Morgunblaðið - 12.04.2013, Side 52

Morgunblaðið - 12.04.2013, Side 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér finnst hægt miða með starfs- framann en vertu rólegur, það mun ganga vel. Gleymdu bara ekki að öllu gamni fylgir nokkur alvara. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft á allri þinni þolinmæði að halda til þess að koma þínum málum í framkvæmd. Þú verður kraftmeiri en venju- lega næstu vikurnar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Dund er ekki málið fyrir þig! Þú ert í banastuði og munt framleiða heil ósköp og gefa góð ráð. Kapp er best með forsjá. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt allt virðist slétt og fellt á yfir- borðinu skaltu ekki láta blekkjast. Láttu það ekki trufla þig og haltu þig að verki en reyndu að temja þér meiri þolinmæði. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur haldið þig til hlés í ákveðnu máli en nú kemstu ekki lengur hjá því að taka afstöðu og láta hana í ljós við viðkom- andi. Gefðu þér tíma til að hafa samband við þá sem málið varðar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú elskar fólk og fólk bregst vel við þeirri afslöppuðu athygli sem þú veitir því. Eignir þínar, andlegar eða veraldlegar, gætu borið ríkulegan ávöxt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Oft var þörf en nú er nauðsyn á því að halda vel utan um fjármálin. Það er einhver óróleiki í þér, sem þú átt erfitt með að finna orsök að. Ekki flokka allt sem gott eða vont. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gefðu þér samt nægan tíma til að skoða málið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þið þurfið ekki að láta hugfallast þótt á móti blási um stund. Leyfðu hug- anum að reika og horfa á fegurð náttúrunn- ar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert áhugalaus og hefur enga burði til að leysa málin. Sjáðu til þess að ekkert og enginn trufli þig, þú mátt ekki við því. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Yfirboðaðar eru gagnrýnir á þig í dag, einhverra hluta vegna. Ræddu hug- myndir þínar við fólk sem er í sömu sporum því betur sjá augu en auga. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú finnur líklega frekar fyrir innri stöðugleika og rausnarskap ef skilgrein- ingum þínum á árangri er mætt. Ekki bíða eftir því að eitthvað gerist. Kerlingin á Skólavörðuholtinusendi Vísnahorninu kveðju í bréfi: „Karlinn á Laugaveginum tjáði sig um heimsókn til mín í Vísnahorninu þann 8. apríl. Ég vil endilega að mín hlið á málinu komi fram: Ég var út um glugga að gá gröm og herðasigin, kunnuglega kempu sá kjaga upp Frakkastíginn. Langt var síðan leit hann þar. Lítið um það mæli, fyrir austan víst hann var vistaður á hæli. Tröppur mínar karlinn kleif, kvíðinn virtist gæinn. Strax ég mig til dyra dreif, dró hann inn í bæinn. Yfir ruminn renndi fljótt rannsakandi augum, þá ég fann og skildi skjótt, skekinn var á taugum. Þrjótur hafði þynnst á kinn, þversum tapað máli, enda hafði eyminginn aðeins nærst á káli. Vesældarlegt vok og fát var á mínum gesti þar til hamslaus, æstur át allt sem tönn á festi. Gríðarlega af góðri list gleypti í sig helling, bollur, tertur, brauð úr rist, bjúgu, flot og velling. Ekki kaus ég endalaust inni í bæ að hanga, því á krána, trygg og traust tók mig heitt að langa. Lokkandi ég leit hann á, létt var karl að æsa og hann vildi ólmur fá á mig víni splæsa.