Morgunblaðið - 12.04.2013, Síða 57

Morgunblaðið - 12.04.2013, Síða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA BURTWONDERSTONE KL.3:40-5:50-8-10:10 BURTWONDERSTONE VIP KL. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 G.I. JOE:RETALIATION3D KL.3:20-5:40-8-10:20 G.I. JOE:RETALIATION2D KL.3:20 SIDEEFFECTS KL.3:20-5:40-8-10:20 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.5:50-8-10:10 JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.8 DEADMANDOWN KL.10:20 OZ:GREATANDPOWERFUL KL.5:20 KRINGLUNNI OBLIVION KL. 5:20 - 8 - 10:40 BURTWONDERSTONE KL. 5:50 - 8 - 10:10 SIDEEFFECTS KL. 5:40 -8 -10:20 ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50-8-10:10 OBLIVION KL. 5:30 - 8 - 10:30 BURTWONDERSTONE KL. 5:50 - 8 - 10:20 G.I. JOE:RETALIATION3DKL. 8 -10:30 SIDEEFFECTS KL. 8 -10:20 ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50 JACKTHEGIANTSLAYER2D KL.5:30 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK OBLIVION KL. 8 - 10:30 BURTWONDERSTONE KL.8-10:10 G.I.JOE:RETALIATION KL.5:40 THECROODS ÍSLTAL KL.5:50 AKUREYRI BURTWONDERSTONE KL.5:50-8-10:10 JACKTHEGIANT-SLAYER KL. 5:50 SIDEEFFECTS KL. 10:10 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL. 8  H.S. - MBL FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! EIN FLOTTASTA SPENNUMYND ÁRSINS THE NEW YORK TIMES LOS ANGELES TIME WALL STREET JOURNAL TIME NÝJASTA MYND STEVEN SODERBERGH T.V. - BÍÓVEFURINN  MÖGNUÐ GRÍNMYND STÓRMYNDIN SEM TEKIN VAR UPP Á ÍSLANDI  T.K., KVIKMYNDIR.IS  VJV, SVARTHÖFÐI STEVE CARELL JIM CARREY Nýtt leiksvið, Brúðuloftið, verður tekið í notkun á morgun í Þjóðleik- húsinu, leiksvið sem brúðuleikhúsið Brúðuheimar mun hafa til afnota næstu misseri. Brúðuloftið hét áður Leikhúsloftið og er fyrir ofan sval- irnar í aðalsal leikhússins. Fyrsta sýningin á Brúðuloftinu verður verk Bernds Ogrodniks, brúðuleik- húsmanns og listræns stjórnanda Brúðuheima, um tröllskessuna Gili- trutt sem hlaut Grímuverðlaunin árið 2011 sem barnasýning ársins. Gilitrutt vígir Brúðuloftið á morg- un kl. 13.30 og er stefnt að því að sýna verkið fram í lok maí. „Við tökum alfarið yfir rýmið, þ.e. Brúðuheimar, og verðum með eina nýja uppfærslu á ári. Svo róterum við eldri sýningum, verðum vænt- anlega með eitthvað af gestasýn- ingum og svo stendur til að halda áfram utan um brúðuleiklistarhá- tíðina sem við byrjuðum með í Borgarnesi,“ segir Hildur M. Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri Brúðu- heima og eiginkona Bernds, um Brúðuloftið. Þau hjónin urðu að loka Brúðuheimum í Borgarnesi í fyrra, ráku þar brúðuleikhús, safn, kaffihús og gallerí. Aladdín næstur Næsta uppfærsla Brúðuheima verður byggð á ævintýrinu um Aladdín og töfralampann og áætlað er að frumsýna verkið í október. Bernd sér um brúðugerð og sviðsmynd verksins, skrifar söguna en leikgerðina vinnur hann í sam- starfi við Ágústu Skúladóttur leik- stjóra. „Þetta verður með svipuðu sniði og hann byggir sínar sýn- ingar. Hann er þátttakandi um leið og hann er brúðustjórnandi. Það er stundum erfitt að gera skil á milli en það er svo magnað með hann að þegar hann er að stjórna brúðunum þá gjörsamlega gleymir maður að hann sé á sviðinu,“ segir Hildur. „Þetta verður í fyrsta skipti, að við vitum til, sem Aladdín er færður upp á svið á Íslandi.