Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 ✝ Ólafur EinarSamúelsson fæddist á Suð- urgötu 40 í Kefla- vík 5. nóvember 1962. Hann and- aðist á heimili sínu, Öldustíg 16 á Sauð- árkróki, 13. mars 2013. Ólafur var sonur Sam Joe Scarborough, f. 19. nóv. 1927, d. 16. des. 2001, síðast þunga- vinnuvélastjóra í Charleston í Suður-Karólínu, og Valdísar Marínar Valdimarsdóttur, f. 5. sept. 1935, d. 10. nóv. 2012, síð- ast húsmóður í Newport í Rhode Island. Föðurforeldrar hans voru Samuel Grady Scarboro- ugh, f. 30. ág. 1889, d. 5. des. 1956, bóndi í Madison í Georgiu, og kona hans Louellen Martha Mayo Patterson, f. 9. okt. 1898, d. 24. apr. 1969, húsmóðir í Ma- dison. Móðurforeldrar hans voru Valdimar Einarsson, f. 29. mars 1904, d. 14. nóv. 1935, bak- ari í Reykjavík, og kona hans Guðbjörg Frímannsdóttir, f. 2. maí 1908, d. 23. jan. 1977, hús- móðir í Reykjavík. Ólafur Einar var kornungur ættleiddur af hjónunum Francisco Muna Tor- Cristina, f. 30. júní 2008, Isa- bella Christine, f. 8. júní 2010. Yvainh Marie Torres, f. 7. mars 1986, maður 1 (g. 10. okt. 2004) Martin Lipinski, sonur þeirra er Taylor Martin, f. 31. maí 2005, maður 2 (g. 14. apr. 2011) Marco Ivan Duarte, dóttir þeirra er Sophia Yvainh, f. 18. febr. 2011. Ólafur giftist 31. des. 1987 Sus- an Demeaux Cunningham, f. 12. ág. 1959. Foreldrar hennar voru Robert Albert Hachey, f. 1932, d. 18. okt. 2006, tónlistarmaður í Prince Edward Island í Kanada og Bernice D. Demeaux, f. 13. sept. 1939, d. 19. febr. 2000, hús- móðir í San Diego í Kaliforníu. Sonur þeirra er Thomas Zach- ary Torres, f. 12. okt. 1988, barnsmóðir Valdís Ösp Ingva- dóttir, sonur þeirra er Ágúst Máni Tómasson Torres, f. 10. jan. 2013. Ólafur giftist 1999 Suzanne Enid Chitwood, f. 30. ág. 1969. Foreldrar hennar bjuggu í Kaliforníu. Þau áttu ekki börn saman. Barnsmóðir Ólafs er Laurie Ruth Schultz, f. 27. okt. 1957, húsmóðir í Wis- consin. Foreldrar hennar bjuggu í Wisconsin. Hún giftist síðar Robert Val Weisser í Wis- consin. Sonur Ólafs og Laurie er Evan Michael Weisser, f. 18. sept. 1986, barnsmóðir Diane Hoyt, sonur þeirra er Miles Ro- bert Bailey, f. 14. maí 2011. Ólafur verður kvaddur frá Dómkirkju Krists konungs í Landakoti í dag, 12. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 11. res, f. 30. jan. 1922, d. 27. ág. 1990, og Esther Edwards Torres, f. 28. nóv. 1916, d. 10. júní 1996, sem bjuggu í Keflavík og fluttist með þeim til Bandaríkjanna þar sem hann sleit barnsskónum með fósturbróður sínum Frank Torres. Við skírn var honum gefið nafnið Thomas Edward Torres. Síðar tók hann upp nafnið Thomas Einar Scarborough og loks nafnið Ólafur Einar Sam- úelsson. Hann var lengst búsett- ur í Kaliforníu, um skeið í Mexíkó, síðar við Danielsville í Georgiu, en frá 2005 á Sauð- árkróki, að undanskildum fáum mánuðum sem hann dvaldist í Reykjavík og í Keflavík. Ólafur giftist 1984 Martha Maria Cristina Garcia, f. 22. maí 1965. Foreldrar hennar bjuggu í Mexíkó. Hún giftist síðar Hector Agundez í Mexicali í Baja Calif- ornia í Mexíkó. Börn Ólafs og Martha eru: Thomas Daving Torres, f. 2. nóv. 1984, kona (g. 16. apr. 2006) Kelly Wenzel, dætur þeirra eru Gianna Bróðir minn, Ólafur Einar Samúelsson, reyndi fyrst fyrir sér á vinnumarkaði á unglingsárum sem aðstoðarmaður á bókasafni og hafði unun af því starfi. Hann gekk í landher Bandaríkjanna og lauk sjúkraliðaprófi í upphafi her- þjónustuferils síns. Hann gegndi víða herþjónustu, meðal annars í Þýskalandi og löndum fyrrver- andi Júgóslavíu, jafnan sem sjúkraliði, og fékk mörg heiðurs- merki fyrir störf sín í hernum. Einhvern tímann á Kaliforníuár- um sínum vann hann fyrir fjár- málafyrirtæki og eftir að hann brautskráðist úr herþjónustu starfaði hann sem sjúkraliði á spítala í Georgíu. Hann var farinn