Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 39
Við systkinin í Ásveginum eig- um yndislegar minningar um mæta og góða konu. Unna Maja var nefnilega alveg einstök. Henni fylgdi alltaf léttlyndi og glaðværð, hlátur og kátína, hvar sem hún fór. Breiða fallega brosið hennar gat svo sannarlega dimmu í dagsljós breytt. Og faðmurinn hennar svo stór og mjúkur, bara hlýja og góðvild. Alltaf. Unna Maja hafði einstakt lag á að sjá það jákvæða í hlutunum og hún hafði ríka réttlætiskennd, var heiðarleg og sönn og gaf svo mörgum svo mikið af sér. Þolin- mæði hennar og þrautseigja var endalaus og ómæld. Okkur var hún einstaklega trú og trygg. Við ætlum að trúa því að vel hafi verið tekið á móti henni á himnum. Í huga okkar er hún þar. Minning hennar lifir. Aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Jónína, Kristín, Arnar og Svana. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Nú er hún Unnur María vin- kona mín dáin, búin að tapa stríð- inu, þótt hún hafi barist eins og ljón. Henni tókst að komast á sjö- tugsaldurinn og var ákaflega ánægð með það. Við Unna urðum vinkonur á stelpuskottsaldrinum og héldum miklu vinfengi alla tíð, þótt við værum ekki alltaf inni á gafli hvor hjá annarri. Síðasta ár- ið höfum við rifjað upp margar skemmtilegar samverustundir úr æsku. Þá var alltaf sólskin og gott veður á sumrin og snjór, frost og heiðríkja á vetrum. Við vorum líka alltaf úti. Eltum útfallið, hlup- um undan aðfallinu, gerðum parís í sandinn, príluðum í grjótinu á nýja (þá) hafnargarðinum, fórum í lautarferðir upp í hóla, lágum í grasinu og skoðuðum skýin, fór- um ásamt fleirum í pílu og fleiri leiki, en vorum alltaf saman í liði. Á vetrum vorum við endalaust á skautum á flæðunum og ánni og ætluðum að verða skautadrottn- ingar þegar við yrðum stórar. Þetta voru dásamlegir tímar. Svo stækkuðum við og við tóku unglingsárin. Við vorum saman eitt ár í Svíþjóð við að passa börn og höfum rifjað upp margar góðar minningar þaðan. Í Reykjavík vorum við líka samtímis um tíma, en svo skildi svolítið leiðir. Við tók annað tímabil með búsforráðum og börnum, en vinskapurinn hélst og þegar við hittumst var alltaf mikið fjör og margt skrafað. Takk fyrir allar stundirnar, Unna mín. Elsku Tryggvi, Heiðrún, Haf- dís, Helgi, Daníel, Sólveig og fjöl- skyldur. Við Palli sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og biðj- um að Guð fylgi ykkur gegnum sorgina. Sigurlaug Stefánsdóttir. Nú þegar elskuleg vinkona mín Unnur María hefur kvatt þetta líf langar mig að þakka fyrir að hafa kynnst henni og átt vináttu henn- ar í 44 ár. Við hittumst fyrst í Gautaborg þar sem við vorum mættar til að senda jólakveðjur heim til ættingja og vina á Íslandi í gegnum Ríkisútvarpið. Hún lað- aði að sér fólk hvar sem hún kom, hlýleg og skemmtileg með sinn dillandi hlátur. Hún hafði þann frábæra eiginleika að sjá jákvæðu hliðarnar á því sem kom upp á og hafði einstakt jafnaðargeð og aukaskammt af þolinmæði. Það kom sér oft vel þegar hún var komin með fallega barnahópinn sinn, sex börn, og bóndakona í fullu starfi. Hún var ævintýra- gjörn og elskaði að ferðast. Þegar hún fór að vinna á sambýli á Ak- ureyri nutu skjólstæðingarnir sem hún annaðist þess. Hún fór í sumarbústaði með marga ein- staklinga og þeir voru meðhöndl- aðir eins og kóngafólk. Hún fór líka til útlanda sem fararstjóri með fatlaða unglinga. Hún átti það til að hringja til mín og at- huga hvort það væri ekki í lagi að kíkja í kaffi því vélin til Akureyrar færi ekki fyrr en eftir tvo tíma og hún væri með fjóra með sér. Það eru ógleymanlegar stundir. Það er hægt að telja endalaust upp ágæti Unnar Maríu og það eru eingöngu góðar minningar sem hún skilur eftir sig. Það er svo gott í sorginni og söknuðinum að ylja sér við þær minningar. Ég sendi börnum hennar og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur og bið Guð að blessa minningu hennar. Guðrún Margrét Einarsdóttir. Elsku Unna Maja. Við kveðj- um þig með söknuði og þökkum samfylgdina. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vina- hjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. Þitt hjarta geymdi gullið dýra og sanna, að gleðja og hjálpa stærst þín unun var. Því hlaust þú hylli Guðs og góðra manna og göfugt líf þitt fagran ávöxt bar. (Ingibjörg Sigurðardóttir) María og Símon. Elsku Unna Mæja, mín gamla húsmóðir. Þær eru misjafnar ævisögurn- ar sem við skiljum eftir okkur. Þín saga var meistaraverk … og er ég svo afskaplega glöð að hafa fengið að vera ein af persónunum í lífi þínu. Endalaus gleði, dugnaður og atorkusemi einkenndi þig og með stórfjölskylduna í kringum þig þá bættist við dramatík og endalaust fjör. Sjaldan róleg stund nema þá á kaffihúsum og þar varst þú á heimavelli. Ég kom í sveit á Ytra-Hvarf til þín og Jóa á unglingsárunum, há- vaðasöm og afar orkumikil. Talaði endalaust og alltaf nenntir þú að hlusta á mig . Vinnukona og pöss- unarpía var ég titluð. Þetta reyndist vera byrjunin á ævivar- andi vináttu á milli mín og hús- móður minnar og hafa símtölin og heimsóknirnar verið ófáar í gegn- um árin. Daginn sem ég varð 25 ára Þá hringdi hún í mig til að spyrja hvort ég væri farin að dansa gömlu dansana. Ég hafði víst hlegið að þeim hjónum á balli forðum daga, þegar þau voru 25, og sagt að svo gamalt fólk ætti að dansa gömlu dansana. Þetta var ósjaldan rifjað upp. En nú ertu komin í faðm for- eldra þinna og systra. Takk fyrir allar góðu ráðleggingarnar. Takk fyrir gleðina. Takk fyrir hlátur- inn. Takk fyrir allt spjallið. Takk fyrir að hafa verið gleðigjafi í lífi svo margra. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til ættingja. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Anna Júlía Skúladóttir. MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 ✝ Ólafur Ólafs-son fæddist á Akranesi 23. nóv- ember 1926. Hann andaðist á Land- spítalanum Foss- vogi 5. apríl 2013. Foreldrar Ólafs voru Ólafína Ólafs- dóttir frá Deild á Akranesi, f. 10. okt. 1902, d. 12. okt. 1995, og Ólafur Helgi Sigurðsson frá Fiskilæk í Melasveit, f. 25. okt. 1902, d. 3. des. 1984. Systkini Ólafs eru: 1) Hörður Ragnar, f. 1924, d. 2001, 2) Guð- rún Diljá, f. 1927, d. 1995, 3) Margrét, f. 1929, 4) Sigurður Hreinn, f. 1933, d. 1978, 5) Frey- móður Heiðar, f. 1935, d. 1978, 6) Ása Sigríður, f. 1937, 7) Jóna Kolbrún, f. 1940, d. 2006. Hálf- systkini hans sammæðra eru: 1) Jóhann Grétar Hinriksson, f. 1922, d. 2006, 2) Ólafína Sigrún Ólafsdóttir, f. 1946. Hálfsystir hans samfeðra er Svanhildur, f. 1948. Ólafur kvæntist 29. desember 1947 Lilju Halldórsdóttur, f. 14. unn Helga, f. 17. okt. 1959, maki Halldór Hauksson, synir þeirra eru Atli Viðar, Kristinn Júlíus og Ólafur Helgi. Ólafur og Lilja byrjuðu sinn búsakp á Akranesi. Árið 1962 flytja þau að Innsta-Vogi og gerðist hann bóndi, þar bjuggu þau í áratug. Þá fluttust þau að Görðum á Akranesi og héldu áfram fjárbúskap ásamt rófu- og kálrækt. Upp úr 1980 hætta þau búskap á Görðum en hann var mikill bóndi í sér og var með kindur áfram allt til ársins 2000. Síðustu árin bjuggu þau á Höfðagrund 25 á Akranesi og eftir andlát Lilju bjó hann þar til ársins 2011 en þá fluttist hann á Dvalarheimilið Höfða. Ólafur ólst upp í foreldra- húsum á Akranesi, hann þurfti snemma að vinna fyrir sér og var hann sendur í sveit á sumrin. Ólafur starfaði við sjómennsku um árabil og sem ungur