Morgunblaðið - 12.04.2013, Side 47

Morgunblaðið - 12.04.2013, Side 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 ✝ Lilja Þórarins-dóttir fæddist á Reykhólum 12. júlí 1922. Hún lést 3. apríl 2013 á Dval- arheimilinu Barma- hlíð. Hún var dóttir hjónana Þórarins Árnasonar og Stein- unar Hjálm- arsdóttur. Hún átti fjögur alsystkini; Þorstein, f. 1923, d. 1998, Sig- urlaugu Hrefnu, f. 1924, d. 2012, Önnu, f. 1925, og Hjört, f. 1927. Faðir Lilju lést þegar hún var ung. Steinunn giftist aftur Tóm- asi Sigurgeirssyni og átti með Kristjánsdóttir, f. 9. nóv. 1971. Dóttir Ástu er Hekla Karen, f. 1992, maki Hilmir Hjaltason, f. 1984, synir Guðmundar og Ástu eru a) Tindur Ólafur, f. 2003, b) Ketill Ingi, f. 2005, c) Kristján Steinn, f. 2007. 2) Unnsteinn Hjálmar, f. 23. janúar 1957. Lilja og Ólafur fluttu að Grund 12. júlí 1958. Lilja starfaði í ýmsum félagsamtökum í Reyk- hólahreppi, s.s. ungmennafélag- inu Aftureldingu, kvenfélaginu Liljunni, kvenfélaginu Kötlu, sauðfjárræktarfélaginu, bún- aðarfélaginu og Lions. Einnig var hún einn af stofnfélögum hestamannafélagsins Kinnskær. Hún var virk í kirkjukór Reyk- hólakirkju. Lilja bjó á Grund ásamt sonum sínum til ársins 2011 eða þar til hún fór á Dval- arheimilið Barmahlíð. Útför hennar fer fram frá Reykhólakirkju í dag, 12. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 14. honum tvö börn, Kristínu Ingibjörgu, f. 1932, og Sig- urgeir, f. 1933, d. 1993. Lilja tók virkan þátt í bústörfunum heima fyrir. Hún starfaði mörg sumur sem vegavinnuráðs- kona og kynntist þar manni sínum, Ólafi Sveinssyni frá Gilla- stöðum í Reykhólahreppi, f. 8. nóvember 1915, d. 18. janúar 1995. Þau giftu sig á gamlársdag árið 1955. Ólafur og Lilja eign- uðust tvo syni: 1) Guðmundur, f. 9. apríl 1954, maki: Ásta Sjöfn Til hærri sviða hugur snýr, helgi breiðist yfir. Söknuður í brjósti býr, blessuð minning lifir. Á kveðjustundu elstu systur okkar fylgir söknuður. Ótíma- bært fráfall föður okkar markaði djúp spor í lífsferil hennar og okk- ar. Jarðarförin fór fram í sömu vikunni og sjö ára afmælisdagur hennar var. Slík örlagastund hlyt- ur að marka djúp spor í sál hvers barns. Hugsanaferil þessa sjö ára stúlku getum við ekki rakið lengra. Alltaf getur eitthvað komið fyrir. Í viðtalsþætti í „Heima er bezt“ kemur Lilja inn á þessa ör- lagatíma. „Vinur pabba, Tómas Sigurgeirsson frá Stafni í Reykja- dal, kom með foreldrum mínum er þau fluttu frá Hólum vestur að Miðhúsum og var í vinnumennsku hjá þeim. Mér hefur verið sagt að ef að Tómas orðaði það að fara í aðra vinnu, þá hafi pabbi beðinn hann að vera um kyrrt. Alltaf get- ur eithvað komið fyrir, sagði pabbi þá. Það rættist líka, þegar pabbi dó skyndilega þá varð Tóm- as stoð og stytta móður minnar og þau giftu sig nokkru seinna. Tóm- as var ákaflega samviskusamur maður og góður okkur stjúpbörn- unum.“ Í sama viðtali segir Lilja: „Ég var útistelpa, vildi vera úti í nátt- úrunni. Skepnurnar voru mitt áhugamál, einkum hestarnir.