að heilsu og óvinnufær þegar hann fluttist til Íslands en tók þó um örstutt skeið þátt í starfsemi Björgunarsveitarinnar Skagfirð- ingasveitar, þar sem þekking hans og færni komu að góðum notum. Ólafur bróðir minn var hár vexti og þrekinn, svarteygur með svart hár. Á seinni árum lét hann sér oft vaxa alskegg sem einnig var svart. Hann var rammur að afli meðan heill var, þrautseigur og æðrulaus, og harkaði merki- lega vel af sér bagandi heilsuleysi og ýmiss konar andstreymi sem hann mátti þola á lífsgöngunni. Ólafur var bráðgreindur og víð- lesinn, vel máli farinn, skemmti- legur viðræðu og gat verið leiftr- andi fyndinn, því kímnigáfu hafði hann í ríkum mæli. Brjóstgóður var hann og tók jafnan málstað minni máttar og þeirra sem á var hallað að ósekju. Ólafur var mikill tónlistarunnandi og átti ókjörin öll af geisladiskum með músík. Hljómsveitirnar Grateful Dead og Los Lobos voru í sérstöku uppá- haldi hjá honum. Hann var mikill dýravinur og hélt lengst af kött á heimili sínu, oftast fleiri en einn. Á unglingsárum lærði hann mat- reiðslu af fósturföður sínum, sem var yfirkokkur í sjóher Banda- ríkjanna, og bjó að þeirri þekk- ingu æ síðan. Var honum einkar lagið að töfra fram ljúffenga rétti. Leiðir okkar bræðra lágu ekki saman fyrr en árið 2001, þegar við hittumst á heimili móður okkar í Rhode Island, en áður höfðum við skrifast á um margra ára skeið. Þau bréfaskipti höfðu leitt til þess að Ólafi auðnaðist að hafa uppi á Frances systur okkar, sem einnig var ættleidd af bandarískum hjónum. Árið 2004 kom Ólafur í kynnisferð til Íslands og árið 2005 fluttist hann hingað alkominn með yngsta son sinn, og fengu þeir þá íslenskan ríkisborgara- rétt. En þó að örlögin höguðu því svo að bróðir minn ætti ekki aft- urkvæmt til móðurlandsins fyrr en svo seint var hann hugfanginn af Íslandi allt frá þeirri stundu sem fósturforeldrar hans létu hann vita af uppruna sínum, en hann var þá mjög ungur að árum. Hann unni af heilum huga landi og þjóð ekki síður og jafnvel frem- ur en margur maðurinn sem aldr- ei hefur stígið út fyrir landstein- ana. Ég kveð bróður minn með söknuði og votta börnum hans og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Guðmundur Sigurður Jóhannsson. Ólafur Einar Samúelsson aftur, því hún hljómar líkt og „Örvar“. Við Þórhalla kvöddum aldrei öðruvísi í Frakklandi en að segja „Örvar“ – þetta þótti okkur og Örvari alltaf fyndið. Örvar uppáhalds fór líka ut- an, fyrst til Noregs. Á fullt í of- ursportið, en fallhlífarstökkið átti hug hans allan. Örvar og ofurhuginn Arne Aarhus urðu bestu vinir og fóru út um allan heim á vit ævintýra. Það var svo gaman að hlusta á hann segja frá upplifunum sínum og áætlunum, áhuginn var meira en hundrað prósent. Örvar lifði lífinu lifandi og var alls staðar vel liðinn. Síðustu árin stundaði Örvar nám við Syddansk Uni- versitet í Danmörku. Þegar andlát hans bar svo skjótt að hafði fjölskyldan í mörg horn að líta. Þá lá beint við að ég hefði samband við stofnanir þar. Allir sem ég talaði við voru vitanlega harmi slegnir. En al- veg í stíl við Örvar uppáhalds þá voru þetta ekki lengur stofn- anir heldur fólk sem þótti vænt um Örvar. Allir höfðu tekið eft- ir þessum einstaklega vel gerða einstaklingi. Allir, líka þarna úti, voru vissir um að hann hefði verið að hjálpa, reyna að bjarga öðrum þegar hann dó. Þannig var Örvar uppáhalds – algjör hetja. Sagt er að fallhlíf- arstökkvarar viti hvers vegna fuglarnir syngja. Elsku hjartans Inga, Össi, Ingó, Þórhalla og fjölskyldur, megi allur besti styrkur ver- aldar halda utan um ykkur og styðja í þessari miklu sorg. Takk fyrir samveruna elsku Örvar uppáhalds, njóttu þess að svífa þar sem þig lystir. Hvíl í friði elsku hjartans Örvar uppáhalds – Au revoir Örvar. Bergljót Rist. Elsku vinur