að taka þátt í. Varðeldasöngurinn og aðrar góðar stundir á Neðri-Brunna- stöðum eiga sér góðan stað í minningabankanum, einnig þeg- ar við „klifum“ Drangey saman fyrir nokkrum árum. Að vera úti í náttúrunni, hvort sem var til fjalla eða niðri í fjöru, átti svo vel við þína hraustu og heil- brigðu sál. Lovísa var einstaklega list- ræn og bjó sér fallegt heimili sem gott var að heimsækja. Minningarnar eru óteljandi en fyrst og fremst er það góð nærvera, traust og vinátta sem einkenndi Lovísu. Ingimar og fjölskylda, ég bið góðan Guð að veita ykkur styrk á erfiðum stundum. Guð blessi minningu Lovísu Einars. Lovísa Símonardóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Mín góða frænka, vinkona og gleðigjafi Lovísa Einarsdóttir er látin langt fyrir aldur fram. Minningarnar streyma fram. Stundirnar með frænku minni voru ómetanlegar, oft urðu mánudagar að sunnudögum þeg- ar hún kom í Birkilund. Þá var hátíð í bæ, hlegið, sungið og spil- að og gleðin í fyrirrúmi. Þín er sárt saknað. Sjáumst í uppheim- um. Helga Pálsdóttir. Kveðja frá Kaupmannahöfn Hún Lovísa er horfin af heimi. Of fljótt því að henni er mikil eftirsjá. Lovísa ólst upp hjá móður sinni í húsi forfeðranna, vestast í Vesturbænum við hafið þar sem fegurst verða kvöldin og sólsetr- ið. Hún deildi afmælisdegi með Reykjavík og var því alltaf flaggað á afmælisdeginum henn- ar. Fullorðinsárunum eyddi hún í Garðabæ síðast í Löngumýri þar sem fögur fjallasýn blasti við í stofuglugganum. Lífið lék ekki alltaf við hana Lovísu en hún lék þá bara við líf- ið. Hún var óvenjulífsglöð og hafði mikið lífsþrek. Enda lagði hún gjörva hönd á margt og hlaut verðug fálkaorðuna. Hún var mörgum góðum kost- um búin, fagurkeri og listunn- andi, bjó heimili sitt af góðum smekk fallegum hlutum, list- munum og sérstökum hlutum frá ferðum sínum um heiminn. Vegna íþróttastarfa og af eigin áhuga ferðaðist hún oft og víða um heiminn og kunni að njóta staðanna sem hún kom til og sérkenna þeirra. Hennar eðli var að vera fram- kvæmdasöm. Hún var hugrökk og bjartsýn en þó með nokkurri íhygli, oft kímin á svip því hún var glögg og hafði gott skop- skyn. Hún var orðhög, komst oft vel að orði, líka ritfær og sendi frá sér greinar þegar henni lá eitthvað á hjarta í áhugmálum eða starfi og tilfinningar sínar setti hún í bundið mál. Ég minnist með ánægju margra samverustunda með henni og Ingimar. Það var áreið- anlega gæfa beggja þegar þau tóku saman um miðjan aldur og svo samstiga voru þau, t.d. í dansi að manni datt ekki annað í hug en þau hefðu verið saman alla tíð. Við leiðarlok koma sérstak- lega upp í hugann fyrstu kynni í sænskunámi í Norður-Svíþjóð og ánægjuleg heimsókn okkar Jóns til þeirra hjóna í gestaíbúð á Fjóni þar sem okkur var tekið af mikilli gestrisni og myndar- skap. Dauðinn er eins og glervegg- ur sem skilur að, hinn látni svo nálægur en ósnertanlegur og hverfur svo hægt út ómælisdjúp- ið. Með þakklæti fyrir allt. Sjöfn Kristjánsdóttir. Ferjan hefur festar losað, farþegi er einn um borð, mér er ljúft af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag. Þakkir fyrir þúsund hlátra þakkir fyrir liðinn dag. (J. Har.) Það var ætíð glaðværð og gleðistundir þegar Amsterdam- hópurinn hittist. Nafnið á hópnum er þannig tilkomið að snemma árs l991 voru 18 konur í leikfimihóp Stjörnunnar við æfingar undir stjórn Lovísu vegna undirbún- ings að þátttöku í alþjóðlegri fimleikahátíð. Haldið var á Gym- naströdu í Amsterdam í Hol- landi og því þótti viðeigandi að nefna valkyrjurnar Amsterdam- hópinn Eftir þessa