Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 41
eignuðust yngstu dótturina Sæ- unni, þegar við Kristjana til- kynntum væntanlega fjölgun í fjölskyldunni og Hlynur fædd- ist. Eftir það kallaði Auðunn mig Lykkjukræki. Samvera, trjárækt, fjöl- skylduferðir, hestaferðir, innan- lands eða utan til Evrópu eða Bandaríkjanna, flest var gert saman. Meira að segja tókst Kristjönu einu sinni að drösla Auðuni og Grétu með okkur í sólarlandaferð til Kanaríeyja, það hafði engum tekist áður. Það skarð er djúpt sem myndast hefur í fjölskylduhóp- inn nú þegar Auðunn er horfinn og það verður aldrei fyllt. Auð- uni þakka ég dýrmæta vináttu og ómetanlega samfylgd í rúm fimmtíu ár. Guð gefi Grétu og fjölskyldunni allri styrk til að takast á við sáran missi. Snorri Þór Tómasson. Elskulegi frændi. Við kveðjum þig með miklum söknuði. Þú varst stór hluti af lífi okkar systkinabarnanna og fjölskyldna okkar. Þú varst svo einstakur maður, sífellt með bros á vör, brandara á taktein- um og stríðnisglampa í augum. Ekki má gleyma tónlistarupp- eldinu sem þú veittir okkur sem við munum búa að alla ævi, það er okkur ómetanlegt. Vegna þín og harmonikkuspilsins þíns lærðum við fjölda texta við göm- ul og góð íslensk lög. Við munum brandarann þinn um fjórtánda jólasveininn hann Perusleiki. Við munum eftir þér breyta dýranöfnum og mannanöfn- um … Stjörnuskór varð til að mynda Spariskór á sunnudög- um. Við munum söguna um tvo hálfa sem gerðu einn heilan. Við munum gamla A-bústað- inn ykkar Grétu, þar sem þú spilaðir á nikkuna og við börnin skriðum upp á svefnloft, sátum með lappirnar hangandi niður af loftinu og fylgdumst með þér spila á nikkuna brosandi og kát- an. Við hlustuðum, sungum og á endanum sofnuðum við við harmonikkuspilið og söng fjöl- skyldunnar. Við munum öll jólaböllin sem þú og Kjarnar spiluðuð á og við sungum og dönsuðum í kringum jólatréð. Við munum ótal margar hestaferðir þar sem þú varst alltaf með í för. Við munum þig á sumar- kvöldum á hestbaki á Mozart með Eyjafjallajökul í baksýn. Við munum eftir þér spila á nikkuna í gula tjaldinu í rétt- unum. Við munum eftir „eyrna- mergnum“ á pela í hestaferðum. Við munum eftir öllum furðu- legu höfuðfötunum sem þú sett- ir upp við ekki svo „heppileg tækifæri“. Við munum öll ráðin sem þú gafst okkur í útreiðartúrum, hestaferðum og undir veggnum í gömlu réttum. Við munum hversu gaman það var að hlusta á þig rifja upp gamla tíma. Við munum þig rölta yfir tún- in með hendur fyrir aftan bak. Við munum að þegar flestir héldu með Liverpool, Man. United eða Everton í boltanum þá hélst þú að sjálfsögðu með Derby County. Við munum börnin okkar spyrja eftir Auðuni „nammi- kalli“ sem átti alltaf eitthvað gotterí handa litlum munnum. Við munum þig alltaf gefa þér tíma fyrir spjall við börnin okkar, forvitnast um hagi þeirra, áhugamál og stríða strákunum á því hvort þeir væru nokkuð komnir með kær- ustu. Fyrir mörg okkar varstu afi á vissan hátt. Þú varst yndislegur, góður, hress, alltaf til staðar þegar eitthvað bjátaði á og studdir okkur á erfiðum stund- um. Þú varst umfram allt sann- ur vinur. Við erum óskaplega þakklát fyrir að þú varst hluti af lífi okkar og þín verður sárt saknað. Minningarnar um þig munu alltaf lifa. Elsku Gréta, Þurý, Skorri, Valdi, Julia, Sæunn, Robbi, Steingrímur og Bjarkar. Ykkar missir er mikill en enginn tekur frá ykkur minningu um ynd- islegan mann og þá gleði sem þið fenguð að njóta með honum. Munið þegar syrtir að, að þið grátið vegna þess sem var gleði ykkar. Valdimar, Tómas, Herdís, Hlynur, Helen, Sóley, Sigríður (Sirrý), Brynjar, Kristrún, Grétar, Heiða, Bergvin, Stefán, Íris, Karvel, Styrmir, Víbekka, Dagur og fjölskyldur. Á leið í Einhyrning gistum við undir Þórólfsfelli. Þangað kom Runi í Fljótsdal að hitta Auðun vin sinn. Hófu þeir spjall um liðnar stundir. Runi hafði riðið