“ Það eru orð að sönnu að Lilja hafi verið útistelpa. Meðan heyjað var að stórum hluta á engjum var það sjálfgefið að Lilja annaðist að „teyma á milli“. Heybandið var flutt á þremur eða fjórum hest- um, þá flutninga annaðist hún. Hestarnir voru hennar líf og yndi. Í annríki dagsins og miklum störfum innanhúss átti hún það til að segja við Óla sinn: „Ég er farin á hestbak,“ og svarið var alltaf það sama hjá honum: „Já, gerðu það.“ Búrekstur á Grund gekk með miklum ágætum. Arðsemi búsins var í hámarki, hirðusemi og hreinlæti við mjólkurafurðir margverðlaunað. Þau hjónin stóðu saman að vexti, viðhaldi og velgengni bús og búsmala. Bú- smali þeirra var annað og meira en búfé og skynlausar skepnur og númer á búfjárskýrslu. Lilja var mjög félagslynd og hafði mikla ánægju af samvistum við annað fólk. Í áðurnefndu við- tali sagðist hún hafa verið í öllum félögum sem til voru í sveitinni. Í kirkjukórnum var hún frá 1940. Auk þess var hún meðhjálpari þar í mörg ár. Gestrisni hennar og þeirra hjóna var ótakmörkuð. Ógleym- anlegar eru veitingar á haustleit- ardeginum á Grund. Gestabókin skráir allt að 100 manns á hverju hausti. Alltaf getur eitthvað komið fyrir. Hörmulegasta örlagastund í lífi hennar varð 18. janúar 1995. Þá féll snjóflóð á fjárhús, hesthús og fjós. Feðgarnir Ólafur og Unn- steinn lentu í snjóflóðinu. Ólafur fórst en Unnsteinn bjargaðist eft- ir 12 klst. legu undir þessari feigðardýnu. Meirihluti búsmal- ans fórst, m.a. allar kýrnar. Eini ljósgeislinn í þessari örlagahrinu var að Unnsteinn bjargaðist giftusamlega. Hinu er ekki hægt að leyna hversu mikið áfall það hefur verið að missa eiginmann sinn og besta vin, auk þess að sjá á eftir öllum blessuðum skepnun- um. En lítum nú til bjartari stunda að lokum. Ömmudrengirnir hafa verið gleðigjafar og uppspretta vonar og fegurðar lífsins á Grund undanfarin ár. Drengirnir hafa fengið í arf umhyggjusemi, áhuga og natni fyrir blessuðum skepn- unum Innilegar kveðjur til Unn- steins, Guðmundar, Ástu og drengjanna. Hjörtur Þórarinsson. Elsku Lilja frænka mín. Núna ertu farin frá okkur eftir langa og góða ævi, þú varst svo flott og góð kona og ég er svo heppin að hafa haft þig í lífi mínu, enda skýrði ég dóttur mína í höf- uðið á þér, því þú ert ein af mín- um fyrirmyndum í lífinu. Ég man eftir að hafa komið upp á Grund sem krakki hjólandi til að fara í fjósið með þér, því það var svo rosalega gaman, síðan var farið inn á Grund og þar fengum við kvöldkaffi, gátum gleymt okkur í dótinu, stundum fengum við líka að horfa á vídeó sem var svaka- legt sport. Það var fastur punkt- ur hjá mér í nokkur ár að koma á jóladag og skoða með þér jóla- kortin og þau voru ekki fá, þú sendir líka mörg kort og það tók sinn tíma, síðustu jól varstu orðin slæm til heilsunnar svo þú fékkst hjálp við skrifin, þú baðst mig að skrifa til barnanna minna og ég vildi skrifa eitt til þeirra beggja en þú hélst nú ekki, þau yrðu að fá sitt kortið hvort og svo var smá pening stungið ofan í. Ég man nóttina sem Tindur Ólafur fæddist, ég var á lamba- vakt inni í Hvítadal, þú hringdir í mig og leyfðir mér að fylgjast með, við töluðum helling saman þá nótt og þú varst svo glöð og stolt eins og þú varst með alla strákana þína. Síðasta sumar tókum við nokkra göngutúra, fórum upp á Grund og í búðina, en mest er ég glöð að hafa tekið þig heim í kaffi, við