Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Kapringen Dönsk kvikmynd byggð á sönnum atburðum. Sómalskir sjóræningjar ráðast um borð í danska flutningaskipið MV Rosen á Indlands- hafi og er áhöfnin tekin í gíslingu, þ.á m. skips- kokkurinn Mikkel. Líf skipverja hangir á blá- þræði og gera sjóræningjarnir kröfu um tuga milljóna dala lausnargjald. Samningaviðræður framkvæmdastjóra skipafélagsins og sjóræn- ingjanna magna svo enn spennuna. Leikstjóri myndarinnar er Tobias Lindholm sem hefur m.a. unnið sér það til afreka að hafa skrifað handrit að 20 þáttum dönsku sjónvarpsþátt- araðanna Borgen og kvikmyndanna Jagten og Submarino. Lindholm leikstýrði einnig kvik- myndinni R en líkt og í Kapringen var leik- arinn Pilou Asbæk í aðalhlutverki í henni. Aðr- ir helstu leikarar í Kapringen eru Sören Malling og Amalie Ihle Alstrup. Kvikmyndin er ein af tíu sem sýndar verða á norrænni kvik- myndahátíð í Norræna húsinu fram til 21. apr- íl. Berlingske: 4/6 Jyllands-Posten: 5/6 Politiken: 5/6 Oblivion Jarðarbúar hafa yfirgefið jörðina eftir ára- langt stríð við óvin, sk. hræætur, utan úr geimnum. Jarðarbúar þurrausa nú auðlindir jarðar og búa sig undir flutning til eins af tunglum Satúrnusar. Jack nokkur Harper og aðstoðarkona hans Vika standa vaktina á jörð- inni og gæta þess að eftirlitsflaugar, sk. drón- ar, séu í lagi en drónar þessir hafa það hlut- verk að granda hræætum. Dag einn hrapar geimfar með unga og fagra konu innanborðs. Jack kemur henni til bjargar og kemst þá að því að ekki er allt sem sýnist. Myndin var tekin upp að hluta til á Íslandi, eins og frægt er orð- ið. Leikstjóri er Joseph Kosinski og í aðal- hlutverkum Tom Cruise, Andrea Riseborough. Olga Kurylenko og Morgan Freeman. Metacritic: 54/100 Rotten Tomatoes: 71% The Incredible Burt Wonderstone Gamanmynd með Steve Carrell í aðalhlutverki. Carrell fer með hlutverk Burts Wonderstones, töframanns sem átti góðu gengi að fagna í Las Vegas með félaga sínum Anton Marvelton, bauð þar upp á gríðarvinsæla töfrasýningu. Wonderstone hefur nú misst áhuga á töfra- brögðum og slitið vinskap sínum við Marvelton. Götulistamenn hafa tekið völdin og helsta stjarnan í þeirra röðum er Steve nokkur Grey. En er Wonderstone búinn að vera eða finnur hann töfraneistann á ný? Leikstjóri er Don Scardino og auk Carrells fara með helstu hlutverk Alan Arkin, James Gandolfini, Jay Mohr, Jim Carrey, Luke Vanek, Mason Cook, Michael Herbig, Olivia Wilde og Steve Buscemi. Metacritic: 44/100 Rotten Tomatoes: 37% Bíófrumsýningar Óminni, sjórán og töfrabrögð Útbrunninn? Steve Carrell og Olivia Wilde í gamanmyndinni The Incredible Burt Wonderstone. Til stendur að endurgera kvik- myndina Point Break frá árinu 1991 og hefur leikstjóri verið ráð- inn í verkið, Ericson nokkur Core. Core er einkum þekktur sem kvik- myndatökumaður en á þó fjórar kvikmyndir að baki sem leikstjóri, m.a. Invincible með Mark Wahlberg í aðalhlutverki. Core sá m.a. um kvikmyndatöku í hasarmyndinni The Fast and the Furious og ofur- hetjumyndinni Daredevil og ætti því ekki að eiga í vandræðum með að búa til góðan hasar í endurgerð- inni. Óskarsverðlaunaleikstjórinn Kathryn Bigelow leikstýrði Point Break á sínum tíma en í henni segir af alríkislögreglumanni sem vingast við nokkra brimbretta- kappa sem grunaðir eru um banka- rán, í því þeim tilgangi að koma upp um þá og handtaka. Keanu Reeves og Patrick heitinn Swayze fóru með aðalhlutverkin í mynd- inni, þóttu með endemum svalir og ekki ólíklegt að þeir hafi brætt margt meyjarhjartað. Eitursvalir Keanu Reeves og Pat- rick Swayze í Point Break. Point Break endurgerð Bandaríska dómsdagsrokksveitin Witch Mountain heldur tónleika á Faktorý 7. maí næstkomandi. Hljómsveitin er þessa dagana á tón- leikaferðalagi um Evrópu með hljómsveitinni Cough og mun hafa átt góðu gengi að fagna og þá sér- staklega eftir að hún fékk söngkon- una Uvu Plotkin til liðs við sig. Witch Mountain mun koma fram á Faktorý með hljómsveitunum Plastic Gods og Tundra. Dómsdagsrokkarar Witch Mountain kemur við á Íslandi í Evrópuferð sinni. Witch Mountain leikur á Faktorý Hörku spennumynd -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Páskamyndin 2013 Stórkostleg ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna Sýnd í 2D og 3D ÍSL TAL FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! EIN FLOTTASTA SPENNUMYND ÁRSINS! Stór og yfirdrifinn teiknimyndahasar af betri gerðinni. T.V. - Bíóvefurinn  Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU - T.K. kvikmyndir.is VJV Svarthöfði LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 12 12 L L 12 12 OBLIVION Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:30 G.I. JOE 2: RETALIATION 3D Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15 THE CROODS 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 - 6 THE CROODS 2D Sýnd kl. 4 I GIVE IT A YEAR Sýnd kl. 8 SNITCH Sýnd kl. 10:10 Stórmyndin sem tekin var upp á Íslandi SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS - V.J.V., SVARTHÖFÐI - T.K., KVIKMYNDIR.IS STÓRMYNDIN SEM TEKIN VAR UPP Á ÍSLANDI! OBLIVION KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 OBLIVION LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 G.I JOE RETALIATION 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 ADMISSION KL. 8 - 10.20 L I GIVE IT AYEAR KL. 10.15 12 THE CROODS 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 L THE CROODS 2D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 L 21 AND OVER KL. 8 14 OBLIVION KL. 5.45 - 8 12 GI JOE KL. 8 - 10.15 16 ADMISSION KL. 5.45 L OBLIVION KL. 6 - 9 12 KAPRINGEN KL. 5.45 - 8 - 10.15 12 ADMISSION KL. 5.30 L THE CROODS 2D ÍSL. TAL KL. 5.45 L SAFE HAVEN KL. 8 - 10.30 12 JAGTEN (THE HUNT) KL. 8 - 10.30 12 - H.S.S., MBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.