“ Þessari djörfu og æsispennandi frásögn verður fram haldið í Vísna- horninu á morgun. Erlendur Sig- urður Baldursson sendi Vísnahorn- inu skemmtilega kveðju: „Eftirfarandi limra varð til hjá mér þegar ég heyrði af síðustu skoð- anakönnun: Ég hitt́eitt sinn drukkinn dósent sem drakk þar til átti hann no cent. Hann sagði með ekka ég hætti að drekka fái Sigmundur sextíu %.“ Ólafur Briem þýddi vísu þá á esperanto sem Þórbergur Þórð- arson orti sem grafskrift sína: Þórbergs hér hvílir hold hulið í jarðar mold, í volaðra veröld bjó, í vitlausra heimi dó. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af fundi karls og kerlingar Í klípu „SJÁÐU BARA, LÆKNARNIR GÁFUST UPP FYRIR LÖNGU. ÉG ÆTLA AÐ FARA NÚNA, ÞÚ ÆTTIR KANNSKI AÐ GERA ÞAÐ LÍKA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HANN TÓK EKKI EINU SINNI EFTIR EYRNALOKKUNUM MÍNUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hjúkra honum. VIÐ HVAÐ STARFAR ÞÚ, ÓKUNNUGI MAÐUR? ÉG STEL FRÁ ÞEIM FÁTÆKU OG GEF ÞEIM RÍKU. HA? HVERS KONAR STARF ER ÞAÐ? ÉG VINN HJÁ BANKA. SEGÐU MÉR FRÁ TILFINNINGUM ÞÍNUM, JÓN. FRÁ HVERJU? TILFINN- INGUM! TJA... SVO LÉT ÉG SEM LIÐI YFIR MIG. ÞAÐ ER GÓÐ FLÓTTALEIÐ. Margrét Sverrisdóttir, fyrrver-andi framkvæmdastjóri Frjáls- lynda flokksins, stendur í stappi við flokkinn sem neitar að borga henni laun. Hún upplýsti í því sambandi í viðtali á dögunum að kvenmanns- mánaðarlaun væru 614.000 kr. eða hefðu verið það 2009. x x x Þingfararkaup er rúmar 630.000kr. á mánuði, en á heimasíðu Hagstofunnar kemur fram að reglu- leg laun fullvinnandi launamanna á íslenskum vinnumarkaði voru 402 þúsund krónur að meðaltali árið 2012. Um 18% launamanna voru með 300 til 350 þúsund krónur í regluleg laun á mánuði og um 65% launamanna með regluleg laun undir 400 þúsund krónum á mánuði. Regluleg laun fullvinnandi karla voru 436 þúsund krónur að meðaltali á mánuði en kvenna 367 þúsund krónur. Samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar 2012 áttu 48,2% heim- ila erfitt með að ná endum saman. Fyrrnefndur launamunur skýrir kannski fjöldann sem gengur með þingmann í maganum fyrir kosning- arnar í lok mánaðarins. x x x Formaður Þingvallanefndar ereinn þeirra þingmanna sem óska eftir endurkjöri en skaut sig illilega í fótinn, þegar hann ætlaði að slá sig til riddara um liðna helgi með því að banna næturveiðar í Þingvallavatni og sagði ástæðuna drykkjuskap og ólæti veiðimanna. Talsmenn þeirra svöruðu að bragði og í gær var til- kynnt að hætt væri við bannið. Hroki og yfirgangur ganga greini- lega ekki í kosningabaráttu. x x x Íbúakosningu um verkefni í Reykja-víkurborg lauk í gær, en í kosn- ingunni var boðið upp á ótrúlegustu hluti. Einna hæst bar valmöguleika um að setja upp bekk á gatnamótum Hagamels og Furumels fyrir litlar 500.000 krónur. Ekki kemur á óvart að Melhaga og Hofsvallagötu verði breytt í göngugötur í kjölfarið, en Víkverji hefur reyndar ekki séð kostnaðaráætlun í því sambandi. víkverji@mbl.is Víkverji Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar. Þér munuð sjá mig því ég lifi og þér munuð lifa. (Jóhannesarguðspjall 14:19) PAPPÍR • POKAR • RÚLLUR Sérprentanir í minni eða stærri upplögum! PAPPÍR HF • Kaplahrauni 13 • 220 Hafnarfirði • Sími 565 2217 • pappir@pappir.is • www.pappir.is Íslensk framleiðsla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.