Morgunblaðið - 12.04.2013, Side 55

Morgunblaðið - 12.04.2013, Side 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er svolítið eins og að fara á stuttmyndahátíð. Þarna gefur að líta ólík verk sem sett eru upp í mismun- andi stílum,“ segir Kristín Eysteins- dóttir sem leikstýrir þremur nýjum íslenskum stuttverkum sem frum- sýnd verða á litla sviði Borgarleik- hússins í kvöld kl. 20 undir yfirskrift- inni Núna! Verkin sem um ræðir eru Svona er það þá að vera þögnin í kórnum eftir Sölku Guðmundsdóttur, Skríddu eftir Kristínu Eiríksdóttur og Skúrinn á sléttunni eftir Tyrfing Tyrfingsson. Öll hafa þau látið að sér kveða á ritvellinum en Tyrfingur samdi leikritið Grande, Kristín sendi fyrir jólin frá sér skáldsöguna Hvít- feld og er annar tveggja höfunda að leikritinu Karma fyrir fugla og Salka hefur m.a. samið leikritin Súldarsker og Breaker. „Við erum alltaf að leita að nýjum íslenskum verkum,“ segir Kristín og rifjar upp að í fyrravetur hafi Borg- arleikhúsið staðið fyrir lokaðri sam- keppni þar sem sex ung leikskáld voru fengin til að senda inn hugmynd að stuttverkum um íslenskan sam- tíma. Þrjú þessara verka voru í fram- haldinu valin til sviðssetningar. Spurð hvort hún vinni markvisst að því að tengja verkin saman í uppsetn- ingu sinni bendir Kristín á að verkin eigi það öll sameiginleg að þau end- urspegli það sem brenni ungum ís- lenskum leikskáldum á hjarta. „Auk þess ákváðum við Helga Stef- ánsdóttir leikmyndahönnuður að ramma verkin þrjú inn í leikmynd sem gæti verið fjölnota. Vissir hluti eru þannig notaðir aftur og aftur en á ólíkan hátt og öðlast við það nýja merkingu,“ segir Kristín og bendir á að verkin gerist á jafn ólíkum stöðum og í íbúð í Reykjavík, skúr í Las Vegas og óræðum stað á netinu. Seg- ir hún 20 mínútna hlé gerð á milli verkanna þriggja til að breyta leik- myndinni og þá gefist áhorfendum kærkomið til þess að velta verkunum fyrir sér. Kómík í bland við alvarleikann Fyrsta verk kvöldsins er Svona er það þá að vera þögnin í kórnum eftir Sölku. „Verkið fjallar um samskiptin eða öllu heldur samskiptaleysið sem birtist í hinum yfirborðskennda heimi netsins sem Facebook er. Það var bæði krefjandi og gaman fyrir leikara verksins að læra þennan abstrakt texta því hann er ekki í neinu rök- réttu samhengi heldur fremur eins og tónverk. Þannig tala allir í endalaus- um „statusum“ og upphrópunum. Aðalpersóna verksins reynir að fóta sig innan þessa heims, en glímir við andlega erfiðleika. Hún reynir að kalla á hjálp í þessum heimi, en hann er þess eðlis að það er engin raun- veruleg hlustun í gangi. Þetta er kómískt og skemmtilegt verk þó að umfjöllunarefnið sé alvarlegt.“ Skríddu eftir Kristínu er í kynning- artexta frá Borgarleikhúsinu lýst sem „sálfræðidrama um slyttið og fasistann innra með okkur öllum“. „Verkið fjallar um ungt par sem stendur á tímamótum. Hún þarf að ræða samband þeirra, en hann kemur sér undan því að fara inn í þá um- ræðu. Smám saman kemur í ljós að hann er með mjög mikla þráhyggju fyrir nágranna sínum á hæðinni fyrir neðan, fylgist með öllum hljóðum sem þaðan berast og er með kenningu þess efnis að þar séu hræðilegir hlutir að gerast. Verkið er í absúrdstíl og hrynjandin í textanum er mjög skemmtileg.“ Síðasta verk kvöldsins er Skúrinn á sléttunni eftir Tyrfing. „Þetta verk kemst næst því að vera hefðbundið leikrit hvað framvindu og uppbygg- ingu varðar, en hins vegar eru per- sónurnar mjög ýktar og tungutakið gróft. Það fjallar um eldri konu sem ung flúði til Bandaríkjanna frá börn- um og heimili á Íslandi. Hún heldur til í bílskúr þar sem hún drekkur all- an daginn, reykir og fer á offiséra- klúbbinn. Hún er flottur karakter með vélbyssukjaft og mjög miklar skoðanir. Hún veður yfir alla með of- beldi og er í raun hálfgert illmenni. Dag einn birtist sonur hennar, sem hún yfirgaf þegar hann var barn að aldri, en hann er á leið í kyn- skiptaaðgerð. Verkið fjallar um brostna drauma þessa fólks og sam- skipti innan fjölskyldunnar.