sátum á pallinum og þú spáðir í bolla fyrir mig og það var mikið hlegið og rosalega gaman. Fyrir nokkrum dögum áttum við gott spjall saman og þú varst að segja mér frá því þegar þið systkinin voruð krakkar og um lífið í sveit- inni, talaðir mikið um föður þinn sem þú sast hjá á hól við bæinn þegar hann var orðinn veikur og hvað honum hafi fundist gott að hafa ykkur börnin hjá sér. Ég trúi því að þú sért búin að hitta alla, sért komin til Óla, foreldra og systkina, knúsaðu Ebbu ömmu frá mér, ég vona að ég verði svona flott kona eins og þið. Takk fyrir allt bæði dúka, mynd- ir, hlýju og góðmennsku. Ég þakka fyrir að hafa fengið að vera með þér þína síðustu stund hér. Elska þig endalaust eins og ég sagði alltaf við þig, knús og koss- ar upp til himnaríkis. Kveðja, Björk Stefánsdóttir og fjölskylda. Elsku Lilja á Grund er nú látin. Hún var einstök kona og átti eng- an sinn líka. Margar góðar minn- ingar á ég um þig frá því ég var í sveit hjá þér. Ég er svo þakklátur að hafa fengið að komast í sveit hjá ykkur Hjálmari á sumrin á unglingsárunum. Þau sumur voru mjög dýrmæt og góð. Örlæti þitt og gestrisni var með eindæmum. Alltaf voru til kökur og kræsingar af bestu sort á eldhúsborðinu á Grund. Ég var alltaf í miklu dekri hjá þér og Hjálmari og m.a. þurfti ég aldrei að vakna snemma á morgn- ana til að vinna. Eitt sumarið var ég þó kominn með svo mikið sam- viskubit að vakna ekki til að hjálpa þér við að gefa heimaln- ingunum á morgnana að ég bað mömmu að senda mér vekjara- klukku. Morguninn eftir að ég fékk vekjaraklukkuna vaknaði ég kl. sjö og kom niður til að fá mér að borða, en þá varstu hreint ekk- ert kát að sjá mig. Þú skipaðir mér að fara beint upp aftur að sofa og skildir ekkert í því hvað ég væri að gera svona snemma á fótum. Ég auðvitað gegndi því og vogaði mér ekki að vakna svona snemma aftur. Þú hafðir einstakt lag á því að tala við dýr, sennilega betur en nokkur annar. Það gerðir þú af mikilli natni og einlægni. Ég vil þakka þér fyrir þann góða tíma sem ég átti á Grund og um leið votta Hjálmari, Guð- mundi og fjölskyldu alla mína samúð. Ásgeir Haukur Einarsson. Hún hefur lifað langa og starf- sama ævi hún Lilja á Grund. Hún var ein af þeim konum sem alltaf rísa upp þótt hvert áfallið af öðru dynji yfir. Hún varð fyrir þeirri miklu sorg að missa eiginmann sinn í snjóflóði í janúar 1995 og annar sonur hennar bjargaðist með naumindum. Ekkert gat bugað hana. En að lokum hafði Elli kerling sigur eins og alltaf gerist að lokum hjá okkur öllum. Lilja var mikil félagsmálakona. Hún starfaði af lífi og sál í kven- félaginu sem bar nafn hennar, Liljan í Reykhólahreppi. Þar lagði hún fram krafta sína af full- um heilindum og það þótt kraft- arnir færu dvínandi með hækk- andi aldri. Auk þess var hún virk í alls konar öðru félagsstarfi, ekki síst á yngri árum. Alla ævi starf- aði hún með kirkjukórnum, jafn- vel þótt hún ætti síðari árin erfitt með að standa meðan á söngat- höfnum stóð. Þá var hún mikil hestakona og hafði yndi af útreið- um meðan hún gat sinnt því. Hún var einstaklega gestrisin kona og var glöðust ef heimilið var fullt af gestum, sem oft var. Réttardag- arnir