“ helgisnaer@mbl.is Tröllskessan Gilitrutt í sýningu Brúðuheima um tröllskessuna ógurlegu. Gilitrutt vígir Brúðuloftið  Brúðuheimar sýna í Þjóðleikhúsinu Stórt málverk af bláleitufjalli blasir við áhorfand-anum á einkasýninguUnndórs Egils Jónssonar í Ásmundarsal í Listasafni ASÍ en hún ber yfirskriftina „Permanence is but a word of degrees“. Í skemmtilega unnu myndbands- verki, sem varpað er á vegg, sést fljúgandi „fugl“ sem samsettur er úr mörgum fuglategundum. Á öðr- um stað hangir falleg syrpa af inn- römmuðum vatnslitamyndum sem sýna misstóra fiska. Skúlptúr á stöpli virðist vera íburðarmikil um- gjörð eða taska af einhverju tagi. Fram kemur á einblöðungi sem liggur frammi á sýningunni að listamanninum er sífelld verðandi náttúrunnar hugleikin og verkin gefa vissulega til kynna breyt- ingar. Umhverfisbreytingar af manna- völdum og náttúruvernd brenna á listamanninum. Í viðtali við Unn- dór (í Morgunblaðinu 21. mars sl.) kemur fram að með fjallinu, sem málað er beint á veggi salarins, sé hann að vísa til borgarísjaka, en eins kunnugt er bráðnar ísinn í heiminum hratt um þessar mundir. Töskuskúlptúrinn sé hugsaður ut- an um og til verndar kræklóttri plöntu sem vex á hálendinu. Hann má ef til vill túlka sem myndlík- ingu fyrir tilhneigingu mannsins til að skilgreina, „ramma inn“ og setja á stall, og safna náttúrunni, rétt eins og að væri hún afmarkað fyrirbæri en ekki grundvöllur til- verunnar. Skúlptúrinn felur einnig í sér athugasemd við náttúruvernd í tengslum við ferðamennsku, vernd sem öðrum þræði tengist hagnýtingu. Á hinn bóginn er rétt að taka fram að einu vísbendingu sýningargestsins um að „taskan“ hafi það hlutverk að geyma kræk- lótta plöntu er að finna í viðtali við listamanninn, semsagt í umsögn sem ekki er hluti af sjálfri sýning- unni (á sýningunni koma ekki fram heiti verka). Í reynd mætti allt eins skoða skúlptúrinn sjálfan sem túlk- un einhvers konar náttúrufyrir- bæris, enda er náttúran í senn inn- tak okkar og umbúðir. Breytingar á vistkerfum hafa áhrif á manninn eins og aðrar líf- verur. Á vefsvæði listamannsins kemur fram að myndirnar af fisk- unum fjalli um „síðasta laxinn“. Nýleg dæmi um eyðileggingu á vistkerfum Lagarfljóts og Þingvallavatns og yfirvofandi breytingar á Urriðafossi sýna svo ekki verður um villst að laxinn og aðrar vatnalífverur eiga undir högg að sækja. Öðrum þræði virð- ist Unndór segja að náttúran ráði sér sjálf: hún aðlagist og haldi sínu striki eins og samsetti fuglinn í myndbandsverkinu, hvað sem at- höfnum mannsins líður. En fari allt á versta veg verður mannskepnan sjálf á meðal þessara síðustu laxa. Morgunblaðið/Golli Breytingar Umhverfisbreytingar af mannavöldum og náttúruvernd brenna á Unndóri Agli Jónssyni. Hvað er í töskunni? Listasafn ASÍ, Freyjugötu. Unndór Egill Jónsson – Permanence is but a word of degrees bbbmn Til 14. apríl 2013. Opið þri.-su. kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.