“ Aðspurð segist Kristín að lokum sannfærð um að ofangreind leikskáld eigi eftir að láta meira að sér kveða í framtíðinni. „Þau eru öll með mjög sérstakan og afgerandi stíl auk þess sem þau eru afar næm á þetta form sem leikhúsið er. Að mínu mati er mikilvægt að leikhúsið hlúi að leik- skáldum með uppfærslum á borð við þessa þannig að ný skáld fái að blómstra og þroskast innan leikhúss- ins.“ Ljósmynd/Grímur Bjarnason Aðskilnaður Hanna María Karlsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson í hlutverkum sínum sem mæðgin sem hittast aft- ur eftir langan aðskilnað. Í bakgrunni fylgjast Þröstur Leó Gunnarsson og Unnur Ösp Stefánsdóttir með. „Öll með mjög sérstak- an og afgerandi stíl“  Þrjú ný íslensk stuttverk frumsýnd í Borgarleikhúsinu Dúettinn Vök, sigurvegari Músíktil- rauna í ár, heldur tónleika við bar veitingastaðarins Kolabraut- arinnar í tónlistarhúsinu Hörpu í dag kl. 17.30 og eru þeir hluti af tónleikaröðinni Undiröldunni. Vök skipa Margrét Rán Magnúsdóttir og Andri Már Enoksson. Berglind Ágústsdóttir hitar upp fyrir Vök en hún gaf fyrir skömmu út plötuna Forever Your Girl. Vök á Undiröldunni Undiralda Dúettinn Vök. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Lau 13/4 kl. 19:00 aukas Fös 10/5 kl. 19:00 Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Sun 14/4 kl. 19:00 11.k Lau 11/5 kl. 19:00 Fim 6/6 kl. 19:00 Fös 19/4 kl. 19:00 aukas Sun 12/5 kl. 13:00 Fös 7/6 kl. 19:00 Lau 20/4 kl. 19:00 aukas Mið 15/5 kl. 19:00 aukas Lau 8/6 kl. 19:00 Sun 21/4 kl. 19:00 12.k Fim 16/5 kl. 19:00 Sun 9/6 kl. 13:00 Mið 24/4 kl. 19:00 Fös 17/5 kl. 19:00 Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 26/4 kl. 19:00 aukas Lau 18/5 kl. 19:00 Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 27/4 kl. 19:00 Mán 20/5 kl. 13:00 aukas Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn. Sun 28/4 kl. 13:00 Fim 23/5 kl. 19:00 Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn. Þri 30/4 kl. 19:00 aukas Lau 25/5 kl. 19:00 aukas Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 2/5 kl. 19:00 aukas Sun 26/5 kl. 13:00 Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 3/5 kl. 19:00 Mið 29/5 kl. 19:00 aukas Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn. Lau 4/5 kl. 19:00 Fim 30/5 kl. 19:00 aukas Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 5/5 kl. 13:00 Fös 31/5 kl. 19:00 Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn. Mið 8/5 kl. 19:00 aukas Lau 1/6 kl. 13:00 Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 9/5 kl. 14:00 Sun 2/6 kl. 13:00 aukas Einn vinsælasti söngleikur heims, nú loks á Íslandi. Allt að seljast upp! Gullregn (Stóra sviðið) Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00 Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar. Mýs og menn (Stóra sviðið) Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas Sun 9/6 kl. 20:00 lokas Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar. Ormstunga (Nýja sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 Lau 13/4 kl. 20:00 Sun 14/4 kl. 20:00 lokas Íslendingasagan sem er ekki eins leiðinleg og þú heldur. Aðeins þessar sýningar. Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Mið 24/4 kl. 20:00 19.k Þri 30/4 kl. 20:00 Sun 5/5 kl. 20:00 Fim 25/4 kl. 20:00 20.k Fös 3/5 kl. 20:00 Lau 27/4 kl. 20:00 Lau 4/5 kl. 20:00 Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Örfáar aukasýningar í apríl og maí. Núna! (Litla sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 frums Mið 17/4 kl. 20:00 3.k Sun 28/4 kl. 20:00 5.k Þri 16/4 kl. 20:00 2.k Þri 23/4 kl. 20:00 4.k Þrjú ný íslensk verk eftir ung og öflug leikskáld í einni sýningu Tengdó (Litla sviðið) Fim 18/4 kl. 20:00 aukas Fös 3/5 kl. 20:00 24.k Fim 23/5 kl. 20:00 Fös 19/4 kl. 20:00 aukas Lau 4/5 kl. 20:00 25.k Lau 25/5 kl. 20:00 Lau 20/4 kl. 20:00 20.k Sun 5/5 kl. 20:00 Sun 26/5 kl. 20:00 Sun 21/4 kl. 20:00 21.k Fös 10/5 kl. 20:00 Fös 31/5 kl. 20:00 Mið 24/4 kl. 20:00 22.k Lau 11/5 kl. 20:00 Lau 1/6 kl. 20:00 Fim 25/4 kl. 20:00 aukas Fim 16/5 kl. 20:00 Sun 2/6 kl. 20:00 lokas Lau 27/4 kl. 20:00 23.k Fös 17/5 kl. 20:00 Fim 2/5 kl. 20:00 aukas. Lau 18/5 kl. 20:00 Grímusýning síðasta leikárs snýr aftur! Íslenski Dansflokkurinn: Walking Mad (Stóra sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 frums Sun 28/4 kl. 20:00 4.k Sun 12/5 kl. 20:00 Fim 18/4 kl. 20:00 2.k Sun 5/5 kl. 20:00 5.k Mán 20/5 kl. 20:00 Fim 25/4 kl. 20:00 3.k Fim 9/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00 Tvö verk á einu kvöldi: Walking Mad og Ótta - húmor, galsi og geðveiki NÚNA! Frumsýnt í kvöld Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fim 18/4 kl. 19:30 Fors. Fös 3/5 kl. 19:30 4.sýn Lau 25/5 kl. 19:30 12.sýn Fös 19/4 kl. 19:30 Fors. Lau 4/5 kl. 19:30 5.sýn Fim 30/5 kl. 19:30 13.sýn Lau 20/4 kl. 19:30 Frums. Mið 8/5 kl. 19:30 6.sýn Fös 31/5 kl. 19:30 Mið 24/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 10/5 kl. 19:30 7.sýn Lau 1/6 kl. 19:30 Fös 26/4 kl. 19:30 2.sýn Fim 16/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 7/6 kl. 19:30 Lau 27/4 kl. 19:30 3.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 8/6 kl. 19:30 Sun 28/4 kl. 19:30 Aukas. Fim 23/5 kl. 19:30 10.sýn Fös 14/6 kl. 19:30 Fim 2/5 kl. 19:30 Aukas. Fös 24/5 kl. 19:30 11.sýn Ein vinsælasta íslenska skáldsaga síðari ára í nýrri leikgerð Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 14/4 kl. 13:00 Sun 21/4 kl. 13:00 Sun 5/5 kl. 14:00 Sun 14/4 kl. 16:00 Sun 28/4 kl. 13:00 Eitt ástsælasta barnaleikrit á Íslandi Kvennafræðarinn (Kassinn) Mið 17/4 kl. 19:30 Fors. Mið 24/4 kl. 19:30 4.sýn Lau 4/5 kl. 19:30 8.sýn Fim 18/4 kl. 19:30 Frums. Fös 26/4 kl. 19:30 5.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 19/4 kl. 19:30 2.sýn Lau 27/4 kl. 19:30 6.sýn Lau 20/4 kl. 19:30 3.sýn Fös 3/5 kl. 19:30 7.sýn Hver er ekki upptekin af kvenlíkamanum? Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið ) Sun 14/4 kl. 19:30 Síð.s. Ný aukasýning 14.apríl! Fyrirheitna landið (Stóra sviðið) Fös 12/4 kl. 19:30 Lau 13/4 kl. 19:30 Lokas. Hilmir Snær sýnir stjörnuleik í heillandi mannlýsingu Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 13/4 kl. 13:30 Lau 20/4 kl. 15:00 Sun 28/4 kl. 13:30 Lau 13/4 kl. 15:00 Lau 27/4 kl. 13:30 Sun 28/4 kl. 15:00 Lau 20/4 kl. 13:30 Lau 27/4 kl. 15:00 Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka Karma fyrir fugla (Kassinn) Lau 8/6 kl. 19:30 aukas. Sun 9/6 kl. 19:30 aukas. Síðasta sýning 7.apríl Uppistand - Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 14/4 kl. 20:00 Fös 19/4 kl. 20:00 Síðasta sýn. Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Gilitrutt (Brúðuloftið) Lau 13/4 kl. 13:30 Frums. Lau 20/4 kl. 13:30 Lau 27/4 kl. 13:30 Lau 13/4 kl. 17:00 Lau 20/4 kl. 15:30 Lau 27/4 kl. 15:30 Skemmtileg brúðusýning fyrir börn 11.05.13 - Laugardagur 20:00 UPPSELT 12.05.13 - Sunnudagur 20:00 UPPSELT 17.05.13 - Föstudagur 20:00 NÝ SÝNING 24.05.13 - Föstudagur 20:00 UPPSELT 25.05.13 - Laugardagur 20:00 UPPSELT 31.05.13 - Föstudagur 20:00 NÝ SÝNING 01.06.13 - Laugardagur 20:00 NÝ SÝNING 12.04.13 Föstudagur 20:00 UPPSELT 13.04.13 Laugardagur 21:30 UPPSELT 20.04.13 Laugardagur 20:00 UPPSELT 03.05.13 Föstudagur 20:00 UPPSELT 04.05.13 Laugardagur 21:30 UPPSELT 08.05.13 Miðvikudagur 20:00 UPPSELT 10.05.13 Föstudagur 20:00 UPPSELT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.