voru hennar uppáhaldsdag- ar, þá var öllum boðið í kaffi, jafn- vel mat, heima á Grund. Þá stóð hún oft við eldavélina allan dag- inn og bakaði pönnukökur. Lilja stóð áratugum saman fyrir öllum matarveislum sem tengdust fund- um og ráðstefnum á vegum sveit- arfélgsins. Það var því vel við hæfi að útnefna hana heiðurs- borgara Reykhólahrepps fyrir hennar mikla og óeigingjarna starf fyrir sveitarfélagið sitt. Henni þótti vænt um öll dýrin sín, ekki síst íslensku hænurnar, sem hún sinnti af alúð meðan heilsan leyfði. Við áttum oft skemmtilegt spjall um ýmislegt viðkomandi landnámshænunni, sem við höfðum báðar áhuga fyr- ir. Á seinni árum tók hún virkan þátt í félagi eldri borgara og lét sig aldrei vanta í ferðalög á veg- um félagsins. Þar var hún alltaf með myndavélina á lofti og tók myndir af öllu sem fyrir augun bar. Síðustu árin dvaldi hún í Barmahlíð, hjúkrunarheimili aldraðra á Reykhólum, en það var þó ekki fyrr en hún gat með engu móti dvalið heima sökum heilsu- brests. Þar hafði hún herbergi þar sem glugginn á herberginu sneri í áttina að Grund og gat þá fylgst með ýmsu sem þar gerðist úr fjarlægð. Lilja á Grund setti mikinn svip á sína heimabyggð, hún lifði þar og starfaði og taldi aldrei eftir sér neitt sem til heilla horfði ef hún gat lagt því lið. Ég þakka Lilju fyrir þau kynni sem við áttum saman, það er alltaf fengur að því að kynnast konum eins og henni. Reykhólar eru ekki samir eftir fráfall hennar. Ég votta sonum hennar, tengdadótt- ur og barnabörnum einlæga sam- úð sem og öðrum aðstandendum í stórri fjölskyldu. Guð blessi minningu hennar. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. „Og vinir berast burt með tímans straumi.“ Heiðurskonan Lilja á Grund hefur kvatt þennan heim. Fjöl- skylda mín átti því láni að fagna þau ár sem við bjuggum á Reyk- hólum að eiga þau á Grund sem næstu nágranna. Bundumst við vináttuböndum, áttum margar gleðistundir jafnt hversdags sem á jóladag. „Sestu nú í kratasætið“ var við- kvæðið þegar ég kom í eldhúsið á Grund, það sæti við eldhúsborðið hafði bróðir hennar gjarnan vermt þegar hans naut við löngu áður en ég kom, einn fárra skoð- anabræðra minna í þeirri sveit. Morgunkaffi á Grund var bæði mikilvæg og skemmtileg stund. Þar hittumst við vinir og ræddum mál sveitarinnar, þar voru einnig sagðar sögur og minnist ég þeirra stunda þegar Óla eiginmanns Lilju naut við, sagna eins og þeg- ar þau voru í vegavinnu við að leggja veginn um Þorskafjarðar- heiði, hún við matseld og hann við mokstur. Segja má að heiðin hafi bundið þau saman. Lilja var náttúrubarn, unni sveitinni, dýrin voru hennar vinir, ljúfar voru stundirnar þegar við tókum tal saman og hún ræddi við mig um skepnurnar sínar, hænsn- in, kálfana, kýrnar, kindurnar, hestana og hundana, því unni hún öllu af barnslegri einlægni. Félagsmálin, söngur og kór- starf, leiklist, alltaf var Lilja með. Vílaði ekki fyrir sér að fara og syngja við messur inni í sveit eða vestur í Gufsu. Grundarheimilið stóð öllum opið, ætíð bakkelsi á borðum, allir velkomnir, gestrisn- in og hlýjan tilgerðarlaus, enda hændust börnin að Lilju. Það voru einnig erfiðar stund- ir. Snjóflóðið á Grund, hið