Morgunblaðið - 12.04.2013, Page 60

Morgunblaðið - 12.04.2013, Page 60
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 102. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Fann veski með 10 milljónum 2. Kristrún Ösp pantaði flugmiða… 3. Lifði eins og útilegumaður í 27 ár 4. Kona fannst látin í íbúð »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Leikkonan Andrea Ösp Karlsdóttir starfar með brúðuleikhúshópnum Wakka Wakka Productions í New York og fjallar nýjasta verk hópsins, SAGA, um mann sem upplifir efnahags- hrunið á Íslandi. Verkið hefur fengið þónokkra umfjöllun í New York, m.a. í New York Times og The Village Voice. Í verkinu koma m.a. við sögu íslensk- ar lopapeysur og hestar, íslensk kímni og Eyjafjallajökull. Ljósmynd/John Stenersen Brúðuverk um efna- hagshrunið á Íslandi  Mynd- og tón- listarmaðurinn Curver Thorodd- sen opnar sýn- inguna The Fine and Delicate Art of Archival Pro- cessing í Gallerí Dvergi í kvöld kl. 20 og er hún hluti af Sequences-listahátíðinni. Á sýn- ingunni verður verk sem Curver vann úr hljóðupptökum af öllum klósett- ferðum sínum í febrúar árið 2009, eins og hann lýsir því í tilkynningu. Hljóðupptökur af kló- settferðum Curvers  Verk eftir dans- arann og danshöf- undinn Margréti Söru Guðjóns- dóttur, S(trage- dies), verður flutt í kvöld á hátíðinni Opera Showroom 2013 í óperuhús- inu Folkoperan í Stokkhólmi. Verkið flytja dansarinn Laura Siegmund, finnski öskurkórinn Huutajat og hljómsveit óperuhússins en Margrét stýrir uppfærslunni. Margrét stýrir finnskum öskurkór Á laugardag Austan og norðaustan 8-15 m/s. Snjókoma eða slydda sunnantil og síðar rigning með suðurströndinni. Dálítil él um landið norðanvert. Frost víða 0-5 stig, en hlánar syðst. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 8-13 m/s og él norðantil. Léttskýjað að mestu sunnanlands, þó stöku él allra syðst. Austan 10-15 syðst í kvöld og snjókoma. Frost 1-12 stig, mildast með suðurströndinni. VEÐUR Undir stjórn Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur fagnar nú karlalið HK þeim áfanga að vera handhafi allra bik- aranna í blaki. Skammt er síðan liðið varð bikar- meistari, þá varð það deildarmeistari fyrir páska og nú hefur það unnið Íslandsbikar- inn eftir sigur á KA í oddaleik í Fagralundi í gær- kvöld. »3 HK-ingar óstöðv- andi hjá Elsu Ásbjörn Friðriksson hefur fengið sig lausan undan samningi við sænska handknattleiksfélagið Alingsås og er búinn að semja við FH-inga til næstu þriggja ára. Ásbjörn kom til FH að láni frá sænska lið- inu í vetur og hefur verið í stóru hlut- verki. Þá hefur Hafnarfjarðarfélagið gert nýjan samning við þjálfara sinn, Einar Andra Ein- arsson. »1 Ásbjörn laus frá Svíþjóð og samdi við FH-inga Grindvíkingar leika til úrslita um Ís- landsmeistaratitil karla í körfuknatt- leik annað árið í röð eftir að hafa sigrað KR-inga í fjórða leik liðanna í Vesturbænum í gærkvöld. Þeir mæta því annaðhvort Stjörnunni eða Snæ- felli í úrslitaeinvíginu en fjórða við- ureign þeirra fer fram í Garðabænum í kvöld og þar er Stjarnan með for- ystu, 2:1. »2 Grindvíkingar komnir í úrslit annað árið í röð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Næsta skref er að ráða fyrirliða og setja svo saman landslið fyrir næstu ár,“ segir matreiðslumeist- arinn Hákon Már Örvarsson sem hefur verið ráðinn faglegur fram- kvæmdastjóri kokkalandsliðsins. Íslenskir matreiðslumenn hafa staðið sig vel í alþjóðlegri keppni undanfarin ár. Hákon Már hefur mikla reynslu á því sviði og hefur oft unnið til verðlauna frá því hann útskrifaðist og var útnefndur nemi ársins 1994. Undanfarin ár hefur hann verið í fararbroddi við að kynna íslenska matarmenningu erlendis, meðal annars í tengslum við verkefnið Iceland Naturally, auk þess sem hann hefur séð um veitingahlutann í veiðihúsinu við Miðfjarðará undanfarin sumur. „Ég hef verið með veiðibakteríu síðan ég veiddi minn fyrsta lax á bökkum Laxár í Aðaldal, þegar ég var að kokka í húsinu þar 1997,“ segir hann. Þeir bestu á hverju sviði Í alþjóðlegri matreiðslukeppni er matargerðinni skipt í keppni í heitum og köldum mat. Sex manna lið tekur þátt í keppni í heitum mat en fjölmennari hópur í köld- um. Byggt er á sama kjarna og segir Hákon Már stefnuna að hafa að minnsta kosti 10 manna hóp tilbúinn í byrjun maí. Hann líkir valinu við að velja fótboltalið. „Það þýðir ekki að velja fjóra sentera og skilja vörnina eftir auða,“ segir hann og vísar til þess að hann leiti til fag- fólks, þeirra bestu á sínu sviði í þeirri von að búa til sem sterkasta liðs- heild. Eins sé mikilvægt að þátttakendur geti gefið sér tíma í undirbúning og keppni. Helstu alþjóðlegu mótin eru heimsmeistarakeppnin, sem hefur verið haldin í Lúxemborg fjórða hvert ár og næst haustið 2014, og Ólympíumótið, sem einnig er hald- ið fjórða hvert ár, en í Þýskalandi, og verður næst 2016. Hákon Már segir að stefnan hafi verið tekin á bæði mótin og verið sé að skoða möguleika á að taka þátt í upphit- unarmóti erlendis í haust. „Okkur hefur gengið mjög vel í þessum mótum og kokkalandsliðið var til dæmis í 7. sæti á Ólympíumótinu 2008. Það er óhætt að segja að við höfum náð mjög góðum árangri í alþjóðlegri keppni.“ Matur er mannsins megin  Hákon Már stefnir hátt með kokkalandsliðið Ljósmynd/Rafn Rafnsson Stjóri Hákon Már Örvarsson er fjölhæfur matreiðslumaður og þykir gaman að elda úr íslensku hráefni. Hákon Már Örvarsson var lengi yf- irkokkur á veitingastaðnum Vox og starfaði einnig á veitingastað Hót- els Holts og Michelin-veit- ingastaðnum Lea Linster í Lúx- emborg. Hann hefur mikla reynslu af þátttöku í mat- reiðslukeppni, hefur oft keppt fyrir hönd Íslands og unnið til margra verð- launa, var til dæmis matreiðslumaður árs- ins 1997 og 1998 og fékk brons- verðlaun í Bocuse d’Or-keppninni í Frakklandi 2001. „Það er með meiri verðlaunum sem hægt er að vinna í þessum heimi,“ segir hann og bætir við að nú sé hlutverkið að halda utan um liðið, styðja við bakið á landsliðsmönnum og hafa áhrif á hvað landsliðið ætlar að gera. „Ég legg mína reynslu á vog- arskálarnar og læt gott af mér leiða.“ Landsliðið í góðum höndum HÁKON MÁR ÖRVARSSON FAGLEGUR FRAMKVÆMDASTJÓRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.