Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 ✝ Auðunn Valdi-marsson fædd- ist í Reykjavík 6. ágúst 1946. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítala í Fossvogi 4. apríl 2013. Foreldrar hans voru Þuríður Ingj- aldsdóttir, f. 30.11. 1926, d. 2.3. 1999 og Valdimar J. Auðunsson, f. 11.12. 1914, d. 23.1. 1990. Systkini Auðuns eru Kristjana Unnur, f. 3.9. 1947, Guðlaug Helga, f. 22.7. 1949, Svandís Regína, f. 27.1. 1953, Sólrún Björk, f. 11.2. 1956, Ingjaldur, f. 19.5. 1961, Dagný Ágústa, f. 13.8. 1965 og Bryn- dís Sunna, f. 29.6. 1969. Hinn 29.7. 1999 kvæntist Auðunn Sigríði Grétu Oddsdóttur, f. 28.5. 1952. Foreldrar hennar: Odd Kristian Thom, f. 9.9. 1918, d. 21.1. 1985, og Sigríður Sigurðardóttir, f. 6.10. 1924. Börn Auðuns og Grétu eru 1) Þuríður Linda, f. 1.7. 1974, sambýlismaður Þormóður Skorri Steingrímsson, f. 5.4. 1974, synir þeirra eru Stein- grímur, f. 15.3. 2005, og Bjark- leik hans á ferðalögum, á skemmtunum hjá Hestamanna- félaginu Fáki og víðar. Lengst af starfaði Auðunn sem smiður en síðari ár vann hann hjá Hestamannafélaginu Fáki og var umsjónarmaður Reiðhall- arinnar í Víðidal. Hann átti sæti í mörgum nefndum hjá Fáki og starfaði ötullega sem vallarstjóri fyrir Landsmót hestamanna árið 2000. Handtök hans í smíðavinnu liggja víða í Reykjavík, suður með sjó og um sveitir Suður- lands. Verk sín vann hann af samviskusemi og alúð hvort sem það var við smáviðhald eða stórsmíði eins og Seltjarn- arneskirkju. Hestamennskan var hans lífsstíll. Hann naut hverrar stundar með hestunum, hvort sem var í hesthúsinu, í hesta- ferðum um landið eða við hrossarækt á Grenstanga, jörð foreldranna. Þar hafa þau Gréta reist sumarhús sitt og þar eru heimahagar hrossanna. Ófá handtökin átti hann í að girða jörðina af og við bygg- ingu húsanna fyrir austan. Trjárækt var einnig hans áhugamál og hafa þau Gréta lagt mikla alúð við að koma upp gróðri í kringum sumarbú- staðinn. Auðunn verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag, 12. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 13. ar, f. 16.6. 2009. 2) Valdimar Jón, f. 23.6. 1976, sam- býliskona Julia Doppler, f. 6.5. 1980. 3) Sæunn, f. 13.3. 1984, sam- býlismaður Róbert Óli Skúlason, f. 27.1. 1982. Auðunn ólst upp í Reykjavík og fór ungur að dvelja á sumrin hjá Auðuni afa sínum í Dalseli undir Eyjafjöllum. Einnig var hann kaupamaður hjá föðursystkinum sínum á Leifsstöðum, í Stóru-Mörk og á Búðarhóli. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri á árunum 1963-1964. Þá sótti hann nám í húsasmíði við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. Ungur að árum stundaði hann nám í harmoníkuleik, meðal annars hjá Karli Jónatanssyni og Gretti Björnssyni. Fjórtán ára spilaði hann í fyrsta skipti á dansleik með föður sínum. Hann var einn stofnenda hljóm- sveitarinnar Kjarna og spilaði um árabil á samkomum um allt land. Þá eru þeir ófáir sem hafa sungið undir harmóníku- Fyrstu kynni mín af Auðuni voru er ég byrjaði að stunda hestamennsku sem unglingur á Fákssvæðinu í Víðidal, þá kynnt- ist ég tilvonandi tengdaföður