ægi- lega veður, leitin að Óla og syn- inum Hjálmari sem grófust undir snjóflóði sem var stærra en knatt- spyrnuvöllur. Flóðið tók Óla en skilaði Hjálmari, sá sólarhringur gleymist aldrei. Lilja var kjörin fyrsti heiðurs- borgari Reykhólahrepps, sumum karlpeningnum þótti sem þeir hefðu ekki síður átt þá nafnbót skilið, þeir höfðu jú staðið fyrir ýmsum framkvæmdum, reist mannvirki til hagsbóta fyrir sveit- arfélagið, ekki skal gert lítið úr því. Minnismerki Lilju voru allt annarrar gerðar, þau voru í hjarta fólksins sem unni sveitinni á sama hátt og hún. Við Steingerður og börnin okk- ar kveðjum Lilju og þökkum fyrir vináttu og tryggð hennar við okk- ur. Við erum þess viss að nú er hún með honum Óla sínum og hver veit nema þar „sé sólskins- blettur í heiði“. Bjarni Pétur Magnússon. Ég vil þakka Lilju fyrir sam- fylgdina þann tiltölulega stutta tíma af langri ævi hennar sem við þekktumst. Lilju minnist ég fyrst og fremst sem sérlega gestrisinn- ar og glaðværrar húsfreyju á Grund í Reykhólahreppi, og vin- ar. Fyrstu kynni mín af heimilis- fólkinu á Grund tengjast snjóflóð- inu hörmulega sem féll á útihúsin miðvikudagskvöldið 18. janúar 1995, þegar Ólafur Sveinsson, eiginmaður Lilju, fórst, en Unn- steinn Hjálmar, yngri sonur þeirra, bjargaðist á undraverðan hátt eftir 12 tíma. Heimamenn á Reykhólum unnu þrekvirki þessa nótt við björgunarstörfin. Veður- hæðin og ófærðin var þvílík að björgunarmenn úr Króksfjarðar- nesi og nágrenni komust ekki til Reykhóla og ófært var um Svína- dal og fyrir Gilsfjörð, þar sem snjóflóðahættan var slík að ekki var einu sinni óhætt að stefna björgunarsveitum þá leið. Á end- anum var það TF Sif, þyrla Land- helgisgæslunnar, sem varð fyrst utanaðkomandi á vettvang um ellefuleytið á fimmtudag og flutti þau Unnstein og Lilju suður til Reykjavíkur. Það varð Lilju léttir að dánarorsök Ólafs var ekki köfnun í snjónum, heldur mun hann hafa látist samstundis vegna áverka sem hann hlaut af braki úr fjósinu. Þessi atburður var eins og gef- ur að skilja gríðarlegt áfall fyrir fjölskylduna á Grund, ekki aðeins lát Ólafs, heldur einnig missir stórs hluta bústofnsins. Af ein- stöku æðruleysi tókust þau mæðgin, Lilja, Unnsteinn og Guðmundur, á við það verkefni að byggja upp að nýju á Grund, en það tókst, hægt og hljótt. Eftir að embætti hreppstjóra í Reykhólahreppi var lagt niður urðu ferðir mínar til Reykhóla mun tíðari en áður, oftast í hverj- um mánuði, stundum oftar. Ég var með samning við hreppinn um aðstöðu á hreppsskrifstofunni, og þangað gátu hreppsbúar komið og rekið erindi sín fyrir sýslu- manni. Smám saman varð það ófrávíkjanleg regla að ég kæmi í hádegismat til Lilju í þessum heimsóknum til Reykhóla. Stund- um bar svo við að erindin teygðu sig vel inn í hádegið, og ef ég var ekki búinn að láta Lilju vita að ég tefðist, þá annaðhvort hringdi hún eða bað Guðmund að hringja eða líta við á hreppsskrifstofunni og athuga hvort ég væri ekki að koma. Í hádegismatnum á Grund voru iðulega hinir og þessir gest- ir, frændfólk og vinir, starfsmenn Orkubúsins o.fl., ofl. Og alltaf var húsfreyjan á Grund með bros á vör. Sannkölluð hvunndagshetja og sérlega vel komin