Morgunblaðið - 12.04.2013, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 12.04.2013, Qupperneq 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 ✝ Örvar Arn-arson fæddist í Reykjavík 20. nóv- ember 1972, hann lést af slysförum í Flórída 23. mars 2013. Foreldrar Örv- ars eru Ingibjörg Ósk Óladóttir, fædd 26. desember 1945, og Örn Karls- son, fæddur 10. maí 1944. Systkini Örvars eru: a) Ingólfur, fæddur 18.6. 1962, eig- inkona Áslaug Þóra Harð- ardóttir, börn þeirra eru Guð- mundur Borgar og Hjördís Diljá. b) Þórhalla, fædd 6.7. 1964, eiginmaður Kolbeinn Már Guðjónsson, börn þeirra eru Örn, Margeir og Björg Sóley. Fimleikadeild Ármanns frá sex ára aldri, síðustu árin í Ármanni var hann í meistaraflokki og þjálfaði jafnframt yngri iðk- endur til 19 ára aldurs. Örvar var einn af Azaryan-fimleika- félögunum. Vorið 1995 flutti Örvar til Bergen þar sem hann bjó í fimm ár, vann sem múrari, lærði fall- hlífarstökk og ferðaðist um heiminn til að stökkva með fall- hlífarstökkskennaranum sínum. Örvar var einn af reyndustu fallhlífarstökkvurum Íslands. Á árunum 2000-2008 starfaði Örvar og stofnaði fyrirtæki með föður sínum. Einnig var Örvar einn af eigendum og stofn- endum FFF, Fallhlífarstökks- félagsins Frjáls falls. Örvar var ókvæntur og barn- laus. Útför hans fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 12. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Örvar ólst upp í Bústaðahverfinu og gekk í Breiðagerð- is- og Réttarholts- skóla. Þaðan lá leið- in í Fjölbrauta- skólann við Ármúla í tvö ár og þar eftir í Iðnskólann í Reykjavík þar sem hann lauk sveins- prófi í múraraiðn 1995. Árið 2008 byrjar Örvar í undirbúnings- námi fyrir verkfræði í Odense í Danmörku, hann stefndi á að ljúka byggingartæknifræði frá Syddanske Universitet vorið 2014. Árið 2008 öðlaðist Örvar kennararéttindi í fallhlíf- arstökki. Örvar stundaði fimleika í Í óbærilegri sorg leitar hug- ur minn til bernskunnar. Ég hugsa til syrgjandi foreldra okkar sem eignuðust mig og Þórhöllu systur barnung en af kostgæfni þeirra, með ást og miklum dugnaði komu þau okk- ur öllum vel til manns. Þegar Örvar fæddist urðu já- kvæð þáttaskil í fjölskyldunni og mikill spenningur ríkti hjá okkur öllum fyrir nýjum fjöl- skyldumeðlimi. Foreldrar mínir áttu þá sitt eigið húsnæði, mesta baslið var að baki og jafnvægi ríkti í fjölskyldunni. Örvar var því mikill gleðigjafi og þó að ég og systir mín vær- um sjaldan sammála og rifumst oft og tíðum, sameinuðumst við um að vera ávallt góð við litla bróður. Þrátt fyrir tíu ára ald- ursmun var samneyti og sam- band okkar bræðra alltaf gott. Ég á margar fagrar minningar um Örvar með mér og mínum vinum, t.d. á skíðum. Þar sýndi litli bróðir strax mikla ósér- hlífni og var duglegur að elta stóru strákana. Fjölskyldan var Örvari ávallt hugleikin og mikilvæg, hann var 12 ára þegar sonur okkar Guðmundur Borgar fæddist og var fallegt að fylgjast með frá- bæru vinasambandi þeirra, í raun bræðralagi. Örvar reynd- ist öllum systkinabörnum sínum vel og án efa var hann fyr- irmynd þeirra allra. Örvar bjó yfir miklum mannkostum sem endurspegluðu frábæran per- sónuleika hans. Hann var heið- arlegur, óeigingjarn, góður sögumaður, góður hlustandi og upphóf frekar aðra en sjálfan sig, ásamt því að vera afreks- maður í fimleikum og fallhlíf- arstökki. Öllum í fjölskyldunni leið alltaf vel með Örvari og alltaf fengu börnin okkar Guð- mundur