mínum Auðuni. Hafði ég tekið eftir honum jafnan vel ríðandi og oftsinnis var í fylgd með honum allmyndarleg stúlka sem er Þur- íður dóttir hans og sambýliskona mín í dag. Fór því svo á end- anum að ég varð partur af fjöl- skyldu þeirri er kennd er við Grenstanga í Austur-Landeyjum og var Auðunn þar elstur átta systkina. Kynni mín hafa frá upphafi verið góð af Auðuni og fjölskyldu en þar var á ferðinni skemmtilegur karl eins og hann kom unglingnum fyrir sjónir á sínum tíma og gerði þar til yfir lauk. Kynni okkar Auðuns hafa ver- ið góð og ánægjuleg allt til loka lífshlaups Auðuns. Sameiginlegt áhugamál okkar hestamennskan hefur orðið kveikjan að mörgum umræðum, hestaferðum, réttar- ferðum og öðrum gleðitúrum þar sem menn hafa skemmt sér án þess að huga að aldri, stétt eða stöðu. En Auðunn var þeim kostum gæddur að eiga auðvelt með að umgangast allar manngerðir nema vitanlega þær sem honum var illa við. Hann brúaði bil kyn- slóða með nærveru sinni þar sem aldur var afstæður í hans huga. Eigum við að baki fjölmargar reisur út á land þar sem hann unglingurinn var oftar en ekki til í smá Bjarmalandsferð eins og þær voru kallaðar, en hann þurfti aldrei neinn umhugsunar- frest er okkur datt í hug að bregða undir okkur betri fæt- inum. Var viðkvæðið jafnan, ég þarf bara að láta Grétu vita, ná svo í pillurnar og nikkuna, þá er ég klár. Hestamennskan var hluti af lífi hans og virtist vera nauðsyn- legur partur af lífi hans. Var sá gamli góður reiðmaður með næma taumhönd og hafði gott lag á hrossum sem oftar fóru vel hjá honum. Maður þurfti þó stundum að hinkra eftir honum ef hann gleymdi sér í tamning- unum en þá reið hann gjarnan af götu og beygði og sveigði um alla móa og mela algjörlega í eigin heimi. En þá kom sér nú vel að vera þolinmóður. Þá vil ég minnast hans sem góðs tengdaföður og vinar og síðast en ekki síst góðs afa drengjanna okkar, Steingríms og Bjarkars. Margs er að minnast. Margt er enn á seyði. – Bleikur er varpinn, – bærinn minn í eyði. Syngja þó enn þá svanir frammi á heiði. (Jóhannes úr Kötlum.) Far vel, Þormóður Skorri Steingrímsson. Elsku bróðir. Það er mér alveg óskiljanlegt að ég skuli nú sitja hér og skrifa þessa hinstu kveðju. Þar sem svo stutt er síðan við sátum í bústaðnum hjá þér um páskana að horfa á gömul hestavídeó og rifja upp skemmtilega tíma tengda hest- um. Það gladdi mig gríðarlega að vita af þér sama dag ríða úr hlaði á Grenstanga með góðu fólki rétt eins og hér áður fyrr – gera eitt af því sem þér þótti skemmtilegast. Nú koma óneitanleg upp í hugann allar stundirnar sem ég hef átt með þér og Grétu á Grenstanga. Í A-bústaðnum var oft glatt á hjalla, þú spilandi á nikkuna, Kristjana forsöngvari og allur hópurinn syngjandi þó að oft væri þröngt setið. Við þetta ólust Þurý, Valdi og Sæunn upp og yndislegri frændsystkini er varla hægt að óska sér. Hestaferðalögin eru ógleym- anleg, hvort heldur sem það voru sleppitúrar, Þórsmerkur- ferðir eða karlrembureiðar. Alltaf gat ég leitað til þín, þú varst alltaf til staðar. Þú studd- ir og hvattir og gafst góð ráð. Nú þegar þú hefur horfið