minn. Minningar streyma fram frá löngu liðnum árum. Ég minnist þess þegar við vorum litlir strákar í Marklandi þar sem við ólumst upp og átt- um okkar fyrstu prakkarastrik, hlupum á milli hæða og létum í okkur heyra svo heyrðist um alla blokkina. Ég man þegar við vorum á svölunum í Marklandi þegar ég datt milli hæða og ofan í garð og þú og mamma þín Inga hlupuð niður og spurðuð hvort ég hefði nokkuð meitt mig. Ég sagði að ég hefði bara meitt mig í húfunni. Þetta kemur öðru hverju fram. Tíminn leið og þið fjölskyld- an fluttuð í Breiðagerði en skömmu síðar fluttum við fjöl- skyldan í Melgerðið og vinátta okkar hófst á ný. Mér er alltaf minnisstætt í gegnum árin þegar ég horfi í gegnum dótið mitt að öðru hvoru kemur í fangið á mér bók, Hinrik og Hagbarður, sem þú gafst mér eitt árið, í henni stendur: „Til hamingju með af- mælið, þinn vinur Örvar“. Þessa bók ætla ég að gefa syni mínum Þórhalli Antoni og segja honum frá þér og okkar prakkarastrikum. Árin voru mörg í Smáíbúða- hverfinu sem við áttum saman og skemmtileg með eindæmum. Mörg voru kvöldin í Breiða- gerðinu, í kjallaranum þar sem fullt var af dóti og Össi pabbi þinn var með verkfærin sín og gott var að fela sig þar, þegar við vorum í feluleik. Oft færðust afmæli þín niður í kjallarann og allir skemmtu sér þar vel. Kökurnar voru ekki af verri endanum á hæðinni fyrir ofan, fótboltakökur og fleira góðgæti sem mamma þín framreiddi af stakri snilld ofan í okkur vinina. Ég minnist þess að öll jól þegar ég kom heim til þín hljómuðu jólalögin ætíð hjá ykkur af hljómplötum. Ég minnist ennfremur margra kvölda við orgelið sem mamma þín átti, þar sem við reyndum að búa til okkar eigin tónlist. Veturnir voru heldur ekki leiðinlegir þar sem húsþök á bílskúrum nærliggjandi húsa voru notuð sem stökkpallar of- an í snjóskafla sem höfðu safn- ast upp yfir vetrarmánuðina. Einnig kvöldin sem við eydd- um í snjóhúsum sem við byggð- um saman í garðinum ykkar og drukkum heitt kakó. Alltaf var gaman hjá okkur að læðast ofan í kjallara hjá Ingó bróður þínum og sjá hvað hann var að bralla. Því hann átti kærustu. Seinna flutti Þórhalla systir þín í kjallarann góða og við Örvar fylgdumst vel með hvað þar væri í gangi. Á einhverjum tímapunkti urðu stundirnar færri og við urðum að mönnum. Þú fórst í fimleika sem þú náðir svo góðum tökum á og við urðum nánari okkar fjölskyld- um. Þú lærðir til múrara eins og pabbi þinn og ég lærði til smiðs eins og pabbi minn. Alltaf hitt- umst við öðru hvoru í gegnum árin en undir lokin heyrði ég af þér í gegnum hann Ingó bróður þinn, sem var þinn besti vinur. Þegar þetta var skrifað heyrði ég í Guðmundi frænda þínum og syni Ingós og spurði ég hann hvort rétt væri það sem ég hefði heyrt að þú hefðir reynt að bjarga þínum manni í stökkinu. Sagði Guðmundur: Svona var Örvar, hann sleppti ekki takinu á neinu sem var honum nákom- ið. Blessuð sé minning míns elsta vinar og félaga. Sendi hugheilar samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar og vina. Sveinn Þór Þórhallsson. Elsku Örvar minn. Þú varst bara sex ára þegar bróðir þinn kom með mig heim með sér, barnungann, ég fór ekki aftur fyrr en mörgum árum síðar, mamma þín tók mér sem sinni eigin dóttur og var mér svo mikið góð. Þú varst alltaf orku- mikill og skemmtilegur. Þið frændur, Arnar Þór, sem mamma þín tók að sér um tíma, brölluðuð ýmislegt, oft deilduð þið um það hver hefði staðið fyrir tilteknu prakkarastriki þegar þið voruð teknir á teppið, mig minnir að þú hafir nú verið þrjóskari og ekki gefið eftir. Enda gafstu aldrei upp í lífinu þótt á móti blési. Þegar Guðmundur sonur okkar Ingólfs bróður þíns fæddist varðstu afbrýðisamur, enda langyngstur systkina þinna og þessi litli frændi var ekki á óskalistanum. Það átti fljótt eftir að breytast og mað- ur