Borgar og Hjördís Diljá sín vel notið í hans návist og aldrei setti hann fólk í manngreinarálit. Mikill harmur og óbærileg sorg hefur ríkt í fjölskyldunni síðan Örvar féll skyndilega frá í skelfilegu fallhlífarstökksslysi á Flórída hinn 23. mars sl. Í sorgarferlinu höfum við hjónin forðast hugsanir og spurningar sem innihalda orðin ef og hefði, en þess í stað virt óeigingjarna ákvörðun Örvars og mikla hetjudáð. Við erum óendanlega þakklát fyrir að hafa átt stund með þér Örvar aðeins viku fyrir skyndilegt andlát þitt og vitum að þú varst hamingjusamur, þér gekk vel í náminu og þú varst ástfanginn. Minning þín mun aldrei gleym- ast. Elsku bróðir, þú bauðst mér oft að koma og stökkva með þér en ég gaf mér aldrei tíma. „Þannig týnist tíminn.“ Ingólfur Arnarson og Áslaug Harðardóttir. Tilveru minni var snúið á hvolf þegar ég fékk að vita að litli bróðir minn hefði látist af slysförum í fallhlífarstökksslysi, afneitun og sorg hafa skipst á að ráða ríkjum í huga mér og hjarta. Ég hef hugsað: „Af hverju slepptir þú honum ekki?“ þrátt fyrir að ég viti svarið. Brúsi bróðir hafði oftar en einu sinni látið þau orð falla að hann mundi aldrei sleppa nemanda. Það veit drengurinn sem Örvar bjargaði í fyrrasum- ar og ég veit að hann mun ávallt þakka litla bróður lífgjöf- ina. Örvar uppáhalds, en það var hann kallaður í mínum vin- kvennahópi, bar þetta viður- nefni því hann var okkar uppá- hald. Þegar ég hugsa til baka þá man ég lítinn dreng með fal- leg brún augu sem var svo ljúf- ur og góður, heimtaði aldrei, beið alltaf rólegur þar til kom að honum og leyfði öðrum að vera í sviðsljósinu, þannig var hann sem barn og þannig var hann sem fullorðinn. Þetta var aðalkaraktereinkenni hans. Þegar ég hugsa um Örvar koma fram óteljandi minningar eins og þegar hann stríddi mömmu og þóttist ætla að lita augabrúnina á sér hvíta, þegar Örvar og stóri bróðir klesstu saman, öll skiptin þegar ég passaði litla bróður, þegar hann steig á glerbrot, allar ferðirnar á slysó, öll partíin sem við héld- um í Breiðagerði, öll þau skipti þegar Örvar hjálpaði mér, þeg- ar Örvar sinnti um strákana mína eins og þeir væru hans eigin, öll aðfangadagskvöldin okkar saman, öll jólin okkar saman, öll fríin okkar saman, Vopnafjörður, Vestfirðir, hring eftir hring í kringum landið, í Skals og í Esbjerg … það er gott að eiga allar þessar minn- ingar. Ég sé Örvar fyrir mér snúa upp á lokk í hárinu sínu, ég sé brosið hans og sposka svipinn og ég heyri hlátur hans, það hló enginn eins og Örvar. Ég er svo heppin að hafa verið skyld Örv- ari, fengið að vera samferða honum í fjörutíu ár og fengið að kynnast honum; ég er þakklát fyrir það. Örvar, þú varst alltaf hetjan mín, núna veit allur heimurinn að þú varst hetja. Mann óraði ekki fyrir að enn væri til fólk sem fórnaði sjálfu sér fyrir aðra. Fljúgðu frjáls, kæri bróðir. Þórhalla Arnardóttir. Mágur minn, Örvar Arnar- son, er fallinn frá. Örvar tók ákvörðun um að bjarga nem- anda sínum og fórnaði sér í það. Í eigingirni minni segi ég: Slepptu og bjargaðu sjálfum þér. Við skulum styðja þig í þeirri ákvörðun sem þú tókst, en vertu hjá okkur. En það var ekki Örvar, hann var ekki þannig maður. Örvar er hetja. Ég virði ákvörðun Örvars, en ég hefði kosið umfram allt að hann hefði tekið aðra ákvörðun. Örvar var traustur, yfirveg- aður, orkumikill og skemmti- legur og hafði gaman af því að segja sögur. Það var gaman að hlusta á sögurnar frá náminu