héðan hugsa ég til þess með ákveðinni gleði í hjarta að þú sért að fara að hitta fyrir pabba og mömmu ásamt hóp af ynd- islegu fólki. Ég sé það fyrir mér að þið pabbi eigið eftir að grípa í nikkurnar og rifja upp öll lög- in sem þið hafið spilað í gegnum tíðina. Ekki þykir mér heldur ólík- legt að þið Tommi Ragg eigið eftir að athuga hvor er fljótari Börkur frá Kvíabekk eða Móz- art frá Grenstanga. Þegar ég kveð þig nú, kæri bróðir, geri ég mér ljóst að ég á óendanlega stóran minningasjóð um þig sem ég mun ávallt leita í, mér til hughreystingar og gleði. Hvíl í friði. Ingjaldur. Það er skírdagur, allir komn- ir í páskaskap og við systkinin tínumst hvert af öðru á sum- arbústaðasvæðið á Grenstanga. Föstudagurinn langi rennur upp. Það er vor í lofti og allir í góðum gír, bæði börn og full- orðnir. Sumir klippa tré, börn sulla í búi og önnur fjölmenna á fótboltavöllinn. Hópur röltir út í hlöðu og undirbýr reiðtúr. Einn af þeim er Auðunn bróðir, hann er allur að koma til eftir síðasta áfall í nóvember. Hann vippar sér á bak með smáaðstoð og sest keikur í hnakkinn. Við sem ekki erum með hross horfum svolitlum öfundaraugum á eftir hópnum. Það er áð framan við Bjarkaland og Auðunn spyr glettnislega, hvort enginn sé með pela, það er hlegið, hann yppir öxlum kíminn. „Nei, ég segi nú bara svona.“ Hópurinn snýr sæll til baka eftir góðan reiðtúr. Auðunn kíkir inn hjá Kristjönu þar sem nokkrar syst- urnar sitja saman og spá í spil. Hann setur sig niður hjá okkur og tekur þátt í misalvarlegum vangaveltum um framtíðina og er mikið hlegið. Svo líður fram á páskadag og það er líf og fjör þegar leitað er að eggjum í trjánum. Pabbarnir grafa niður trampólín meðan mömmurnar stýra páskaeggja- leit. Auðunn röltir inn að gömlu réttum og lítur eftir hrossunum. Á leiðinni heim kíkir hann inn í nýbyggingu Bryndísar, þiggur kaffi og tertusneið hjá Sollý og heldur svo áfram. Í fjarska ber- ast hlátrasköll, Auðunn rennur á hljóðin og gengur fram á nokkur stelpuskott buslandi í heita pottinum hjá Svandísi. Hann staldrar við og gantast við þær eins og honum einum er lagið. Svo röltir hann heim á leið og tekur sér smá hvíld á stéttinni hjá Guðlaugu. Við sitjum nokkur í kaffi við eldhúsborðið hjá Grétu þegar Auðunn birtist og sest niður. Þá heyrist bankað á dyr og fyrir utan standa yngstu börnin í stórfjölskyldunni í leit að Auð- uni „nammikarli.“ Þau rétta fram litla kámuga lófa viss um að skemmtilegi frændinn muni gauka að þeim sælgæti. Og auð- vitað verða þau ekki fyrir von- brigðum. Hann bullar í þeim og kallar þau skrítnum nöfnum og þau skríkja af gleði. Annar í páskum er rétt runn- inn upp er við heyrum að Auð- unn hafi verið fluttur suður með sjúkrabíl. Allir eru kvíðnir, en samt vongóðir. Hann er svo seigur, hann Auðunn bróðir. Elsku bróðir, þetta reyndist þín síðasta ferð á Grenstanga. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn frá okkur. Það er ekki síst þér að þakka hvað við erum samheldinn hópur og höfum átt margar yndislegar samverustundir. Þær stundir geymum við í hjörtum okkar. Við kveðjum þig með söknuði og biðjum Guð að styrkja Grétu, Þurý, Valdimar, Sæunni og fjöl- skyldur þeirra. Þínar systur, Kristjana, Guðlaug og Bryndís. Elsku stóri bróðir minn. Það eru aðeins örfáir dagar síðan við riðum út saman á Grenstanga. Þú sveiflaðir þér á bak með smáhjálp, ákveðinn í að láta ekkert stoppa þig. Kátur gantaðist þú með það hvort það væri ekki peli með í för. Skemmtilegi stóri bróðir í Fossvoginum, alltaf svo stríðinn en samt svo ljúfur. Herbergið þitt í kjallaranum í litla húsinu okkar var ótrúlega spennandi fyrir litla systur, hauskúpa á veggnum, nikkan á gólfinu og hægt að skríða út um gluggann. Þar kenndir þú mér að bretta upp á augnlokin og saman hræddum við svo alla í kringum okkur og skemmtum okkur yfir því. Ég var voða stolt, enginn gat þetta nema við tvö. Það er ekki langt síðan við reyndum það aftur og hlógum mikið. Allar yndislegu minningarnar í Grenstanga. Í A-bústaðnum þar sem nikkan var alltaf dregin fram og ósjaldan stóð ég með Grétu í litla eldhúskróknum meðan sungið var hástöfum í þéttsetnum bústaðnum. Skemmtilegast var þó þegar þú tókst undir með fallegu röddinni þinni og hleyptir auka krafti í sönginn með brosi og útgeislun. Það var gott að búa hjá ykk- ur Grétu í Kríuhólunum þegar ég kom suður í framhaldsskóla. Fljótlega bættist Elli í hópinn, sem þú tókst eins og bróður og félaga. Seinna eignuðumst við Elli lóðina við hlið ykkar Grétu á Grenstanga. Margar skemmti- legar samverustundir áttum við þar og yndislegt að byrja dag- inn á að rölta yfir til ykkar með Karvel og Styrmi í morgunkaffi og spjalla, eitthvað svo notalegt áður en farið var að smíða, vinna í garðinum eða stússast í hrossum. Þú varst einstakur við börn og þau löðuðust að þér. Drengirnir mínir eiga fallegar minningar um skemmtilegan frænda, sem gaf sér alltaf tíma til að atast í þeim, taka þá í kleinu, spjalla eða spyrja út í boltann, og oftar en ekki snérir þú umræðunni að Derby og var þá mikið hlegið. Margar yndislegar minningar á ég úr hestaferðum okkar og oft kemur upp í hugann þegar þú sagðir stundum við mig og breiddir út faðminn á móti heiminum „ Dagný, þetta er líf- ið!“ Ég er svo heppin að hafa átt þig að og það er svo margs að minnast og þakka. Sárt er að kveðja þig svona fljótt en allar minningarnar um ljúfan, traustan, skemmtilegan, ráðagóðan og hlýjan bróður mun ég geyma í hjarta mínu. Takk fyrir allt. Þín systir, Dagný. Það var bara núna á laug- ardaginn fyrir páska sem þú komst við í bústaðnum hjá okk- ur Kalla eftir langan göngutúr og þáðir kaffi og tertusneið. Þér þótti svo gott að fá heimabakað bakkelsi og ég elskaði að baka fyrir þig. Ég man fyrst eftir þér þegar ég var pínulítil stelpa í Fossvog- inum og farið var í leikinn „manstu lagið“, þá spilaðir þú stundum lög eins og „Gamli Nói“ og enginn þóttist vita hvaða lag þetta var. Þá hljóp ég að silfurskálinni og sló skeiðinni í og hrópaði sigri hrósandi „Gamli Nói“. Hvað ég var mont- in að þekkja lagið á undan stóru systkinunum. Þú varst alltaf svo barngóður og þegar ég kom með börnin mín á Grenstanga gantaðist þú við þau og kallaðir þau undarlegum nöfnum eins og „Jósefínus“ eða „skýriskrúmb- an“ og börnin skemmtu sér vel svo og hlógu mikið. Eftir að ég flutti suður greip ég stundum gítarinn þegar þú spilaðir á nikkuna og ef ég kunni ekki að spila lagið þá sagðir þú mér jafnóðum hvaða grip ég ætti að nota. Þetta voru dásamlegar stundir. Þú varst snillingur á harmonikku og svo skemmtilega djassaður. Ég skemmti mér aldrei betur en þegar við systkinin sungum við undirspil nikkunnar hjá þér og hvað þú varst glaður og brostir svo breitt þegar við rödduðum lögin. Og þegar söngurinn varð sterkari þá sagðir þú skælbros- andi „já svona á að gera þetta!“. Það var svo gaman þegar þú komst út í hlöðu eða garð á Grenstanga og spilaðir undir söng ásamt fleiri hljóðfæraleik- urum frá „Komið og dansið“ og söngurinn ómaði út í nóttina. Eftir að þú veiktist árið 2011 hættirðu alveg að spila á nikk- una en í systkinaferðinni til Stykkishólms komst þú okkur svo skemmtilega á óvart með því að draga hana fram. Þá fór- um við í gamla leikinn „Nefndu lagið“ og slógumst um skeiðina alveg eins og í æsku. Síðar um veturinn tókst mér að lokka þig til að æfa með Hilmari, Svan- hildi og Jóni frá „Komið og dansið“. Það var svo yndislegt að fá að fylgjast með þér styrkj- ast með hverri vikunni sem leið og að lokum spilaðir þú með þeim fyrir dansi á heilu balli. Eftir áfallið í nóvember sl. varð mér ljóst að þú myndir tæplega taka fram nikkuna aftur en við vorum samt farin að hlakka til sumarsins því þú varst kominn á svo gott ról. Um páskana rölti ég út í hlöðu og sá þegar þú vippaðir þér á bak og reiðst úr hlaði. Allt virtist svo gott fram- undan. Þá var þér allt í einu kippt í burtu frá okkur. Elsku Auðunn, ég sakna þín svo sárt. Ég reyni að brosa í gegnum tárin því þú ert núna hjá mömmu og pabba og ég veit að þið takið oft fram nikkurnar og rifjið upp gömlu góðu lögin. Ég bið Guð að styrkja Grétu, Þurí, Valda, Sæunni og fjöl- skyldur þeirra á þessum erfiðu tímum Sólrún Björk Valdimarsdóttir. Elsku bróðir. Minnist þín ávallt sem elskulegs, stóra bróð- ur. Þú varst meinstríðinn, þér tókst yfirleitt að snúa manni um litla fingur og áttir alltaf síðasta orðið. Maður fyrirgaf þér allt því þú varst svo ljúfur og skemmtilegur. Alltaf varstu tilbúinn að leika við mann og koma manni til að hlæja. Man eftir vinsæla leikn- um okkar „nefndu lagið“ þú spilaðir á harmonikkuna og átt- um við að giska á hvað lagið hét. Þá var keppnisskap okkar systkinanna mikið. Á unglingsárunum þótti mér frábært að fara með þér og Jóa frænda í reiðtúra og þvælast með ykkur í kringum hesthúsin. Mér fannst líka ansi töff að eiga bróður í hljómsveit sem spilaði m.a. í Klúbbnum og þegar ég hafði næstum aldur til, elti ég þig á böllin ásamt Grétu minni bestu vinkonu úr Versló, enda reddaðir þú okkur oft inn bak- dyramegin. Hún varð síðar eig- inkona þín og ekki hefði ég get- að hugsað mér betri mágkonu, alltaf hlæjandi og þið saman voruð bara yndisleg. Létt lund ykkar beggja endurspeglast í börnunum ykkar, alltaf létt og kátt í kringum ykkur og stutt í húmorinn. Leiðir okkar lágu saman í „kommúnulífinu“ í gamla húsinu í Fossvoginum