maður vann hann bæði störf til sjávar og sveita. Upp úr árinu 1970 hóf hann störf hjá Olíufélaginu Esso sem lagermaður og bílstjóri, þar starfaði hann uns hann lét af störfum vegna aldurs. Útför Ólafs fer fram frá Akraneskirkju í dag, 12. apríl 2013, og hefst athöfnin klukkan 14. mars 1926, d. 13. jan. 2008. For- eldrar hennar voru Lára Jóhann- esdóttur og Halldór Ólason frá Ytri- Tungu í Stað- arsveit. Ólafur og Lilja eignuðust sex börn sem eru: 1) Halldór, f. 7. jan. 1947, maki Guð- laug S. Sigurjóns- dóttir, börn þeirra eru Rúnar, Lilja, Sigurður Daníel, Halldór Fannar og Guðrún Drífa. 2) Jó- hannes Sigurður, f. 18. sept. 1948, maki Herdís H. Þórð- ardóttir, börn þeirra eru Þórður Már, Lára, Ingunn Þóra og Guð- jón. 3) Ólafur, f. 22. júlí 1950, maki Ingiríður B. Kristjáns- dóttir, börn þeirra eru Ólafur og Kristjana Helga. 4) Þráinn, f. 31. maí 1952, maki Helga Jóna Ár- sælsdóttir, dætur þeirra eru Að- alheiður María, Berglind og Harpa Sif. 5) Lárus Þór, f. 29. mars 1954, maki Valgerður Sveinbjörnsdóttir, börn þeirra eru Gyða, Ólöf Lilja, Sigurbjörn, Vilborg og Heiðar Þór. 6) Stein- Nú þegar vorið er á næsta leiti og sól hækkar á lofti og stutt er í sauðburðinn kveður tengdafaðir minn Ólafur þessa jarðvist. Óli eins og hann var jafnan kallaður var alltaf með kindur í sínum búskap, var hann vakinn og sofinn yfir kindunum sínum alla tíð og mikið að gera þegar sauðburðurinn var á vorin. Ég minnist vinnusemi hans, aldrei féll honum verk úr hendi enda hafði hann frá unga aldri þurft að vinna fyrir sér og axla ábyrgð sem börnum er ekki boð- ið í dag, um fermingu var hann farinn að sjá fyrir sér sjálfur. Óli vann mörg störf um ævina, var sem ungur maður í vega- vinnu, vann á jarðýtu og var vörubílstjóri. Sjómennska varð hans aðalstarf á yngri árum og þegar börnin voru lítil var hann á bátum héðan frá Akranesi. Óli kynntist ungur eiginkonu sinni Lilju Halldórsdóttur og hófu þau búskap á loftinu í Grafarholti hér á Akranesi hjá tengdaforeldrum hans og þar fæddust tveir elstu synir þeirra. Árin sem þau hjón- in bjuggu í Innsta-Vogi voru góð ár og talaði Óli oft um hvað þau ár voru skemmtileg, ferðirnar inn í nesið að gæta að fénu vegna flóðahættu en einu sinni gerðist það að nokkrar kindur urðu fast- ar úti á skeri, þá þurfti snör handtök, bátur settur á flot róið til að bjarga þeim. Fuglalíf hefur ætíð verið mikið í nesinu og tölu- vert æðarvarp eins og Óli sagði okkur frá er hann sem drengur átti heima í Innsta-Vogi með for- eldrum sínum og systkinum. Óli var mikill fjölskyldufaðir og hélt vel utan um hópinn sinn, átti auðvelt með að umgangast börn og hændust þau mikið að afa sínum, fóru með honum í leit- ir og réttir á haustin, hópurinn er orðinn stór sem kominn er út af honum en alla þekkti hann með nafni og fylgdist vel með hverjum og einum hvernig þeim vegnaði í lífinu og hvatti þau til mennta, því ekki átti hann kost á því á sínum yngri árum, óskaði hann þess að öllum farnaðist vel á lífsleiðinni. Tók hann ætíð mikinn þátt í því sem við hjónin gerðum, vildi veg okkar sem mestan og var alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd. Óli starfaði hjá Ol- íufélaginu Esso frá 1970 þar til hann lét af störfum vegna ald- urs, eftir það kom hann og vann við útgerð okkar hjóna við beitn- ingu og annað sem til féll, alltaf var hann mættur í skúrinn snemma morguns og á bryggj- una þegar Hrólfurinn kom að landi. Ég á margar góðar minningar um Ólaf tengdaföður minn sem spanna yfir fjörutíu ár, heim- sóknir í sumarbústaðinn í Ölveri sem var þeirra sælureitur, veiði- ferðir í Dalina, ferðalög vestur á Arnarstapa í sumarbústað okkar Jóa og norður í land sem var síð- asta