í Danmörku, þar sem hann kynntist mörgu fólki af ýmsu þjóðerni, honum líkaði dvölin vel í Danmörku og kunni vel við sig að vera þar við nám. Örvar var ljúfur og góður við frændur sína Örn og Margeir og bar hag þeirra mjög fyrir brjósti. Hann lagði mikið upp úr því að þeir væru í námi og lykju því sem byrjuðu á. Örvar var ávallt tilbúinn að fara með þá á snjóbretti og í alls konar ævintýraferðir. Það var alltaf gaman að sjá spennuna í svip bræðranna þegar Örvar frændi var að koma í heimsókn, það þýddi bara eitt; eitthvað æv- intýralegt og skemmtilegt var að fara að gerast. Örvar var og verður ávallt hluti af yndislegri fjölskyldu og Össi og Inga ólu börnin sín upp í kærleika, réttsýni og umfram allt hlýju þar sem góð og kristi- leg gildi eru í hávegum höfð. Örvar tók mér afskaplega vel þegar ég kom inn í fjölskylduna og við föðmuðumst alltaf þegar við hittumst, það skorti aldrei hlýleikann hjá Örvari og hafði hann einstaklega góða nærveru. Þau voru nokkur kvöldin sem við fengum okkur „Kalla frænda“ og spjölluðum saman um daginn og veginn, ófáar stundir í heita pottinum hjá Össa og Ingu fyrir austan ásamt allnokkrum golfhringjum í Öndverðarnesi og víðar. Örvar var með eindæmum hjálpsamur og bóngóður, það er gott að vita til þess að handverk hans ligg- ur víða, verkvit hans og vand- virkni við flísalögn bera þess merki. Mér þykir vont og sárt að hugsa til þess að geta ekki deilt fleiri stundum með Örvari, hefði gjarnan viljað sjá hvernig framtíðin hefði orðið hjá hon- um. Örvar var ástfanginn og hamingjusamur og framtíð hans var sannarlega björt, var að ljúka námi í Danmörku og allir vegir færir. Örvar lifir í minn- ingu okkar sem eftir erum sem hetja og stórmenni. Ég reyni að finna samanburð við hetjur Ís- lendingasagnanna, en það er og verður bara einn Örvar Arn- arson. Guð blessi þig elsku Örv- ar, við sjáumst seinna. Kolbeinn Már Guðjónsson. Það er afar erfitt að þurfa kveðja þig og ég er alltaf að bíða eftir að þú komir aftur. Margar eru minningarnar alveg frá barnæsku, frá þeim tíma tókst okkur að upplifa margt og eiga margar góðar stundir sam- an. Það var ávallt mikil vinátta og traust á milli okkar. Þú gættir mín ávallt eins og bróðir. Það er mér mjög sárt að missa þig en ég veit að þú munt halda áfram að halda verndarvæng yfir mér og þínum nánustu. Þú getur treyst á það að málin verða rædd í þaula þegar við hittumst aftur við gullna hliðið. Hvíldu í friði, Örvar minn. Þinn uppeldisbróðir, Aðalsteinn (Alli). Örvar Vináttan á sér vængjaða hlíf Mitt fyrsta stökk og þú varst líftaugin mín Stukkum saman út í himinblámann Tilfinningar kviknuðu og urðu okkur samferða alla leið Þá opnaðist allt og undir henni svifum við tvö Í þessari vídd vorum við svo nær Stigum saman niður til jarðar Hamingjan skein úr hjörtum sem féllu af himnum ofan Minningin fylgir mér (Höf. EG) Þín Ester. Vor í lofti, birta, hiti, fugla- söngur, bjartsýni, eftirvænting, ást í lofti, vinátta, uppbyggileg umræða og ekki síst við hitt- umst í mat hjá mömmu þegar við komum heim frá Flórída, hann úr vinnuferð, ég úr fríi. Þetta lagði frændi minn til í síðasta símtali okkar áður en við lögðum í hann. Ekki fer allt eins og við óskum heitast því miður. Örvar var yngsta barn systur minnar og mágs, augasteinn foreldra sinna og systkina og okkar allra. Hæglátur grallari, trygglyndur, fallegur, blíður. Átti svo einstaklega auðvelt með að gleðjast með öðrum og leyfa