að heiðurs- borgaratitli Reykhólahrepps. Á fimmtugsafmæli Guðmund- ar, sem bar upp á föstudaginn langa, varð ég þeirrar ánægju að- njótandi að gefa þau saman í hjónaband Guðmund og heitkonu hans Ástu Sjöfn Kristjánsdóttur. Aðeins nánasta fjölskylda var við- stödd, og átti þetta að fara leynt, alveg fram á kvöld þegar fjölda manns hafði verið boðið í fimm- tugsafmæli. Dæmigert fyrir húm- orinn á Grund. En mikið er mér minnisstætt hversu Lilja var ánægð þennan dag. Fjölskyldan var henni svo mikils virði, og efast ég um að nokkuð hafi glatt hana meira á kveðjustundinni 3. apríl sl. en að vita af báðum sonum sínum, tengdadóttur og þremur litlum ömmustrákum heima á Grund. Þórólfur Halldórsson. Kristín Lilja Þórarinsdóttir Sjóður minninganna er sjálf- sagt dýrmætasti sjóðurinn sem við getum eignast, þrátt fyrir gull og græna skóga. Við geymum hann innra með okkur og hann vex með hverju ári sem við lifum. Þrátt fyrir boðaföll lífsins virðast minningarnar verða bjartari með árunum og aldan kyrrist. Kannski er hver einstaklingur eins og alda sem berst að lokum að landi og hverfur. Eftir árin á Bifröst fyrir hálfri öld lágu leiðirnar víða, hérlendis og erlendis, og þegar ég endaði í Reykjavík eins og fleiri voru flest- ir skólafélagarnir orðnir ráðsett fjölskyldufólk og búsettir víða. En frá Bifröst streymdu nýir og nýir árgangar og atvikin höguðu því svo, að árgangurinn 1969 varð eins og að nýjum skólafélögum. Bylt- ing unga fólksins var í algleymingi og tíðarandinn hreif skólafólkið með sér. Í þessum árgangi var Kristín Bragadóttir. Bekkjarbróðir hennar, Atli Freyr, gerðist formaður í Nem- endasambandi Samvinnuskólans Kristín Bragadóttir ✝ Kristín Braga-dóttir fæddist á Egilsstöðum í Suð- ur-Múlasýslu 16. desember 1949. Hún lést á heimili sínu, Efstalandi 4 í Reykjavík, 16. mars 2013. Útför Kristínar fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 3. apríl 2013. og við Stína Braga urðum samherjar í félagsstarfinu. Hún tók svo við for- mennskunni af Atla Frey. Og það var svo sannarlega tekið til hendinni á þessum árum. Hús Jónasar frá Hriflu – Hamra- garðar varð að fé- lagsheimili, sumar- hús voru byggð við Hreðavatn, útgáfa hófst á árbók- um NSS sem urðu á endanum þrettán talsins, tímaritin Hermes og Hlynur blómstruðu og ferða- klúbbur starfaði af krafti. Ekki má svo gleyma þjóðmálunum og endalausum fundum um landsins gagn og nauðsynjar. Sumir end- uðu í Möðruvallahreyfingunni. Í öllu þessu vafstri var Kristín Bragadóttir oftast skammt undan. Kannski ekki alltaf sá háværasti, en ávallt tilbúin, ef þurfti að taka til hendinni. Eftir einn aðalfundinn hjá NSS var helstu „puðurunum“ safnað saman í rútu og haldið í nýreist sumarhús hjá Bifröst. Fegurð Hreðavatnslandsins kallaði að lok- um á góða gönguferð og þrátt fyr- ir að sumri væri tekið að halla og húmið að færast yfir var að sjálf- sögðu gengið á Grábrók. Hér var Stína Braga eins og heima hjá sér. Svo liðu árin, samverustundum fækkaði og að endingu var aðeins skipst á jólakortum. En alltaf var Kristín Bragadóttir gefandinn. Takk fyrir allar stundirnar. Reynir Ingibjartsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.