Morgunblaðið - 12.04.2013, Side 50

Morgunblaðið - 12.04.2013, Side 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Lítið verður um veisluhöld þennan afmælisdaginn hjá JónuDóru Óskarsdóttur, sem í dag fagnar 41 árs afmæli sínu.Þess í stað ætla hún og eiginmaður hennar, Óskar Rúnar Harðarson að gera sér dagamun, fara út á land í sólarhring og slappa af. Fjölskyldan býr í Garðabænum en Jóna Dóra er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Jóna Dóra heldur stórt heimili, fjögur börn eru á heimilinu og m.a. er nýbúið er að ferma það elsta. Það er því væntanlega nóg um að vera hjá þessari stóru fjölskyldu í Garða- bænum. Jóna Dóra er menntaður snyrtifræðingur og er að kenna í Snyrti- akademíunni í Kópavogi. Áður starfaði hún á snyrtistofu í tíu ár. Að- spurð segist hún kunna enn betur við kennsluna. „Það var rólegra og gefandi að vinna á stofu. Vinnan í skólanum er gefandi, skemmti- leg, lærdómsrík og fjölskylduvænni. Svo er ég að klára kennslurétt- indi í háskólanum á milli þess sem ég er að sinna fjórum börnum,“ segir Jóna Dóra sem er í fæðingarorlofi um þessar mundir. Aðspurð hvernig hún fari að með svo stórt heimili auk þess að sinna kennslu og vera sjálf í námi, segir Jóna skipulagningu, kraftmikinn eig- inmann og dugleg börn vera lykilatriði.. Fjölskyldan stóra stefnir á að ferðast innanlands í sumar. „Hugmyndin er eiginlega að fara vítt og breitt um landið með hjólhýsi og njóta þess að vera hér heima,“ segir þessi kraftmikla húsmóðir að lokum. heimirs@mbl.is Jóna Dóra Óskarsdóttir 41 árs í dag Skemmtiferð Fjölskyldan í Flórída á góðri stund, f.v. Sólveig Sara, Óskar Rúnar, Aron Dagur, Jóna Dóra, Óskar Máni og Bergþóra Ósk. Snyrtifræðingur með nóg að gera Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Kári Hólmgrímsson, Sigurjón Pétursson, Mikael Guðmunds- son og Grímur Már Arnarsson hafa í um það bil eitt ár safnað saman flöskum sem þeir hafa fundið á förnum vegi á Akureyri. Þeir söfnuðu með þessu móti andvirði 10.161 krónu sem þeir gáfu Rauða krossinum. Á mynd- inni eru Kári og Sigurjón. Söfnun Mosfellsbær Salómon Blær fæddist 29. júlí kl. 2.54. Hann vó 3.555 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Fjóla Dögg Halldórsdóttir og Davíð Örn Sveinbjörnsson. Nýir borgarar Húsavík Sigrún Lillý fæddist 13. júlí kl. 16.30. Hún vó 3.860 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Þorbjörg Arna Unnsteinsdóttir og Arnór Að- alsteinn Ragnarsson. Í var fæddist á Akranesi en ólst upp á Seltjarnarnesi. Hann var í Mýrar- húsaskóla, Valhúsaskóla, lauk stúdentsprófi frá MH 1994, lauk BA-prófi í sagnfræði frá HÍ 2003, prófum til kennsluréttinda frá HÍ 2006 og lauk M.Ed.-prófi frá menntavísindasviði HÍ í febrúar á þessu ári. Auk þess er hann með UEFA-b-próf í knattspyrnuþjálfun frá 2012. Sest að í Borgarfirðinum Ívar var í Tónlistarskóla Seltjarn- arness frá sex ára aldri og þar til hann var fimmtán ára. Þar lærði hann lengst af á trompet og lék með Skólahljómsveit Seltjarnarness um árabil. Auk þess lærði hann á gítar við Tónlistarskólann á Þingeyri er hann kenndi við grunnskólann þar. Ívar starfaði á sambýli fyrir ein- Ívar Örn Reynisson, kennari í Borgarfirði – 40 ára Fjölskyldan Ívar Örn, Sigrún og synirnir, Orri og Ernir – lífsglöð og ánægð í borgfirskri vorblíðu. Framhaldsskólakenn- ari á Ferjubakka IV Brúðhjón Ívar og Sigrún giftu sig á túninu heima á Ferjubakka. raestivorur.is Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 Við erum grænni og elskum að þjónusta Rétt magn af hreinlætisvörum sparar pening – láttu okkur sjá um það Hafðu samband og fáðu tilboð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.