úr Þórsmörk yfir Mark- arfljótsaura í Fljótsdal, sem þótti þrekvirki mikið. Á hann var borið að vinnukonan væri með barni. Það hefur þá skeð í gær var svarið. Víða var komið við á hestaferðum með Auðuni um Rangárþing og rætt við bændur í þessum dúr og sagðar keimlíkar kersknisögur. Áfram var haldið í Einhyrning næsta dag. Áð var í gili við Mark- arfljót og tekin hestaskál er lið- ið var á daginn. Tjáði þá Auð- unn okkar að við yrðum að ná Einhyrningi fyrir tíu um kvöld- ið, en liðið var á sumarið og erf- itt að rata þar um slóðir með hrossarekstur í myrkri. Var stigið á bak og riðið greitt. Ein- hyrningi náð fyrir myrkur. Hestar settir í girðingu og eld- aður kvöldverður. Dró Auðunn upp nikkuna og spilaði fram á rauða nótt við ljúfan undirsöng. Næsti dagur rann upp sólbjart- ur í þessari miklu náttúrufeg- urð. Slíkar hestaferðir áttum við hjónin fjölmargar um Rangár- þing með Auðuni, Grétu, fjöl- skyldunni í Grenstanga og öðru vinafólki. Hófust ferðirnar oft- ast frá Grenstanga. Ósjaldan var okkur ekið þangað að kvöldi til matar og svefns og síðan dögurðar að morgni með bjór og gammeldansk. Ég hef þá tilfinn- ingu að Grenstangi verði ekki samur eftir fráfall Auðuns, sem sárt er saknað af ættingjum og vinum. Auðunn setti ákveðinn svip á staðinn, var tengdur hon- um sterkum böndum og þráði að vera þar öllum stundum inn- an um reiðhesta sína, merar og folöld. Auðunn var einnig hestamað- ur í Víðdal hér í Reykjavík og starfaði í fjölmörg ár fyrir Hestamannafélagið Fák við al- mennar vinsældir. Var jafn mik- ið prúðmenni við alla, háa sem lága í einrúmi sem fagnaði. Þar er hans einnig saknað. Er eins og dalurinn hafi minnkað, enda misst einn sinn dyggasta hirð- mann. Það vill svo til að við Auðunn eigum sameiginleg tvö barna- börn, Steingrím og Bjarkar. Við skyndilegt fráfall Auðuns nú fyrir nokkrum dögum kom það í hlut okkar að gæta þeirra. Kom- um við að Bjarkari, þar sem hann var að tala í dyrasíma inn í húsinu og spurðum hann hvað hann væri að gera. Ég er að tala við afa Auðun, sagði þriggja ára snáðinn. Auðuni þótti inni- lega vænt um barnabörnin og teljum við ekki ólíklegt, að Bjarkar muni ræða frekar við afa Auðun í framtíðinni. Guðbjörg Egilsdóttir, Steingrímur Þormóðsson. Í dag kveðjum við góðan vin og mikinn gleðigjafa, Auðun Valdimarsson. Við höfum átt samleið í rúma fjóra áratugi og er því margs að minnast. Þar tengir okkur helst hesta- mennskan, áhugamál okkar vin- anna sem við stundum allan ársins hring. Í mörg ár fórum við, ásamt skemmtilegum vina- hópi í okkar árlegu sleppitúra með hrossin okkar úr Víðidaln- um í Reykjavík að vori og aust- ur að Grenstanga, óðalssetri Audda og fjölskyldu hans, en þá bjuggu foreldrar Auðuns þau Þura og Valdi þar. Yndislegt fólk sem tók á móti hópnum eins og þeim var einum lagið. Þessar sleppiferðir tóku yfir- leitt þrjá daga á hestum og oft- ast farið um miðjan júní. Á öðr- um degi var komið við og gist hjá Báru og Stebba á Kálfhóli á Skeiðum. Bára var farin að hugsa um að setja bann á okk- ur, því tvö ár í röð var bóndinn óvirkur til vinnu hálft sumarið sökum þess að hann datt af hestbaki við að taka á móti okk- ur og meiddist. Það var mikið brallað í þessum ferðum enda við ung og uppátækjasöm. Eitt skiptið var húsfrúin á Kálfhóli ekki ánægð með háralitinn á Audda og Jónsa, tók sig til og litaði þá við mikla kátínu við- staddra. Tveimur dögum síðar rann upp 17. júní og Auðunn fór í bæinn með Grétu sína og börnin, hann náði ekki að þvo litinn úr hárinu en lét sem ekk- ert væri þegar fólk horfði skringilega á hann – fagurbleik- hærðan. Eitt árið vorum við sjö tíma frá Þingborg að Kálfhóli, leið sem ætti að öllu jöfnu að taka rúman klukkutíma, því við rifumst um pólitík alla leiðina. Við erum líka búin að fara margar skemmtilegar hesta- ferðir saman, stuttar sem lang- ar, t.d. norður á