ferðalag þeirra hjóna saman með okkur hjónunum. Ólafur var mikill bílaáhuga- maður, hann átti marga fallega bíla um dagana og kappkostaði að hafa þá fína. Hann var fróður og víðlesinn, hafði gaman að lestri góðra bóka og fræddi okkur um ættfræði sem hann var mjög fróður um. Nú að leiðarlokum vil ég þakka Ólafi tengdaföður mínum samfylgdina í gegnum árin og hvað hann hefur verið börnum og barnabörnum okkar góður afi og fjölskyldunni allri. Minning þín mun lifa í hjört- um okkar. Þín tengdadóttir Herdís Þórðardóttir. Í dag kveðjum við elskulegan afa okkar með söknuði í hjarta. Þegar við hugsum til baka er margs að minnast. Afi Óli var einn af hornsteinum í okkar lífi. Við systkinin urðum þeirra gæfu aðnjótandi að fá að alast upp í návist afa og ömmu. Til þeirra var alltaf gott að koma og heimili þeirra okkur opið. Afi Óli var góður maður með sterkar skoðanir og gaman var að ræða við hann um málefni líð- andi stundar, allt frá bústörfum til viðskipta. Hann var mikill fjölskyldumaður og fengum við afabörnin að njóta þess allt fram til síðasta dags. Hann fylgdist fullur áhuga með barnabörnum sínum og framgangi þeirra og stoltið leyndi sér ekki. Afi var alla tíð mikill bóndi og unni sveitinni. Það voru mikil forréttindi fyrir lítil afabörn að fá að taka þátt í sveitastörfunum og fá að læra af honum. Það var fastur punktur í tilverunni hjá okkur að taka þátt í heyskapnum á hverju sumri og fara síðan í leitir og réttir. Réttirnar voru eins mikilvægar okkur og að byrja að hausti í skóla. Amma sá um að allir fengju nóg af fjalla- tertunni sinni eftir réttirnar, einnig voru ferðirnar á Seleyrina ógleymanlegar þar sem við feng- um oft að renna fyrir fisk með afa. Að leiðarlokum viljum við þakka þér afi fyrir allt það sem þú varst okkur og börnum okk- ar. Minning þín er ljós í lífi okkar allra. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Hafðu þökk fyrir allt, elsku afi. Hvíldu í friði. Þórður Már, Lára, Ingunn Þóra, Guðjón og fjölskyldur. Það er ekki laust við að manni stökkvi bros þegar maður hugs- ar til baka um þær mörgu góðu stundir sem við áttum saman. Hvort sem það var við smala- mennsku, laxveiði eða einfald- lega á spjalli yfir góðum kaffi- bolla, þá var nálgun þín alltaf skemmtileg á hlutina. Það er gott að hugsa til baka og eiga þessar minningar. Þá langar mig einna helst að rifja upp þann dag sem þú varðst 85 ára. Þú hringd- ir til mín seint á mánudagskvöldi þar sem þú tjáðir mér að þú ætl- aðir að fá að koma með mér suð- ur til Reykjavíkur á miðviku- dagsmorguninn. Ég verð að viðurkenna að mér var örlítið brugðið, því þetta var ekki mjög líkt þér að vilja fara til Reykja- víkur eldsnemma morguns og eyða þar deginum. Ég sem hélt að þú værir að rugla, en svo var ekki. Ég sótti þig eldsnemma á miðvikudagsmorguninn og beiðst þú uppstrílaður í jakkaföt- um og fyrir löngu tilbúinn. Þú varst ákveðinn í því að þú vildir eyða deginum með Möggu syst- ur þinni og þangað var ferðinni heitið. Þegar þangað var komið skildi leiðir okkar og ég hélt til vinnu en þú varðst eftir hjá Möggu. Dagurinn átti svo sann- arlega eftir verða þér eftirminni- legur. Þið fóruð m.a. út að borða á Horninu, þú keyptir þér jakka- föt og þess á milli rifjuðuð þið upp gamla tíma. Ég gleymi seint ánægjusvipnum á þér þegar ég kom að sækja þig í lok dags. En þú varst ekki af baki dottinn eft- ir daginn, heldur bauðstu mér út að borða á góðan veitingastað og var það góður endir á frábærum degi. Veiðitúrarnir sem farið var í eru einnig ofarlega í huga mér, í Fáskrúð, Laxá í Kjós og Glerá eru minningar sem ylja manni. Fastheldni þín á ákveðna veiði- staði var með eindæmum. Minn- ist ég þess að þegar við