öðrum að njóta sín. Alltaf tilbúinn að hjálpa ef á þurfti að halda. Einstakur. Passa litla frænda í Mark- landinu, sumrin á Vopnafirði með foreldrum sínum hjá okkur í Ásbrún, yndislegur tími sem ég þakka fyrir. Veiðiferð á bryggjuna, fótboltaæfing á „sveita“grasi, nammiferð í Olla- sjoppu, bjórsopi í stofunni í Ás- brún, sundlaugarferðir í Selár- dalslaug, kvöldganga norður að Lóni með riffil um öxl. Æv- intýri frá morgni til kvölds í firðinum okkar fagra. Minning- ar svo ljúfar og góðar. Ég þakka fyrir þær allar og varð- veiti, varðveiti alla tíð. Takk, elsku frændi minn ljúfi, fyrir yndislega samveru. Svífðu frjáls. Þín móðursystir, Sigurveig Björgólfsdóttir. Örvar er dáinn. Þessi orð sem ég heyrði í símanum árla sunnudagsmorguns 24. mars hljóma enn í huga mér. Þau svíða og ég vil ekki trúa þeim en ég veit því miður betur. Örvar frændi minn var ein- stakur maður. Hann var ljúfur og skemmtilegur og það var alltaf gaman þar sem hann var. Hann var einstaklega hjálpsam- ur og það eru ófá handtökin sem hann skilur eftir sig á mínu heimili. Ótal minningar um Örvar koma upp í hugann á stundum sem þessum. Við höfum brallað margt í gegnum tíðina. Er mér sérstaklega minnisstætt þegar við vorum krakkar og ég var að hjálpa Örvari að smíða með því að halda við naglann á meðan hann negldi með hamrinum. Ekki fór þó betur en svo hjá okkur að hamarinn hitti hönd- ina á mér með tilheyrandi handleggsbroti. Örvar var mikill íþróttamað- ur og stundaði m.a. fimleika í mörg ár með mjög góðum ár- angri. Margar spurningar hafa sótt á mig undanfarna daga. Hvað gerðist? Hvers vegna fór sem fór? Hvernig má það vera að Örvar sem var svo mikill öð- lingur sé tekinn frá okkur svona allt of fljótt? Hann sem var í blóma lífsins. Við þessum spurningum fæ ég sjálfsagt aldrei svör. Örvar var ekki mikið fyrir að trana sér fram en var ætíð tilbúinn að hvetja aðra. Hann var mjög umhyggjusamur og komu þessir eiginleikar berlega í ljós þegar hann bauð mér að keppa með sér á Jónsmessu- móti í golfi þegar við vorum unglingar. Þetta var paramót og átti ég að sjá um púttin en hann sá um löngu höggin. Hann var góður kylfingur en ég hafði aldrei leikið golf. Hann var ein- staklega duglegur að kenna mér, hvetja mig áfram og hrósa og fyrir vikið komumst við á verðlaunapall. Þegar ég hugsa til baka finnst mér þetta lýsa einmitt Örvari svo vel. Hann var ekki sá sem lét mest á sér bera – en hann náði árangri með hjálpsemi, umhyggju og sínum einstaka persónuleika. Hann var sigurvegari. Örvar sýndi fram á síðustu stundu hvað hann stóð fyrir. Hann lagði allt í sölurnar til að koma til hjálpar. Hann gaf eng- an afslátt. Hann var hetja. Það er nokkuð sem heimur- inn á ekki nógu mikið af. Heim- urinn er snauðari án þín, elsku Örvar. Þú varst sú hetja svo hlý og góð það hugljúfa vildir þú sýna. Ég tíni í huganum brosandi blóm og breiði á kistuna þína. (S.G.) Ég mun aldrei gleyma því þegar við hittumst síðast, tveimur dögum áður en þú fórst til Flórída. Þú varst svo glaður og ljómaðir hreinlega. Það var auðsjáanlegt að þú varst ást- fanginn og hamingjusamur og lífið blasti við þér. Við munum ekki bralla meira í bili, en þangað til næst þá mun ég orna mér við allar góðu minningarnar. Ég bið Guð að styrkja for- eldra þína, systkini, fjölskyldur þeirra og Ester á þessum erf- iðu tímum. Missir þeirra er mikill. Þín frænka, Harpa Þorláksdóttir. Elsku frændi minn, það er svo margt sem kemur upp í hugann á svona stundu, það er svo óraunverulegt og skrýtið að þú sért farinn frá okkur. Þótt við hefðum ekki alltaf verið að hittast þá var það alltaf svo yndislegt og við gátum spjallað um allt, alveg eins og góður vinskapur á að vera. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman minn kæri. Guð geymi þig. Minning þín er ljós í lífi okk- ar. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Kær kveðja, Anna frænka. „Söguleg stund í fallhlífar- stökki á Íslandi, fyrsta kvenna- load sögunnar“ (Örvar Arnar- son, Hellu 2012). Það var gleði og stolt sem skein úr augum þínum þegar þú fylgdir okkur stökkdívunum, sem þú hafðir leiðbeint og þjálf- að, í fyrsta kvennaloadið á Hellu. Þetta var einungis einn af mörgum gleðidögum á Hellu síðastliðið sumar sem var magnað sumar, mikil fjölgun nemenda og við stelpurnar í fyrsta sinn í meirihluta. Þú tókst einstaklega vel á móti okkur, elsku Örvar, með hlýju þinni og fallega brosinu. Og að ógleymdum húmornum leið- beindir þú okkur með metnað að leiðarljósi. Þær voru ófáar sögurnar sem þú sagðir okkur af uppátækjum ykkar vinanna, ótrúlegar sögur sem við stelp- urnar fengum hnút í magann af að hlusta á. Við munum sakna þín og litla parketlagða „lúxus“- hjólhýsisins (sem var að sjálf- sögðu með dimmer) sem þú hafðist við í allt síðasta sumar. Samverutíminn var ekki langur en með persónutöfrum þínum og fallegu brúnu augunum skapaðir þú þér sérstakan sess í hjörtum okkar. Elsku félagi, þó svo þú stökkvir ekki lengur með okkur úr flugvél mun andi þinn svífa með okkur í háloftunum yfir Hellu um ókomna tíð. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Þínar dívur að eilífu, „Drop Down Divas“, Berglind, Unnur Eir, Guðrún Magnea, Arna Eir, Ásta Rós, Eyrún, Heiða, María Birta, Svala Rut, Karítas, Ester, Guðrún Dóra. Ég var svo heppin að fá að kynnast Örvari í gegnum vin- konu mína Þórhöllu Arnardótt- ur sem er stóra systir Örvars. Ég var ekki búin að þekkja Örvar lengi þegar ég gaf hon- um viðurnefnið Uppáhalds og kallaði hann alltaf Örvar uppá- halds. Allir sem þekktu Örvar skilja vel þetta viðurnefni. Örv- ar kemur frá yndislegu heimili. Fjölskyldan bjó í Breiðagerði 33. Þangað var alltaf gott að koma og njóta hjartahlýjunnar á heimili Ingu og Össa. Við héldum mikið til í Breiðagerð- inu sem var á tímabili sem mitt annað heimili. Þegar Örvar var yngri var hann á fullu í fimleikunum. Hann var sterkur, duglegur, glaður og heilsteyptur. Mér er minnisstætt einhverju sinni þegar við Þórhalla áttum að líta eftir unglingnum að við vorum staðráðnar í að standa okkur. Það reyndist auðvelt því þegar hann átti að læra eða taka til þá var svarið ævinlega „búinn“ og svo fylgdi frábærlega fallegt bros. Eitt skiptið trúðum við varla að hann væri búinn að þessu öllu og könnuðum málið – jú auðvitað allt í topp. Ég held að Örvari sjálfum hafi ekki þótt sérstaklega merkilegt að geta það sem hann gat. En hann var ótrúlega sterkur og fimur og frábær fyrirmynd fyrir frænda sinn Guðmund Borgar sem þá var pínulítill hnokki sem horfði aðdáunaraugum á fima frænda sinn. Góðar minningar sem við eigum. Þegar fullorðinsárin nálguð- ust leið lengra á milli þess að við hittumst. Útlönd, menntun og forvitni blasti við okkur öll- um. Þórhalla heimsótti mig oft til Parísar og við skemmtum okkur yfir frönsku kveðjunni „Au revoir“ ,sem þýðir sjáumst Örvar Arnarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.