Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Lítið verður um veisluhöld þennan afmælisdaginn hjá JónuDóru Óskarsdóttur, sem í dag fagnar 41 árs afmæli sínu.Þess í stað ætla hún og eiginmaður hennar, Óskar Rúnar Harðarson að gera sér dagamun, fara út á land í sólarhring og slappa af. Fjölskyldan býr í Garðabænum en Jóna Dóra er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Jóna Dóra heldur stórt heimili, fjögur börn eru á heimilinu og m.a. er nýbúið er að ferma það elsta. Það er því væntanlega nóg um að vera hjá þessari stóru fjölskyldu í Garða- bænum. Jóna Dóra er menntaður snyrtifræðingur og er að kenna í Snyrti- akademíunni í Kópavogi. Áður starfaði hún á snyrtistofu í tíu ár. Að- spurð segist hún kunna enn betur við kennsluna. „Það var rólegra og gefandi að vinna á stofu. Vinnan í skólanum er gefandi, skemmti- leg, lærdómsrík og fjölskylduvænni. Svo er ég að klára kennslurétt- indi í háskólanum á milli þess sem ég er að sinna fjórum börnum,“ segir Jóna Dóra sem er í fæðingarorlofi um þessar mundir. Aðspurð hvernig hún fari að með svo stórt heimili auk þess að sinna kennslu og vera sjálf í námi, segir Jóna skipulagningu, kraftmikinn eig- inmann og dugleg börn vera lykilatriði.. Fjölskyldan stóra stefnir á að ferðast innanlands í sumar. „Hugmyndin er eiginlega að fara vítt og breitt um landið með hjólhýsi og njóta þess að vera hér heima,“ segir þessi kraftmikla húsmóðir að lokum. heimirs@mbl.is Jóna Dóra Óskarsdóttir 41 árs í dag Skemmtiferð Fjölskyldan í Flórída á góðri stund, f.v. Sólveig Sara, Óskar Rúnar, Aron Dagur, Jóna Dóra, Óskar Máni og Bergþóra Ósk. Snyrtifræðingur með nóg að gera Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Kári Hólmgrímsson, Sigurjón Pétursson, Mikael Guðmunds- son og Grímur Már Arnarsson hafa í um það bil eitt ár safnað saman flöskum sem þeir hafa fundið á förnum vegi á Akureyri. Þeir söfnuðu með þessu móti andvirði 10.161 krónu sem þeir gáfu Rauða krossinum. Á mynd- inni eru Kári og Sigurjón. Söfnun Mosfellsbær Salómon Blær fæddist 29. júlí kl. 2.54. Hann vó 3.555 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Fjóla Dögg Halldórsdóttir og Davíð Örn Sveinbjörnsson. Nýir borgarar Húsavík Sigrún Lillý fæddist 13. júlí kl. 16.30. Hún vó 3.860 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Þorbjörg Arna Unnsteinsdóttir og Arnór Að- alsteinn Ragnarsson. Í var fæddist á Akranesi en ólst upp á Seltjarnarnesi. Hann var í Mýrar- húsaskóla, Valhúsaskóla, lauk stúdentsprófi frá MH 1994, lauk BA-prófi í sagnfræði frá HÍ 2003, prófum til kennsluréttinda frá HÍ 2006 og lauk M.Ed.-prófi frá menntavísindasviði HÍ í febrúar á þessu ári. Auk þess er hann með UEFA-b-próf í knattspyrnuþjálfun frá 2012. Sest að í Borgarfirðinum Ívar var í Tónlistarskóla Seltjarn- arness frá sex ára aldri og þar til hann var fimmtán ára. Þar lærði hann lengst af á trompet og lék með Skólahljómsveit Seltjarnarness um árabil. Auk þess lærði hann á gítar við Tónlistarskólann á Þingeyri er hann kenndi við grunnskólann þar. Ívar starfaði á sambýli fyrir ein- Ívar Örn Reynisson, kennari í Borgarfirði – 40 ára Fjölskyldan Ívar Örn, Sigrún og synirnir, Orri og Ernir – lífsglöð og ánægð í borgfirskri vorblíðu. Framhaldsskólakenn- ari á Ferjubakka IV Brúðhjón Ívar og Sigrún giftu sig á túninu heima á Ferjubakka. raestivorur.is Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 Við erum grænni og elskum að þjónusta Rétt magn af hreinlætisvörum sparar pening – láttu okkur sjá um það Hafðu samband og fáðu tilboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.