eftirminnilegu ferð á fimleikahátíðina hefur hópurinn, 19 konur með foringj- ann, eins og við kölluðum Lovísu, haldið saman og styrkt tryggðaböndin. Minningarnar streyma fram frá leikfimitímum í Ásgarði, sveitaferðum með skemmtidagskrá, við uppá- klæddar í brúðkaupi hertogans af Hverdó og prinsessunnar af Bora Bora, brunch hjá Baro- nessunni du la Skordal, hlut- verkaleikur á Arnarstapa, Drumboddsstöðum, peysufata- kvöld, afmælis- og menningar- ferðir erlendis og síðast en ekki síst afmælisboð hér heima með tilheyrandi afmælissöngtextum sem Lovísa samdi svo snilldar- lega, svo og samvera okkar á tveggja mánaða fresti. Í október síðastliðinn hittist hópurinn í afmælisveislu og var þá heilsu Lovísu farið að hraka, bar hún sig vel en við sem þekktum hana sáum að hún gekk ekki heil til skógar. Lovísa hélt vel utan um hóp- ana sína og forystuhæfileikar hennar nutu sín til fulls hvar sem við vorum. Þegar Lovísa tók til máls þá var hlustað. Við munum varðveita dýr- mætar minningar um glaðværa konu og vináttu í blíðu og stríðu og þökkum henni af alúð alla hennar gæsku og gleði og vitum að Ásthildur, sem var sú fyrsta í hópnum sem féll frá, mun taka á móti henni með útbreiddan faðminn og bros á vör. Fjölskyldu Lovísu sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Amsterdam- hópsins, Margrét Guðmundsdóttir. Í dag kveðjum við góða vin- konu, Lovísu Einarsdóttur. Ótrúlegt að þessi duglega, hrausta og hugmyndaríka kona skuli vera okkur horfin. Leiðir okkar lágu saman fyrir meira en hálfri öld. Á kveðjustundu streyma fram minningar frá svo ótalmörgum samverustundum. Margar góðar stundir áttum við saman í Ívarsseli, sem Lovísu þótti ákaflega vænt um, og hún var svo glöð þegar búið var að flytja það að Árbæjarsafni. Þá fórum við í margar skemmtileg- ar ferðir og útilegur en nokkrar þeirra eru mjög eftirminnilegar, eins og þegar við fórum í Öræfin 1962, en þá var allt óbrúað þar og var því ævintýri líkast að fara þar um. Einnig gengum við 10 daga um Hornstrandir 1968, en þá ferð skipulagði góður vinur og kær frændi Lovísu, Gylfi Gunnarsson, en hann lést fyrir tveimur árum og er hans sárt saknað. Við fórum til Danmerk- ur og Brasilíu með fimleikadeild Gerplu sem voru frábærar ferð- ir. Við keyptum saman sumarbú- staðaland í Grímsnesi sem við nefndum Ljúfaland og byggðum okkur þar sumarbústaði og átt- um þar bara ljúfar stundir. Leikfimi stundaði ég frá fyrsta degi þegar Lovísa byrjaði að kenna í Garðabæ. Hún fékk fyrst aðstöðu í Flataskóla en flutti síðan frúarleikfimina eins og það var kallað þá í íþrótta- húsið þegar það var tekið í notk- un. Í mörg ár hittust nokkur hjón á gamlárskvöld og söng þessi hópur sig inn í nýtt ár af mikilli gleði. Þá er ógleymanleg sú vinátta og samhugur hjá nokkrum fjölskyldum sem búa og bjuggu við Aratún. Börnin okkar ólust upp saman og þar átti þessi samheldni hópur margar góðar stundir, ferðalög um verslunarmannahelgar, af- mæli og samverustundir voru við ólíkustu tækifæri. Þegar þessi hópur hittist er alltaf gleðin við völd. Við stelpurnar í Aratúni stofnuðum saumaklúbb fyrir um 30 árum og hittumst mánaðarlega yfir veturinn. Aldr- ei hefur fallið skuggi á vináttu okkar. Ef það er eitthvað sem tekur við eftir þetta líf þá veit ég að það verður tekið vel á móti Lovísu, sonur hennar Ívar Helgi mun taka á móti henni opnum örmum og leiða hana um á nýrri vegferð. Við vottum ættingjum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning okkar kæru vinkonu. Arna og Sighvatur. Lovísa Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.