Vindheimamela á landsmót. Svo var farin skipu- lögð ferð árið 1977 í átján daga um Fjallabak nyrðra og syðra. Frábær ferð í alla staði, vorum þrettán saman ein á fjöllum í hrikalega fallegu landslagi und- ir dyggri fararstjórn Snorra Tómassonar, mágs Auðuns. Mikið hlegið og sprellað og skírðum við okkur öll indíán- anöfnum og fékk gróðurinn líka misfalleg nöfn. Allar utanlands- ferðirnar sem við höfum farið saman eru líka dýrmætar í minningunni og upp úr stendur Miðjarðarhafssiglingin með saumaklúbbnum. Það er ekki hægt að minnast Auðuns án þess að tala um harmonikkuleik og söng. Oft erum við búin að syngja saman við undirspil hans og áður líka Valdimars pabba hans, á stórafmælum, í Grens- tanga, í sumarbústöðum okkar, hjá Fáki og við ýmsar uppá- komur. Hann var ávallt tilbúinn að gleðja aðra með spili og söng og taka að sér að skemmta öðr- um. Auðuns verður sárt saknað á kaffistofunni í hesthúsinu okkar í A-tröðinni, eins af karlahópnum sem þar hittist oft á morgnana í kaffispjalli, stund- um sammála en örugglega líka oft ósammála um þjóðmálin. Elsku Gréta, Þurý, Valdi, Sæ- unn, tengdabörn og litlu barna- börnin, við samhryggjumst ykk- ur innilega. Guðlaug Steingrímsdóttir og Jón Kr. Ólafsson. Vinur minn, gleðigjafinn hann Auðunn, hefur kvatt þenn- an heim. Auðun hef ég þekkt síðan ég man fyrst eftir mér, minningarnar hrannast upp. Hringferðin um landið, sum- arbústaðarbyggingar á Gren- stanga, hestaferðirnar í sumar- haga, ágústferðin í Einhyrning, landsmótsnætur á Melgerðis- melum undir fumlausu nikku- spili Auðuns eftir ball, Fylk- isferðirnar, herrakvöldin og öll þorrablótin hjá Fáki, eða þau óteljandi skipti sem sest var yf- ir kaffibolla í hesthúsinu eða í Skalla. Auðunn hafði einstaklega góða nærveru. Var góður sögu- maður, traustur vinur, hall- mælti aldrei nokkrum manni og síðast en ekki síst frábær húm- oristi. Auðunn var mikill Fáks- maður, þótti honum mjög vænt um félagið sitt. Starfaði hann sem framkvæmdastjóri Fáks um langt skeið, auk þess sem hann var sannkallaður skemmt- anastjóri félagsins, sá um herrakvöld, þorrablót og fleiri uppákomur á vegum félagsins í mörg ár. Ég átti þess kost að vinna með honum ásamt mörgu öðru góðu fólki. Alltaf var markmiðið að toppa árið á und- an. Í kringum Auðun var alltaf mikið líf og fjör, harmonikku- spil, söngur, grín og glens. Hans verður sárt saknað en minningarnar eru margar og vekja bros. Hafðu þökk fyrir allt þangað til við hittumst aftur á stóra sviðinu, syngjum Munda og leit- um saman að svipunni. Elsku Gréta, Þurý, Valdi, Sæunn og fjölskyldur, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ólafur Kr. Jónsson og fjölskylda. Elskulegi frændi minn. Þrátt fyrir að við hittumst ekki oft náðirðu að eiga stórt pláss í mínu hjarta, alltaf með þitt prakkarabros eins og þú værir nýbúinn að hrekkja systkini þín, sem þú sjálfsagt varst. Með grín og glens sem gátu þerrað tár og skipt um skap á jafnerf- iðum strákormi og ég var. Allt- af þegar ég hitti þig spurðir þú mig frétta og talaðir við mig sem jafningja svo mér fannst ég alltaf vera merkilegur, alveg sama á hvaða aldri ég var. Ég hugsa alltaf til þín með bros á vör er ég heyri í nikku hvar sem ég er og er óðar kominn í gamla bústaðinn þinn á Gren- stanga, við hlið þér, syngjandi með minni fögru og tæru rödd, þar sem töfrandi tónar þínir geta glatt mitt hjarta. Nú er ég í Noregi að freista gæfunnar og er hugur minn hjá þér og minn- ist ég þess er ég hitti þig í sum- ar, alveg jafn prakkaralegur og alltaf, og eins er ég hitti þig í Kríuhólunum um jólin í faðmi fjölskyldunnar. Ég kveð þig kæri vinur með söknuð í hjarta en er afskap- lega þakklátur fyrir þær sam- verustundir sem við höfum átt og þakka fyrir mig og sendi ást- ar- og samúðarkveðjur til allra heima. Bergvin Snær Andrésson. Ég veit varla hvar skal byrja né hvernig ég á