vorum eitt sinn við veiðar í Fáskrúð að þú og pabbi fóruð saman niður að Eirkvörn. Þú komst þér fyrir þar, á meðan pabbi gekk niður á næsta stað. Þegar hann snýr til baka eftir dágóða stund, þá sér hann að það gengur heldur mikið á hjá þér. Hann tekur til fótanna og hleypur til þín, þá hafðir þú landað þremur fiskum á þessum stutta tíma. Ekki skildum við al- veg hvernig þú fórst að þessu, því þú gast því miður ekki hlaup- ið með laxinn niður úr þessum veiðistað. Þarna varst þú á heimavelli. Elsku afi, Guð geymi þig. Halldór Fannar Halldórsson. Nú ert þú látinn, elsku afi Óli, eftir að hafa lent í óhappi sem varð til þess að þú kvaddi okkur. Líklega hefur þú fundið að þetta væru endalokin og talaðir strax um að nú væri þetta búið og að þú gætir ekki meir. Eftir að hafa lærbrotnað áður og náð þér vel á strik eftir það, þá var þetta því miður of mikið fyrir þig. Þú tal- aði stundum um það við mig að amma væri að bíða þín og að þig langaði bara að fara til hennar. En alltaf svaraði ég því að þinn tími væri ekki kominn. En nú er- uð þið saman á ný og sé ég ykk- ur alveg fyrir mér eins og þið voruð. Svo ánægð hvort með annað. Nú þegar hugurinn hvarflar til baka þá er nú eitt og annað sem kemur sterkt upp í hugann og má þar nefna smalamennsk- una þar sem þú varst alltaf mættur fyrstur manna með þína smala. Þegar kom að réttum varst þú að sjálfsögðu með kræs- ingar frá ömmu svo sem heima- bakað brauð, kleinur og fjalla- tertuna sem aldrei var eins góð og í Grafardalnum. Þegar farið var í Svarthamarsrétt bauðst þú upp á pylsu og kók í Ferstiklu sem þótti nú talsvert nýnæmi í þá daga. Fyrst ég er nú byrjuð að tala um mat þá má að sjálf- sögðu ekki gleyma því að þú varst svo stoltur af því að hafa átt kindur og að geta borðað þitt eigið lambakjöt sem þér þótti alla tíð svo gott, hefðir getað borðað það í öll mál hefðir þú mátt ráða. Ekki má nú gleyma að minnast á nammið sem þú kappkostaðir að bjóða okkur þegar við komum í heimsókn til ykkar og hef ég haft orð á því að það sé frá þér komið að við séum eins sólgin í sætindi og við erum. Margar skemmtilegar stundir áttum við í hjólhýsinu ykkar á Seleyrinni og er mér minnis- stætt þegar Reynir Pétur gekk hringinn í kringum landið að þú flýttir þér með okkur upp á veg svo við gætum séð þennan ein- staka mann og að sjálfsögðu tóku þið mynd af okkur með honum. Við Sibbi bróðir fórum eitt sinn með ykkur upp að Akrafjalli þar sem átti að fara að bóna Volvoinn og gladdir þú okkur með því að setja ánamaðkinn sem við fundum hálfann upp í þig. En samt sem áður þá held ég að þú hafir nú meira verið að stríða ömmu en okkur. Samband okkar hefur alla tíð verið mjög gott og hafa tengsl okkar aukist með hverju ári. Þú fylgdist mjög vel með þegar við byggðum húsið okkar, keyrðir um götuna og stoppaðir yfirleitt ef við vorum úti eða komst inn og gafst þér tíma til að spjalla við okkur. Eftirminnilegar eru stundir okkar er þú komst í heimsókn eftir að við vorum flutt inn í húsið okkar sem þú varst svo hrifinn af. Alltaf komstu í af- mæli til mín og Rakelar Sifjar sem þú hafðir svo mikið dálæti á og hún á þér. Þú varst alltaf mættur fyrstur og farinn fyrst- ur. En þessar heimsóknir þínar voru okkur dýrmætar. Það er skrýtið til þess að hugsa að við eigum ekki eftir að sjá þig keyra um á E 126 um götur Akranesbæjar og mæta þér á gamla veginum sem þú keyrðir a.m.k. tvisvar sinnum á dag. Elsku afi Óli, við söknum þín, en nú eruð þið amma sameinuð á ný og getum við ekki annað en glaðst yfir því. Minningarnar sem við eigum um þig munu lifa með okkur um ókomna tíð. Ólöf Lilja, Stefán og Rakel Sif. Ólafur Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.