þar sem við bjuggum hvort í sínu herberg- inu, þú og Gréta í öðru og við Kalli í hinu. Þá bjuggum við í nokkur ár í hvort í sinni blokk- inni í Breiðholtinu. Við fjarlægð- umst nokkuð þau fimmtán ár sem við Kalli bjuggum á Horna- firði. Á sumrin hittumst við oft í Grenstanga þar sem þið Gréta voruð flestallar helgar ásamt börnunum í bústaðnum. Þá var oft líf og fjör, mikið spilað og sungið ýmist undir berum himni eða í bústöðum ykkar Kristjönu, þú og pabbi á nikkunum og við í hóp í kring. Oft bættust í hóp- inn bæði vinir og ættingjar. Ekki gleymast þær stundir þegar þú, ég og Kristjana ásamt mökum héldum til Drammen í Noregi til að skoða sumarbú- staði. Við hrifumst svo af bú- stöðunum og endaði ferðin með því að kaupa þrjá. Skemmtileg- ur tími tók við og mikil sam- staða var við að reisa bústaðina á Grenstanga. Þú varst okkar stoð og stytta með mestu reynsluna í húsasmíði, bæði vandvirkur og nákvæmur. Bú- staðirnir áttu sko ekki að hagg- ast, hvort sem riðu yfir jarð- skjálftar eða flóð og ekki voru sparaðir vinklarnir eða límið. Fyrir nokkrum árum keypti ég af þér hest og var þá ynd- islegt að fá pláss í hesthúsinu í Víðidalnum og einnig voru hestaferðirnar ógleymanlegar. Þú varst alltaf til staðar og hugsaðir um hestinn eins og hann væri enn einn af þínum. Elsku Auðunn, þú ert farinn alltof snemma frá okkur, þetta leit svo vel út eftir þitt síðasta áfall í nóvember, allt einhvern veginn upp á við. Ég var svo ánægð að sjá þig á blueskvöld- inu miðvikudaginn fyrir páska og líka að fylgjast með þér ríða úr hlaði á föstudaginn langa í Grenstanga. Við Kalli þökkum allar þær frábæru stundir sem við áttum saman. Kveðjum með söknuði og biðjum Guð að styrkja Grétu, Þurý, Valda, Sæunni og fjöl- skyldur þeirra. Þín systir og mágur, Svandís og Karl. Auðuni mági mínum kynntist ég fyrst í Gagnfræðaskóla verk- náms árið 1962. Hann var elstur átta systkina og bjó fjölskyldan þá á Fossvogsbletti 45 þar sem stóð lítið hús með nokkuð góða landspildu í kring. Þarna var hænsnabú og hesthús og allt upp í fimmtán hross á fóðrum. Í gegnum hestamennskuna tengd- umst við vel. Fossvogshverfið var þá óbyggt og hægt að spretta úr spori á Bústaðaveg- inum. Síðan þá höfum við oft sprett úr spori. Fyrsta langa hestatúrinn fórum við árið 1966 þegar við fórum ríðandi frá Reykjavík á Landsmót hesta- manna norður að Hólum í Hjaltadal. Á slíkum langferðum tengjast menn vel. Þau vináttu- bönd urðu órjúfanleg þegar ég kvæntist Kristjönu Unni, elstu systur hans. Ég komst fljótlega að því að það þýddi lítið að vera afbrýðisamur út í Auðun. Hann og Kristjana voru eins og tví- burar. Þegar hann tók upp harmónikkuna hóf hún upp raustina og ekkert fékk þau stöðvað. Sá kostur þótti mér því vænstur að eiga hesthús í D- tröðinni með honum og árið 1980 byggðum við hvor sinn sumarbústaðinn austur í Gren- stanga á jörð foreldra þeirra. Alla tíð hafa fjölskyldur okkar verið eins og ein heild. Jafnvel í barneignum vorum við sam- stiga. Það leið ekki langur tími frá því að Auðunn og Gréta Auðunn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.