sá pirringinn verða að gleði yfir að hafa eignast lítinn frænda. Þið Guðmundur voruð sem bræður, félagar og vinir. Missir sonar míns er mikill. Missir allrar fjölskyldunnar er ólýsanlegur. Örvar var húmoristi, heill, sannur og með mikla réttlæt- iskennd. Hann heimsótti mig oft í gegnum tíðina, með blik í augum og yfirleitt að segja mér hvað hann væri að fara að gera skemmtilegt. Ég hitti Örvar heima hjá Ingu og Össa í byrj- un mars og hann leit frábær- lega vel út, ný kominn heim frá Danmörku. Þegar við kvödd- umst sagði hann það sem hann hafði oft sagt við mig áður: Þú verður í bandi þegar þú vilt koma að stökkva. Ég á eftir að fljúga með honum seinna. Örv- ar lifði lífinu lifandi, hann gerði það sem honum fannst skemmtilegast. Elsku Inga og Össi, þið gangið í gegnum það sem er skelfilegast af öllu, að missa barnið sitt. Ég bið fyrir Örvari og ykkur öllum, að Guð gefi ykkur styrk og frið. Ykkar Vala Björg Guðmundardóttir. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson) Ég er lánsamur að hafa hitt Örvar á minni stuttu ævi og lánsamur að hafa átt hann sem vin. Leiðir okkar lágu fyrst saman árið 2004 þegar ég fór að læra fallhlífarstökk. Ég sá strax að þarna var áhugaverður og kaldur karl á ferð. Eitthvað hef ég haft fram að færa því ár- ið 2007 buðu þeir Örvar, Siggi og Tryggvi mér að vera með þeim í Bangsimon, 4way-team í fallhlífarstökki. Saman ferðuð- umst við Örvar um allan heim til að stunda æfingar, til að keppa í fallhlífarstökki og síð- ustu ár við kennslu. Fyrir allar þær samverustundir er ég þakklátur. Minningarnar eru margar og mun ég varðveita þær um ókomna tíð. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Sumarið var okkar tími. Þær eru ófáar stundir okkar í háloft- unum og á jörðu niðri að bíða eftir rétta veðurfarinu til að stökkva. Þá leið okkur best, náðum best saman og skemmt- um okkur mest. Sumrin verða sannarlega einmanalegri án Örvars og ég á eftir að sakna brossins, hlátursins og samver- unnar. Íslensk fallhlífarstökksmenn- ing er mun fátækari vegna frá- falls Örvars. Hann skilur eftir sig stórt skarð sem mun seint verða fyllt. Við munum stökkva honum til heiðurs fram að okk- ar síðasta stökki. Ég sendi hlýhug til fjöl- skyldu, vina og annarra sem voru svo lánsamir að kynnast Örvari. Tíminn einn mun sjá til þess að sárin grói en við verð- um alltaf með ör eftir þennan mikla missi. Hvíldu í friði elsku Örvar. Þinn vinur, Skúli. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HÁLFDÁNS EINARSSONAR fyrrverandi skipstjóra, Bolungarvík. Einar Hálfdánsson, Anna Jóna Hálfdánsdóttir, Karitas Hafliða, Sigríður Jónína Hálfdánsdóttir, Jóhanna Hálfdánsdóttir, Philippe Ricart, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN TÓMASDÓTTIR, Grafarbakka 2, Hrunamannahreppi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum á Selfossi mánudaginn 8. apríl, verður jarðsungin frá Hrunakirkju fimmtudaginn 18. apríl kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á að láta Hjarta- vernd, Krabbameinsfélagið eða Styrktarsjóð HSu njóta þess. Sigurður Tómas Magnússon, Huld Konráðsdóttir, barnabörn og langömmubarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÖRUNDUR JÓNSSON frá Smyrlabjörgum, lést á Hrafnistu miðvikudaginn 10. apríl. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 19. apríl kl. 13.00. Anna Jónsdóttir, Lucia Guðný Jörundsdóttir, Sigurjón Valsson, Steinunn Marta Friðriksdóttir, Hrafnhildur Vala Friðriksdóttir, Anna Kolbrá Friðriksdóttir. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR frá Látrum í Aðalvík, Seljahlíð, áður Brúnavegi 3, lést á Landspítala við Hringbraut miðviku- daginn 10. apríl. Útför verður auglýst síðar. Sigríður Gunnarsdóttir, Theódór Gunnarsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.