að koma orðum að því. Það eru ótal margar skemmtilegar stundir sem rifj- ast upp fyrir mér nú þegar ég sit hér og hugsa til þín. Þær eru ófáar samræðurnar og stundirnar sem við höfum átt saman í kringum hesta, ótal mörg eru ráðin sem þú hefur gefið, allar hestaferðirnar, slep- pitúrarnir, allt eru þetta ómet- anlegar og yndislegar stundir. Iðulega var nikkan tekin upp og spilað og sungið á kvöldin. Þá var það skemmtilegur tími og já eitt það skemmtilegasta verk- efni sem ég hef unnið við þegar við reistum nýju bústaðina fyrir austan. Það var virkilega gam- an að vinna með þér í því. Það var alltaf svo skemmtilegt í kringum þig. Þú varst alltaf svo stríðinn og krökkunum fannst það alltaf jafn skemmtilegt þeg- ar þú kallaðir þau öðrum nöfn- um en þau heita. Þú sagðir „hvað segir þú Jónas?“ og þér var alltaf svarað í hláturstón „ég heiti ekki Jónas!“ Þetta eru bara örfá dæmi en eitt er víst að minningin um þig mun lifa í hjarta okkar að eilífu. Elsku Gréta, Þurý, Skorri, Steingrímur, Bjarkar, Valdi, Julia, Sæunn og Robbi, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur á þess- um erfiðu tímum. Valdimar, Aldís og börn. MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 ✝ Guðmunda V.Guðmunds- dóttir fæddist á Nýp í Skarðs- hreppi, Dalasýslu, hinn 18. apríl 1924. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 29. mars 2013. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Eggerts- son, bóndi á Nýp, f. 1. mars 1890, d. 18. október 1942, og Sigríður Guðmunds- dóttir, f. 20. júlí 1885, d. 12. nóvember 1963. Systkini Guð- mundu eru Stefán, f. 8. júní 1913, d. 3. júní 2003, Valtýr, f. 20. október 1914, d. 31. desem- ber 2004, Guðlaugur, f. 21. nóv- ember 1917, d. 27. september 2006, Gestur, f. 12. febr- úar 1923, d. 23. júlí 2012, og Jón Ósk- ar, f. 18. febrúar 1929. Guðmunda gift- ist Ársæli Kr. Ein- arssyni frá Neðra- dal í Biskups- tungum, f. 10. ágúst 1919, d. 19. október 1993. Þeim varð tveggja barna auðið, sem eru Kristjana, fædd 1948, og Einar Guðmundur, fæddur 1958. Útför Guðmundu fer fram frá Laugarneskirkju hinn 12. apríl og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku Stella systir. Ég og mín fjölskylda viljum kveðja þig með orðum Valdimars Briem: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem) Kiddí og Einar, við biðjum góðan guð að styðja ykkur og styrkja. Jón Óskar, Guðný, Guðrún Hallfríður, Sigríður, Jón Óskar og fjölskyldur. Guðmunda V. Guðmundsdóttir ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA BJÖRG ÁSTVALDSDÓTTIR, Dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, lést miðvikudaginn 3. apríl. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 13. apríl kl. 11.00. Gylfi B. Geiraldsson, Jóhanna Evertsdóttir, Sigrún B. Gylfadóttir, Jón E. Jónsson, Stefanía H. Gylfadóttir, Óskar Þ. Sveinsson, Gerður A. Gylfadóttir, Kristinn V. Traustason og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN RAFN GUÐMUNDSSON, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnu- daginn 7. apríl, verður jarðsunginn frá Hafnar- fjarðarkirkju þriðjudaginn 16. apríl kl. 13.00. Kristín Jóhannsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Ludwig H. Gunnarsson, Rannveig Jónsdóttir, Þórður Óskarsson, Ragnar Jóhann Jónsson, Anna María Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Kæru ættingjar og vinir, þökkum fyrir samúð og vináttu vegna andláts HALLDÓRS EINARS HALLDÓRSSONAR sem lést föstudaginn 15. mars. Þökkum einnig starfsfólki á hjartadeild Landspítalans fyrir hlýju og góða umönnun. Halldóra Halldórsdóttir, Vignir Freyr Andersen, Alexandra Vignisdóttir, Vignir Freyr Vignisson, Karen Elísabet Vignisdóttir, Sólveig B. Halldórsdóttir, Sigríður M. Halldórsdóttir, Finnbogi H. Alexandersson, Stefán Már Halldórsson, Þórunn Traustadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.